Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 21 Flóttafólk frá Júgóslavíu leitar skjóls í Ungverjalandi: „Hermennimir komu með skriðdreka, nú er eng- inn eftir í þorpinu okkar“ Belgrad. Frá Karli Aspelund. GRÁR steyptur veggurinn birtist skyndilega á hægri hönd eftir bugðu á veginum. Við erum komin að flóttamannabúðunum í Nagyatad í Ungverjalandi, 20 km norður af landamærum Króa- tíu. Ofan við vegginn, gegnum þrjár raðir af gaddavír, glittir í efri hæðir bygginga. Skálar þessir, sem eitt sinn hýstu sovéska herinn, eru nú heimili tæplega 3.000 flóttamanna frá landinu sem einu sinni var Júgóslavía. Við rammgert hliðið er öryggisgæsla ströng og kringum búðirnar er ungverski herinn á verði, án þess þó að vera áberandi. Sú tilfinning að vera að ganga inn í fang- elsi, verður að einhverri enn einkennilegri tilfinningu þegar gegn- um hliðið er komið, því við blasir sýn sem í fyrstu gæti fengið mann til að halda að hér væru e.t.v. ódýrar orlofsbúðir, eða hátíð- isdagur í júgóslavnesku verkamannahverfi. Þvottur hangir til þerris út um glugga, börn eru á hlaupum úti um allt, fótboltaleik- ur er í fullu fjöri, snyrtilega klætt fólk gengur hægt um, tvö og tvö. Á grasblettunum umhverfis skálana situr fólk stakt eða í hópum og virðist hafa það notalegt í sólinni. Svo rennur upp ljós. Tómleikasvipurinn á fólkinu sem situr og horfir út í loftið yfir- gnæfir sólarblíðuna og þeir sem ganga um, ganga í hring eða fram og aftur. Þetta er fólk sem hefur ekkert að fara. Talið er að rúmlega tvær milljónir manna hafi neyðst til að flýja heimkynni sín vegna átakanna í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu. Þessi mynd var tekin í flóttamannabúðum í Slóveníu. „Hér eru rúmlega 2.700 manns, Serbar, Króatar, múslimar, fólk af öllum þjóðernum svæðanna þar sem barist er. Þetta er allt fólk sem er að flýja stríð. Við tökum við öllum og hér búa allir í sátt og sam- lyndi,“ segir yfirmaður búðanna. „Búðirnar hafa verið starfræktar í 11 mánuði og eru kostaðar af ung- versku ríkisstjóminni. Rekstur þeirra kostar 2.500.000 krónur á viku og eykst kostnaðurinn stöðugt með auknum fjölda flóttamanna. í ágúst í fyrra voru 800 manns hér og fólk hefur komið og farið, en fjöldinn hefur vaxið jafnt og þétt að því marki sem nú er náð. Hús- pláss leyfir ekki meira en við erum búnir að reisa tjöld á grasvöllunum hér til að sinna þeim sem gætu komið á næstunni. Við getum hvorki né viljum vísa neinum frá. í upphafi voru hér fyrst og fremst Króatar, en nú er fólkið alls staðar að en aðallega frá Bosníu. Fólkið kemur með lestum, á vöruflutn- ingabílum, einkabflum og allan mögulegan hátt. Sumir flóttamann- anna hafa ekki borðað í 10 daga. Oft eru gamalmenni í hópnum nán- ast aðframkomin. Að meðaltali er fólk hér í tæpan mánuð en sumir hafa verið hér alveg frá upphafi átaka. Síðan í ágúst hafa sennilega um 30.000 manns gist hér.“ Við göngum framhjá nýju tjald- búðunum, út í einn gistiskálann. Á gráum flísalögðum ganginum er korktafla með tilkynningum og bók með húsreglunum á ýmsum tungu- málum hangir á veggnum. Hér er áberandi hávaði af börnum á hlaup- um, mæðrum þeirra og fólki að kallast á. Fólk situr upp eftir stig- anum og inn eftir göngum, tvö, þijú og íjögur saman. Munurinn á andlitum barnanna og þeim full- orðnu er með ólíkindum. Börnin virðast einkennileg fyrir það eitt að vera eðlileg og jafnvel brosandi. Þreytulegt augnaráð hinna full- orðnu og dapurlegt bros þeirra sem talað er við virðast miklu meira viðeigandi á þessum stað. „Getum aldrei snúið aftur heim“ „Við höfum misst allt sem við áttum,“ segja kennarahjón frá Ilok. Þau eru á fimmtugsaldri, hann í íþróttabuxum'og hlírabol í hitamoll- unni, hún í svörtum kjól með gull- kross um hálsinn. Herbergið þeirra er skreytt vatnslitamyndum og klippimyndum eftir yngri dóttur þeirra. Villiblóm af völlunum um- hverfís búðirnar standa í sultukrukkum og Maríumynd brosir niður á rúmnin fjögur 115 fermetra herberginu. „Við áttum heimili og garð og vorum bæði í fullri vinnu. Nú höfum við ekkert og annað fólk býr í húsinu okkar og ræktar garð- inn okkar heima. Við getum aldrei snúið aftur heim. Ef við snúum heim verðum við drepin." Fyrir utan er lítill hópur gamalla kvenna á grasbletti. Sú elsta reykir sígarettu og otar henni út í loftið til áherslu. „Við vorum búnar að hírast í kjöllurum í 4 mánuði og lifa á því sem þar fannst. Svo fundu hermennimir okkur og ráku okkur burt. Það er enginn eftir.“ Sama frásögnin hljómar aftur og aftur. Nafnið á þorpinu breytist, þjóðemin eru óljós en allt það sama: „Hermennirnir komu með skrið- dreka. Með byssumar á lofti skip- uðu þeir okkur um borð í bflana. Við höfðum eina klukkustund til umráða og nú er enginn eftir í þorp- inu okkar.“ Sögur em sagðar af einum og einum sem varð eftir. Oft af þijósk- unni einni saman, stundum af elli og einstaka gat hreinlega ekki far- ið sökum lasleika. Af þessu fólki hefur ekkert spurst. Sumir segja okkur sögur af aftökum, en enginn þekkir neinn sem hefur verið drep- inn. Ekki er heldur hægt að vísa okkur á einhvem sem getur stað- fest þessar sögur. Sumir em fullir bræði: „Við ætl- um aftur heim eftir viku og drepa þessa andskota," segir einn í hópi ungra Króata sem nýkominn er í búðirnar. „Hvernig? Þetta er ekkert mál. Við emm komnir með sam- bönd í Zagreb. Þeir láta okkur hafa vopn.“ Spurning um aðgerðir Sam- einuðu þjóðanna og EB vekur hæðnishlátur og einn þeirra hræk- ir. „Þeir geta etið sínar yfirlýsingar og samþykktir, Ameríka og Evrópa hafa ekkert gert. Ekki nokkum hlut. Það er okkar að sjá um okkur og við ætlum til baka í næstu viku.“ Heiftin í röddunum er köld og hættuleg. Tilfínningarnar em allar rétt undir yfírborðinu og í þann mund að ryðja sér leið út. Ofbeldið er skammt undan. „Þurfum byssur, ekki viðskiptabann" „Bosniumenn þurfa byssur, ekki viðskiptabann," segir stæðilegur maður með klemmuspjald. „Og inn- rás á aldrei eftir að takast hjá Ameríkönunum. Þetta heldur bara áfram. Kanarnir kasta í okkur kæfu og brauði og Serbamir kasta í okkur sprengjum. Við þurfum vopn ef ástandið á einhvem tíma eftir að breytast. Við verðum að fá byssur.“ Það virðist fleiri en ein hlið á þessum stríðsglaða manni, því hann er ábyrgur fyrir flutningi 500 manna frá Bosníu í búðimar. „Ég flutti fólkið allt í vömbflum og kostaði það úr eigin vasa,“ segir hann. „Það var ekkert vandamál að flytja fólkið þá, en nú em 1.000 manns eftir í þorpunum og leiðin lokuð. Ég geri það sem ég get. í gær kom ég með súkkulaði og gos handa krokkunum. Hins vegar vantar fatnað." Þrír Serbar sitja við stiginn að hliðinu. Þeir hafa allir flúið fyrir 6 vikum og hafa verið 2 vikur í búð- unum. „Konan mín er í Ástralíu. Ég ætla þangað," segir einn. Hinir tveir yppta öxlum og þegja. „Það em pólitíkusarnir sem halda illind- unum gangandi milli þjóðanna," segja þeir aðspurðir um hvemig líf- ið í búðunum hefur verið. „Hér búa allir saman og hjálpast að, eins og áður í þorpunum heirna." Nú er greinilega hafín matar- skömmtun, því framhjá ganga stúlkur með fangið fullt af brauði og ungur maður með þykkar sneið- ar af kæfu. Á hæla honum gengur stúlka með bakka hlaðinn plastmál- um með vatni. Kvöldmatur í Nagy- atad. Við stöndum fyrir utan hliðið í Nagyatad og ætlum burt. Vega- bréfin, sem vom tekin af okkur á leiðinni inn, era aftur tryggilega í jakkavöxunum og segulband og stflabók eju komin ofan í tösku. Þá heyrist í bíl og gljáandi þýskur glæsivagn rennir framhjá okkur. Inni í honum er hópur ungra manna og í farþegasætinu er maður sem vinkar okkur. Það er sá stæðilegi með klemmuspjaldið, allur eitt bros. Eflaust á leiðinni að ná í meira súkkulaði og gos. EINAR J.SKÚLASON HF Grensásvegi 10,108 Reykjavík, Sími 63 3000 téliMjAUafeNGti!OFA/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.