Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JUU 1992
23
Páfinn á
sjúkrahús
JÓHANNES
Páll II. páfi var
í gær lagður
inn á sjúkra-
hús til rann-
sókna á kvið-
arholi. Ekki er
alveg ljóst
hvað að páfa
amar, en talið
er líklegt að
um sé að ræða upptöku gamalla
meiðsla frá því að hann fékk
byssukúlu í magann í banatil-
ræðinu sem honum var sýnt árið
1981. Páfi bað viðstadda að biðja
fyrir sér er hann tilkynnti um
veikindi sín í hinni hefðbundnu
sunnudagsmessu á Péturstorg-
inu í Róm og síðan hafa bataósk-
ir streymt til Vatíkansins hvar-
vetna úr hinum kaþólska heimi
og reyndar víðar. Ekki er ljóst
hvort skera þarf páfa upp, en
hann hefur atla tíð verið heilsu-
hraustur.
Mandela segir
skæruhernað
hugsanlegan
NELSON Mandela, leiðtogi Af-
ríska þjóðarráðsins (ANC), sagði
í viðtali við blað blökkumanna í
gær að samtökin kynnu að taka
upp skæruhemað á ný til að
koma minnihlutastjóm hvítra
manna í Suður-Afríku frá, fari
svo að viðræður um lýðræði beri
engan árangur. 10.000 stuðn-
ingsmenn ANC gengu í gær að
skrifstofu F.W. de Klerks, for-
seta S-Afríku, og kröfðust af-
sagnar hans.
Austurríki
kynni að
ganga í VES
HINN nýi forseti Austurríkis,
Thomas Klestil, gaf í skyn í við-
tali sem birtist í gær að landið
kynni að ganga í Vestur-Evrópu-
sambandið (VES) þegar það
verður orðið aðili að Evrópu-
bandalaginu. VES er varnar-
bandalag níu Evrópuríkja og
rætt hefur verið um að það
gæti orðið vamarmálaarmur
Evrópubandalagsins. Klestil
sagði hlutleysi Austurríkis ekki
vera markmið í sjálfu sér.
Rabin kynnir samsteypustjórn sína í ísrael:
Með nauman þingmeirihlutaog
afar ólík sjónarmið innbyrðis
Jerúsalem, Amman. Reuter.
YITZHAK Rabin, leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael, kynnti nýja
ríkisstjórn undir sínu forsæti á sunnudag og hét því að leggja aðalá-
herslu á lausn deilnanna við araba. Sjálfur verður Rabin forsætisráð-
herra og jafnframt varnarmálaráðherra. Hann mun ennfremur sljórna
persónulega beinum viðræðum við Palestínumenn, Jórdani, Sýrlend-
inga og Líbani sem hafnar eru fyrir tilstuðlan stórveldanna. Fram til
þessa hafa nær engar efnislegar viðræður farið fram, aðeins verið
fjallað um skipulag framhaldsfunda. Viðbrögð hafa verið lítil af hálfu
araba enn sem komið er en Rabin segist stefna að samningi um aukna
sjálfstjórn Palestínumana innan níu mánaða.
Með því að taka að sér stjóm frið-
arviðræðnanna af hálfu ísraela snið-
gengur Rabin í reynd hinn nýja utan-
ríkisráðherra, Shimon Peres, sem
Rabin velti úr leiðtogasessi í Verka-
mannaflokknum fyrr á árinu. Peres
mun þó stjórna viðræðum milli þátt-
tökuþjóðanna um ýmis mál sem
tengjast hinum eiginlegu friðarvið-
ræðum. Er Peres, sem er reyndur
stjómmálamaður og hefur áður m.a.
gegnt embættum forsætis- og utan-
ríkisráðherra, var kynntur á fundin-
um þar sem skýrt var frá ráðherra-
listanum virtist hann daufur í dálk-
inn og stökk ekki bros.
Nýja stjórnin hefur nauman meiri-
hluta, aðeins 62 þingmenn á bak við
sig en alls era 120 sæti á ísraelska
þinginu, Knesset. Sjónarmið tveggja
stuðningsflokka Verkamannaflokks-
ins eru einnig næsta ólík og er ljóst
að Rabin verður að beita mikilli lagni
til að ekki fari allt í bál og brand.
17 ráðherrar eru í stjórninni, 13 úr
Verkamannaflokknum, þrír úr
vinstriflokknum Meretz og einn úr
litlum flokki bókstafstrúarmanna,
Shas. Fjármálaráðherrá verður
Abraham Shohat, náinn samverka-
maður Rabins í Verkamannaflokkn-
um. Shohat hefur heitið því að beina
milljónum dollara frá fjárfestingu í
nýbyggðum gyðinga á hernumdu
svæðunum til annarra þarfa með það
að markmiði að fá Bandaríkjastjórn
til að veita ísraelsstjórn lánsábyrgð
sem nema mun 10 milljörðum doll-
ara (um 550 milljörðum ISK) George
Bush Bandaríkjaforseti neitaði að
veita stjórn Yitzhaks Shamirs
ábyrgðina vegna þeirrar stefnu
Shamirs að halda áfram að treysta
nýbyggðirnar sem eru Palestinu-
mönnum mikill þyrnir í augum.
Menntamálaráðherra verður
Shulamit Aloni, leiðtogi Meretz. Hún
er 62 ára gömul og hefur verið skel-
eggur baráttumaður í mannréttinda-
málum. Flokkur hennar vill að Pa-
lestínumenn fái að stofna sitt eigið
ríki á hernumdu svæðunum. Bók-
stafstrúarmenn hafa mótmælt skip-
un hennar kröftuglega en Aloni er
andvíg ýmsum sérréttindum sem
bókstafstrúarmenn hafa hlotið með
því að notfæra sér oddaaðstöðu sína
á þingi. Meðal annars hafa tugþús-
undir ungra manna og kvenna feng-
ið undanþágu frá herþjónustu með
því að bera fyrir sig trúarlegar
ástæður.
Innanríkisráðherra verður Arye
Deri, 33 ára gamall rabbí og forystu-
maður Shas. Hann sat einnig í stjóm
Shamirs en hefur verið sakaður um
fjármálamisferli. Deri hefur heitið
því að víkja úr ráðherraembætti
verði hann sóttur til saka.
TIL SOLU
sýningarhús okkar með 300.000 kr. afslætti
OKuframleiðsla Rússa
dregst mikið saman
Moskvu. Reuter.
OLÍUFRAMLEIÐSLA Rússa
dróst samau um 10 prósent á
fyrra helmingi þessa árs og Rúss-
ar kunna að þurfa að hefja
skömmtun á olíu eftir tvö ár.
Þrátt fyrir samdráttinn jókst út-
flutningur á olíu lítillega, en olíu-
sala er helsta gjaldeyristekjulind
Rússa.
Framleiðsla á olíu fyrstu sex
mánuði ársins var um 200 milljón
tonn, sem er 20 milljón tonnum
minna en áður. Rússland er eftir
sem áður helsta olíuframleiðsluland
heims að Sádí-Arabíu undanskil-
inni, en yfirmaður í orkumálaráðu-
neyti Rússlands sagði að nær ör-
uggt væri að framleiðslan héldi
áfram að falla vegna minnkandi
fjárfestingar í olíuiðnaðinum,
tækjaskorts og minnkandi iðnfram-
leiðslu í landinu. Þó að útflutningur
olíu hafi aukist í heildina er mun
minna flutt en áður til fyrram Sov-
étlýðvelda, en lýðveldin hafa náð
að bæta það upp að nokkru með
auknum innflutningi á jarðgasi.
Síðasta fullbúna heilsársumarhús okkar (sýningarhúsið),
af gerðinni Fífa Sól - 52,5 m2 er til sölu. Húsið er alveg
tilbúið og til afhendingar strax.
Eigum aðeins eftir til sölu eitt heilsárssumarhús í smíðum.
Húsið er á öðru byggingarstigi og er 60 m2og til afhending-
ar strax. Húsin eru íslensk framleiðsla fyrir íslenskar að-
stæður. Við framleiðum eftir pöntunum nokkrar stærðir
af þessum húsum á ýmsum byggingarstigum.
Upplýsingar í síma 53755 og 50991.
HAMRAVERK HF.,
Skútahrauni 9, 220 Hafnarfirói.
Joseph Gíöbbels.
þeirra í blaðaviðtali. Fréttastofa
Reuters hafði uppi á 85 ára gömlum
þýskum ellilífeyrisþega í Bonn,
Richard Otte, sem var hraðritari
Göbbels á stríðsáranum. Otte telur
að Sovétmenn hafi ekki gert efni
bókanna opinbert vegna þess að í
þeim væri margt að finna sem hefði
komið þeim illa. Meðal annars kæmi
fram í bókinni hve Sovétmenn hefðu
verið óviðbúnir árás Þjóðverja.
Otte var ráðinn til Göbbels árið
1941 og tók brátt að sér að rita
dagbókarfærslumar þar sem Göbb-
els gaf sér ekki tíma til þess sjálf-
ur. Hann segir að Göbbels hafi alltaf
hugsað sér að dagbækurnar yrðu
gefnar út eftir að Þjóðveijar sigruðu
í stríðinu. Göbbels hélt ritun dagbók-
anna áfram þrátt fyrir að stríðslukk-
an snerist gegn Þjóðveijum og í jan-
úar 1945, rúmum þremur mánuðum
áður en Þjóðveijar gáfust upp, var
Otte falið að afrita 17.000 blaðsíður
úr dagbókunum á ljósmyndir. Otte
sá Göbbels síðast nokkrum mánuð-
um síðar eða skömmu fyrir afmælis-
dag Hitlers, 20. apríl. Göbbels skip-
aði Otte að hafa hægt um sig meðan
barist væri um Berlín en hafa sam-
band við sig þegar bardögunum
væri lokið. „Hann virtist vera bjart-
sýnn á sigur en ég veit ekki hve
lengi hann [Göbbelsj trúði að slíkt
gæti gerst,“ segir Otte. Nokkrum
dögum síðar drap Göbbels börn sín
sex og framdi síðan sjálfsvíg ásamt
konu sinni. Otte segir að hann hafí
ekki hlýtt síðustu skipun yfirmanns
síns heldur flúið Berlín og hafí,
ásamt öðram, grafíð dagbókarafritin
fyrir utan borgina. Hann segir að
Rússar hljóti að hafa þefað þau uppi
og flutt til Moskvu.
Eftir að hafa losað sig við skjölin
flúði Otte vestur á bóginn undan
Rússum. Síðar flutti hann til Bonn
og varð hraðritari í vestur-þýska
þinginu. Hann hætti störfum árið
1971.
120.000.- KR.
VERDLÆKKUN Á
SUZUKI SAMURAl
Viö bjóðum 6 Suzuki Samurai jeppa, árgerð 1992, á einstöku tilboðsverði,
kr. 962.000.- stgr. á götuna.
Vel búnir bílan
69 ha. vél með beinni innspýtingu, 5 gíra, háþekja,
vönduð innrétting, byggður á grind.
Missið ekki af einstöku tækifæri til að eignast
alvöru jeppa á frábæru verði.
$ SUZUKI
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00