Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 26

Morgunblaðið - 05.07.1992, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1992 IÞROTTIR / SUMAROLYMPIULEIKARNIRI BARCELONA 25. JULITIL9. AGUST BARCA! BARQA! 1992! Katalónartaka ólympíuundir- búningnum með aðdáunarverðri ró ÁRIÐ1992 verður eflaust feitleitrað í framtíða annálum um sögu Barcelona eða Barca, eins og íbúar hennar kalla hana oft ívina- legum tón. Ekki nóg með að helsta fótboltalið borgarinnar, FC Barcelona, hafi fyrir skömmu unnið Evrópukeppni meistaraliða og síðan stuttu seinna orðið Spánarmeistarar á ný, heldur verð- ur borgin einnig vettvangur sumarólympíuleikanna 1992, um- fangsmesta alþjóðlega viðburðar, sem Spánverjar hafa nokkurn tímann verið gestgjafar fyrir. Spánverjar? Nei, segja margir borg- arbúar. Það eru Katalónar sem eru gestgjafar og leggja mikla áherslu á að draga f ram allt katalónskt í sambandi við leikana. Hin katalónsku áhrif voru þannig mjög áberandi þegar Ólympíu- eldurinn kom sjóleiðina frá Grikklandi til bæjarins Empúries norðan við Barcelona (sem í fornöld var grísk höfn) áður en hann lagði upp i fimm þúsund kílómetra ferðalag um öll héröð Spánar. Við móttökuathöfnina var flaggað katalónska fánanum, sungnir katalónskir söngvar og dansaðir katalónskir dansar. „Ólympíueldurinn er nú kominn á katalónska jörð,“ sagði frétta- maður katalónska sjónvarpsins tilfinningaþrunginni röddu. Hjá flestum hefur þessi „katalón ska“ áhersla enga dýpri póli- tíska merkingu heldur er einungis ■■■■■■ tákn um að menn Eftir vilja sýna bestu hlið- Steingrím ar menningar sinnar Sigurgeirsson 0g SOgU nu þegar Katalónía verður í sviðsljósi alþjóðlegra fjölmiðla líkt og aldrei fyrr. Á því eru þó til und- antekningar. Til er fámenn hreyfing aðskilnaðarsinnaðra Katalóna og hafa sumir talsmenn hennar viljað nota þetta tækifæri til að koma málstað sínum á framfæri og einn og einn stjórnmálamaður hefur hvatt til að Katalón ar undirstriki sérstöðu sína með því að láta katal- ónska fánann hanga út um glugga á hveiju húsi meðan á leikunum stendur. Katalónskir Ólympíuleikar? Einn talsmanna undirbúnings- nefndar Ólympíuleikanna, COOB 92, sagðist ekki vera alveg sam- mála því að þetta væru alfarið ka- talónskir leikar enda væri hún sjálf Morgunblafiið/Steingrimur Lukkudýrið Cobi. Sú hefð hefur verið við lýði í nokkum tíma að hveijir Ólympíuleikar hafi sitt „lukkudýr“. Lukkudýr Barcelonaleikana heitir „Cobi“ og var hannaður af einum þekktasti hönnuði Spánar, Javier Mariscal. Fyrir- mynd Cobis er hinn katalónski fjallahundur, sem á uppruna sinn í Pýreneafjöll- um. Cobi bregður sér í fjölmörg gervi, eins og sjá má á myndinni, og verður eflaust orðinn sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur þegar leikunum lýkur. Helstu Ólympíumannvlrkln.Á efri myndinni má sjá Ólympíuhöllina til vinstri og Ólympíuleikvangin til hægri á Montjuic-fjallinu. Leikvangurinn var upphaflega byggður fyrir Alþjóðlegu sýninguna í Barcelona árið 1929 og var arki- tektinn Pere Doménech i Roura. Fyrir sumarleikana 1992 hefur leikvangurinn verið endumýjaður allur að innan en gamla úthliðin látin halda sér. Leikvangurinn tekur 65 þúsund í sæti og þar verður opnunar- og lokahátíð leikanna auk t.d. fijálsíþróttakeppninnar. Höllin Palau Sant Jordi var hönnuð af japanska arkitektnum Arata Isozaki og tekur hún 17 þúsund í sæti. Þar verður m.a. keppt í leikfimi og til úrslita í handbolta og blaki. Bakvið höllina má sjá Montjuic- símatuminn sem hannaður var af Santiago Calatrava. Mjög skiptar skoðanir em uppi meðal Barcelonabúa á útliti turns- ins en í gegnum hann munu öll fjarskipti í kringum leikana fara. Á neðri myndinni til vinstri má sjá aðalinngang leik- vangsins og inn á leikvanginn á myndinni til hægri. frá Madrid. „Katalónska verður eitt af opinberum tungumálum leikanna og katalónska fánanum verður flaggað við hliðina á þeim spænska. Þeir verða því til staðar. Leikamir sjálfir tilheyra hins vegar Barcel- ona, Katalóníu og Spáni.“ Það að Ólympíuleikarnir eru haldnir í Barcelona á sér langan aðdraganda. í janúar árið 1981, í kvöldverði til heiðurs bestu íþrótta- mönnum Spánar, tilkynnti Narcís Serra, borgarstjóri Barcelona, Juan Antonio Samaranch, forseta Al- þjóða ólympíunefndarinnar (sem einnig er Katalóni), að hann hefði hug á að borgin sækti um sumar- leikana árið 1992. í maí sama ár fór Serra fram á það við Juan Car- los Spánarkonung að hann yrði vemdari leikanna og í júní sam- þykkti borgarstjórn Barcelona sam- hljóða tillögu borgarstjórans um að falast yrði eftir leikunum. Aldrei áður í sögu leikanna hafði nokkur borg verið svo snemma á ferðinni með umsókn sína. Gífurleg vinna var lögð í að vinna umsókninni fylgi á alþjóðavettvangi og tóku m.a. Spánarkonungur og ríkisstjórn landsins virkan þátt í því starfi. Það var svo á fundi Olympíunefndarinn- ar í Lausanne í Sviss, um hádegis- bilið þann 17. október 1986, að samþykkt var að 25. sumarleikarn- ir yrðu haldnir í Barcelona á Spáni. Tíu „fljótandi hótel“ í höfninni Gífurlegur fjöldi fólks mun koma til Barcelona í tilefni leikanna og má nefna að einungis „Ólympíufjöl- skyldan“, það er allir sem tengjast leikunum, telur um 100 þúsund manns. Að sögn talsmanná COOB 92 er búist við allt að 400 þúsund gestum til viðbótar en í borginni allri eru um 28 þúsund hótelrúm. „Það að finna húsnæði handa öllum var einn stærsti vandinn sem við stóðum frammi fyrir. Til að létta undir með hótelunum tók undirbún- ingsnefndin ákvörðun um að tíu stór skemmtiferðaskip yrðu tekin á leigu og munu þau liggja við bryggju þá daga sem leikamir standa sem nk. „fljótandi hótel“. I þeim er ráðgert að 30 þúsund manns muni gista. Þá munu rúm- lega 50 þúsund manns búa í Ólymp- íuþorpinu.“ Ákvörðunin um Ieigu skemmti- ferðaskipanna, sem kostuð er af einkafyrirtækjum, var m.a. tekin vegna þess að ekki þótti ráðlegt að ráðast í of mikla fjárfestingu í hótel- um æm síðan væri ekki þörf fyrir að Ólympíuleikunum loknum. Betra væri að fjárfestingin miðaðist við raunhæfar áætlanir um framtíðar- gistiþörf. Byggð hafa verið átta stór og glæsileg ný hótel í borginni vegna leikanna og ber þar af í glæsileika hið nýja Hotel Juan Car- los Primero. Talsmaður COOB 92 sagði að íbúar Barcelona hefðu einnig verið hvattir til að taka gesti inn á heim- ili sín og hefðu viðbrögð við þeirri beiðni verið mjög góð. Teldi undir- búningsnefndin að tekist hefði að leysa það vandamál sem húsnæðiss- korturinn var. Það væri líka ekki síst að þakka gífurlegum fjárfest- ingum í samgöngumannvirkjum í borginni sjálfri og nágrenni hennar. Byggð hefur verið hraðbraut hring- inn í kringum Barcelona sem meðal annars auðveldar aðkomu frá flug- vellinum, tengir saman öll þau fjög- ur svæði sem mannvirki Ölympíu- leikanna eru á og stórbætir sam- göngur við nágrannahéröð Barce- lona. Þessu til viðbótar hafa lestar- samgöngur og neðanjarðarlestar- samgöngur verið bættar. „Barcel- ona er nú einungis í hálftíma fjar- lægð, með lest eða bíl, frá öllum helstu strandþorpunum. Þar er mik- ið um ferðamannaiðnað og gífurlegt magn gistirýma," segir talsmaður- inn. Fjárfestingin sem átt hefur sér stað í kringum Ólympíuleikana er gífurleg. Samkvæmt könnun sem Barcelona Holding Olímpic S.A., fyrirtækið sem stofnað var af spænska ríkinu og borgarstjórn Barcelona til að sjá um framkvæmd helstu verkefna, hefur framkvæmt, nemur fjárfesting einka- og opin- berra aðila í tengslum við leikana um 700 milljörðum peseta. Ýmsar framkvæmdir eru ekki inní þessari tölu þar sem þær eru ekki í beinum tengslum við leikana. Komum Spán! á framfæri „Þetta er frábært tækifæri til að Montjuic-símaturnlnn. Palau Sant Jordl í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.