Morgunblaðið - 05.07.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992
Borgarstjórn:
Lagt til að
breyta um-
gjörð verks-
ins Sólfars
Menningarmálanefnd Reykja-
víkur hefur lagt til að umgjörð
verksins Sólfars við Sæbraut
verði endurhönnuð i samráði við
handhafa höfundarréttar og
menningarmálanefnd. í greinar-
gerð Gunnars B. Kvarans, for-
stöðumanns listasafna Reykja-
víkur, sem lögð var fram á fundi
nefndarinnar, segir að víst sé að
umgjörð verksins sé orðin hluti
af listaverkinu sem því miður
skerði frummerkingu og höfund-
arsérkenni Sólfarsins. Tillaga
menningarmálanefndar var sam-
þykkt á fundi borgarstjórnar í
fyrrakvöld.
í greinargerð Gunnars B. Kvar-
an kemur fram að greinilegt sé
að verkið Sólfar standi of lágt auk
þess sem steinveggur skyggi
óþarflega mikið á verkið séð frá
Sæbraut. Súlurnar framan við
þrengi að verkinu og byrgi áhorf-
endum sýn. Auk þess sé ljóst að
súlurnar, sem menningarsögulega
hafi mjög skýrar táknfræðilegar
tilvísanir, geti truflað og jafnvel
afvegaleitt merkingu verksins.
Hætta sé á að áhorfendur túlki
súlurnar sem öndvegissúlur sem
breyti inntaki bátsformsins í eins
konar víkingaskip. Þá sé ennfrem-
ur hætta á að súlurnar virki líkt
og hlið eða inngangur inn á svæði
verksins. Vert sé einnig að minna
á að hönnuðirnir hafi gert undir-
stöðu verksins hringlaga en frum-
myndin sem varðveitt sé á Kjárv-
alsstöðum hafi ferhyrnda undir-
stöðu í dökkum lit.
Brottför 12. okt.
2 vikur.
Uppgötvaðu einstaka
töfra Karíbahafsins og
njóttu þess að dvelja um
borð í einu glæsilegasta
skemmtiferðaskipi
veraldar MS NORWAY.
Sex daga dvöl í Florida.
ti
Brottför 15. ágúst.
2 vikur. y
Mósel- og Rínardalur,
Heidelberg, Svartiskógur (y
og Miinchen. Sé
Fararstjóri:
Friðrik G. Friðrik*^ W
V
i
Brottför 3. sept.
16 dagar.
Tignarleiki Alpanna og
heillandi fegurð Rínar láta
engan ósnortin.
Fararstjóri:
Lilja Hilmarsdóttir
Reykjavík-
urpassi fyrir
ferðamenn
í UNDIRBÚNINGI er útgáfa á
Reykjavíkurpassa fyrir erlenda
og innlenda ferðamenn. Passinn
mun veita afslátt af aðgangseyri
að listasöfnum borgarinnar, far-
gjaldi strætisvagna, í sundlaug-
ar, í Húsdýragarðinn og að
væntanlegum Fjölskyldurgarði
í Laugardal. Að sögn Olafs Jóns-
sonar, upplýsingafulltrúa
Reykjavíkurborgar, er gert ráð
fyrir að verð passans miðist við
dollar og að það verði 6 dollarar
fyrir dagspassa eða um 330
krónur miðað við núverandi
gengi.
Ólafur sagði, að boðið yrði upp
á sameiginlegan ferðamanna-
passa, sem gildir í einn til þijá
daga og lækkar verð passans í
hlutfalli við dagafjölda. Miðað er
við að passinn verði tilbúinn og til
sölu í haust þannig að ferðaskrif-
stofur gætu kynnt erlendum ferða-
mönnum þennan möguleika í
ferðatilboðum næsta árs. „Passinn
miðast ekki eingöngu við erlenda
ferðamenn, íslendingar munu
einnig geta notfært sér þennan
möguleika," sagði Ólafur.
Reykjavíkurpassinn verður til
sölu á ferðaskrifstofum, á hótelum
og á upplýsingamiðstöð ferða-
manna í Reykjavík. Hann mun
veita afslátt að Kjarvalsstöðum,
Ásmundarsafni, Árbæjarsafni,
sundstöðum borgarinnar, Hús-
dýragarðinum, Fjölskyldugarðin-
um í Laugardal eftir að hann hefur
verið tekinn í notkun og hugsan-
lega að skautasvellinu í Laugardal
að vetri til.
Brottför 9. sept.
16 dagar.
Uppgötvaðu töfra Kanada
og austurstrandar
Bandaríkjanna.
Fararstjóri:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Brottför 15. nov.
16 dagar.
Jerúsalem, Dauðahafið,
Jeríkó, Nazareth og
Getsemanegarðurinn.
Ferð til Landsins helga á
söguslóðir Biblíunnar er
upplifun sem þú gleymir
aldrei.
Fararstjóri:
Lilja Hilmarsdóttir
m
Brottför 3. okt.
Ein vika.
Vínuppskeruhátíðir í
Mósel- og Rínar-
dalnum eru engu líkar.
Sannkölluð veisluferð.
Fararstjóri:
Friðrik G. Friðriksson
■vi.
"II «oiKLI^.l4plH
Brottför 14. ágúst.
2 vikur.
Heimsborgin London,
borg ástarinnar París og
þar á milli eitt óslitið
ævintýri.
Fararstjóri:
Lilja Hilm^*"
^DV
t' **.r. -
fít ► "
Brottför 2. nóv.
3 vikur.
Áhyggjulaust strandlíf og
í|í spennandi kynnisferðir á
vit heillandi menningar
Mayanna.
Fararstjóri:
Svavar Lárusson
Brottför 12. sept.
2 vikur.
Skemmtisigling um
Karíbahafið. Heillandi
hitabeltiseyjar, munaður
um borð í glæsilegu
skemmtiferðaskipi og
vikudvöl í Florida.
IðlUS
ttlll|
y
|}IU
lini
i>A
»y
Im
m
í'fii
£
n
iiil
j
m
w
i
13
V
(Kalifornia
Colorado)
Brottför 30. sept.
19 dagar.
Tvö af fegurstu ríkjum
Bandaríkjanna. Sierra
Nevada fjallgarðurinn, Los
Angeles, San Francisco,
Las Vegas, Grand Canyon
þjóðgarðurinn og þá er
aðeins fátt eitt talið.
Fararstjóri:
Ragnhildur Vigfúsdóttir
^fÚRVAL-ÚTSÝN
/ Mjódd: sími 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00
í Hafnarfirði: stmi 65 23 66; við Ráðhústorg á Akureyri: sími 2 90 00
- og hjá umboðsmönnum um land allt.