Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 14
14 . , MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 Náttúruvernd er aðeins ein Af „eyðimerkurdýrkun“ og „gróðurást eftir Friðrik Dag Arnarson og Sigurborgu Rögnvaldsdóttur Tilefni þessarar greinar eru skrif Harðar Sigur'bjarnarsonar í Morg- unblaðið föstudaginn 20. mars 1992. Þar fjallar hann um náttúruvernd út frá forsendunum „svört náttúru- vernd eða græn gróðurstefna". Það kemur margt athyglisvert fram í greininni en þar gætir einnig mis- skilnings sem við teljum nauðsynlegt að gera athugasemdir við. Maðurinn í náttúrunni Umræða um náttúruvemd hefur verið talsverð á síðustu árum en ein- kenni hennar hafa verið að hugtakið náttúruvernd er oftast óskilgreint. Til náttúruvemdar hefur gjarnan verið flokkað flest það sem tengist landi og gróðri. Þá hefur ekki verið skýrt hvar í náttúrunni margir grein- arhöfundar flokka manninn. Loks hafa markmið með náttúmvernd verið breytileg á milli manna, eins og Hörður bendir á. Það er því ekki úr vegi að líta svolítið á á helstu hugmyndir sem uppi hafa verið um stöðu mannsins í náttúmnni. Um er að ræða þijár meginhugmyndir sem allar eiga sér formælendur í dag. Ein hugmyndin setur manninn yfir náttúmna, hann er henni æðri og hún er hans til hagnýtingar. Náttúra er eitthvað til þess að sigra og bijóta undir sig. Orkumálastjóri taldi t.d. í háskólafyrirlestri í vetur að uppistöðulón vegna raforkufram- leiðslu væm dæmi um náttúmvernd; þau væru falleg og víða í Evrópu fjölsótt og vinsæl útivistarsvæði. Önnur skoðun er sú að vegna sérstöðu sinnar og hæfileika eigi maðurinn ekki beint heima í náttúr- unni, heldur séu hann og náttúran tvö samhliða ferli sem standa og falla hvort með öðm. Maðurinn á aðeins möguleika á því að hámarka afköst náttúmnnar sér og mannkyni öllu til hagsbóta, ef hann gætir þess að misbjóða henni ekki með ofnýt- ingu. Maðurinn getur því „bætt“ náttúruna t.d. með kynbættum af- brigðum nytjajurta og þar með bæt- ir hann einnig eigin hag. Hörður hefur skipað sér í hóp þeirra sem álíta að náttúruvernd felist í plöntun og sáningu jurta. Er það vel svo lengi sem hann og aðrir í þeim hópi átta sig á að slíkt er ekki eina nátt- úruverndin sem til er. Þriðja sjónarmiðið gengur út frá að maðurinn sé hluti af náttúrunni og engu rétthærri en önnur fyrir- brigði hennar. Réttur hans til þess að hagnýta sér náttúruna er hin sami og annarra stofna lífríkisins Þetta er sú stefna sem helst hefur gert manninum fært að lifa í sátt við umhverfi sitt og nýtur hún vax- andi fylgis í hinum iðnvædda heimi. Enn skortir þó mjög á að fjármagn sé tiltækt til þess að hjálpa mönnum að snúa framkvæmdum sínum inn á þessa braut, sem m.a. hefur verið nefnd sjálfbær þróun. Þeir sem að- hyllast þetta sjónarmið vilja að ferli náttúrunnar fái, a.m.k. á völdum svæðum, að hafa sinn framgang. Þeim markmiðum þjóna þjóðgarðar og friðlýst svæði. í þessum anda var t.d. friðun Dana á sandöldum á vest- urströnd Jótlands, þegar þar var nánast búið að rækta allt gamla sandhólalandið. Þessi þijú ofangreindu sjónarmið „Náttúruvernd verður að hefja yfir stundar- hagsmuni, þó svo að það geti valdið okkur tímabundnum erfiðleik- um, vegna þess að nátt- úruvernd er ekki bund- in við ákveðinn tíma þó svo að tími hennar sé núna, vegna þess að „á morgun“ getur verið of seint.“ hafa talsvert að segja um hvernig menn skilgreina náttúruvernd og hvaða aðferðum þeir telja best að beita til að vinna henni brautar- gengi. Fæstir eru þó fyllilega með- vitaðir um á hverju þeir byggja þess- ar skoðanir sínar og afstaða okkar getur verið breytileg eftir því hvert viðfangsefnið er og hvernig það tengist hagsmunum okkar, t.d þeim er varða búsetu og atvinnu. Aðrir þættir; eins og menntun, trúarbrögð, venjur og lífsviðhorf, geta líka mótað afstöðu okkar til náttúruverndar. En hvaða stefnu sem við aðhyllumst hlýtur markmið náttúruverndar allt- af að vera að vernda náttúruna. Þannig getum við áfram notið feg- urðar og fjölbreytileika náttúrulegs umhverfis og ennfremur tryggt það verði ekki bara hnoss sem okkur hlotnast, heldur líka börnum okkar. Með náttúruvernd erum við að stuðla að því að varðveita tegundir og vist- kerfi og þannig skapast grundvöllur til þess að stunda rannsóknir á ferl- um náttúrunnar og fyrirbærum og þannig öðlumst við aukna þekkingu á lögmálum hennar. Markviss náttúruvernd byggir alltaf á að við áttum okkur á grund- vallarforsendum hennar og högum gerðum okkar út frá þeim. Er ræktun alltaf það sama og náttúruvernd? Rétt er að staldra aðeins við hug- myndina um að ræktun sé það sama og náttúruvernd. Þetta er útbreidd skoðun og hefur verið ýtt undir hana af ýmsum öflum í samfélaginu. Því miður eigum við dæmi um að nátt- úruvernd hefur verið fyrir borð borin við ræktunarstörf og afleiðingar þess geta ekki kallast neitt annað en umhverfisslys. Sem dæmi um slíkt má taka framkvæmdir skóg- ræktarinnar í Mosfelli í Grímsnesi. Þar var ráðist í framræslu mýrar til að búa í haginn fyrir tijáplöntur. Með þeirri aðgerð var síðustu stóru hallamýrinni á Suðurlandi fórnað. Nú heyrir það landform sögunni til og þar með er hið fjölbreytilega líf- ríki sem þreifst í slíkum mýrum einn- ig horfið. Annað dæmi er tröllatrú margra gróðuraðdáenda á hlutverki alaska- lúpínu í því að breyta gróðurlausu landi í gróið. Lúpínan er öflug jurt sem setur mikinn svip á það land sem hún vex í. Sú goðsögn fylgir þessari trú að þegar lúpínan er búin að nýta niturbindandi eiginleika sína Er það íslensk náttúruvernd að gróðursetja barrtré í beinum röðum? (Myndin er tekin í Þjórsárdal.) Hveijum er skyldast að hygla? eftir Rannveigu Tryggvadóttur I hvemig þjóðfélagi búum við eig- iniega? Kjaradómur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að bæta þyrfti stríðsöldum eftirlaunamönnum úr efstu lögum embættismannakerfísins mun hærri eftiriaun en gengur og gerist með litlum 230 milljónum, auk þess sem starfandi fólk úr sömu lög- um fær metið sem föst laun fé sem viðkomandi og fyrirrennarar þeirra hafa í skjóli valds rakað til sín í tímans rás. Samt eru í þessum hópi, lifs og liðnir, menn sem með röngum ákvörðunum — og án persónulegrar ábyrgðar — hafa nær komið þjóðinni á kaldan klaka fjárhagslega. Er það ekki þannig sem þjóðir kollsigla sig? í Morgunblaðinu í dag, 9. júlí, má á bls. 16 lesa frétt um að fjölbura- mæður hafí gengið á fund heilbrigð- is- og tryggingaráðherra með ósk um að lögbundið 6 mánaða fæðingar- orlof verði greitt með hverju barni, sé um fjölburafæðingu að ræða, þ.e. 12 mánuðir með tvíburum og 18 með þríburum. Þá var óskað eftir dagpen- ingagreiðslum í 3-4 mánuði auka- Iega fyrir hvert barn. Þær sem nenna að eignast börnin eiga þetta fé, og þótt meira væri, inni hjá handhöfum almannafjár vegna þess hve miklu meira fé hefur í áraraðir verið veitt til pilta en stúlkna og á ég þar við boltaíþróttadekrið, sem er komið út í hreinar öfgar. Það myndi gagnas heimilum og þjóðfélaginu í heild ef mæðurnar fengju fæðingarorlof í heilt ár. Því mega bömin ekki fá að njóta mæðra sinna á tímum atvinnu- leysis? Kæmi það sér ekki vel fyrir alla? Æðibunuganginum hérlendis mætti gjaman fara að linna. Sjálfstæðiflokkurinn var góðan sigur í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík fyrir rúmu ári og það sem að mínu mati vó þyngst í þeim sigri var loforðið um að barnafólki skyldi hyglað fjárhagslega. Þessu treysti ég og varð bæði reið og vonsvikin þegar svo virtist sem þetta loforð hefði verið svíkið. Heimilin fengu ekkert en 280 milljónum var veitt til. byggingar dagheimila. Á fulltrúa- ráðsfundi sl. haust spurði ég nýja borgarstjórann, Markús Öm Antons- son, hveiju þetta sætti og svarað hann því til að greiðslur til barna- fólksins kæmu til framkvæmda að ári. „Þeir eru margir þjóð- félagshóparnir sem eru saklausir af tómahljóð- inu í ríkiskassanum en enginn þeirra fremur en börnin.“ En hvers vegna að ári? Ég hringdi í þann ágæta mann, Magnús L. Sveinsson, forseta borgarstjórnar, til að þakka honum fyrir það hve drengilega hann brást við er hann afþakkaði meira en 1,7% launahækk- un til borgarfulltrúa. Hann hefur nú tjáð mér að ástæða þess að málið var látið bíða hafi að sínu mati verið sú að 40% styrksins hefði farið í skatt en unnið væri að því að reyna að fá hann felldan niður. Kona sem vinnur fullt starf utan heimilis hefur ekki þrek til að eign- ast nema eitt til tvö böm, og þjóð- inni fækkar. Fái hún hins vegar að vera heima hjá ungum börnum sínum ræður hún frekar við að eignast fleiri Rannveig Tryggvadóttir börn og við uppskerum heilbrigðara þjóðfélag. Aflið e'r jú hjá ungum — eða hvað? Höfundur er húsmóðir í Rcykjavík. til að bæta jarðveginn, muni hún víkja fyrir öðrum gróðri. Gott ef rétt væri. Því miður eru takmarkað- ar rannsóknir til um áhrif lúpínunn- ar á íslenskt gróðursamfélag, en þó eru þegar fyrir hendi sterkar vís- bendingar um að hún sé ekki sú allsherjarlausn sem menn hafa von- að. Víðs vegar hefur hún ekki vikið fyrir öðrum gróðri eins og hald manna var, heldur breiðst út yfir íslenskan holta- og valllendisgróður og kæft hann. Þrátt fyrir slíkar vís- bendingar eru uppi stórhuga áætlan- ir um sáningu lúpínu t.d. á Hólas- andi og í Húsavíkurfjalli, án þess að menn geti sagt um hvaða afleið- ingar slíkt hefur fyrir íslenska nátt- úru. Góður ásetningur má ekki verða til þess að blinda menn svo þeir gleymi að skoða hlutina í víðara samhengi. Við eigum nokkur dæmi um einlægan ásetning sem menn eru nú almennt sammála um að hafi leitt á villigötur. Til dæmis má taka sáningu lúpínu í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Þar geysist hún nú yfír annan gróður, þar á meðal eyrarrós, sem löngum hefur þótt augnayndi á eyrunum við Bæjastaðarskóg. Einn- ig er hægt að nefna gróðursetningu furutijáa í Dimmuborgum, sem farið er að fella nú, þrátt fyrir að þeim væri plantað í góðri trú og ást á landinu. Slík dæmi eigum við að nota sem víti til þess að varast, ekki að endurtaka þau þó með öðrum hætti sé. íslensk náttúruvernd hlýtur að vera að vernda íslenska náttúru Það hlýtur að vera staðreynd að íslensk náttúruvernd getur ekki fal- ist í öðru en ;ið vernda íslenska nátt- úru og íslensk náttúra er ekk/lúpínu- breiður, sem kæfa íslenskan gróður í náttúrulegu umhverfi sínu. Bar- áttumenn fyrir íslenskum gróðri ættu því að beita sér fyrir því að farið verði með fyllstu gát í út- breiðslu hennar í stað þess að fara offari. Trúin á hana má heldur ekki verða til að ekki sé unnið að rann- sóknum á öðrum níturbindandi jurt- um sem eru þegar hluti af íslenskri flóru. íslensk náttúruvernd felst heldur ekki í gróðursetningu erlendra tijáa. Tré, af hveiju tæi sem er, geta ver- ið til fegurðarauka eða nytja og þau eru líka heppileg til þess að binda jarðveg og koma þannig í veg fyrir eyðingu hans. Það er þó ekki íslensk náttúruvernd að gróðursetja barrtré í beinum röðum. Slíkt er eitthvað annað en þarf að sjálfsögðu ekki að vera í andstöðu við náttúruvernd, þó svo geti verið. Barrtré breyta landi. Þau krefjast annars konar sýrustigs í jarðvegi en t.d. birki og það kallar því á annarskonar skógar- botn. Blágresi, beijalyng og ýmsar grastegundir sem eru fylgifiskar birkiskóga fást ekki þrifist við þær aðstæður. í barrskógum saman- stendur skógarbotninn helst af mosa, og ýmsum tegundum sveppa. Þessar breytingar á landinu eru var- anlegar. Gróðursetning barrtijáa í landi Húsavíkurbæjar er því ekki sjálfkrafa náttúruvernd. Húsgullsmenn sögðu í viðtali við blaðið Dag að þeir ætluðu að gera landið eins og það var er Garðar Svavarsson kom hingað. Hætt er við að Garðar þekkti lítið til þess land- svæðis ef hann kæmi að því klæddu barrskógi. Slíkt gerir lítið til í sjálfu sér en menn verða að gæta þess að þegar mál eru sett í samhengi sé það gert á raunsannan hátt. Nú kann einhver að vísa til þeirra hug- mynda sem uppi eru um að landið hafí verið gróið milli fjalls og fjöru við landnám og að fundist hafí skóg- arleifar sem sýna að einhveiju sinni hafi verið hér fjölbreyttara gróðurfar en nú. Það þarf ekki að draga í efa að sitthvað hefur breyst síðan í ár- daga, t.d. loftslag, veðurfar svo og vegna tilkomu mannsins og sannar- lega er skuld okkar við landið stór. Tæplega getum við þó algjörlega réttlætt aðgerðir okkur núna með tilvísun í eitthvert ástand sem einu sinni var, við allt önnur skilyrði. Við landnám var t.d. hefndarskylda og þá var líka óheft veiði á dýrum, t.d. fálkum og örnum. Varla líðst okkur að réttlæta athafnir okkar nú með tilvísun í þær fornu hefðir. í andstæðunum búa töfrarnir Hörður talar í grein sinni um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.