Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 19 Guðmund, sem vísaði á umboðs- mann sinn í Kaupmannahöfn, Paul Ostrup. Og þeir fóru svo báðir til viðræðna til Eistlands, þar sem gengið var frá málum. Síðan hefur Guðmundur verið þar þrisvar sinn- um, í þrjá mánuði, og unnið náið með þeim. Aðra ferðina fór hann til að vinna í textanum með leik- stjóranum og skoða með honum hvað í verkinu felst. Fóru þeir náið yfir handritið, ekki síst með tilliti til þess að skoða saman merkingu þess. Hver er þá merkingin? Guðmundur vill helst komast hjá að skilgreina merkinguna og vísar um það í erindi sem Raymond Felt, framkvæmdastjóri Freyja Film, hélt í Cannes á þingi kvik- myndaframleiðenda, þar sem hann talaði um eistlenska kvikmynda- gerð og kynnti m.a. Lúkas, þeirra nýjustu mynd. Guðmundur segir þó að ytri ramminn fjalli um vanda þessara þjóða og mannkynsins gegnum aldirnar í víðari skilningi, auk þess að vera mjög persónulegt verk. E.t.v. persönulegasta verkið sem hann hefur skrifað. Og hann kveðst sjálfur bera alla ábyrgð á textanum í myndinni. Þarna er nú safn og myndin tekin í því. Þar er skáli, þar sem hægt er að koma fyrir kynstrum af blómum, eins og verkið krefst. Húsgögnin eru úr safninu og þessi sérstaki stóll Lúkasar, sem enginn annar má setjast í, var í eigu for- seta Eistlands á þeim tíma. „Það var mjög áhúgavert fyrir mig, sem alltaf hefi skrifað fyrir leiksvið, að sjá hvernig leikrit mitt getur nýst í kvikmynd. Af því að ég þekki verkið svo vel, þá veit ég hvað er verið að gera hveiju sinni,“ útskýrir Guðmundur. Hann hefur það eftir kvikmyndaleikur- unum að þetta verk beinlínis kalli á kvikmynd, sem var honum sjálf- um nýtt.„Það var gaman að bera þetta saman. Til dæmis að sjá hvernig kvikmyndavélin fer bein- línis ofan í blómin, sem eru rauður þráður í gegnum myndina og sem Lúkas rústar svo algjörlega í lok- in. Á sviðinu sér maður blómin bara í fjarska. í kvikmynd er á sama hátt hægt að fara ofan í fín- gerðustu svipbrigði persónanna.“ Frumsýnt í haust í fyrrnefndnum fyrirlestri, sem Raimond Felt flutti í Cannes um Ijósm. Gunnar G. Vigfússon Þýðandinn Arvo Alas varð seinna sendiherra Eistlands á Norðurlönd- um, eftir að Eistlendingar fengu frelsi. Hér eru hann, kona hans ■ og dóttir, þegar hann kom til að afhenda forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, skilríki sín. Þekktir leikarar Hlutverkin þijú í kvikmyndinni, Lúkas og þessar tvær öldruðu manneskjur, eru í höndum þekktra leikara. Juri Jarvet, sem leikur Albert, lék til dæmis King Lear í frægri rússneskri mynd. Einnig Hamlet í mynd sem sami kvik- myndastjóri, Grigori Kozintsev, gerði. Þá lék hann undir stjórn Tarkovskys í myndinni Solaris. Nú er verið að gera um þennan aldna leikara fræðslumynd og fékk sjónvarpið að koma og taka brot úr síðustu upptökunum á Lúkasi til afnota í þeirri mynd. Síðasta tökudaginn voru þeir Guðmundur Steinsson og Tönu Virve með hon- um. Ita Ever, sem leikur Elísabetu, er líka mjög þekkt leikkona. í vet- ur kom út bók um hana. Hún færði Guðmundi Steinssyni hana áritaða. Má þar sjá að Ita Ever á langan og merkan leikferil að baki, bæði í leikhúsi og kvikmyndum. Lúkas er eins og vera ber miklu yngri leikari, undir fertugu. Guðmundur segir að þetta sé snill- ingur. Hann hafi óvenjulegar gáf- ur og sé mikils metinn. Og hvernig leist höfundinum svo á, þegar hann sá verk sitt túlkað í kvikmynd? „Mér leist mjög vel á það,“ segir hann. „Ég vissi að þetta voru góðir leikarar, áhugi mikill og samstaða í hópnum. Fyr- , ir mig var þetta mjög forvitnilegt. Að vísu sá ég myndina hráa, þeg- ar farið var í gegnum hana með I öllum sem hlut eiga að máli, en nú er unnið að því að klippa hana.“ Upptökurnar fóru fram í safni. I Pétur mikli Rússakeisari átti höll mikla í Eistlandi og var þar byggð- ur bústaður fyrir hallarvörðinn. eistlenska kvikmyndagerð, sagði hann m.a.: Sjálfstæða fyrirtækið „Freyja Film“ hefur klofið sig út úr ríkisfyrirtækinu Tallinfilm. Markmið þess er að framleiða dýpri menningarlegar kvikmyndir til að vega á móti fyrrum ríkjandi hugmyndafræði ríkisins og bijóta í blað varðandi samkeppnismynd- ir.“ Hann segir frá því að á fyrstu tveimur árunum hafi Tönu Vivre gert myndina Dauðadansinn undir merki nýja félagsins. Þetta er sögulegt verk frá þeim tíma er svarti dauði geisaði, gert eftir frægri myndaseríu úr kirkju. Heimspekilegt verk um fall mið- aldamenningarinnar, séð með aug- um listamannsins. Og síðan kynnti Felt sem eistlenskt-íslenskt- danskt samvinnuverkefni nýjustu mynd þessa félags, Lúkas eftir Guðmund Steinsson, gert af sama kvikmyndastjóra í samvinnu við höfundinn. Strax við fyrstu myndina ráku Eistlendingarnir sig á að þessar þjóðir, sem höfðu tilheyrt Sovétríkj- unum er höfðu þetta allt í hendi sér, höfðu enga þekkingu á dreif- ingu á kvikmyndum á Vesturlönd- um. Og því var það að þeir leituðu til hins danska umboðsmanns Guð- mundar Steinssonar, sem fór með honum þangað, og gerðu við hann samning um að hann tæki að sér kynninguna og dreifinguna þar undir dreifingarnafninu Frigg. Hafa hlaðist á hann fleiri verkefni þaðan. Sjálfir munu þeir dreifa henni í Austur-Evrópu. En Freyjaf- ilm á bakhjarl í stórfyrirtækinu Soyuzfilm í Moskvu Hér á landi er ætlunin að sýna Lúkas fljótlega eftir að myndin er frumsýnd í Tallin í september og kemur þá til kasta dansk-íslenska dreifingaraðilans. ÞEIR SEMÆTLA ADÁVAXTA TÆPA 28 MILUARÐA TAKA AUÐVITAD ENGAÁHÆTTU • • W KJORBOK IANDSBANKANS GAF 3,22 - 5,24% RAUNÁVÖXTUN FYRSTU 6 MÁNUÐI ÁRSINS 1992 Innstæða áyfir 80 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú samtals tæpir28 milljarðar. Kjörbókin erþví sem fyrrlangstærsta spamaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan ereinföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun fyrstu 6 mánuði ársins var5,43 - 7,49%. Raunávöxtun á gmnnþrepi var því 3,22%, á 16 mánaða innstæðu var hún 4,63% ogá24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,24%. Kjörbók er einn margra góðra kosta sem bjóðast í RS, Reglubundnum spamaði Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.