Morgunblaðið - 05.07.1992, Side 20
JOAN
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Að vísu telst Listahátíð lokið,
er ég færi þetta á blað, en vel að
merkja ekki hvað aðalviðburði á
myndlistarvettvangi snertir, en það
teljast ótvírætt framlög Listasafns
íslands, Norræna hússins og Kjar-
valsstaða. Allar þessar sýningar
eru á fullu og sumar þeirra munu
standa langt fram í júlí.
Skal fólk minnt sérstaklega á
þetta og um leið vil ég upplýsa,
að venjan er að sinna þeim sýning-
um fyrst, sem standa einungis yfir
Listahátíðartímabilið en snúa sér
svo af krafti að hinum.
Kjarvalsstöðum nægðu ekki
minna en tvær sýningar, að þessu
sinni og báðar teljast þær í hæsta
gæðaflokki. Kjarval eins og hann
er hvað magnaðastur, og mynd-
verkunum betur fyrir komið en um
árabil í myndlistarhúsinu, og svo
fjöldi fymisverka, auk nokkurra
málverka, eftir hinn fjölhæfa
spánska snilling frá Katalóníu Joan
Miró, er telst allt í senn málari,
myndhöggvari og grafíklistamaður.
Sýning verka Miró, sem hér
verður fjallað um, kynnir ekki lífs-
hlaup listamannsins heldur er hér
um að ræða samtíning úr eigu
listajöfursins Aimée Maegh, er
hann bauð listamanninum að gera
sérstaklega garð villu sinnar í Sa-
int-Paul-de-Vence í Suður-Frakk-
landi. Maegh, sem var eigandi og
rak eitt frægasta listhús Parísar-
borgar fyllti staðinn, sem fékk
nafnið Fondation Maegh, af lista-
verkum að innnan sem utan. Eftir
andlát hans og jafnvel fyrr var
villan gerð að safni, og er meðal
þess, sem ferðalangar sækjast
hvað mest eftir að sjá í þessum
undurfagra hluta Frakklands, gera
sér jafnvel ferð þangað sérstaklega
frá fjarlægum heimshornum.
Joan Miró var fæddur í Montro-
ig í nágrenni Barcelona, 20. apríl
1893 og dó í Palma de Mallorka
á jóladag 1983. Faðir hans var
sæmilega efnum búinn gullsmiður
og fjölskyldan, sem var frá Palma
de Mallorka, hafði lengi stundað
leirkerasmíð. Traust handverk
telst líka einkennandi fyrir alla list-
sköpun Mirós. Hann stundaði nám
við fagurlistaskólann í Barcelona
á árunum 1907-1910, en yfirgaf
þá skólann, sem honum þótti bæði
full akademískur og vanabundinn,
og setja frjálsu hugarflugi of mikl-
Atlot fuglsins, 1967.
Og að Miró hafði skilning á
mikilvægi handverksins og þjálf-
unar í myndlist má marka af því,
að hann innritaðist í fagurlistaskól-
ann í París 1937 og gerir þar nær
hundrað módelteikningar, þar sem
hann lagði áherslu á umformun
mannslíkamans. Er borgarastríðið
braust út á Spáni 1935 hafði hann
flúið til Parísar sama ár og var
búsettur þar til ársins 1940, er
hann flúði aftur, en nú undan
þýsku heijunum, um Varangeville
til Palma de Mallorka.
Að baki slíks skynræns öryggis
býr jafnan áralöng stöðug þjálfun
og Miró gekk að vinnu sinni dag
>3
n„
■rf>
30
hvem og eftir hann liggur gríðar-
legt lífsverk og aðeins yfirlit og
lausleg skráning þess fyllir þannig
þykkar listaverkabækur.
Svo lánsamur er ég, að eiga
nokkrar þeirra af nýrri gerð frá
því ég skoðaði Miró-safnið í Barcel-
ona fyrir ári og hugðist þá skrifa
sérstaka grein um hann, en þáð
var nokkrum vandkvæðum bundið
þar sem ég hafði rætt við ritara
blaðafulltrúa safnsins, sem sjálfur
var ekki við er mig bar að garði.
Hún gaf mér mikilvægar upplýs-
ingar um safnið og alls konár
bæklinga, en tók af mér sérstakt
loforð um að birta ekki neina mynd
eftir Miró í grein minni nema áð
fengnu leyfí safnstjórans, Rose
Marie Malet. Auðvitað vildi ég
standa við orð mín en þetta er
dálítið flókið, því að Malet þarf að
hafa samband við fjölskylduna og
fá leyfi hennar og um leið tilgreiná
hveija einstaka mynd, sem %
hyggst birta!
Þannig gengur þetta til í list-
heiminum og er rétt og eðliiegt,
en ekki kemur mér til hugar að
bijóta vísvitandi á rétthöfum í
þessu tilliti. Af þeim sökum hef
ég látið grein mína bíða, en héf
fullan hug á að rita um Miró'í
stærra samhengi seinna méð
myndbirtingarleyfi frá safninu dg
fjölskyldu listamannsins. Ég get
þessa hér sérstaklega í framhjá-
hlaupi af ærinni ástæðu.
Þótt aðeins lítill hluti af ævi-
verki Mirós sé til sýnis að Karvals-
stöðum, og það allt verk sem harin
gerði á efri árum, er nauðsynlegt
að kynna bakgrunn verkanna.
Elsta verkið er frá 1960, er listá-
maðurinn var orðinn 67 ára gam-
all, en aðrar myndir gerir hann
sjötugur og eldri!
Sér einhver ellimörk á þessum
myndum, eða staðfesta þau
kannski þegar allt kemur til alls,
að allt tal um aldur og kynslóðabil
í myndlist er markleysa?
Þá er athyglisvert hve æskri-
stöðvar Mirós eru stór þáttur í allri
listsköpun hans og listamaðurinn
þannig trúr uppruna sínum og
umhverfi.
Rætur sköpunargáfu Mirós
liggja í katalónskri alþýðulist, én
hann verður fljótlega fyrir greini-
legum áhrifum frá Cézanne, van
Gogh og Matisse. Einkum hafði
Les Fauves hópurinn.sem Matisse
ar skorður. Brotthlaup hans úr
skólanum olli foreldrum hans mikl-
um áhyggjum og þau gátu talið
hann á að vinna að verzlunarstörf-
um næstu tvö árin, en þá fékk
hann aftur að mála, og mestu
þrengingum hans í æsku lauk er
honum tókst að fá sig innritaðan
í fagurlistaskóla Galí í Barcelona
1912. Skólinn var kenndur við
Francesco Galí, og sá upgötvaði
fljótlega miklar Iistrænar gáfur hjá
nemandanum og ýtti þess vegna
undir eins konar þreifíæfíngar til
að styrkja jafnframt snertiskynið
og formtilfinninguna. En einnig í
þessum skóla fannst Miró sköpun-
arkraftur sinn ekki fá nægilega
útrás og hann yfirgaf hann 1915
til að starfa í myndlist upp á eigin
spýtur.
Vel að merkja var nær sex ára
akademískt nám að baki, sem sýn-
ir hvers eðlis myndlistamám er,
þar sem Miró taldist enn ekki hafa
íokið því, hvað þá að hann útskrif-
aðist með prófí eða námsgráðum.
Skólinn hafði þannig verið vinnu-
vettvangur hans þennan tíma og
trúlega hefur hann a.m.k. lært eitt-'
hvað af þjálfun snertiskynsins hjá
Galí. Því var viðbrugðið hve breiðu
tæknisviði hann réði yfír, hve ríka
tilfinningu hann hafði fyrir lit og
hve formskyn hans var þjálfað og
öruggt. Þá bera þróttmiklar og
formsterkar teikningar hans einnig
svip af öryggi míkilli verklegri
þjálfun. Um Miró var líka eitt sinn
sagt, að hann þyrfti einungis að
setja þijár litaklessur af handahófí
á léreft til að komið væri óað-
finnanlegt samræmi á myndfleti.
Persóna, fugl. 31.8. 1972.