Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 32
Hraðari póstsendingar milli landstiluta 6Mb Regiubimdinn M/# spamaður 4tSs> PÓSTUR OG SlMI M Landsbanki Mk íslands MmJM Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 091100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 15S5 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 5. JULI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Eistlendingar gera kvikmynd: Islending- ur samdi handritið EISTLENDIN G AR hafa gert kvikmynd eftir handriti Guð- mundar Steinssonar, sem byggt er á leikriti hans Lúkas. Lauk tökum á myndinni i lok maí sl. og verður hún frumsýnd í sept- ember í Tallin og skömmu síðar á íslandi. Þar sem Guðmundur er höfundur myndarinnar og danskur umboðsmaður annast dreifingu á Vesturlöndum, er þetta eistlensk-íslensk-dönsk samvinna. Þetta er fyrsta kvik- myndin sem Eistlendingar gera eftir íslenskan rithöfund. Það er kvikmyndastjórinn Tonu Vivre sem gerir myndina og hlut- verkin eru í höndum þriggja þekktra leikara austur þar, Juris Jarvets, Itu Ever og Ain Lutseps. Þýðinguna á handriti Guðmundar gerði Arvo Alas, sem síðar varð sendiherra Eistlands í Kaupmanna- höfn eftir að þeir losnuðu undan Sovétríkjunum. Sjá frásögn og viðtal við Guð- mund Steinsson á bls. 18. Morgunblaðið/Bjami Þyrla Landhelgisgæslunnar leggur af stað til Reykjavíkur með þann þremenninganna sem slasaðist mest. Bílvelta í Kjós: Tveir alvarlega slasaðir FÓLKSBÍLL með þremur far- og var annar af þeim fluttur Samkvæmt upplýsingum lög- og mun ökumaður bílsins hafa þegum fór út af veginum í með þyrlu Landhelgisgæsl- reglunnar varð slysið á móts við misst stjórn á honum í beygj- Kjós um klukkan 10 á laugar- unnar á slysadeild en hinn og afleggjarann af þjóðvegi 1 í átt unni með fyrrgreindum afleið- dagsmorguninn. Tveir far- þriðji farþeginn með sjúkra- að Meðalfellsvatni. Á þessum ingum. þeganna slösuðust alvarlega bíl. stað er kröpp beygja á veginum Bílarnir voru rispaðir á öllum hliðum og toppi. Morgunbiaðið/Árni Sæberg Fimm bílar skemmdir FIMM bílar voru skemmdir á Sunnuvegi aðfaranótt laugar- dags með því að lakk á bílunum var rispað. Þær upplýsingar fengust hjá lög- reglunni í Reykjavík að íbúar við Sunnuveg hefðu komið að fimm bflum illa rispuðum í gærmorgun. Tilkynnt var um þessi skemmdar- verk til lögreglunnar í Reykjavík í gærmorgun en engin vísbending er um hver framdi verknaðinn þar sem enginn sjónarvottur hefur komið fram. Slíkar skemmdir á lakki bfla eru mikið tjón fyrir bílaeigendur. Ein fjölskylda átti tvo bílanna og er yón hennar metið á hundruð þúsunda króna. Hundruð manna leituðu að týndri smáflugvél: Flugvélin fannst norð- ur af Tindfjallajökli VÍÐTÆK leit stóð yfir að lítilli einshreyfils flugvél TF-IVI frá því á aðfaranótt laugardagsins og fram til klukkan rúmlega 14 á laug- ardag. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann þá flugvélina um 20-30 km norður af Tindfjallajökli. Er Morgunblaðið fór í prentun á laug- ardag höfðu ekki borist staðfestar fregnir af afdrifum flugmanns- ins um borð í vélinni. Björgunarsveitir af öllu Suðurland- sundirlendinu, höfuðborgarsvæð- inu og Borgarfírði voru kallaðar út og á laugardag tóku nokkur hundruð manns þátt í leitinni. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarmiðstöð Flugmálastjórn- Gífurleg ölvun og ólæti á Þingvöllum: Kalla þurfti til liðstyrk lögreglu frá Reylriavík GÍFURLEG ölvun og ólæti urðu á tjaldsvæðinu á Þingvöllum aðfara- nótt laugardagsins, svo mikil að lögreglan á Selfossi þurfti að kalla til liðstyrk lögreglumanna frá Reykjavík. Sendi Reykjavíkurlögregl- an tvo bíla og tíu menn austur á Þingvöll til að hafa hemil á verstu óeirðaseggjunum og til að keyra ofurölvi fólk til síns heima. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Selfossi var margt fólk saman komið á tjaldsvæðum þjóð- garðsins. Lögreglan hafði þar tvo menn fyrri hluta nætur en um klukkan 1.30 um nóttina óskaði þjóðgarðsvörður eftir fleiri lögregl- umönnum til að koma ölvuðu fólki út úr þjóðgarðinum. Tveir menn voru sendir til viðbótar frá Selfossi en er þeir komu á staðinn var ástandið orðið þannig að ákveðið var að leita eftir aðstoð Reykjavík- urlögreglunnar. Stóðu lætin á tjald- svæðinu síðan fram undir morgun. Hanna María Pétursdóttir þjóð- garðsvörður segir að um ungt fólk hafí verið að ræða og ölvunin mest í ákveðnum hópi þeirra sem mun hafa ætlað sér að fara í Þórsmörk en ekki komist þar sem tjaldstæðin þar hafí fyllst. „Það var ekki um annað að ræða en að koma þessu fólki út af tjaldstæðinu hérna með aðstoð lögreglunnar, enda truflaði það mjög aðra gesti þjóðgarðsins með ólátum sínum,“ segir Hanna María. „Það var unnið að því að koma fólkinu í bæinn alla nóttina með aðstoð lögreglu úr Reykjavik." Að sögn Hönnu urðu engar skemmdir á þjóðgarðinum vegna þessara óláta. ar og Flugbjörgunarsveitarinnar tók allt tiltækt björgunarlið þátt í leitinni en þungskýjað veðurfar á þessum slóðum hamlaði leit úr lofti. Flugvélin TF-IVI fór frá Reykja- vík klukkan 21.34 á föstudags- kvöld áleiðs í Þórsmörk. Um borð voru flugmaður og þrír farþegar. Flugvélin lenti í Þórsmörk um klukkan 22.00 þar sem farþegam- ir urðu eftir. Fiugmaðurinn hóf flug fljótt aftur áleiðis til Reykja- víkur að því er talið var, en síðan heyrist ekkert af honum og ekkert heyrðist í neyðarsendi flugvélar- innar. TF-IVI er fjögurra sæta einkaflugvél í eigu sex einstaklinga í Reykjavík og af gerðinni Cessna Cardinal. Er Morgunblaðið ræddi við Elías Gissurarson, stjórnanda í björgun- armiðstöðinni, um hádegisbilið á laugardag var leit komin á fulla ferð og náði leitarsvæðið á þeim tíma frá Reykjavík og austur til Hafnar í Homafirði. „Við emm nú að skipuleggja þetta svæði nánar til leitar og höfum kallað út allar björgunarsveitir á því,“ sagði Elías. Aðspurður um hvort talið sé að neyðarsendir flugvélarinnar hafí ekki farið í gang sagði Elías að slíkt eigi ekki að geta átt sér stað. „Það á ekki að geta gerst að neyð- arsendir flugvélarinnar fari ekki í gang hafi hún hrapað en það eru þó til dæmi um slíkt tilvik," segir Elías.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.