Morgunblaðið - 05.07.1992, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992
Skuggahliðar
sumar-
leyfisins
eftir Urði Gunnarsdóttur. Myndir: Kristjón G. Arngrímsson
í fríinu fer stundum allt úr böndunum, við
borðum of mikið, drekkum of mikið, eyðum
of miklu og ætlum okkur of mikið. Sveifl-
umst öfganna á milli. Allt það sem á að ná
á stuttu ferðalagi gæti við nánari athugun
nægt í hálfsársdvöl á staðnum og eftir á
að hyggja hefði verið betra að gefa sér
örlítinn tima til að leggja drög að ferðinni.
Flest vitum við sjálfsagt upp á okkur
skömmina að hafa einhvern tímann anað
af stað í frí lítt undirbúin og þreytt og snú-
ið heim örmagna á sál og líkama. Skemmst
er að minnast útvarpsheljunnar Jónasar og
fjölskyldu, sem túlkaði listavel hinn „dæmi-
gerða“ íslending á ferð. Sem betur fer eru
þeir margir sem fara í gott frí og snúa
endurnærðir heim en hvernig líður hinum
sem hvorki ná eða kunna að slaka á í fríinu?
VÍS:+ , ' ' . ;
f f
. I Vi
Að sjálfsögðu er frí af
hinu góða, það brýt-
ur upp hversdags-
leikann og fyrir
flesta er fólginn
ákveðinn léttir í því.
Fríið er tilhlökkunarefni og einmitt
þess vegna kemur það fyrir að vænt-
ingarnar verða of miklar, sett er
samasemmerki á milli þess að fara
í frí og ánægju og skemmtunar. Þá
ber einnig að hafa í huga að fríið
verður aldrei annað en það sem við
leggjum í það, ferðalag verður sjaldn-
ast skemmtilegt af sjálfu sér.
„Frí er tiltölulega nýtt fyrirbæri í
íslensku þjóðfélagi og fylgir batnandi
efnahag. Okkur er ekki tamt að
hugsa um frí og undirbúa það á jafn
eðlilegan hátt og ýmsum öðrum þjóð-
um. Þar hefst undirbúningur frísins
að hausti, ákveðið er hvert á að fara
og lagt til hliðar í ferðasjóð. Margir
íslendingar hafa hins vegar þann
háttinn á að stökkva af stað eftir
auglýsingu í blaði og vilja helst fara
samdægurs af stað,“ segir Nanna
K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi. í
starfi sínu með hjónum og fjölskyld-
um hefur hún kynnst því hversu erf-
itt frí getur reynst fjölskyldum sem
leggja upp með fulla tösku af óleyst-
um vandamálum. En Nanna hefur
einnig séð hvernig skynsamlegt frí
getur orðið til þess að létta álagi af
fjölskyldunni og á þann hátt bætt
samskiptin. „Það getur verið mikið
álag fyrir fjölskyldu sem er lungann
úr deginum að heiman að vera
skyndilega saman allan sólarhring-
inn. Hver og einn hefur sínar vænt-
ingar til frísins og þær fara ekki
alltaf saman.
Undirbúningur ferðarinnar skiptir
meginmáli, að fólk geri sér grein
fyrir því hvað það vilji gera og hvern-
ig hægt sé að sameina mismunandi
óskir. Ef fólk ræðir ekki saman áður
en lagt er að stað um hvað eigi að
gera er hætt við allsheijar upplausn
þegar á hólminn er komið. Einn vill
kannski vera sífellt á ferðinni á með-
an annar vill slappa af. Oftar en
ekki er það sá sem sterkastur er
innan fjölskyldunnar sem ræður ferð-
inni. Eftirá verða vonbrigðin því mik-
il.“
Börnunum bætt upp
afskiptaleysið
Nanna segir marga foreldra ætla
að bæta börnum sínum upp ónóga
samveru með þvi að fara með þau í
frí. Foreldrar verði þó að gæta þess
að það geri einnig kröfur til þeirra
í foreldrahlutverkinu, þ.e.a.s. að það
þurfi að sinna bömunum. „Margir
foreldrar verða þreyttir og pirraðir
að loknu slíku fríi. Sektarkenndin
yfir samskiptunum við barnið er söm,
barnið hefur ef til vill ekki sýnt þau
viðbrögð sem foreldramir áttu von á
og fríið stenst ekki þær væntingar
sem gerðar voru. Því verða foreldrar
að gæta þess að fara einnig í frí án
barnanna og gæta þess að missa
ekki sjónar hvort á öðru á meðan
þau sinna foreldrahlutverkinu og lífs-
baráttunni. Það að fara í frí án barn-
anna getur verið það besta sem for-
eldrar geta gert fyrir þau. Tökum
sem dæmi foreldra smábama, þeim
er nauðsynlegt að fá smáfrí frá
ábyrgðinni og vökunóttum. Því er
það ekki vitlaust að foreldrar klípi
hluta af fríinu fyrir sjálfa sig og fari
svo endumærðir með börnunum í frí.
Þegar foreldrar velja það að fara
í frí með börnunum verða þeir að
gera ráð fyrir þeim. Það er ekki nóg
að panta sæti í flugvélinni eða gera
ráð fyrir þeim í bílnum. Fæstum
bömum fmnst t.d. gaman að sitja
Ekki koma allir
endurnærðir úr
sumarleyfinu.
Streita hvers-
dagsins getur
brotist út þegar
lóksins á að slaka
á, uppgjör innan
fjölskyldunnar
orðið óhjákvæmi-
legt og bakverk-
urinn og vöðva-
bólgan magnast
lengi í bíl eða fara í búðir. Þau vilja
hafa eitthvað fyrir stafni. Og þegar
komið er að unglingunum gefast
margir foreldrar upp. Unglingurinn
er kannski á móti öllu þvi sem pabbi
og mamma vilja og margir foreldrar
reyna að kaupa sig frá vandanum,
t.d. með því að senda unglinginn eitt-
hvert annað eða skilja hann eftir
heima, þó það sé ef til vill alls ekki
tímabært."
Nanna segist vita til þess að hjón
eða pör kvíði því að fara saman í
frí, því þau óttist að þá komi vanda-
málin upp á yfirborðið og samband-
inu ljúki. „Enda er frí einn af álags-
punktunum í samböndum, þá reynir
oft á hvernig parinu líður saman án
þess að til komi kröfur frá daglega
umhverfinu. Auðvitað getur vel-
heppnað frí einnig gert gæfumuninn.
Parið nær að tala og vinna saman
og finnur þá oft vissan samhljóm sem
ekki er alltaf sýnilegur í dagsins
önn. Þetta styrkir sambandið. Fólk
verður hins vegar að hafa það í huga
að vandamálin leysast ekki sjálfkrafa
í fríinu, það verður að takast á við
þau.“
Er ekki eitthvað að þegar fólk
flykkist í svokallaðar kvenna- og
karlaferðir, í stað þess að fara saman
í frí? „Það þarf ekki að vera. Þetta
er nú ef til vill meira tíðarandinn að
draga alla hópa á sérstaka bása. En
það getur verið merki þess að fólk
eigi orðið fátt sameiginlegt þegar það
sækir eingöngu í svona ferðir. Mestu
máli skiptir að ná jafnvægi í sam-
bandinu, að geta notið þess að ferð-
ast með maka sínum, svo og án
hans.“
Flestir hvílast vel
„Vissulega þekki ég það að fólk
þurfi að leita læknis í kjölfar ferða-
laga en þeir eru þó miklu fleiri sem
snúa endumærðir heim,“ segir Ólaf-
ur Mixa heimilislæknir. Hann segir
það helst þá sem fari í stutt frí sem
hvílist lítið sem ekkert og þurfi jafn-
vel á læknisaðstoð að halda. „Yfir-
leitt er mikill erill hjá fólki áður en
það fer í frí og því líða oft nokkrir
dagar áður en það nær að slappa af.
í stuttum fríum er slík afslöppun
stundum rétt hafin þegar lagt er af
stað heim og þá vill líkaminn ekki
alltaf gefa eftir þá hvíld sem honum
ber. Þá geta ýmis þreytueinkenni
komið í Ijós, svo sem spenna, svefn-
truflanir og þreytutilfinning sem
getur lýst sér í vöðvabólgum. Því tel
ég fólki hollast að taka sér nógu
langt frí, svo að það nái að hvílast.“
„Yfírleitt sýnist mér fólk hvílast
vel í fríum og koma heldur hressara
til baka,“ segir Pétur Pétursson,
heilsugæslulæknir á Akureyri. „Það
er þá helst ungt fólk með losaralegan
lífsstíl sem lendir í hremmingum;
kynsjúkdómum og slysum. Á sumrin
flykkjast sunnanmenn hingað í sólina
og þá vill brenna við að þeir leiti til
okkar, aðallega af þremur ástæðum:
í sólinni og þurrkinum kemur í ljós
að þeir eru með fijókornaofnæmi sem
sunnanrigningin heldur niðri, þeir
brenna í sólinni þar sem þeir eru
ekki vanir að þurfa að gera viðeig-
andi ráðstafanir eða þá að þeir
gleymdu meðulunum sínum í öllum
flýtinum hingað. En þetta eru auðvit-
að atriði sem geta gert fríið
óskemmtilegt. Af öðrum fylgikvillum
er fátt að segja, nema ef vera skyldi
einn og einn sem hefur fengið í bak-
ið og svo menn sem fá í fæturna af
öllu labbinu þegar þeir fara í ijúpna-
veiði á haustin."
Yfirspennt í vinnu og fríi
Það sem Jóhönnu S. Sigurðardótt-
ur, sjúkraþjálfara, dettur fyrst í hug
þegar hún heyrir minnst á frí er
þeytingur. „Ótrúlega margir þeytast
frá einum stað til annars án þess að
vera nægilega vel undirbúnir. Margir
leita til mín, ýmist fyrir ferðalög og
biðja mig um að losa sig við vöðva-
bólguna áður en lagt er í hann, eða
þeir koma eftir fríið í leit að bata.“
Jóhanna segir að það sem helst
hijái þá ferðalanga sem til hennar
leiti, sé vöðvabólga, höfuð,- bak,- og
fótaverkir, öndunartruflanir og hjart-
sláttartruflanir. „Þetta fólk leitar
fyrst til læknis, sem fínnur ekkert
alvarlegt að líkamsstarfseminni og
síðasti möguleikinn er því sá að um
sé að ræða vöðvaspennu. Líkaminn
tjáir hvemig okkur líður, það er ekki
hægt að skilja að líkama og sál.
Vöðvaspennan er oft merki um
streitu. Oftast er það sama fólkið sem
er yfírspennt í vinnu og yfírspennt
í fríinu. Til þess að njóta þess að
vera í fríi verður þetta fólk því að
ná jafnvægi á daglega Iífíð,“ segir
Jóhanna. -
Eins og dýr í varnarstöðu
eða árásarhug
Eru einhveijar ferðir öðrum erfið-
ari? „Ætli það séu ekki „flug og
bíll“-ferðirnar svokölluðu. Margir
sem í þær fara ætla sér að skoða
allt of margt. Þá er stundum aðeins
einn bílstjóri en langkeyrsla er ákaf-
lega erfið fyrir líkamann. Keyrsla á
hraðbraut er gífurlegur streituvaldur
og sá sem les af leiðakortinu er einn-
ig undir álagi því mistök geta kostað
marga klukkutíma krók og pirring
samferðamannanna. Meðal helstu
viðbragða líkamans við álagi eru
hraðari hjartsláttur og öndun auk
þess sem ljósop augnanna víkka.