Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.07.1992, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 17 Jttttgt Útgefandi utWhifrlfe Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmif Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Miklibankí og Barentshaf Alvarleg tíðindi hafa borizt frá Kanada, þar sem stjómvöld hafa ákveðið að banna allar þorskveiðar á norð- anverðum Miklabanka næstu tvö árin. Til þessa neyðarúrræð- is er gripið til að koma í veg fyrir algjört hrun þorskstofns- ins. Á Miklabanka hafa um ald- ir verið talin einhver gjöfulustu fískimið sem þekkjast í heimin- um, en nú er svo komið að þorskstofninn þar er að hruni kominn vegna rányrkju. Ákvörðun kanadísku ríkis- stjómarinnar er að sjálfsögðu mikið áfall fyrir byggðimar, sem næstar em miðunum, Ný- fundnaland og Labrador, og hætta er á mikilli röskun eða jafnvel eyðingu heilla byggða þar um slóðir. Talið er að þorsk- veiðibannið bitni á um 20 þús- und sjómönnum og fískvinnslu- fólki í 400 byggðum. Þetta fólk hefur brugðist hart gegn ákvörðun stjómarinnar, sem kemur strax til framkvæmda. og fengu sjómenn eina viku til að taka veiðarfæri sín úr sjó. Þeir telja ekki réttlátt að þeir, sem lengi hafa varað við ofveiði og krafíst vemdunaraðgerða, skuli fyrst og fremst fá skell- inn. Þá telja þeir bætumar, sem þeim em boðnar, alltof litlar. Það hefur lengi verið vitað, að um ofveiði hefur verið að ræða á miðum Miklabanka, en þar hefur verið erfítt að grípa til ráðstafana sem duga. M.a. vegna þess að hluti hrygningar- slóðar á þessum víðfeðmu físki- miðum er utan 200 sjómílna markanna, þannig að Kanada- stjóm hefur talið sig eiga erfítt um vik samkvæmt alþjóðalög- um. Fyrr í vetur urðu talsverðar deilur milli hennar og Evrópu- bandalagsins, en í febrúar bannaði Kanadastjóm allar veiðar stærri togara úr þorsk- stofninum. Deilan leystist að lokum þegar EB ákvað að draga skipin af miðunum, a.m.k. tímabundið. Um aldir hafa íjölmargar þjóðir stundað hin gjöfulu mið Miklabanka og virtist lítið láta á sjá lengi vel en þegar veiðiskipin stækkuðu, ryksuguskipin komu til sögunn- ar, fór ofveiði að magnast. Það er ekki aðeins við strend- ur Nýfundnalands sem brestur er í þorskveiðinni. Þorskveiði hrandi í Barentshafí og það sama má segja um Norðursjó og Eystrasalt. Aflinn hefur dregist saman á íslandsmiðum þrátt fyrir margvíslegar vemd- unaraðgerðir um árabil. Nú stendur ríkisstjórnin frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að ákveða aflakvótann, en sem kunnugt er hefur Hafrann- sóknastofnun lagt til að þorskk- vótinn verði enn minnkaður í 190 þúsund tonn á næsta kvótaári og í 175 þúsund tonn næstu tvö ár þar á eftir. Miklar umræður fara nú fram um málið í þjóðfélaginu og sitt sýn- ist hveijum, enda miklir hags- munir í húfí, ekki aðeins fyrir sjávarútveginn heldur þjóðfé- lagið allt. í tengslum við þessa umræðu má benda á þá staðreynd, að vegna hrans á þorskveiðum í Barentshafí vora þær meira og minna stöðvaðar um nokkurra ára skeið. Nú hefur þorskstofn- inn þar náð sér aftur að því er virðist og bæði Norðmenn og Rússar hafa aflað þar vel. Veiðikvóti er áfram í gildi til öryggis, en sjómenn telja þorsk- stofninn geta gefíð af sér miklu meiri veiði en heimiluð hefur verið, svo vel hafí hann tekið við sér á ný. Þessi tvö dæmi, hran þorsk- stofnsins á Miklabanka og upp- bygging hans í Barentshafi, era alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur Islendinga þessa dagana. Það er fráleitt fyrir okkur að taka nokkra áhættu með auð- lind þjóðarinnar, sem hún bygg- ir lífsafkomu sína á, þjóðfélagið þyldi ekki algjört þorskveiði- bann í tvö ár. Þá er betra að taka á sig tímabundna erfíð- leika á meðan við eram að byggja fískistofnana upp á ný. steini sögunnar og ástæðulaust að vekja upp þann draug á ný, enda fullyrðir Jeltsín að marxismi eigi ekki afturkvæmt í Rússlandi — og betur að satt sé. Helzta vonin um lækkaðan kostnað í heilbrigðiskerf- inu, svo enn sé á það minnzt, er þekking og framfarir; auk aðhalds sem nú er reynt að efla. Með nýrri tækni í skurðaðgerðum er nú þegar hægt að stórlækka útgjöld til heil- brigðismála. Ný tæki og hæfni ein- staklinga munu ráða úrslitum um virkni velferðarkerfisins því enn trúum við því unnt sé að reka það án sukks og sóunar; án yfirvofandi gjaldþrots. Ný tækni ýmiskonar styttir sjúkrahúslegu, dregur úr sársauka sjúklinga — og útgjöldum spítalanna. Lausnin felst í þekkingu og samræmdu átaki þeirra sem hlut eiga að máli. Það er ekki óhyggi- legt að taka tillit til aðstæðna. En á það skortir. Pólitískar ákvarðanir eiga ekki að valta yfir verðmæti, heldur hlú að þeim. Við eigum að endurbæta heilbrigðiskerfið með kerfisbundnu átaki, ekkisízt þeirra sem við það starfa. Við höfum enn frest, en þó ein- ungis gálgafrest einsog nú háttar. Það er raunar meira í húfí en svo hægt sé að trúa pólitíkusum og embættismönnum einum fyrir því sem breyta þarf. Við þurfum að gera út á hugarfar hugsjónamanna; þeirra sem þekkja stytztu leiðina milli þekkingar og hagkvæmni; menntaðra einstaklinga sem kunna sitt fag og breyta þekkingu í hag- vöxt. Við eigum nóg af slíku fólki. Sumt af því vinnur mikilvæg störf í gróðurhúsum einstaklingshyggj- unnar og má þar nefna krabba- meinsfélög og Hjartavemd. M. (meira næsta sunnudag.) EN SNÚUM • okkur að öðru og tökum upp þráðinn þarsem frá var horfið. Vinstri menn ættu að taka Krist sér til fyrirmyndar. Zakkeus var lítill en Kristur sá hann í mann- þrönginni. Og meistarinn kom í hús þessa bersynduga manns einsog og ekkert væri. Vinstri menn ættu ekki að forðast bersynduga hægri menn. Þeir ættu að skimast eftir þeim í mórbetjatrénu og ganga fagnandi til fundar við þá í húsi þeirra; þ.e. verkum þeirra ef þau skipta einhverju máli á annað borð. Það gerir ekkert til þóað þeir séu litlir einsog Zakkeus. Við erum hvorteð er öll svo lítil þama i mann- þrönginni. Mér er ekki kunnugt um að borg- aralegt fólk fúlsi við góðum lista- mönnum af þeirri ástæðu einni að þeir eru sósíalistar, hvaðsem það merkir úrþvísem komið er. Sjálfur er ég ekki alinn upp undir því ask- loki. Eitthvert mesta ævintýri lífs míns er Unnskiptingastofa Þór- bergs. ÞAÐ SEM ER NÝTILEGT • í marxismanum hefur vaxið og blómgazt í velferðarríkjum lýð- ræðislanda. Mér er nær að halda að Marx sjálfur hefði tekið vel þess- ari ábendingu, ef hann hefði lifað nú og við þær aðstæður sem við þekkjum. Þótt karlinn hafí boðað hörku og pólitískt miskunnarleysi á sínum tíma, hefði hann örugglega ekki hreykt sér af einræðisbrölti lærisveinanna í kommúnistaríkjum einsog Kúbu og Kína, en þar eru arftakar Stalins enn við stjómvöl og miðstýra gúlaginu. Ætli Marx gamli hefði ekki hall- að sér að einhverskon- ar „velferðarsósíal- isma“ sem nú er að- vísu á heljarþröminni og fer einsog mein- vörp um óvarið og margspillt kerfí bogaralegrar mannúðarhyggju. Hún er aðvísu góðra gjalda verð og önnur betri hugsjón óþekkt. En hún kallar á svigrúmsmeira kerfí en við nú búum við og endumýjunarkraft einstakl- ingsins, hæfileikar hans em mestu verðmæti sem þjóðfélagið á. Við eigum að leysa afl hans úr læð- ingi; metnað hans og mannúð. Nátt- úran leyfír frávik innan lögmála sinna, svo okkur er engin vorkunn. Við eigum að þola svigrum, jafnvel talsvert frelsi, innan velferðarkerf- isins, þótt nauðsynlegt sé að varð- veita það sem slíkt. Annars staðnar það í viðmiðunarlausa sjálfsaf- greiðslu. Það má ekki gerast, því þá deyr það úr uppdráttarsýki. Það yrði ægilegt slys því velferðarhjálp- in og heilbrigðisþjónusta eru ein- hver bezta arfleifð okkar. Við eigum tilaðmynda að leyfa starfsfólkinu á Landakoti að einka- væða einstakar deildir spítalans í stað þess að breyta honum í biðsal dauðans. Við eigum að einkavæða sem flestar þjóðnýttar stofnanir, hvaðsem möppudýrin segja. í þýzka alþýðulýðveldinu gamla sem Þjóð- veijar smyggluðu hljóðalaust inní Evrópubandalagið er verið að einkavæða mörghundruð fyrirtæki og stofnanir á mánuði hveijum, svoað okkur ætti ekki að vera vork- unn. Einstaklingar kunna betur til verka og hafa meiri áhuga á fram- förum en staðnað kerfí. Sósíalismi liggnr nú undir mosagrónum leg- HELGI spjall IFYRRADAG, FIMMTUDAG, flutti Margrét Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Breta, jóm- frúrræðu sína í lávarðadeild brezka þingsins. í raéðunni gagnrýndi hún Maastricht-sam- komulagið enn einu sinni harð- lega, hvatti til þess að brezka þjóðin fengi að greiða atkvæði um það og gaf til kynna að hún mundi greiða at- kvæði gegn því í lávarðadeildinni. Jafn- framt tók hún upp hanzkann fyrir Dani og varaði við því að þeir yrðu beittir ein- hvers konar þrýstingi vegna afstöðu þeirra til samkomulagsins. Morgunblaðið skýrði frá því í gær, föstu- dag, að símakönnun sem þýzk sjónvarps- stöð hefði gert daginn áður benti til að mikill meirihluti Þjóðveija væri andvígur Maastricht-samkomulaginu, en því var sem kunnugt er hafnað i þjóðaratkvæða- greiðslu í Danmörku í byijun júnímánaðar. í maímánuði sl. skrifaði Margrét Thatcher grein í evrópska vikublaðið The European, þar sem hún lýsti miklum efa- semdum um Maastricht-samkomulagið. Hún sagði að samkomulagið mundi ekki tryggja og efla lýðræðislega stjómarhætti heldur flytja mikil völd og áhrif frá ríkis- stjórnum aðildarlandanna til miðstýrðs skrifstofukerfis. í því fælist samkomulag um einn gjaldmiðil, sem Bretar hefðu að vísu fyrirvara á en einn gjaldmiðill þýðir 'sömu vexti, sömu peningastefnu, sömu efnahagsstefnu og að lokum einn efna- hagsmálaráðherra, sagði Thatcher og bætti því við að yfírráð yfír efnahags- stefnu og peningastefnu væri kjaminn í lýðræðislegum stjórnarháttum, sem byggja á þingræði. Málflutningur Margrétar Thatcher og afstaða Dana em ekki einu merki þess að á ýmsu gangi í sameiningarþróuninni í Evrópu. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins í Bmssel virðist vera að átta sig á því að hún hefur farið of hratt yfír sviðið og að ekki dugar að sameina Evr- ópu hraðar en almenningur í einstökum aðildarríkjum Evrópubandalagsins sættir sig við. Að því vék Thatcher raunar einnig í ræðu sinni í lávarðadeildinni. Eftir at- kvæðagreiðsluna í Danmörku talar Delor, forseti framkvæmdastjórnar EB, í allt annarri tóntegund en hann hefur gert fram til þessa. Ekki eingöngu vegna afstöðu Dana heldur líka vegna þess að í ýmsum öðmm aðildarríkjum EB gætir efasemda um Evrópuþróunina, þótt samkomulagið hafí verið samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða á írlandi. Ljóst er að brezki íhaldsflokkurinn er þrælklofinn í málinu eins og m.a. hefur mátt marka af yfírlýs- ingum Thatcher síðustu daga. Sennilega er minnihluti þingflokks íhaldsmanna að baki henni en samt nægilega stór minni- hluti til að valda verulegum vandræðum. Að þessu er vikið hér vegna þess að senn hefíast miklar umræður um þá samn- inga sem við höfum gert um aðild að hinu Evrópska efnahagssvæði. Fleiri raddir hafa komið fram að undanfömu en áður um að við eigum að stíga skrefið til fulls og óska eftir aðild að Evrópubandalaginu. Talsmenn þeirra skoðana tala gjarnan á þann veg að sameiningarþróunin í Evrópu sé óstöðvandi og í þeim efnum sé brautin bein og breið. Við fslendingar gætum misst af einhveiju ef við sláumst ekki í hóp með öðrum EFTA-ríkjum, sem hafa lýst yfír því að þau muni sækja um aðild. Því fer hins vegar fjarri að brautin sé bein og breið til sameiningar Evrópu. Nær er að halda því fram að Evrópa öll sé í miklu uppnámi og þá er ekki bara átt við aðildarríki Evrópubandalagsins heldur einnig önnur Evrópuríki, þ. á m. fyrrum leppríki Sovétríkjanna og fyrrum lýðveldi Sovétríkjanna. Þar sem óhjákvæmilegt er að ástandið í Evrópuríkjunum í austri hafí áhrif á þróun mála innan Evrópubanda- lagsins er ekki fráleitt að halda því fram að þau ríki sem sækja um aðild að Evrópu- bandalaginu nú geti staðið frammi fyrir allt öðruvísi ríkjabandalagi þegar nálgast aldamótin. Kostir þess að Evrópuríkin sameinist um einn gjaldmiðil hafa mjög verið til umræðu og þá ekki sízt eftir að Maastricht- samkomulagið var gert. En nú heyrast þær raddir frá sérfræðingum í efnahagsmálum að einn gjaldmiðill í Evrópu muni ekki hafa í för með sér efnahagslegan ávinning fyrir Evrópuríkin og að raunar megi búast við að í sumum tilvikum geti hann haft neikvæð áhrif fyrir einstök aðildarríki bandalagsins. Þess vegna sé eini raunveru- legi ávinningur af einum gjaldmiðli póli- tískur. Þegar horft er yfír sviðið allt er ljóst að enginn stjórnmálamaður í Evrópu, hversu áhrifamikill sem hann kann að vera í dag, getur haft uppi nokkrar fullyrð- ingar um það hvernig Evrópa þróast á næstu árum fram til aldamóta og á fyrstu árum nýrrar aldar. Fyrir smáþjóðir getur einmitt verið hyggilegast að bíða og sjá hver þessi þróun verður. Þess vegna er samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið svo mikilvægur fyrir okkur íslend- inga. Hann tryggir viðskiptahagsmuni okkar í Evrópu á næstu árum, sem er það sem mestu máli skiptir. En jafnframt er nauðsynlegt að við höfum heildarmyndina í huga í þessum umræðum. Öryggismálin, sem hafa verið lykilþáttur í utanríkispóli- tík okkar síðustu áratugi, eru einnig í deiglunni, svo og afstaða Bandaríkja- manna til Evrópu. Við höfum átt svo náið samstarf við Bandaríkin að það skiptir verulegu máli fyrir okkur hvernig þau tengsl þróazt. Upplausnin í austur- hluta Evr- ópu AUSTURHLUTI Evrópu er bersýni- lega í mikilli upp- lausn. Verst er ástandið í fyrrum lýðveldum Júgó- slavíu en ekki má mikið út af bregða til þess að sams konar ástand skapist víða í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Sú til- fínning er augljóslega sterk meðal ráða- manna í sumum þessara ríkja að Vestur- lönd hafí fyllst fögnuði yfir falli Sovétríkj- anna og hruni kommúnismans en hafí hins vegar ekki verið undir það búin að taka afleiðingum þess og þess vegna ekki brugðizt við með réttum hætti. Sem dæmi má nefna að um 80% af útflutningi Ung- veija fóru til Sovétríkjanna. Þegar þau féllu urðu Ungveijar að beina útflutningi sínum í vesturátt en þá mættu þeim toll- múrar Evrópubandalagsins. Þegar þýzku ríkin sameinuðust eftir 43 ára skiptingu voru þjóðartekjur á mann í Vestur-Þýzkalandi um 20 þúsund Banda- ríkjadalir en í Austur-Þýzkalandi um fímm þúsund dalir. Sams konar mismunur er á þjóðartekjum aðildarríkja Evrópubanda- lagsins og Evrópuríkjanna í austri. Fyrir nokkrum vikum sagði Demirel, forsætis- ráðherra Tyrklands, á fundi í Búdapest að ekki væri hægt að tryggja jafnvægi í álfunni með slíkum efnamun. Morgunblað- ið hefur stundum sagt að í okkar fámenna samfélagi hér á íslandi mætti efnamunur ekki verða of mikill, ella væri hætta á ferðum. Demirel orðar sömu hugsun, þótt sviðið sé margfalt stærra. Eftir fall Sovétríkjanna er staðan sú að um 25 milljónir Rússa búa í öðrum lýðveld- um en Rússlandi. Þeir eiga enga útgöngu- leið. Þeir eru hataðir og fyrirlitnir þar sem þeir eru, útlendingar í nýjum ríkjum, en þeir eiga þess ekki kost að snúa aftur til Rússlands. Rússneska lýðveldið getur ekki tekið við þeim, hvorki tryggt þeim hús- næði, atvinnu né mat. Hvenær sem er má búast við að þeir verði beittir ofbeldi í einhveijum lýðveldanna og þá er hættan mest í Miðasíulýðveldunum. Um leið og það gerist getur skapazt sams konar ástand og í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Hversu lengi mundi rússneski herinn sitja aðgerðalaus hjá? Að sumu leyti getur skap- azt svipað ástand og þegar fyrrum ný- lenduveldi yfírgáfu nýlendur sínar. Víða kostaði brottför þeirra mikið blóð. Hvenær hellist þetta vandamál yfír vesturhluta Evrópu? Á fyrrnefndum fundi í Búdapest lýsti rússneskur blaðamaður ástandinu á þess- um slóðum þannig að upplausnin væri REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 4. júlí Morgunblaðið/Þorkell. svipuð og eftir byltinguna 1917. Hann benti á að á þeim tíma hefðu Finnland, Pólland, Úkraína, Georgía og Eystrasalts- ríkin orðið fijáls en það frelsi hefði ekki staðið lengi. Hann benti líka á að land- fræðilega hefði heimsveldi bolsévikka verið grunsamlega líkt heimsveldi keisaranna, þótt hugmyndafræðin og orðin hefðu verið kommúnísk. Pólskur áhrifamaður lýsti á sama fundi þeirri skoðun að sameinuð Evrópa væri fjarlægur draumur. Hann benti á að sterk þjóðemiskennd, sem væri að bijótast fram í fyrrum lýðveldum og leppríkjum Sovét- ríkjanna, væri beinlínis sálræn þörf fyrir þessar þjóðir. í kommúnistaríkjunum hefðu þjóðleg sérkenni verið bæld niður og nú væru þessar þjóðir að leita að sjálfum sér. Pólveijinn hélt því fram að í öllum þessum ríkjum færi þjóðemiskennd vaxandi og umburðarlyndi minnkandi, jafnvel væri aukin andúð á gyðingum. í sömu umræðum kom fram að landa- mæri í austurhluta Evrópu væm fyrst og fremst niðurstaðan af hugarórum Jóseps Stalíns. Hann hefði búið þau til í því skyni að sundra þjóðum. Það væri engin leið að breyta landamærum á sanngjarnan hátt, þess vegna ætti ekki að breyta þeim, held- ur opna þau. Það er ljóst að bæði í austurhluta og vesturhluta Evrópu hafa menn áhyggjur af því að ný þjóðernisstefna geti skotið rótum í Vestur-Evrópu. Þar er vísað til þess að hægrisinnuð öfgaöfl hafa náð fót- festu bæði í Þýzkalandi og Frakklandi, þótt með mismunandi formerkjum sé. Austurhluti Evrópu er í upplausn. At- hygli Evrópubandalagsins mun í vaxandi mæli beinast að þessum ríkjum og vanda- málum þeirra. Einstök aðildarríki EB, sér- staklega Þýzkaland og að einhveiju leyti Frakkland, munu beina þeirri orku sem þau hafa yfir að ráða til þess að hjálpa þessum þjóðum við að koma fótunum und- ir sig. Þar ráða m.a. eiginhagsmunir, bæði viðskiptalegir og pólitískir. Það eru miklir viðskiptahagsmunir tengdir því fyrir Þjóð- veija að í austurhluta Evrópu rísi upp öflug velmegunarríki sem verða ákjósanlegur markaður fyrir þýzkar framleiðsluvörur. Það eru líka miklir pólitískir hagsmunir tengdir slíkri þróun fyrir Þjóðveija, sem af sögulegum ástæðum hafa mikil tengsl við þessar þjóðir. Að hluta til má segja það sama um Frakka. Evrópubandalagið á eftir að breytast af þessum sökum. Það verður ekki endi- lega lokaður klúbbur efnaðra velmegunar- þjóða þegar fram líða stundir. í umræðum um afstöðu íslands og annarra EFTA- ríkja til Evrópubandalagsins er nauðsyn- legt að hafa þennan veruleika í huga. Menn verða að hafa yfírsýn yfir Evrópu alla en horfa ekki á Evrópubandalagið sem einangrað fyrirbæri. inn í þessar »'i umræður blandast Bandarikin að sjálfsögðu ör. Og Evrópa yggismál Evrópu og staða Banda- ríkjamanna í Evrópu. Bandaríkjamenn hafa tvisvar sinnum á þessari öld komið lýðræðisríkjum Evrópu til bjargar þegar einræðisöfl hafa sótt í sig veðrið. Raunar má segja að þeir hafí gert það þrisvar sinn- um vegna þess að auðvitað var það styrk- ur Bandaríkjanna sem kom í veg fyrir að Sovétríkin legðu undir sig alla Evrópu eft- ir heimsstyijöldina síðari. Bandaríkin komu ekki aðeins Evrópu- ríkjum til hjálpar með hemaðaraðstoð og íhlutun í tveimur heimsstyijöldum, heldur einnig með mikilli efnahagsaðstoð eftir heimsstyijöldina síðari. Evrópa var byggð upp á nýjan leik með bandarísku fé, fjár- festingu sem hefur áreiðanlega skilað sér aftur í kaupum Evrópubúa á bandarískum framleiðsluvörum. í umræðum um fjárhagsaðstoð Vestur- landabúa til fyrrum lýðvelda og leppríkja Sovétríkjanna hefur hvað eftir annað kom- ið fram að Bandaríkjamenn hafa verið tregir til að leggja fram umtalsverða fjár- muni. Richard Nixon, fyrram Bandaríkja- forseti, hefur gagnrýnt bandarísk stjóm- völd harðlega fyrir þetta og átti gagnrýni hans mikinn þátt í því að Bush tók við sér. En sá veruleiki sem mætir bandarísk- um stjómmálamönnum á kosningaári ér þessi; Innviðir bandarísks þjóðfélags em að bresta. Atvinnuleysi er mikið, efnamun- ur magnast, menntunarskortur er æpandi og stórborgimar að verða stjómlaus frum- skógur. Þegar bandarískir stjómmálamenn ræða um fjárhagsaðstoð við Rússland eða önnur ríki á þeim slóðum spyija kjósendur einfaldrar spumingar. Hún er þessi: Hvemig höfum við efni á því að leggja fram fé til þess að draga úr atvinnuleysi og upplausn í Rússlandi ef við höfum ekki peninga til þess að draga úr atvinnuleysi og upplausn í okkar eigin landi? Við þessu eiga stjómmálamennimir að sjálfsögðu engin svör. Þess vegna eru viðbrögð þeirra þau að nú sé kominn tími til að Evrópu- þjóðimar taki á sig auknar byrðar, bæði af vömum Evrópu og aðstoð við Rússland og önnur lýðveldi á þeim slóðum. í Vestur-Evrópu gætir þeirrar skoðunar í vaxandi mæli hjá sumum þjóðum, en ekki öllum, að tími sé til kominn að Banda-, ríkjamenn fari heim, það sé ekki lengur þörf á herstyrk þeirra í Evrópu. En jafn- vel þótt Bandaríkjamenn vilji að Evrópu- þjóðimar taki á sig auknar fjárhagslegar skuldbindingar vegna vama Evrópu er ekki þar með sagt að þeir telji eðlilegt að kalla allar bandarískar hersveitir heim. Ein ástæðan er sú að vera þeirra í Evrópu tryggir Bandaríkjamönnum ákveðin póli- tísk áhrif þar. Þess vegna er viss tvískinn- ungur í þessum umræðum öllum og ekki allt sem sýnist. Það er því sama hvert litið er á vett- vangi Evrópuþjóðanna. Þar er allt í upp- námi. Þjóðirnar leita að nýrri skipan sem geti tryggt bæði öryggi og velmegun. En vegna þess að í austurhlutanum ríkir enn fátækt og skortur og vaxandi átök á milli þjóða og þjóðarbrota er mikil hætta á ferð- um. í Evrópu getur allt gerzt. Þess vegna er áreiðanlega skynsamlegt frá sjónarmiði Evrópuþjóða að tryggja enn um skeið bandaríska vem í Evrópu. Enginn vill upp- lifa Evrópu Sarajevo eins og glöggur mað- ur komst að orði. Á þessu stóra taflborði emm við íslend- ingar lítið peð. Það er fáránlegt að halda því fram að við getum haft einhver áhrif á þróun mála í þeim suðupotti sem Evrópa er, sama við hvaða borð við sitjum. Þess vegna á markmið okkar að vera það eitt að tryggja hagsmuni okkar, viðskiptalega, pólitíska og í öryggismálum. Það er nægi- legt verkefni fyrir okkur. Annan metnað þurfum við ekki að hafa. Þess vegna er samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið svo mikilvægur fyrir okkur íslendinga. Hann tryggir við- skiptahagsmuni okkar í Evrópu á næstu árum, sem er það sem mestu máli skiptir. En jafnframt er nauðsynlegt að við höfum heild- armyndina í huga í þessum umræð- um. Öryggismál- in, sem hafa verið lykilþáttur í utan- ríkispólitík okkar síðustu áratugi, eru einnig í deigl- unni, svo og af- staða Bandaríkja- manna til Evrópu. Við höfum átt svo náið samstarf við Bandaríkin að það skiptir veru- legu máli fyrir okkur hvernig þau tengsl þróazt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.