Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 BEVERLY HILLS 90210 Sarah og John ætla að opna heimili fyrir 25 götubörn í Ríó. arlömb melludólga, fíkniefna og illræmdra tortímingasveita lög- ffl Auglýsing eftir ábendingu um borgarlistamann 1992 Samkvæmt reglum, sem samþykktar voru í borg- arstjórn 3. maí 1990, er heimilt að veita árlega starfslaun til listamanns eða listamanna í allt að 12 mánuði. Menningarmálanefnd velur listamennina sem starfslaun hljóta. Þeir einir listamenn koma til greina við veitingu starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Skulu lista- mennirnir í umsókn skuldbinda sig til þess að gegna ekki öðru fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Menningarmálanefnd auglýsir hér með eftir rök- studdum ábendingum frá Reykvíkingum, einstak- lingum sem og samtökum listamanna eða ann- arra um hverjir skuli hljóta starfslaunin. Menningarmálanefnd er þó ekki bundin af slíkum ábendingum. Ábendingar, sbr. ofanrituðu, sendist Menningar- málanefnd Reykjavíkurborgar, Ráðhúsinu, fyrir 15. júlí 1992. Hringir í aðdáendur íSLENSKUNÁMSKEIÐ FYRIR ÚTLENDINGA Sumarskólimi var mjög skemmtilegur Leikaramir í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 fá aðdá- endabréf í sekkjavís, en eru mjög misduglegir við að svara aðdáend- um. „Eg tek alltaf bunka af bréfum og les þau,“ segir Ian Zierig en hann leikur Steve í þáttunum. „Ef það fylgir símanúmer þá hringi ég.“ Viðbrögðin verða oftast eitt- hvað á þessa leið: „Hver er þetta? Þetta ert ekki þú, í alvörunni? Ert , þú þu! Aðdáendumir hreinlega trúa því ekki að ég sé að hringja fyrr en ég les fyrir þá úr bréfinu og segi að ég sé einfaldlega að þakka fyrir mig. Samtölin eru venjulega stutt því aðdáendurnir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Eg reyni að brydda upp á samræðum og spyr hvað þeim líki best í þáttunum eða hvemig gangi í skólanum. Þetta er bráðskemmtilegt, ekki síst vegna þess að ég hef gaman af að koma fólki á óvart.“ Ian Zierig (Steve), leikari í Bev- erly Hills 90210, kemur aðdáend- um sínum á óvart með því að hringja í þá. Morgunblaðið/KGA Inga Karlsdóttir segir nemend- urna geta tjáð sig á íslensku eft- - pantað mat og beðið um að sér sé rétt hitt og þetta.“ Auk beinna kennslustunda er margs konar tómstundaiðja hluti af námskeiðinu. í Efri-Vík er 9 holu golfvöllur, hestaleiga og veiði- vatnið Víkurflóð. Ferðalög eru mikilvægur þáttur. Meðal annars er farið að Núpsstað, í Eldgjá, Inga Karlsdóttir íslenskukennari í MK hefur undanfarin 7 ár einnig kennt útlendingum að tala íslensku, bæði í Málaskólanum Mími og í einkatímum. í sumar heldur Inga vikulöng íslenskunám- skeið fyrir útlendinga í Efri-Vík í Landbroti, um 5 km frá Kirkjubæj- arklaustri. Á námskeiðunum er lögð áhersla á ísland og íslenska menningu í öllum skilningi. Auk þess að læra málið gista nemend- urnir á íslensku heimili, borða ís- lenskan mat og kynnast landinu á ferðalögum. „Ég kenni fimm stundir á dag og nemendur þurfa að inna talsverða heimavinnu af hendi. Kennslan fer að mestu fram á íslensku, ég nota mikið myndir, teikningar og lát- bragð til útskýringar. Eftir fyrstu 40 mínútumar eru nemendumir búnir að læra að heilsa og kynna sig á íslensku og segja hvaðan þeir eru. Þá eiga þeir einnig að þekkja orð yfir allt sem er í kennslustofunni, kunna persónu- fomöfnin og geta beygt sögnina að vera,“ segir Inga. „Eftir nám- skeiðið eiga nemendurnir meðal annars að geta spurt til vegar, lýst líðan sinni í öllum aðalatriðum, í verslun og setið til borðs VINUR JARÐAR Loddari eða ofurmemii Hanne Marstrand hafði bæði heyrt að Maurice Strong væri loddari og ofurmenni. Þegar Maurice var skinnakaup- maður bjó hann meðal Inúíta í norð- vestur héruðum Kanada. Maurice Strong aðalritari Um- hverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó getur andað léttar nú þegar ráðstefnunni er lokið og um hægist. Strong, sem er 63 ára, á fjölbreyttan feril að baki. Hann ólst upp við sára fátækt í Manitoba í Kanada og yfirgaf foreldrahús að- eins 14 ára gamall. Maurice gerðist lærlingur í skinnakaupmennsku hjá Hudson Bay félaginu og var sendur til norð- vestur héraða Kanada. Þar kynntist hann Inúítum og lætur vel af þeim kynnum. Seint á fimmta áratugnum fór hann að vinna í olíu- iðnaðinum. Síðar stofnaði Maurice eigin fjárfestingafélag og efnaðist vel í viðskiptum. Maurice Strong stjómaði um tíma kanadískri stofnun sem vinnur að alþjóðlegri þróun- arhjálp og var þar að störfum þegar U Thant fékk hann til að undirbúa fyrstu umhverfisráðstefnu S.Þ. í Stokkhólmi 1972. Sama ár kynntist Strong, sem var fráskilinn, danska _ hönnuðinum Hanne Marstrand. „I fyrsta skiptið sem við borðuðum saman spurði hann hvort ég hefði heyrt sín getið,“ segir Hanne. „Ég sagði honum að ég hefði heyrt tvennt: Að hann væri algjör loddari og svo hitt að hann væri ofurmenni. Maurice hló og sagði: Það er eins gott að þú komist að hinu sanna!“ Strong og Marstrand gengu í hjónaband 1981. Þau búa ýmist í Genf í Sviss eða á 200. 000 ekra búgarði í suð-vestur hluta Col- orado í Bandaríkjunum. Þar eru þau að reisa samtrúarlegan hvíldarstað með Zen miðstöð, helgisiðakofum amerískra Indíána og Hindúamust- eri. Draumur Strongs er að afrakstur Ríó-ráðstefnunnar verði ný alheims- skipan umhverfismála. „Æðsti draumur minn er að þjóðarleiðtog- arnir taki tillögumar og framkvæmi þær,“ segir hann. „Ég óttast mest að þeir geri með sér merkingar- lausa sáttmála en kynni þá sem afrek. Heimurinn verður að láta þá standa við orð sín.“ Sarah umkringd götubörnum sem nýbúin eru að baða sig og fá hrein föt hjá kristniboðunum. HJALPARSTARF Sjónvarpskona ann- ast götubörn í Ríó Sarah Jarman naut velgengni sem dagskrárgerðarmaður í bresku sjónvarpi og sá um þætti á borð við Top Of The Pops. Fyrir tveim árum sagði hún upp vinn- unni og 5 milljón króna árslaunum, flutti úr glæsiíbúðinni í London og fór að hjálpa götubörnum í Brasil- íu. Götubörnin í Brasilíu voru talsvert til umfjöllunar meðan á undirbún- ingi umhverfisráðstefnunnar í Ríó stóð og ekki síst grimmilegar að- gerðir til að fækka þeim. Börnin eru skítug, sjúk, þjófótt og oft undir annarlegum áhrifum fíkni- efna. Ef til vill er því engin furða að menn vilji heldur tala um regn- skóga Brasilíu en þessi vesælu börn. Foreldrarnir hafa gefist upp og börnin ráfa yfirgefin um fátækra- hverfin. Þau finna skjól og félags- skap í glæpaflokkum, verða fórn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.