Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 10
19 6 2 ' i ' ; I! ■} IflUjíW-*£ W4. , MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JUlJ 1992 KJ ARADÓMUR HEFUR STARFAÐ FRÁ FYRSTI DÓMWim , OLU DEILUM A mmiMARKAÐI eftir Friðrik Indriðoson KJARADÓMUR hefur starfað frá árinu 1962 og þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur hans veldur úlfúð í þjóðfélag- inu. Fyrsti dómur Kjaradóms, í júlí 1963, olli miklum deilum á vinnumarkaði síðla það ár en á þessum tíma náði Kjara- dómur til allra opinberra starfsmanna. Sá dómur tók á uppsöfnuðum vanda í launamálum opinberra starfsmanna og fól hann í sér um 45% meðaltalshækkun til þeirra. Dómur- inn olli ekki neinu fjaðrafoki er hann var kveðinn upp en í vetrarbyrjun varð dómurinn áberandi í þjóðmálaumræð- unni því almennir kjarasamningar voru lausir frá 15. októ- Inóvember 1963 urðu hat- rammar deilur á alþingi um launamál þar sem óspart var vitnað til dóms Kjaradóms frá því í júlí það ár. Spunn- ust deilur þessar í framhaldi af fram- sögura;ðu Óiafs Thors forsætisráð- herra fyrir frumvarpi til laga um verðstöðvun til áramóta þar sem m.a. var gert ráð fyrir að hvers kyns launahækkanir væru óheimilar fram að áramótum og aðrar verðhækkanir óheimilar nema með samþykki ríkis- stjómarinnar. Ennfremur var Iagt til að vinnustöðvanir til að ná fram launahækkunum væru óheimilar á tímabilinu. Þetta væri nauðsynlegt vegna mikiilar þenslu i þjóðfélaginu og erfiðs efnahagsástands. Frestinn sem gæfist með þessu átti að nota til viðræðna um hvernig best væri að bregðast við ástandinu. Stjórnarandstaðan brást hart við og bar fram vantraust á ríkisstjórn- ina. Eysteinn Jónsson Framsóknar- flokki sagði m.a. að ríkisstjómin hefði flýtt kosningum um nokkrar vikur þá um vorið til að dómur Kjara- dóms lægi ekki fyrir áður en gengið var að kjörborðinu því stjómin hefði ekki þorað að láta þjóðina horfast í augu við hvað óhlutdrægir dómarar í Kjaradómi töldu opinbera starfs- menn þurfa að hafa í tekjur eins og stjórnin var búin að koma efnahags- málum landsins. Eðvarð Sigurðsson Alþýðubanda- lagi sagði að höfuðröksemd fyrir kröfum verkalýðshreyfingarinnar væri mjög mikil hækkun sem orðið hefði á öllum hálaunum í landinu að undanfömu. I máli hans kom fram að verkalýðshreyfingin hefði frestað aðgerðum sínum fram á haustið af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi vegna ótta um þróun verðlagsmála og í öðru lagi vildi hún fá niðurstöðu Kjaradóms áður en samningar yrðu teknir upp aftur. Hann sagði að ekki gæti farið vel ef innleiða ætti þann stórkostlega launamismun sem nú stefndi að. Og hvað frumvarpið varð- aði liti verkalýðshreyfíngin á það sem hatramma árás á helgustu réttindi sín, samningsfrelsið og verkfallsrétt- inn. Hannibal Valdimarsson Alþýðu- bandalagi sagði m.a. að þótt ríkis- stjómin teldi útlitið í efnahagsmálum mjög dökkt hefði óvilhallur dómur samt metið svo að þjóðarskútan gæti borið 45% meðaltalshækkun til opinberra starfsmanna. Og hann benti á að þegar hefðu fjölmargir ber og forystumenn launþegahreyfingarinnar notuðu dóm- inn sem grundvöll að kröfum sínum um launahækkanir á bilinu 40-70%. Fór svo að samið var við aðildarfélög ASÍ um 15% launahækkun skömmu fyrir jólin 1963 að undan- gengnum verkföllum og verkfallsboðunum. Þessi niðurstaða kjarasamninganna olli reiði meðal opinberra starfsmanna sem töldu sig eiga rétt á sömu launahækkunum. Þeir fóru fram á sambærilegar launahækkanir, eða 15%, aftur fyrir Kjaradómi i ársbyrjun 1964. í öðrum dómi sínum það ár hafnaði Kjaradómur hinsvegar þeim kröfum alfarið. hópar fylgt í kjölfarið og fengið samskonar hækkanir sér til handa svo sem bæjarstarfsmenn og blaða- menn. Að vísu ekki alltaf átakalaust því Blaðamannafélagið fór í verkfall til að fá sömu launahækkun og fréttamenn Ríkisútvarpsins fengu með dómi Kjaradóms. „En svo, hvað átti að gera næsta dag?“ sagði Hannibal. „Það átti að skella hurðum á verkalýð landsins, hingað og ekki lengra, óbreytt kaup.“ Hannibal sagði einnig að samkvæmt úrskurði Kjaradóms væri hlutfall við útreikn- að eftirvinnukaup ríkisstarfsmanna hærra en hjá verkamönnum og sam- kvæmt útreikningum kæmi fram að miðað við launaþróun frá árinu 1950 til 1963 hefðu lægst launuðu ríkis- starfsmennimir fengið um 24% meiri launahækkanir en Dagsbrúnarmað- urinn. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra sagði að dómur Kjaradóms hefði ekki verið annað en leiðrétting og samræming á kjörum opinberra starfsmanna við það sem gerðist á almenna vinnumarkaðinum. Svo hafi virst sem um það hefði verið almenn samstaða í þjóðféiaginu. „Nú virðist hinsvegar sem önnur launþegasam- tök hafi í raun og veru alls ekki verið reiðubúin til að fallast á þá miklu leiðréttingu á kjörum opin- berra starfsmanna sem Kjaradómur fól í sér,“ sagði Gylfi. „Því nú krefj- ast hver' samtökin á fætur öðrum mikilla kauphækkana með tilvísun til launahækkunar opinberra starfs- manna enda þótt þeim hljóti að vera ljóst að kauphækkun þeirra Atti að vera leiðrétting á langvarandi mis- ræmi í kjörum þeirra og annarra stétta og þeir eigi samkvæmt lögum, sem allir þingflokkar hafa sam- þykkt, rétt á nýjum kauphækkunum til samræmis við almennar kaup- hækkanir sem eiga sér stað.“ Umræður um verðstöðvunarfrum- varpið stóðu samfleytt í 46 stundir á Alþingi. Á meðan á þeim stóð efndi ASÍ til útifundar til að mótmæla aðgerðunum. Að loknum fundinum kom til óláta unglinga við Alþingis- húsið þar sem rúður voru brotnar í grjótkasti en síðan hélt hópurinn að húsi sósíalista við Tjarnargötu í sömu erindagjörðum. Lyktir stjómarfrumvarpsins urðu síðan þær að það var ekki tekið til endanlegrar atkvæðagreiðslu þegar ríkisstjómin komst að samkomulagi við verkalýðshreyfinguna í kringum 9. nóvember um að verkföll sem þegar voru hafin, og áformuðum verkföllum, skyldi frestað til 10. des- ember meðan viðræður færu fram um kjaramál og efnahagsaðgerðir undirbúnar. Þann 10. desember hófu flest öll verkalýðsfélög verkfallsaðgerðir sem stóðu fram undir jól og lauk þá með fyrrgreindu samkomulagi um 15% kauphækkun. Gerðardómur í upphafi Frá því að Kjaradómur tók til starfa 1962 hafa orðið nokkrar breytingar á lögum um hann, sú síð- asta árið 1986, er fellt var úr lögum um hann að dómurinn skyldi hafa hliðsjón af afkomuhorfum þjóðarbús- ins. I öndverðu virkaði Kjaradómur sem gerðardómur í launamálum op- ioberra starfsmanna innan BSRB og BHMR. Hlutverk hans var tvíþætt, annarsvegar að ákveða kjarasamn- ing þegar ekki semdist með aðilum innán lögmæts frests og hinsvegar að ákveða launakjör sumra þeirra sem ekki var fenginn samningsrétt- ur. í þeim hópi í upphafi voru aðeins ráðherrar og hæstaréttardómarar en smám saman fjölgaði þeim og nú nær dómurinn yfir störf um 300 starfs- manna í yfirmannastöðum á vegum hins opinbera. Með tilkomu verkfalls- réttar BSRB árið 1976 breyttist eðli Kjaradóms frá því að virka sem gerð- ardómur í að vera hluti af dómsvald- inu. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri átti sæti í Kjaradómi er hann var stofnaður og sat í dómnum fyrstu átta árin. „Það er rétt að taka það fram að þegar Kjaradómur var stofn- aður fengu ríkisstarfsmenn í fyrsta skipti formlegan samningsrétt," seg- ir Jóhannes. „Varð gangur mála þá þannig að fyrst var samningaleiðin reynd, síðan sáttasemjari og að lok- um kom Kjaradómur í stað verkfalls- réttar. Kjaradómur var þá ólíkur því sem hann er í dag þar sem hann starfaði eins og gerðardómur og báð- ir málsaðilar fluttu mál sitt fyrir dómnum, það er kröfugerð sína og röksemdir fyrir henni.“ Jóhannes segir að báðir aðilar, rík- isvaldið og ríkisstarfsmenn, hafi ver- ið sammála um að laun ríkisstarfs- manna hafí verið komin úr samhengi við það sem gerðist á almennum vinnumarkaði og fólk af þeim sökum farið að flýja úr þjónustu hins opin- bera. „Eftir dóm okkar urðu í fyrstu ekki eftirmálar en um haustið hófust síðan hörð átök á vinnumarkaðinum og þá lagði verkalýðshreyfingin dóm Kjaradóms að nokkru til grundvallar kröfugerð sinni," segir Jóhannes. í máli Jóhannesar kemur fram að samkvæmt þágildandi lögum um Kjaradóm hafi honum borið að taka mið af afkomuhorfum þjóðarbúsins og efnahagsástandi. Því hafi dómur- inn hafnað kröfu ríkisstarfsmanna um sömu launahækkun og verkalýðs- hreyfingin fékk í dómi sínum fyrri hluta ársins 1964. „Með þessu tókst okkur að stöðva hina miklu víxl- hækkanahættu sem komin var í kaupgjaldmálin og síðar um sumarið tókst síðan á grundvelli þess að ná víðtækri samstöðu um launamál þjóðfélagsins," segir Jóhannes. Kristján Thorlacius var formaður BSRB árið 1963. Hann segir að þessi fyrsti dómur Kjaradóms hafi að hluta til dómur og að hluta til samningur fyrir ríkisstarfsmenn en laun þeirra áður en Kjaradómi var komið á fót, voru ákvörðuð með launalögum. „Þegar ég varð formaður BSRB árið 1960 lá ljóst fyrir að mikill uppsafn- aður vandi var til staðar í launkjörum ríkisstarfsmanna þar sem þeir höfðu þá dregist svo mikið aftur úr öðrum sambærilegum starfshópum í kjör- um,“ segir Kristján. „Með dómnum 1963 var þetta misræmi leiðrétt og síðar á árinu kom í ljós að aðildarfé- lög ASÍ gátu ekki sætt sig við þá leiðréttingu. Menn sáu ofsjónum þá hækkun sem okkur tókst að ná. Með verkföllum og verkfallsboðunum knúði verkalýðshreyfingin í gegn 15% launahækkanir undir lok ársins. Við vildum einnig fá þá hækkun til okkar í ársbyijun 1964 en þá hafn- aði Kjaradómur þeirri beiðni. Það hefur verið mín reynsla af Kjaradómi að hann hafí átt auðveldar með að ákvarða launahækkanir til toppanna í ríkiskerfínu heldur en til hins al- menna launamanns. Og yfírleitt hafa dómar Kjaradóms í gegnum tíðina valdið óánægju hjá BSRB-fólki.“ Dæmt um aukagreiðslur frá 1978 Þar til nú hefur engin dómur Kjaradóms vakið jafnmiklar deilur og sá fyrsti á árinu 1963. Frá þeim tíma hefur sá hópur embættismanna sem Kjaradómur nær til stöðugt far- ið stækkandi. Þingmenn komu í hóp- inn 1980 og prestar komu í hópinn í fyrra. Það er athyglisvert að skoða að allt frá árinu 1978 hefur Kjara- dómur talið svo að hann sé að ákveða heildarlaun hvers starfa og að ekki kæmu til fastar aukagreiðslur fyrir venjubundin störf þó utan dagvinnu- tíma væri. Þetta var sérstaklega undirstrikað í fyrstu ákvörðun Kjara- dóms um laun ráðuneytisstjóra árið 1978. Þá höfðu laun ráðuneytisstjóra verið með þeim hætti að auk mánað- arlauna samkvæmt þáverandi 122. launaflokki var þeim greidd þóknun fyrir yfirvinnu sem samsvaraði 35 stundum á mánuði auk orlofsfjár á yfírvinnukaup og persónuuppbótar á laun. Kjaradómur taldi heppilegt að hverfa frá þessum aukagreiðslum og sameina þær mánaðarlaunum. Var svo dæmt og jafnframt að niður félli greiðsla fyrir ómælda yfirvinnu. í dómi sínum í ársbyijun 1985 ít- rekaði Kjaradómur þessa stefnu en í dómnum þá segir m.a. að launum flestra þeirra sem dómurinn nái til sé þannig farið að greidd er þóknun fyrir ómælda yfirvinnu og sumum föst yfirvinna að auki. Síðan segir: „Með hliðsjón af þessu og eðli þeirra starfa sem hér um ræðirtekur Kjara- dómur fram að laun fyrir þessi störf eru nú ákveðin þannig að um frek- ari greiðslur fyrir þau verði ekki að ræða nema við sérstakar, óvenjuleg- ar aðstæður."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.