Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 l lil IkIai s KVIKMYNDAÐUR í EISTLANDI Morgunblaðið/Ámi Sæberg Guðmundur Steinsson, höfundur Lúkasar. Hann heldur á krossinum sem Lúkas, glataði sonurinn, gefur hjónunum og notaður er í kvikmyndinni. Einnig má sjá nokkur blóm úr myndinni. eftir Elínu Pólmodóttur Nýlega var lokið í Eistlandi tökum á kvikmyndinni Lúkas, sem byggð er á leikriti Guðmundar Steinssonar rit- höfundar og verður væntan- lega frumsýnd í Tallin í sept- ember og skömmu seinna hér á íslandi. Leikritið Lúkas skrifaði Guðmundur 1975 og hefur það verið sýnt á sviði hér heima og á nokkrum stöð- um erlendis. Freyja film í Eistlandi gerir myndina með þekktum leikurum þar austur frá. Leikstjórinn Tönu Vivre og allir aðrir sem að mynd- inni standa eru eistlenskir, nema Guðmundur Steinsson, sem skifaði handritið og hef- ur nú síðast verið við tökum- ar í fjórar vikur. Umboðs- maður Guðmundar í Dan- mörku hefur tekið að sér markaðssetninguna á Vestur- löndum og er myndin þannig eistlensk-íslensk-dönsk sam- vinna og samstarfsaðilinn Frigg Film. Við leituðum frétta hjá Guðmundi Steins- syni af töku þessarar fyrstu kvikmyndar eftir íslenskan höfund sem Eistlendingar gera. Af kynningu Freyja fílm, þessa fyrsta óháða kvik- myndafyrirtækis Eistlend- inga, má sjá að efnið höfð- ar nyög til þeirra. Þar seg- ir m.a.: „Öldruð hjón, Al- bert og Elísabet, eiga von á gesti, Lúkasi, til kvöldverðar. Hinn fjar- stæði söguþráður endurspeglar heimkomu glataða sonarins, en sýnir um leið valdabaráttuna milli hinna undirokuðu og harðstjórans, Viðtal við höfundinn, Guðmund Steinsson sem næg dæmi eru um í mann- kynssögunni." Og maður slær því snarlega föstu að hugmyndina og þennan mikla áhuga á að gera kvikmynd um Lúkas einmitt nú megi rekja til þess hve hann hittir í mark þeirra eigin upplifunar og raunveruleika. Guðmundur kímir bara að þessu, enda Lúkas margbrotnara verk en svo að auðvelt sé að setja það á bás, og vekur athygli á að á þessari kenningu sé sá hængur að þetta hafí verið komið til áður en Eistlendingar losnuðu undan harðstjóm Sovétríkjanna. Kynn- ingin heldur líka áfram: „Hliðrunin milli fjölskyldunálægðar annars vegar og hins vegar þess altæka vegur hámákvæmt salt. Og hvem- ig Lúkas heijar á þessi óttaslegnu og virðingarverðu hjón vekur upp spumingu: Lifum við raunverlega lífí okkar eins og það er eða höld- um við bara að við gemm það?“ „Upphaflega komst leikritið í enskri þýðingu í hendur Arvos Alas, sem er þýðandi og bók- menntamaður, lagði fyrir sig nor- ræn mál í Leningrad, m.a. ís- lensku, og hefur þýtt Grettlu,“ segir Guðmundur. Arvos útvegaði sér íslenska textann og þýddi verk- ið. Hann hafði svo samband við leikhús í Eistlandi, sem sýndi áhuga á að setja verkið á svið. Fyrirstaðan var þó sú að það þarf mat á hveija sýningu og í landinu var matarskortur. Málið komst því ekki á hreyfingu. Þetta var fyrir einum 4-5 árum“. Hér er rétt að skjóta inn í að nú, eftir að Eistlendingar hafa fengið frelsi, hefur Arvos Alas verið gerður sendiherra Eistlands í Noregi, Danmörku og á íslandi með aðsetri í Kaupmannahöfn og kom hann til að afhenda forseta íslands skilríki sín í febrúar sl. Til gamans segir Guðmundur Steinsson frá því þegar hann kom til Danmerkur í annað skiptið til þess að fara með honum til Eist- lands, þá kvaðst hann verða að fara að máta nýjan frakka til mæta í hjá Danadrottningu. Þótti þeim báðum þetta dálítið skondin umskipti. Þegar Arvo Alas hitti seinna kvikmyndaleikstjórann Tonu Vivre, kvaðst hann telja Lúkas upplagt efni í kvikmynd. Þeir lásu verkið saman með kvikmyndtöku- manninum Mait Maekivi, sem jafnan vinnur með Tonu Vivre. Hann fékk þarmeð áhuga á að gera þessa kvikmynd. Þá var hið ríkisrekna Tallin-fílm að leysast upp og Vivre og Raymond Feld, sem lengi hafði verið hjá Tallin, búnir að stofna nýtt fyrirtæki, fyrsta sjálfstæða kvikmyndafélag- ið í landinu og gera eina kvik- mynd. Nafnið kom til með nokkuð skemmtilegum hætti. Kvikmynda- stjórinn hafði nýlega eignast dótt- ur og vildi skýra hana Freyju, en móðirin harðneitaði því. Svo hann færði nafnið bara yfír á annan hvítvoðung, nýja kvikmyndafélag- ið. Þýðandinn hafði samband við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.