Morgunblaðið - 05.07.1992, Side 4

Morgunblaðið - 05.07.1992, Side 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 ERLEIVfT INNLENT vikuna 27/6-3/7 Bráðabirgðalög um Kjaradóm Ríkisstjómin ákvað að setja bráðabirgðalög um Kjaradóm föstudaginn 3. júlí sl. Samkvæmt þessum lögum á Kjaradómur að úrskurða á ný um laun embættis- manna með tilliti til aðstæðna í kjaramálum og þjóðarbúskap. Nýr úrskurður skal samkvæmt lögun- um taka gildi 1. ágúst nk. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði að viðbrögð aðila á vinnumarkaði við úrskurði Kjaradóms hefðu skapað brýna ástæðu fyrir setn- ingu bráðabirgðalaga. ASÍ og BSRB efndu til fjölmenns útifund- ar á Lækjartorgi fímmtudaginn 2. júlí sl. þar sem þess var krafíst að Alþingi yrði kvatt saman vegna úrskurðar Kjaradóms. Fram kom í máli Davíðs vegna lagasetning- arinnar að langt þóf hefði orðið á málinu ef þing hefði verið kallað saman en ólgan í þjóðfélaginu hefði kallað á aðgerðir. Hollenskt skipafélag í samkeppni við íslensk Hollenska skipafélagið Van Ommeren, er í útboði Bandaríkja- hers fékk 35% af sjóflutningum vamariiðsins í Keflavík á móti Samskipum, mun he§a flutninga um mánaðamót júli-ágúst. For- ráðamenn Van Ommeren stefna að því að fara inn á markaðinn hérlendis og reyna að fá vörur til flutnings af almennum markaði til að nýta betur ferðir sínar milli islands og Bandaríkjanna. Áramót kaupir 100 miHj. í Stöð 2 Hlutafélagið Áramót hefur náð samkomulagi um kaup á hluta- bréfum Eignarhaldsfélagsins í ís- lenska útvarpsfélaginu hf., eig- anda Stöðvar 2. Nafnvirði hluta- bréfanna er 100 milljónir króna. Eignarhaldsféiagið eignaðist þessi hlutabréf við endurskipulagningu Stöðvar 2 í ársbyijun 1990. ísland úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu ísland gekk formlega úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu mánudaginn 29. júní sl. Guðmundur Eiríksson, for- maður íslensku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins, sagði við úrsögnina að ráðið fylgdi úreltri stefnu í umhverfís- málum og ekki væri sjáanlegt að neinna breytinga væri að vænta. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, vonar að íslendingar geti hafíð hrefnuveiðar á næsta ári. Atvinnuleysi 3% í apríl Atvinnuleysi meðal íslendinga sem eru á vinnumarkaði var 3% í apríl sl. samkvæmt könnun Hag- stofunnar. Atvinnuleysi er mest í yngstu aldurshópunum. í aldurs- hópnum 16-19 ára sögðust 4,5% vera atvinnulaus en 5,3% í aldurs- hópnum 20-29 ára. Á meðal kvenna á öllu landinu mældist atvinnuleysi 3,8% en 2,3% hjá körlum. Hæpið að fiskveiðilög standist stjórnskipun Kristinn Pétursson, framkvæmd- arstjóri á Bakkafirði, telur afar hæpið að það umboð er Alþingi hefur veitt sjávarútvegsráðherra til ákvörðunar um heildarafla þorsks næsta veiðiár, miðað við núverandi aðstæður, standist stjómskipun. Að mati Kristins á sjávarútvegsráðherra að vísa ákvörðuninni til sjávarútvegs- nefndar Alþingis sem síðan leggi tiliögur fýrir Alþingi. ERLENT vikuna 27/6-3/7 Forseti Als- írs myrtur MOHAMED Boudiaf forseti Alsírs var borinn til grafar á miðvikudag eftir að hafa verið myrtur við vígslu menning- armiðstöðvar á mánudag. Talið er að morðing- inn hafí verið 26 ára gamall liðs- foringi í ieyni- þjónustu Alsírs og að trúarlegar Boudiaf. eða pólitískar ástæður hafi legið að baki morðinu. Á fímmtudag var tilkynnt að Ali Kafí myndi taka við forsetaembættinu, en hann er gömul stríðshetja úr sjálf- stæðisstríði Alsírsbúa. Kafí segist ætla að fylgja sömu stefnu og Boudiaf fyigdi. Treholt náðaður NORÐMAÐURINN Ame Treholt var náðaður á föstudag en hann hafði þá afplánað um sjö ár af tuttugu ára fangelsisdómi fyrir njósnir í þágu Sóvétríkjanna og íraks. Treholt var áður hátt settur stjómarerindre- Arne Treholt. ki og hafði aðgang að ýmsum mikilvægum upplýsingum, sem vörðuðu öryggi Noregs og annarra NATO-ríkja. Hann var handtekinn árið 1984 á flugvelli við Osló, klyijaður leyniskjölum, á leið til fundar við sovéskan leyniþjónustumann. Að sögn nor- skra stjómvalda var Treholt sleppt af heilufarsástæðum. Hjálpargögn flutt til Sarajevo BARDÖGUM var haldið áfram í Sarajevo í vikunni og á sunnudag fór Francois Mitterrand Frakk- landsforseti í óvænta heimsókn til borgarinnar til að kynna sér ástandið. Á mánudag opnuðu frið- argæslusveitir Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) flugvöll borgarinnar og var þegar hafist handa við að flytja þangað matvæli og lyf fyrir innikróaða íbúa hennar. Auk þess sem friðargæslusveitimar gæta flugvallarins eiga þær að tryggja að hjálpargögnin berist íbúum borgarinnar í hendur og sagði talsmaður þeirra að svarað yrði í sömu mynt ef á þær yrði ráðist. í vikunni voru sex bandarísk her- skip send inn á Adríahaf en Ge- orge Bush Bandaríkjaforseti hef- ur hótað því að beita hervaldi til að koma á friði í fyrrum ríkjum Júgóslavíu. Viðræður um N-írland SAMKOMULAG hefur náðst um að efha til fyrstu beinu viðræðn- anna milli írsku stjómarinnar og norður-írskra stjómmálaflokka frá árinu 1973. I viðrasðunum, sem heijast bráðlega, á að ræða um leiðir til að koma á friði á Norður-írlandi, binda enda á átján ára beina stjóm þess frá Lundún- um og ræða um framtíðartengsl þess og írska lýðveldisins. Landslqálftar í Bandar íkj unum Tveir öflugir landskjálftar urðu í suðurhlufy Kaliforníu á sunnu- dag. Annar slq'álftinn mældist 7,4 stig á Richters-kvarða og er hann þar með hinn öflugasti í Banda- ríkjunum í fjörutíu ár. Einn maður lést og nokkur hundruð manns slösuðust af völdum jarðskjálft- anna en eignatjón er talið nema um milljarði króna. Kanadamenn banna þorskveiðar KANADÍSK stjómvöld hafa ákveðið að banna þorskveiðar við austurströnd Kanada og Ný- fundnaland til ársloka 1993 og er vonast .til að þannig takist að bjarga þorskstofninum á þessum slóðum, sem er að hruni kominn. Bannið nær til miðanna á Mikla- banka en þau vom áður ein hin auðugustu í heimi. • • Oryggismál í Evrópu: Fransk-þýska stórfylk- ið veldur ugg vestanhafs ÞÓ AÐ ákvörðun Þjóðveija nú í vikunni um að hætta þátttöku í smíði evrópsku orrustuþotunnar (EFA) hafi fyrst og fremst verið til komin af fjárhagsástæðum er hún á margan hátt táknræn fyrir þá óvissu sem ríkir á sviði öryggismála í Evr- ópu þessa stundina. Hrun Sovétríkjanna og endalok Kalda stríðsins hafa gert það að verkum að flestar vestrænar þjóð- ir viija nú draga verulega úr útgjöldum sínum til hermála. Við þetta bætist að tilraunir Evrópubandalagsins tU að koma á laggirnar eigin utanríkis- og varnarstefnu og ekki síst frum- kvæði Frakka og Þjóðveija að myndun „Evrópuhers“ hafa vakið upp spurningar um framtíð varnarsamstarfs Banda- ríkjamanna og Evrópuþjóða innan Atlantshafsbandalagsins. Hin flókna staða í evrópskum öryggismálum endurspegl- ar á margan hátt þá togstreitu sem átt hefur sér stað í Vestur- Evrópu á undanfömum áratug- um. Frakkar hafa lengi viljað sjálfstæðari evrópska stefnu gagnvart Bandaríkjunum [hættu sjálfír þátttöku í hemaðarsam- starfí NATO 1966] og eru nú sem áður í fararbroddi alls evrópsks „frumkvæðis" í þessum efnum. Bretar aftur á móti leggja mest allra EB-þjóða áherslu á tengslin við Bandaríkin og samstöðuna innan NATO. Þjóðveijar hafa loks fetað milli- veg. Þeir hafa frá upphafí verið talsmenn öflugs Atlantshafs- bandalags en hafa svo innan Evr- ópubandalagsins löngum myndað sameiginlega blokk með Frökk- um. Hið síðamefnda gerir það að verkum að þeir eru nú í forsvari, ásamt Frökkum, að myndun þrjá- tíu þúsund hermanna stórfylkis, sem Bandaríkjamenn telja ógna NATO-samstarfinu. Tilgangur í lausu lofti Tilgangur fransk-þýska stór- fylkisins er að miklu leyti í lausu lofti. Þjóðveijar telja það vera leið til að færa sveitir Frakka nær NATO en Frakkar aftur á móti vilja meina að með því sé verið að mynda kjarna framtíðar Evr- ópuhers, í anda Maastricht-sam- komulagsins, sem gæti jafnvel leyst NATO af hólmi. Öðrum EB-ríkjum hefur verið boðið að taka þátt í myndun stórfylkisins, sem á að hafa þijú meginverkefni. í fyrsta lagi að aðstoða NATO á því svæði sem heyrir undir bandalagið, í öðru lagi að aðstoða Vestur-Evrópusambandið innan Evrópu, en fyrir utan lögsögu NATO, og í þriðja lagi að taka þátt í friðargæsluaðgerðum, þó ekki endilega einungis aðgerðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þegar upp er staðið á þó stórfylk- ið fyrst og fremst að lúta stjóm Vestur-Evrópusambandsins, hins hernaðarlega vængs EB. Klaus Kinkel, hinn nýi utanrík- isráðherra Þýskalands, hitti Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta að máli nú í vikunni og reyndi á þeim fundi að slá á þann ótta Bandaríkjamanna að fransk- þýska Evrópustórfylkið ógni sam- starfínu innan NATO. Að loknum fundi þeirra sagði Kinkel við blaðamenn að hann væri vongóð- ur um að það ætlunarverk sitt hefði tekist og í viðtali við sjón- varpsstöðina CNN sagði hann að herdeildinni „væri á engan hátt stefnt gegn NATO“. Til greina kæmi að sveitir her- deildarinnar yrðu látnar NATO í té og gæti þetta jafnvel orðið til að styrkja bandalagið fremur en veikja það. Veikir stórfylkið NATO? Ólíklegt er þó að heimsókn þýska utanríkisráðherrans hafí orðið til að breyta miklu í afstöðu Bandaríkjamanna sem hann sagði stundum vera „of viðkvæma" hvað þessi mál varðar. „Þegar til lengri tíma er litið verðum við að spyija okkur þeirrar spurningar í alvöru hvort hér sé ekki verið að stíga fyrsta skrefíð í þá átt að ijúfa tengsl Bandaríkjanna við Evrópu," segir Caspar Weinber- ger, fyrrum vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, í grein sem birtist á dögunum í þýska tímaritinu Der Spiegel. Weinberger segir óhjá- kvæmilegt að þegar byggt sé upp nýtt evrópskt varnarbandalag, án aðildar ríkja Norður-Ameríku, muni staða NATO veikjast. Eina ljósglætan sem hugsanlega sé hægt að sjá í tengslum við fransk- þýska stórfylkið sé að tilgangur þess sé mjög í lausu lofti. Það bætir líka gráu ofan á svart að NATO hefur átt í töluverðri tilvistarkreppu á síðustu mánuð- um. Þó að Atiantshafsbandalagið sé óneitanlega eitt árangursrík- asta bandalag mannkynssögunn- ar hefur ekki enn tekist að fínna því framtíðargrundvöll sem allir geta sætt sig við. Embættismenn bandalagsins í Brussel benda gjarnan á þá gífurlegu þekkingu og reynslu sem til staðar sé innan bandalagsins og segja mjög hættulegt að leggja það fyrir róða til að halda út í óvissuna í nafni evrópsks samruna. Það sé líka staðreynd að fyrrum kommúnista- ríkjunum í Austur-Evrópu sé mik- ið í mun að NATO verði til áfram til að tryggja stöðugleika í álfunni á núlíðandi óvissutímum. Aukið samstarf Evrópuþjóða í Evrópu- málum, segja menn í Briissel, er af hinu góða (og gæti jafnvel orð- ið til að treysta trú Bandaríkja- manna á NATO) á meðan tilgang- ur þess sé að bæta bandalagið. Samstarfíð verði á hinn bóginn hættulegt um leið og hin evrópska stoð sé komin í beina samkeppni við NATO. Það hafí ekki síst kom- ið fram í Persaflóastríðinu hversu mikilvægu hlutverki bandalagið geti gegnt til að samræma krafta aðildarþjóðanna. Ef menn ætli að byggja upp „nýtt" varnarbanda- lag í Evrópu sé líka næsta víst að loka útkoman verði „nýtt" NATO. Nýr þýskur stíll Hver þróunin verður á næstu misserum treystir enginn sér til að spá fyrir um með nokkurri vissu. Margir telja þó hugsanlegt að einhverra áherslubreytinga sé að vænta hjá Þjóðveijum í þessum efnum á næstunni með nýrri kyn- slóð þýskra stjómmálamanna, sem ekki er eins bundin hinni „sögulegu" samstöðu með Frökk- um og hinum „evrópska samruna" og eldri stjómmálamenn á borð við Helmut Kohl kanslara og Hans Dietrich Genscher, fyirum utanríkisráðherra. Skoðanir nýja vamarmálaráðherrans, Volkers Riihe, em til að mynda sagðar nær skoðunum Breta en Frakka í Evrópumálum og varnarmálum og Klaus Kinkel, er einn ötulasti talsmaður NATO og samstarfs við Bandaríkin í Þýskalandi. Stefna þeirra mun eflaust í auknum mæli taka mið af hags- munum Þjóðveija fremur en „samevrópskum" hagsmunum líkt og ákvörðunin að hætta þátttöku í EFA-verkefninu ber með sér. { fari þeirra má líka greina nýtt þýskt sjálfsöryggi. Ruhe er ekki maður sem lætur segja sér fyrir verkum og er vanur að fá sínu fram. í viðtali við þýska dagblað- ið Frankfurter Rundschau nú í vikunni sagði hann að NATO yrði áfram mikilvægasta tækið til að tryggja öryggi í Evrópu. Hann sagðist vilja aukna þátttöku Bandaríkjamanna í Evrópu og Bandaríkjamenn og Evrópubúar ættu að takast á við þau vanda- mál sem nú væri við að glíma í álfunni í sameiningu. Fransk- þýska stórfylkið væri einungis viðbót við það samstarf. BAKSVIÐ Steingrímur Sigurgeirsson I \ I I I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.