Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 22
VISINDAMONNUM hefur tek-
ist í fyrsta sinn að bora í gegn-
um Grænlandsjökul. Berg-
Perot tal-
ar af sér
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttarit-
ara Morgunbjaðsins.
BANDARÍSKI milljónamær-
ingurinn Ross Perot, sem
hyggur á óháð forsetafram-
boð, fékk kuldalegar móttök-
ur þegar hann notaði orðin
„ykkar fólk“ (your people)
um blökkumenn í ræðu sem
hann hélt á sunnudag.
Perot not-
aði þetta
orðalag í þrí-
gang í ræð-
unni, sem
hann hélt á
landsfundi
hinnan svo-
kölluðu Þjóð-
arsamtaka til
framgangs
litaðs fólks (N.A.A.C.P.) í Nas-
hville í Tennessee og gerði einn
áheyrenda hróp að honum en
öðrum viðstöddum þótti að sér
vegið og lýstu yfir undrun
sinni.
Orðalag Perots þótti bera
tímum aðskilnaðar kynþátt-
anna í Bandaríkjunum vitni.
Hann spurði á hveijum efna-
hagsvandi þjóðarinnar bitnaði
fyrst og svaraði: „Á ykkur, á
ykkar fólki.“ Hann sagði einnig
að stjórnlausir glæpir bitnuðu
fyrst o g fremst „á ykkar fólki.“
Perot kvaðst eftir á ekki
hafa gert sér grein fyrir því
að fólk gæti hafa móðgast og
baðst afsökunar ef svo væri.
Kalciumkarbonat
ACO
... í apótekinu.
Fyrirtak hf. Sími 91-32070
um að það gæti komið þeim ílla.
Hitler grafinn í Magdeburg?
Hitler og ástkona hans, Eva
Braun, styttu sér aldur í neðanjarð-
arbyrgi í Berlín hinn 30. apríl 1945,
skömmu áður en sovéskar sveitir
náðu byrginu á sitt vald. Þrátt fyrir
að eldur hafí verið borinn að líkun-
um, tókst Sovétmönnum að bera
kennsl á þau. Hingað til hefur það
hins vegar verið hulin ráðgáta hvar
þeir komu þeim endanlega fyrir.
Sjónvarpsstöð Spiegels, þýska
ijölmiðlafyrirtækisins, greindi frá
því á sunnudagskvöld að tveir fyrr-
verandi sovéskir leyniþjónustumenn
leituðu nú jarðneskra leifa þýska
einræðisherrana og ástkonu hans í
Magdeburg í austurhluta Þýska-
lands. Leyniþjónustumennirnir halda
því fram, að þeir hafi verið í sér-
stakri sveit, sem átti að ná Hitler á
lífi. Þeir segja að þremur dögum
eftir að líkin fundust hafí þau verið
send í sovéskt hersjúkrahús í Buch,
úthverfí Berlínar, og krufín þar.
„Lyktin af líkunum var hræðileg,
Það var komið fram í maí og allt
stóð í blóma en líkamarnir voru tekn-
ir að rotna,“ er haft eftir öðrum
manninum, Míkhaíl Milshtein. Sam-
kvæmt krufningsskýrslunum var
dánarorsökin blásýrueitrun en ekki
skotsár eins og oft hefur verið hald-
ið fram. Leyniþjónustumennirnir
settu líkamsleifamar í kassa utan
af hergögnum og grófu hann í Buch
í júlíbyrjun sama ár. Skömmu síðar
var leyniþjónustusveitin flutt til
Stendals, norður af Magdeburg. Af
ótta við grafarræningja tók hún lík-
in með sér og gróf þau að nýju hjá
hinu nýja aðsetri sínu. Enn var sveit-
in flutt og í þetta sinn inn í Magde-
burg. Voru líkamsleifarnar teknar
með og grafnar hjá aðsetri sveitar-
innar, sovéskri herstöð, í borginni.
Uppgröftur í hinni fyrrum sovésku
herstöð í Magdeburg hefur enn eng-
an árangur borið en leyniþjónustu-
mennimir fyrrverandi segjast vera
vissir um að þar sé líkin að fínna.
Hitler reiðubúinn að hefja stríð
1938
Bresk blöð halda áfram að birta
útdrætti úr dagbókum, sem þau telja
að Göbbels hafí ritað. Um helgina
skýrði breska dagblaðið Sunday
Times frá því, að Hitler hefði verið
reiðubúinn og viljugur til að hefja
stríð sumarið 1938 en stríðið hófst
ekki fyrr en rúmu ári síðar, í septem-
ber 1939, þegar Þjóðveijar réðust
inn í Pólland. { bókunum er gangi
friðarviðræðna Neville Chamberla-
ins, forsætisráðherra Breta, og Hitl-
ers lýst og segir þá meðal annars:
„Hvemig sem allt fer er vígstaða
okkar mun betri. Stjórnvöld í Lund-
únum óttast ekkert meira en nýja
heimsstyijöld. Foringinn [Hitler]
lýsti því ákveðið yfir að hann myndi
ekki hika við að hefja stríð ef þörf
krefði.“ Skömmu síðar undirrituðu
Hitler og Chamberlain vináttusamn-
ing og komu í veg fyrir að stríð
brytist út á milli ríkjanna á árinu
1938. Eftir undirritun samningsins
sagði Göbbels að Þýskaland væri
aftur orðið heimsveldi og að álit
þess hefði vaxið gífurlega. „Slagorð
ið héðan í frá verður vígvæðumst,
vígvæðumst, vígvæðumst...", segir í
dagbókunum.
Sovétmenn leyndu efni
bókanna
Margir velta því fyrir sér af hveiju
dagbækumar eru fyrst dregnar fram
í dagsljósið nú. Embættismaður við
Þýska ríkisskjalasafnið sagði í
síðustu viku að fyrst hefði borist
vitneskja um dagbækurnar árið
1990, þegar yfirmaður Sovéska
ríkisskjalasafnsins greindi frá tilvist
22
MGRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JULÍ 1992
1
Borað í gegnum
Grænlandsj ökul
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
grunni var náð á þriggja kíló-
metra dýpt, en þar hvílir ís sem
er 200.000 ára gamall.
Vísindamenn frá átta ríkjum,
þar á meðal íslandi, taka þátt í
rannsóknunum. Sýnin sem upp
koma eru athuguð meðal annars
með tilliti til þeirra upplýsinga sem
þau gefa um veðurfar langt aftur
í tímann, en talið er að jökullinn
hafí byijað að hlaðast upp fyrir
2-3 milljónum áram.
Nærri 30 tonn af íssýnum frá
boranunum hafa verið flutt í frysti
í Kaupmannahafnarháskóla. Jarð-
eðlisfræðistofnun háskólans og
Evrópski vísindasjóðurinn standa
fýrir rannsóknunum.
Bill Clinton heilsar aðdáendum í New York á sunnudag eftir guðsþjónustu í baptistakirkju.
Keuter
Flokksþing demókrata í New York:
Aukið fylgi Clintons fyllir
flokkssystkin hans bjartsýni
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
DEMÓKRATAR hófu 41. flokksþing sitt í New York-borg í gær uppt-
endraðir af bjartsýni í kjölfar visbendinga um að lýðhylli væntanlegs
forsetaframbjóðanda þeirra, Bills Clintons, ríkisstjóra Arkansas, fari
vaxandi. Þingið stendur í fjóra daga og munu demókratar þar krýna
Clinton og gera hann að forsetaefni sínu, jafnframt því sem stefna
flokksins verður mörkuð í ýmsum málaflokkum, allt frá alnæmi, til
heimilisleysis og vanda stórborganna.
Flokksbræður Clintons höfðu ótt-
ast mest að hann kæmi haltrandi í
mark, uppgefinn eftir orrahríð for-
kosninganna, og fiokksþingið yrði
því fremur samkunda efasemda um
ágæti væntanlegs forsetaefnis, en
vitnisburður um styrkleika og ein-
ingu.
I upphafí ráðstefnunnar virtist
Clinton hins vegar hafa gert allt, sem
í hans valdi stóð, til að tryggja að
þar færi allt fram honum í hag. Og
ekki sakar að hann hefur sótt í sig
veðrið í skoðanakönnunum undan-
farna daga. Undanfamar vikur hefur
Clinton yfírleitt verið í þriðja sæti,
en í könnun, sem dagblaðið The New
York Times og sjónvarpsstöðin CBS
birtu í gær, kváðust 30 prósent að-
spurðra myndu kjósa Clinton ef
gengið yrði til kosninga í dag. 33
prósent kváðust myndu styðja Ge-
orge Bush forseta, en Ross Perot,
milljónamæringurinn, sem hyggur á
óháð framboð, naut aðeins stuðnings
25 prósenta og virðist vera að fatast
flugið. Þegar aðspurðir voru beðnir
um að gera aðeins upp á milli Bush
og Clintons reyndust þeir hnífjafnir
með 43 prósent hvor. Skekkjumörk
voru fímm prósent.
Clinton hefur tekist að fá alla
andstæðinga sína í forkosningunum
til að lýsa yfir stuðningi við sig utan
einn, Jerry Brown, fyrrum ríkisstjóra
í Kalifomíu. Brown neitar staðfast-
lega að lýsa yfír stuðningi við Clin-
ton þrátt fyrir þrýsting úr ýmsum
áttum, þar á meðal frá fjölskyldu
hans, sem hefur verið og er atkvæða-
mikil í stjórnmálum. Brown og Clin-
ton hafa ræðst við, en svo virðist sem
þeir geti ekki náð sáttum. Brown er
ekki meðal ræðumanna á fundinum,
en hann gæti valdið usla utan vallar.
Um tíma leit út fyrir að blökku-
mannaleiðtoginn Jesse Jackson
myndi gera Clinton skráveifu, en
hann kvaðst um helgina myndu ljá
honum fylgi sitt. Starfsmenn í her-
búðum Clintons sögðu að það hefði
kostað mikið erfiði og fortölur að fá
stuðning Jacksons, sem er allt annað
en ánægður með sitt hlutskipti.
Ákvörðun Clintons um að gera
A1 Gore, öldungadeildarþingmann
frá Tennessee, að varaforsetafram-
bjóðanda þykir bera því vitni að
vinstri vængur demókrataflokksins
(og þar með Jackson) sé að einangr-
ast. Jackson hefur löngum getað
farið sínu fram á landsfundum, en
sagt er að Clinton og Gore hafi beitt
öllum brögðum til að hemja Jackson
til að koma í veg fyrir að hann kæmi
þeim í vandræði með opinskáum yfír-
lýsingum og hispurslausum ræðum.
Þrátt fyrir stuðningsyfirlýsinguna
hefur Jackson sagt að enn vanti upp
á að demókratar geti slegið upp nógu
stóru tjaldi fyrir alla þá hópa, sem
flokkurinn að nafninu til berst fyrir.
Jackson gæti því enn orðið til þess
að hleypa lífi í ráðstefnu, sem búist
er við að verði bragðdauf og litlaus.
Þegar er ljóst að enginn ágreining-
ur verður um forsetaefni flokksins.
Að auki hefur flokkurinn fyrirfram
komist að niðurstöðu um hvaða
stefnu beri að marka í flestum þeim
málaflokkum, sem fjallað verður um
á ráðstefnunni. Flokksþingið verður
því meira í líkingu við áferðarfallega
auglýsingu, sem ætlað er að vekja
traust kjósenda, en vettvang um-
ræðna, þar sem tekist verður á við
vandamál og leitað lausna. Þetta
fyrirkomulag er meira í líkingu við
Iandsfundi repúblikana undanfarin
kosningaár og sennilega liggur sú
staðreynd að baki að demókratar
hafa aðeins einu sinni haft betur í
forsetakosningum frá árinu 1968.
Á móti kemur hins vegar að sí-
fellt færri fylgjast með beinum út-
sendingum sjónvarpsstöða frá þing-
um flokkanna og hafa ráðstefnur
repúblikana haft vinningjnn hvað
áhugaleysi varðar. Haldi svo fram
sem horfír gæti svo farið að beinar
útsendingar stóru sjónvarpsstöðv-
anna þriggja, ABC, CBS og NBC frá
ráðstefnum legðust niður. Demó-
kratar eru þegar farnir að tala um
að stytta næsta flokksþing sem verð-
ur haldið árið 1996, niður í tvo eða
þijá daga.
Leit að líkamsleifum Hitlers
Dagbækur Göbbels voru ritaðar með birtingu í huga
Bonn, Lundúnum. Reuter.
Á SAMA tíma og breskir og þýskir fjölmiðlar reyna að bregða (jósi
á gerðir æðstu sljórnenda nasista, með því að birta útdrætti úr dagbók-
um Josephs Göbbels, stendur leit yfir að jarðneskum leifum Adolfs
Hitlers, fyrrum einræðisherra Þýskalands, og ástkonu hans, Evu
Braun. Tveir fyrrverandi sovéskir leyniþjónustumenn halda því fram
að líkin séu grafin í fyrrum sovéskri herstöð í austurhluta Þýska-
lands. Fyrrum einkahraðritari Göbbels, áróðursmeistara nasista, segir
að Göbbels hafi ætlað að gefa dagbækur sínar út að stríðinu loknu og
að Sovétmenn hafi ákveðið að halda efni þeirra leyndu vegna ótta
Ross Perot.