Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
seer íjtil .s írunAciimMUg fiiuAjanuoflOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992
Gjaldskrá Landsbankans hækkar:
Hækkað til sam-
ræmis við aðra banka
— segir Brynjólfur
Helgason aðstoðar-
bankasljóri
ÝMIS þjónusta Landsbankans
hefur hækkað í verði frá 1. júlí
með nýrri gjaldskrá bankans.
Þar á meðal hafa 25 blaða tékk-
hefti hækkað úr 220 krónum í
250, eða um 14%. Kostnaður
veg-na innstæðulausra tékka
hækkar úr 480 kr. í 540 kr. eða
um 12,5%. Brynjólfur Helgason,
aðstoðarbankastjóri Lands-
bankans, segir að bankinn hafi
hækkað gjaldskrá sína til sam-
ræmis við aðra banka og verð
á þjónustu hans sé hvergi
hærra en hjá öðrum bönkum.
Sem dæmi um hækkanir hjá
Landsbankanum má nefna að 25
eyðublaða tékkhefti kosta nú 250
krónur, en kostuðu 220 krónur
samkvæmt fyrri gjaldskrá frá 1.
apríl síðastliðnum. Tékkhefti kosta
einnig 250 kr. hjá íslandsbanka
og sparisjóðunum samkvæmt gild-
andi gjaldskrám þeirra, en 220 kr.
í Búnaðarbanka. Lágmarksþókn-
un viðskiptavíxla er nú 830 kr.
hjá Landsbanka í stað 550 áður
'O
INNLENT
og er þar um tæplega 51% hækk-
un að ræða. Hjá íslandsbanka er
þetta gjald einnig 830 krónur, en
750 kr. hjá Búnaðarbanka og
sparisjóðunum.
Kostnaður vegna innstæðu-
lausra tékka er nú 540 kr. hjá
bæði Landsbanka og íslands-
banka, en 500 kr. í Búnaðarbanka
og 485 kr. hjá sparisjóðunum. Að
útbúa skuldabréf eða trygginga-
bréf kostar nú 830 kr. í Lands-
bankanum, en 630 áður og nemur
hækkunin 31,7%. Hjá Islands-
banka er kostnaðurinn einnig 830
kr., en 750 kr. hjá Búnaðarbanka
og sparisjóðunum. Ýmsir liðir í
gjaldskrá Landsbankans hækka
ekki, til dæmis innlendar ábyrgðir,
farmskírteinisábyrgðir, viðtaka
geymslufjár, millifærslur og fleira.
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans, sagði
að bankinn hefði lengi haft lægri
gjaldskrá en aðrir og með nýju
gjaldskránni væri sá munur lag-
færður. „í vaxtamálunum höfðu
menn víða orð á því þegar við
vorum eilítið hærri en aðrir bankar
þótt það væri ekki nema brot úr
prósenti og sums staðar værum
við lægri. Nú liggjum við undir
og þá heyrist ekki neitt,“ sagði
Brynjólfur.
Hann sagði að um smávægilega
aðlögun á gjaldskránni væri að
ræða og bankinn seldi enga þjón-
ustu dýrar en aðrir bankar. „Það
hefur verið ákveðinn þrýstingur á
að vextimir væm í svipuðum dúr
á milli banka og við vorum komn-
ir niður fyrir aðra banka. Það eru
ekki aðstæður til að vera undir
bæði í útlánsvöxtum og gjald-
skrá,“ sagði Brynjólfur.
Land undir Breiðamerkuijökli. Fremst á mynd sést sjórinn, upp af honum Jökulsárlón og síðan fjörður-
inn undir jöklinum.
200 metra djúpur fjörður
undir Breiðamerkuijökli
NIÐURSTÖÐUR mælinga Raun-
vísindastofnunar Háskóla íslands
hafa leitt í ljós að upp af Jökulsárl-
óni undir Breiðamerkuijökli sé 20
til 25 kílómetra langur, 2 til 5
kílómetra breiður og rúmlega 200
metra djúpur fjörður. Mælingam-
ar voru gerðar síðasta sumar í
samvinnu við Vegagerðina og
Landsvirkjun til að kanna hvernig
land væri undir jöklinum og jafn-
framt til að gera kort af yfirborði
hans. Var þetta gert til að finna
út hvaða ráðum eigi að beita til
að bregðast við þeim vanda sem
upp kann að koma á næstu árum
vegna mikils landbrots á þessu
svæði en það ógnar veginum yfir
Breiðamerkursand.
Helgi Björnsson, járðeðlisfræðing-
ur hjá Raunvísindastofnun háskól-
ans, segir að landbrotið hafi í mörg
ár verið frá 8 allt upp í 20 metra
einstök ár. Sjórinn flytji þannig með
sér efni úr fjörunni og nálgist stöð-
ugt veginn við Breiðamerkursand.
Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri FÍI:
Viljum verulega lækkun á raforku
næstu fimm ár til að auka atvinnu
Segir iðnað hafa haldið sínum hlut í þjóðarframleiðslu o g útflutningi
SVEINN Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
iðnrekenda, segir að í stórum
dráttum megi segja að iðnaður-
inn hafi haldið sínum hlut gagn-
vart öðrum atvinnugreinum
hvort sem litið sé til þjóðarfram-
leiðslu eða útflutnings. Hins veg-
ar séu þeir ekkert sérstaklega
ánægðir með það, því vonir hafi
staðið til að hlutdeild iðnaðar
ykist og að þvi hafi verið stefnt
með inngöngunni I EFTA fyrir
20 árum. Ragnar Önundarson,
framkvæmdastjóri hjá íslands-
banka, segir í Morgunblaðinu í
gær að iðnþróun á Islandi hafi á
síðustu árum að verulegu leyti
verið að ganga til baka.
Sveinn sagði að í nýrri skýrslu
iðnaðarráðuneytisins um framtíðar-
stefnu og þróun íslensks iðnaðar
komi fram að það sé nokkuð góður
árangur hjá iðnaðinum * að hafa
haldið sínu gagnvart sjávarúvegi,
því á þessu tímabili hafi orðið geysi-
Ieg framleiðslú- og útflutnings-
aukning í sjávarútvegi vegna
stækkunar landhelginnar. „Við
hefðum hins végar viljað að árang-
urinn hefði orðið betri og menn
vonuðust sannarlega til þess fyrir
20 árum að iðnaðurinn myndi auka
sinn hlut. Við teljum líka að þessi
mikla útþensla sjávarútvegsins hafi
að sínu leyti tafíð það, því iðnaður-
inn hefur ekki fengið þá athygli og
þau starfskilyrði sem hann þurfti
við hliðina á sjávarútveginum,"
sagði Sveinn.
Hann sagði að skjótvirkasta leið-
in til að vinna sig út úr þeirri efna-
hagslægð sem væri framundan
vegna minni sjávarafla væri að
bæta starfsskilyrði iðnaðarins, því
fyrirtækin og framleiðslugetan
væru fyrir hendi í landinu. Innflutn-
ingur í samkeppni við íslenska iðn-
aðarframleiðslu næmi um 20 millj-
örðum á ári samanborið við að
framleiðsluverðmæti iðnaðar innan-
lands fyrir utan stóriðju væri á
milli 70 og 80 milljarðar. Fljótvirk-
asta leiðin til að auka atvinnu væri
að laga starfskilyrði iðnaðarins og
flytja sem mest af þessari iðnaðar-
framleiðslu inn í landið.
Sem dæmi um starfsskilyrði sem
þyrfti að lagfæra nefndi Sveinn nið-
urfellingu aðstöðugjalds sem hvergi
tíðkaðist og lækkun raforkuverðs.
Nú væri búið að virkja meiri raf-
orku en markaður væri fyrir og
hann vildi láta lækka raforkuverð
til iðnfyrirtækja til dæmis næstu
fimm ár í stað þess að hækka það
eins og gert hefði verið um síðustu
áramót, því iðnaðurinn ætti að
borga niður umframraforkuna.
„Við viljum fá verulega lækkun á
raforku og tryggingu fyrir því að
sú lækkun vari að minnsta kosti
næstu fimm ár til þess að auka
atvinnu,“ sagði Sveinn að lokum.
Með sama áframhaldi muni sjórinn
taka veginn og því hafí mælingamar
verið gerðar til að athuga hvernig
bregðast megi við þessu.
„Fram að 1938 fór þessi fram-
burður allur út í sjó, bætti við suður-
ströndina og kom þannig til mótvæg-
is við það sem sjórinn tók. Nú fer
allur aurinn niður í Jökulsárlónið en
lítið sem ekkert berst út í sjóinn. Það
kemur því lítið til móts við það sem
hann grefur,“ segir Helgi.
Árið 1938 fór fyrst að grilla í Jök-
ulsárlónið sem nú er 10 ferkílómetrar
að flatarmáli og meira en 100 metra
djúpt
Helgi segir að rétt hafi þótt að
kanna hvort hugsanlegt væri að fánd
kæmi undan jökli á næstu árum eða
áratugum, sem hægt væri að byggja
veg á. Niðurstöður mælinganna
bendi hins vegar til að upp af lóninu
sé 20 kílómetra langur og meira en
200 metra djúpur fjörður. „Það er
því ljóst að jökullinn mun ekki á
næstu áratugum hörfa upp úr lóninu
og finna verður aðrar lausnir til að
bjarga veginum," segir Helgi.
Hann segir jökulinn nú vera um
10 til 15 kílómetrum framar en hann
var á landsnámsöld. Talið er að jök-
ullinn hafí grafið fjörðinn út á litlu
ísöld frá 1600 fram að síðustu alda-
mótum en um 1700 er talið að landn-
ámsjarðimar Fjall og Breiðá hafí
farið í eyði.
Stórgöngur pg mokveiði í
Langá
Það 'ér farið að mokveiðast í
Langá á Mýrum eftir daufa bytj-
un, síðustu daga hafa ekki veiðst
undir 25 til 30 laxar á dag á
Langárfossi og Ánabrekku og
fiskur er kominn í alla veiðistaði
á miðsvæðinu og eitthvað líf er
komið á Fjallið.
Ingvi Hrafn Jónsson, frétta-
stjóri og landeigandi á miðsvæð-
unum, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það hefði verið tilkomu-
mikil sjón að sjá er laxinn sem
hafði sveimað um í sjónum fyrir
utan ósinn tók sig loks til og rann
fram í ána. „Menn voru að horfa
á torfuna, sem í voru nokkur
húndruð laxar, þar sem hún
sveimaði til og frá fyrir neðan
Sjávarfoss. Kvöldið eftir var ég
sjálfur að veiða í Strengjunum og
sá allt í einu út undan mér hvem-
ig allt varð kvikt af laxi. Ég kast-
aði flugunni linnulaust á vöðuna,
en það leit ekki nokkur fiskur við
henni og þá varð mér litið um öxl
og sá að lax var farinn að stökkva
stanslaust í Skuggafoss. Seinna
leit ég í stigann og hann var
kraumandi. Á mánudagsmorgun-
inn upplifði ég svo einhvern þann
æðisgengnasta veiðimorgun sem
ég hef upplifað. Það var lax á
þremur hæðum á Breiðunni og
það var sama hvað ég reyndi, ég
fékk ekki högg. Ég vissi að það
kæmi að því að hann færi að taka
og það gerðist milli fimm og
hálfsex um daginn og þá tóku
Spánveijar 15 laxa í beit og síðan
hefur verið linnulaus stórveiði,"
sagði Ingvi.
Mikill lax í Álftá
Það er mikill lax genginn í Álftá
á Mýrum og á hádegi 2. júlí voru
komnir 18 laxar á land og nokkr-
ir sjóbirtinga. Það er mjög góð
veiði miðað við hve skammt er
liðið veiðitíma, en Álftá telst til
síðsumarsáa. Veiðimenn hafa séð
stóra laxahópa í nokkrum veiði-
stöðum eins og í Hólknum, Hrafn-
hyl og Kerfossi og reyting af fiski
víða um ána. Nokkrir mjög vænir
eru í ánni, en þeir stærstu sem á
land hafa komið eru um 12 pund.
Þjóðleikhúsið:
96 þúsund
g’estir á síð-
asta leikári
AHORFENDUR á sýningum
Þjóðleikhússins voru rúmlega 96
þúsund á nýliðnu leikári. Sýning-
ar hússins voru 446 og hafa að-
eins einu sinni verið fleiri á einu
leikári.
Ellefu ný verkefni voru frumsýnd
á leikárinu og af þeim voru fimm
íslensk. Kæra Jelena var það verk
sem oftast var sýnt, eða 128 sinn-
um, og hefur ekkert verkefni Þjóð-
leikhússins verið sýnt jafn oft á
sama leikárinu. Flestir áhorfendur
sáu samt Emil í Kattholti, sem
sýndur var 59 sinnum fyrir 25.799
manns.
Áætlað er að fyrsta frumsýning
haustsins í Þjóðleikhúsinu verði
Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson
í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar.
-