Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 1
72 SIÐUR B/C
150. tbl. 80. árg.
Vinsældir
gælusvína dvína
EIGENDUR víetnamskra svína, sem á
fyrra ári náðu miklum vinsældum sem
gæludýr í Kaliforníu, reyna nú margir
hverjir að losa sig við dýrin, að sögn
Los Angeles Times. Svínakyn þetta var
sagt búa yfir mikilli greind og mann-
elsku og um tíma gat enginn sem vildi
tolla í tískunni látið sjá sig með hund
eða kött, eða nokkurt annað órýtandi
gæludýr. Eftir að nýjabrumið fór af
minnkaði þó hamingja svínaeigenda og
þar við bættist að dýrin áttu það til að
stækka, sem virðist hafa komið flatt upp
á marga. Hispurssveinar og -meyjar sem
keyptu tveggja kílóa sykursæta gríslinga
i gæludýrabúðum sátu fyrr en varði
uppi með 300 kíló af rýtandi skinku í
stofunni og þá fyrst rann upp fyrir þeim
af hveiju svín hafa einkum verið höfð í
stíum í dreifbýli fram að þessu.
Stærsta lífvera
heims er sveppur
STÆRSTA lífvera í heimi er ekki steypi-
reyður eða risafura, heldur 400-1.000
ára gamall sveppur sem þekur um 7
ferkílómetra lands í skógi í Washington-
riki í Bandaríkjunum. Frá þessu var
skýrt í nýjasta hefti vísindatímaritsins
Nature. Sjónvarpsmenn sem þustu á
svæðið til að kvikmynda ferlíkið urðu
þó fyrir nokkrum vonbrigðum þegar að
var komið og þeim voru sýndir venjuleg-
ir hattsveppir, eins og fólk snæðir gjarn-
an með sunnudagssteikinni. Þeir eru þó
aðeins toppurinn á ísjakanum, því þeir
eru tengdir saman með ósýnilegum
sveppþráðum og hafa allir vaxið út af
einu örlitlu grói og teljast því einn ein-
staklingur. Allir afleggjarar grósins
hafa eins erfðavísa og þannig geta menn
kortlagt útbreiðslu risasveppa yfir stórt
svæði. Telja vísindamenn líklegt að
stærri ófreskjur eigi eftir að finnast í
skógum í Norður-Ameríku og Evrópu
ef að er gáð. Heimamenn hyggjast baða
sig í frægðinni á meðan og selja grimmt
sveppborgara á skyndibitastöðum og
boli með áletrunum á borð við: „Undir
okkar hreppi er teppi úr sveppi.“
Buxur bannaðar
FORSVARSMENN Hálandaleikanna í
Skotlandi hafa ákveðið að þátttakendur
í hinum hefðbundnu Skotapilsum verði
að bera hné sín, hvernig svo sem viðrar
í keppninni. Á síðari árum hefur farið i
vöxt að menn íklæðist íþróttabuxum,
legghlifum eða öðrum óásjálegum fatn-
aði með pilsinu, sem þykir draga úr þjóð-
legum svip leikanna. Nærbuxur verða
þó leyfðar, enda ekki ætlast til að menn
gangi of langt i að sýna karlmennsku
sína í keppnisgreinum s.s. kringlukasti,
þar sem vill verða mikill pilsaþytur.
SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Rússneskur stjórnlagadómstóll tekur fyrir bannið á kommúnistaflokknum:
Jeltsín segir örlög Rússa
í höndum dómstólsins
The Daily Telegraph.
RÚSSNESKUR stjórnlagadómstóll tekur á þriðjudag til umfjöllunar hvort framlengja
eigi bann á starfsemi gamla sovéská kommúnistaflokksins. Ríkisstjórn Rússlands vill
að starfsemi flokksins verði bönnuð áfram, þar sem hún sé í andstöðu við stjórnar-
skrána, en veijendur kommúnistaflokksins byggja málflutning sinn á því að tilskipun
Jeltsíns á síðasta ári, sem bannaði flokkinn, hafi verið ólögleg. Stjórnlagadómstóllinn,
sem nýlega var myndaður, hefur gert báðum aðilum grein fyrir því að hann hyggist
einungis taka afstöðu til hinnar lagalegu hliðar, en ekki hins víðara pólitíska samhengis.
Jeltsín svaraði á föstudag spurningum
lesenda blaðsins Komsomolskaja Pravda í
gegnum síma og lagði þá ríka áherslu á
mikilvægi réttarhaldanna yfir kommúnista-
flokknum. „Ég mundi ganga svo langt að
segja að örlög Rússlands séu nú í höndum
stjómlagadómstólsins frekar en forsetans,"
sagði Jeltsín og bætti við að allt annað en
endumýjun bannsins myndi „kynda undir
niðurrifsstarfsemi kommúnista“ sem myndi
ýta Rússlandi út í borgarastyijöld.
Svo virðist hins vegar sem Jeltsín telji
ekki rétt að ganga skrefí lengra og draga
einstaka fyrrum leiðtoga kommúnistaflokks-
ins til saka, þar á meðal Míkhaíl Gorbatsj-
ov, fyrmm Sovétforseta. Em ástæðurnar
fyrir því taldar vera að hann vilji ekki styggja
Vesturlönd, sem enn meta Gorbatsjov mik-
ils, og kannski fyrst og fremst að slík réttar-
höld myndu ná til þúsunda manna sem enn
em í háum ábyrgðastöðum á sama tíma og
F.W. DE KLERK telur að bráðabirgða-
sljórn eigi að sitja við völd i Suður-Afríku
í þijú ár áður en vaidið verði endanlega
fært til blökkumanna. Kemur þetta fram
á minnisblaði frá forsetanum til Nelson
Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins.
Mandela neitaði á föstudag ásökunum de
Klerks þess efnis að ANC væri að reyna að
lýðræðisþróunin stendur á brauðfótum.
Gorbatsjov sagði í viðtali við Komso-
molskaja Pravda að honum virtist sem nán-
ir aðstoðarmenn Jeltsíns væm smám saman
að ýta honum í átt til einræðisstjómar. Hann
sakaði Jeltsín um að þvinga illa skipulögðum
og ómannúðlegum ráðstöfunum upp á fólk
og klykkti út með því að segja að rússneska
stjórnin hefði enga úthugsaða stefnu hvorki
í innanlands- né utanríkismálum.
ná völdum í landinu með því að spilla viðræð-
um um lýðræði, þegar samkomulag væri í
augsýn. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Ink-
atha-hreyfíngarinnar, fagnaði tilboði stjóm-
arinnar um sérstakan neyðarfund en einn af
helstu leiðtogum ANC, Bantu Holomisa, vís-
aði því á bug og sagði ekki koma til greina
að taka upp viðræður að nýju nema leiðtogar
róttækra svertingjahreyfinga tækju þátt.
Forseti Suður-Afríku:
Vill 3 ára aðlögunartíma
The Daily Telegraph.
10
KJARADÓMUR
HEFUR STARFAÐ FR Á 1962:
FYRSTI DOMURINN
OLLI DEILUM
Á VINNUMARKAÐI
Skuggahliðar
. sumar-
1 ** leyfsins
JOAN #
HVAR ER
ÍSLENSKI a
MATURINN?