Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MININUNGAR SUNNUUAGUR 5. JÚLÍ 1992
v Minning:
Kristjana Jóns-
dóttírkennari
Fædd 5. ágúst 1900
Dáin 25. júní 1992
Lát Kristjönu frá Sólheimum
kom engum á óvart sem til þekktu.
Hún var orðin háöldruð og smám
saman þvarr þrek hennar, þar sem
hún dvaldist á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Reykjavík.
Kristjana var fædd í Steig í Mýr-
dal 5. ágúst 1900. Foreldrar hennar
voru hjónin Jón Þorsteinsson og
Sigríður Þorsteinsdóttir. Kristjana
var fjórða í röðinni af átta systkin-
um, sem upp komust. Á öðru aldurs-
ári var hún tekin i fóstur á Eystri-
Sólheimum í Mýrdal og þar var
hennar æskuheimili. Rúmlega tví-
tug að aldri settist hún í Kennara-
skólann og lauk kennaraprófi 1924.
Eftir það varð kennsla ævistarf
hennar í hartnær hálfa öld. Fyrsta
veturinn kenndi hún á Búðum á
Snæfellsnesi en 1925-1927 í Gaul-
veijarbæjarhreppi. Árið 1927 hóf
hún svo kennslu í Kirkjubæjar-
hreppi í Vestur-Skaftafellssýslu og
þar kynntist hún manni sínum,
Magnúsi Auðunssyni frá Eystri-
Dalbæ í Landbroti. Árið 1934 reistu
þau nýbýlið Sólheima í landi Fagur-
hlíðar í Landbroti. Þar stóð heimili
þeirra þar til Magnús lést, snemma
árs 1966. Þá um haustið brá Krist-
jana búi og fluttist til Reykjavíkur.
Þau Magnús eignuðust tvö börn,
Guðrúnu Sigríði cand. mag., sér-
fræðing á Ömefnastofnun: hennar
maður er Bjöm Jónsson skólastjóri
og eiga þau tvö böm, Magnús Jón
tannlækni og Heiði, nema í viðskipt-
afræði. Yngra bam þeirra Kristjönu
og Magnúsar er Helgi, BA í ís-
lensku og sögu. Hann er starfsmað-
ur hjá bókaforlaginu Emi og Örlygi
» og hefur þar tekið þátt í ritstjóm
öndvegisverka á sviði sögu og land-
afræði. Má þar til nefna Landið
þitt og íslandshandbókina.
Eg kom nemandi í skólann til
Kristjönu í Þykkvabæ í Landbroti
þegar ég var níu ára. Um þriggja
kílómetra ieið var milli heimilis
míns og skólans og lá leiðin um
Landbrotshólana. Það gat verið æði
stautsamt fýrir svo ungan mann
að fara þessa leið, einkum ef mikill
snjór var eða slabb í leysingum. Þá
var gott til þess að vita að miðja
vegu á leið í skólann bjó kennarinn,
og átti það til að hinkra og gá vel
í kringum sig í morgunskímunni
við Peningalaut, áður en hún hélt
eftir skorningunum niður í Hest-
lækjargilið, til að gá að því hvort
sveinsstauli væri að pjakka í sköfl-
unum. Þetta var áður en skólabílar
komu til sögu og löngu áður en
farið var að fella niður kennslu
vegna veðurs.
Kennt var í skólastofu í vestur-
enda íbúðarhússins í Þykkvabæ.
Þama vora í sömu stofunni böm
frá tíu ára aldri og upp að ferm-
ingu, sum að stíga sín fýrstu spor
í skóla og önnur að ljúka fullnaðar-
prófi. Hópurinn var því býsna sund-
urieitur. Kristjana lagði mikla
áherslu á að uppfylla þarfir og ósk-
ir þeirra allra og fórst það frábær-
lega vel úr hendi.
Henni tókst að láta öll bömin
vera sívinnandi í tímum, þótt við-
fangsefnin væra misjöfn. Hún hafði
einstakt lag á að laða það besta
fram í hveijum nemenda og um
hana mátti segja hið sama og sagt
var forðum: Ollum kom hún til
nokkurs þroska. Síðan hefi ég haft
marga kennara og enginn komst
með tæmar þar sem hún hafði
hæjana.
Ég held að tvennt sé mér minnis-
stæðast úr kennslu hennar. Annað
er hve gott samband myndaðist
milli hennar og drengs í skólanum,
sem orð lék á að væri góður í teikn-
ingu. Hann heitir Guðmundur Guð-
mundsson, nú þekktari sem Erró.
t
KRISTJANA JÓNSDÓTTIR
kennari
frá Sólheimum f Landbroti,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.30.
Helgi Magnússon,
Guðrún S. Magnúsdóttir, Björn Jónsson,
Heiður A. Björnsdóttir, Magnús J. Björnsson.
t
Útför systur okkar,
RANNVEIGAR BJARNADÓTTUR
frá Hörgsdal á Siðu,
verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu fimmtudaginn 9. júlí nk.
kl. 14.00.
Fyrir hönd systkinanna,
Helga Bjarnadóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR AUÐUNS,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 7.
júlí kl. 15.00.
Sigríður Torfadóttir,
Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson,
Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURÐUR EINARSSON,
Ásgarðl 165,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 7. júlíkl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess.
Ellen Svava Stefánsdóttir,
börn og tengdabörn.
Kristjana kenndi bæði teikningu og
handavinnu í skólanum, eins og allt
annað. Hún skildi vel löngun hans
til að teikna og ekki var trútt um
að hann fengi stöku sinnum að
sinna hugarefni sínu þegar aðrir
voru látnir skrifa eða gera eitthvað
því Iíkt. Kristjana hvatti hann raun-
ar óspart til að teikna hvenær sem
færi gafst. Ef til vill fann hún eitt-
hvað af sjálfri sér í honum, því
þegar hún var komin á eftirlaun tók
hún sig til og settist á skólabekk
til að læra myndlist og þar lék allt
í höndum hennar.
Hitt sem mér er minnisstætt, og
raunar ógleymanlegt, var þegar
hún tók sér í hönd bók landkönnuð-
arins Sven Hedin, og þýddi úr henni
og las upp fyrir okkur krakkana
jafnharðan. Svo gott vald hafði hún
á því tungumáli sem bókin var skrif-
uð á að þar varð aldrei neinn hnökri
á og þar við bættist að Kristjana
talaði ákaflega gott og auðugt ís-
lenskt mál. Þessar stundir voru
ógleymanlegar. Þá urðu dýrin úr
dýrafræðinni og ævintýraborgir
Austurlanda úr landafræðinni ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum okkar
heimalninganna.
Eftir að störfum hennar lauk í
sveitinni heima og hún fluttist til
Reykjavíkur hófst nýr en stuttur
og farsæll kafli í lífi hennar. Hún
hóf kennslu við Landakotsskólann
í Reykjavík og stundaði hana þar
til hún varð að hætta vegna aldurs.
Til þess þurfti mikinn kjark, því
vissulega hlaut viðmót borgar-
bamsins að vera talsvert ólíkt því
sem hún hafði vanist eystra. En á
örskömmum tíma ávann hún sér
traust og virðingu bamanna svo
haft var á orði. Þar sannaðist að
böm era böm og kennarar kennar-
ar, hvar sem er.
Eftir að kennslu lauk settist hún
sjálf á skólabekk og stundaði mynd-
listamám, eins og áður segir. I því
fékk hún mikla lífsfyllingu og átti
eftir mörg góð ár til að sinna hugð-
arefnum sínum. Hún bjó með Helga
syni sínum, enda áttu þau mörg
sameiginleg áhugamál. Hálfníræð
fór hún að kenna lasleika og 1987
fluttist hún á hjúkranardeiid Hrafn-
istu í Reykjavík og naut þar góðrar
ummönnunar, uns yfir lauk.
Ég votta bömum hennar og öðr-
um aðstandendum samúð mína.
Góð kona er gengin.
Magnús Bjarnfreðson.
Kristjana Jónsdóttir kennari, sem
á morgun verður kvödd í Fossvogs-
kirkju, var fædd hinn 5. ágúst árið
1900 í Steig í Mýrdal, svo að hún
var nær 92 ára þegar hún andaðist
hinn 25. júní síðastliðinn.
Foreldrar Kristjönu vora hjónin
Jón Þorsteinsson bóndi í Steig og
Sigríður Þorsteinsdóttir frá Neðra-
Dal í Mýrdal, en Kristjana ólst upp
á Eystri-Sólheimum í Mýrdal hjá
Ólafi H. Jónssyni bónda þar og
kennara og konu hans, Sigríði Þor-
steinsdóttur. Árið 1924 lauk Krist-
jana kennaraprófi frá Kennaraskól-
anum og kenndi síðan nær óslitið í
46 ár. Fyrst kenndi hún eitt ár
(1924—25) á Búðum á Snæfells-
nesi, síðan tvö ár (1925-27) í Gaul-
verjabæ í Ámessýslu, 39 ár
(1927-66) í Kirkjubæjarhreppi í
Vestur-Skaftafellssýslu (launalaust
leyfi í tvö ár) og að lokum í fjögur
ár (1966-70) við Landakotsskólann
í Reykjavík. Hún átti því óvenju
langan kennaraferil að baki.
Árið 1932 giftist Kristjana Magn-
úsi Auðunssyni frá Eystri-Dalbæ í
Landbroti en hann lést árið 1966.
Þau Kristjana og Magnús eignuðust
tvö böm, Guðrúnu Sigríði, f. 1934,
og Helga, f. 1946. Þar sem ég get
ekki verið við kveðjuathöfn þessarar
mætu konu vil ég með örfáum orð-
um rifja upp fom kynni og þakka
henni fyrir góða viðkynningu og
trausta vináttu.
Mér er ákaflega minnisstæður
sumardagurinn fyrsti árið 1964. í
desember árið 1963 hafði ég tekið
við prestsþjónustu í Kirkjubæjar-
klausturprestakalli og sem jafnan á
þeim dögum var sóknarpresturinn
skripaður prófdómari við bamaskól-
ana í prestakallinu. Þessi starfi
leiddi til kynna við kennara hrepps-
ins, Kristjönu Jónsdóttur, en hún
bjó þá með eiginmanni sínum,
Magnúsi Auðunssyni, greindum
bónda og gegnum, á Sólheimum í
Landbroti, sem var nýbýli þeirra
hjóna og kennt við Sólheima í Mýr-
dal þar sem Kristjana ólst upp. Þeg-
ar hér var komið sögu vora börn
þeirra hjóna flogin úr hreiðri, enda
hjónin bæði komin á sjötugsaldur.
Prófdagamir sannfærðu mig um
frábæra kennslu Kristjönu — ég
minnist þess t.d. hvað öll bömin
höfðu fallega rithönd — en umfram
allt hvað hún átti létt með að laða
það besta fram hjá hveijum nem-
anda, undur glögg á hæfileika hvers
og eins, enda gjörþekkti hún bömin
og allt bakland þeirra.
Sú hefð hafði skapast í Kirkju-
bæjarhreppi að skólaslit vora jafnan
á sumardaginn fyrsta. Fjölmenntu
þá nemendur, foreldrar og sveitung-
ar á skólauppsögnina, en kennari
og nemendur höfðu undirbúið fjöl-
breytta dagskrá í tilefni dagsins,
og teikningar og handavinna nem-
enda þakti veggi og borð skólastof-
unnar. Allt var þetta eftirtektarvert
og nýstárlegt í mínum augum. Þó
ekki síst dagskráin, þegar nemendur
komu fram á sviðið og stóðu
heiðursvörð undir bláhvítum fána
+
Elsku litli sonur okkar og bróðir,
GEORG AXELHANNAH,
Vallholti 13,
Akranesi,
sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 19. júní, var jarðsunginn frá Foss-
vogskapellu 30. júní.
Svandfs Rögnvaldsdóttir, Guðmundur B. Hannah,
Rögnvaldur Geir Hannah.
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR HALLGRÍMSDÓTTUR,
frá Grfmsstöðum
á Mýrum,
verður gerð frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Ingveldur L. Gröndal, Halldór S. Gröndal,
Guðmundur Áki Lúðvígsson, Hjördfs Geirdal,
Sigrfður Steinunn Lúðvígsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ungmennafélaganna, en nokkrir úr
hópnum fluttu kvæði Jónasar Hall-
grímssonar, hvar í era þessi orð:
„Bóndi er bústólpi, / bú er land-
stólpi, / því skal hann virður vel.“
Það fór ekki milli mála hvaða hug-
sjónir skópu umgerð dagsins og
þess starfs, sem unnið hafði verið
frá því skóli hafði verið settur um
veturnætur.
Kristjana Jónsdóttir var ein úr
hópi þeirra góðu kennara, sem komu
úr Kennaraskólanum á áranum milli
stríða, mótaðir af hugsjónum þeirra
séra Magnúsar Helgasonar og Frey-
steins Gunnarssonar og fluttu síðan
að námi loknu fróðleiksþyrstum
æskulýð menningu og mennt. Á
þessum áram sóttu margir greindir
en efnalitnir unglingar nám í Kenn-
araskólann, eigandi ekki kost á frek-
ara langskólanámi.
Kristjana minnir mig raunar á
aðra skaftfellska kennslukonu, Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Skál á Síðu, sem
kenndi við Landakotsskólann í ára-
tugi. Fom tengsl og vinátta þeirra
Guðrúnar og Kristjönu munu heldur
ekki hafa spillt, að Kristjana fékk
kennslu við Landakotsskólann
haustið 1966, þegar hún flutti til
Reykjavíkur. Mér er kunnugt um,
að í Landakotsskólanum naut hún
mikils álits og trausts. Og það var
Kristjana, sem eitt sinn er þær vora
að rabba saman vinkonumar, hún
og Guðrún frá Skál, stakk upp á
því við Guðrúnu að hún gæfi Kirkju-
bæjarskóla bókasafn sitt vandað og
gott. Þar stendur því skólinn í mik-
illi þakkarskuld við þær stöllur báð-
ar.
Jökull Jakobsson rithöfundur tal-
ar um það í ágætri minningargrein
um Guðrúnu Jónsdóttur í Morgun-
blaðinu, hvað hún hafi vakið sterka
þjóðemiskennd með nemendum sín-
um, en hefði þó í rauninni aldrei
tekið sér í munn orð eins og fóstur-
land eða ættjörð. Þannig held ég
líka að Kristjana hafi kennt — kom-
ið því sem hún vildi til skila án þess
að beita „hrárri" innrætingu, ef svo
má segja.
í nær 40 ár kenndi Kristjana í
Kirkjubæjarhreppi — öll árin við
framstæðar aðstæður, og í rauninni
við miklu framstæðari en hún átti
skilið, svo frábær kennari sem hún
var. Þó skal þess getið, að á marg-
an hátt gætti þama þó meiri skiln-
ings á skólastarfi en víða annars
staðar í sveitum, og bjó þar að arfi
þeirra séra Magnúsar Bjamasonar
á Prestsbakka og Elíasar Bjama-
sonar kennara, er samdi hina lands-
kunnu reikningsbók. Þá má heldur
ekki gleyma hinum smitandi áhuga
Kristjönu og fleiri góðra manna —
ekki síst kvenna. Kristjana stóð
tryggan vörð um skóla sinn og nem-
endur áttu sannarlega hauk í homi
þar sem hún var.
Minnist ég í því sambandi lítils
atviks frá fyrstu áram mínum á
Kirkjubæjarklaustri, en ég hafði þá
verið skipaður skólanefndarformað-
ur eins og nær einhlítt var um sókn-
arpresta. Einn morgun er knúið
dyra á prestssetri og á hlaðinu
stendur Kristjana með nemendahóp
sinn — komin til að flytja formanni
þá fregn að skólinn hafi ekki verið
þrifinn í tvo daga og verði kennsla
því felld niður og nemendur sendir
heim. Allt var þetta sagt með fullri
vinsemd en með þeirri festu, sem
henni var lagin. Fóram við svo sam-
an til oddvitans, Siggeirs Lárasson-
ar, sem með Ijúfmennsku sinni
greiddi fljótt og vel úr málum. Oft
hefur mér fundist þetta litla atvik
varpa ljósi á hina hreinskiptnu af-
stöðu Kristjönu til skóla síns og
samstarfsfólks.
Þótt samvinnan við Kristjönu
stæði ekki í mörg ár þá var hún öll
þess eðlis, að ég er ákaflega þakk-
látur fyrir að hafa kynnst henni. í
huga mínum fyllir hún flokk þess
úrvalshóps karla og kvenna, sem
áttu sín þroskaár á fyrstu tugum
aldarinnar og dreifðu síðan kringum
sig manndómi og menningu og
sættu sig aldrei við doðann og
drangann er einatt vildi setjast á
herðar þeirra, sem um árabil öttu
kappi við fásinni íslenskra sveita.
Ég bið guð að blessa minningu
Kristjönu Jónsdóttur. Fjölskyldu
hennar færam við Jóna hugheilar
samúðarkveðjur.
Lissabon í júní.
Siguijón Einarsson.