Morgunblaðið - 14.07.1992, Qupperneq 25
24
i-------
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
• • SHVIkHTTS!m
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
ff
K<?
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, simi 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Nýr úrskurður
Kjaradóms
Með nýjum úrskurði Kjara-
dóms um launakjör
nokkurs hóps stjórnmála-
manna og embættismanna hef-
ur verið leystur sá alvarlegi
vandi sem upp kom með fyrri
úrskurði í lok júnímánaðar.
Hinn nýi úrskurður byggir á
því, að þeir hópar, sem úr-
skurðurinn tekur til, hækki í
launum um 1,7%, eins og sam-
ið var um á hinum almenna
vinnumarkaði í maímánuði sl.
Nú hefur þeirri hættu verið
afstýrt, að þjóðarsamstaðan
um efnahagslegan stöðugleika,
sem myndast hefur á undan-
förnum misserum, splundrist.
Þetta mál hefur ekki snúizt
um réttmæti fyrri úrskurðar
Kjaradóms. Morgunblaðið hef-
ur margsinnis ítrekað þá skoð-
un blaðsins, að hægt sé að
færa efnisleg rök fyrir niður-
stöðum Kjaradóms i júní. Og
vafalaust á sá úrskurður, sem
nú er ekki lengur í gildi, eftir
að leiða til mikiila umræðna
um kjör þessara hópa í saman-
burði við kjör þeirra, sem
starfa á almennum vinnumark-
aði. Nú er það að vísu svo, að
í flestum ríkjum Vesturlanda
a.m.k. eru laun stjórnmála-
manna og embættismanna til
muna lægri en margra þeirra,
sem starfa á vettvangi atvinnu-
lífsins. Bæði í Bandaríkjunum
og Bretlandi er algengt, að
þeir, sem komizt hafa til áhrifa
í stjórnmálum eða í háum emb-
ættum, hverfí til starfa í einka-
geiranum, m.a. af þvi að þeir
telja sig ekki hafa efni á að
starfa lengur að opinberum
málum. í Frakklandi er einnig
algengt, að háttsettir embætt-
ismenn fari til starfa í lykil-
stöðum í atvinnulífínu. Hið
sama á við um Japan. í báðum
síðastnefndu ríkjunum eru þau
tengsl, sem þannig skapast á
milli stjórnvalda og atvinnulífs
talin mikilvæg.
í Ijósi þess, sem tíðkazt hjá
nálægum þjóðum er því ekki
sjálfsagt að miða laun stjóm-
málamanna og háttsettra emb-
ættismanna við laun forystu-
manna í atvinnulífí. Á hinn
bóginn getur verið ákveðin
hætta fólgin í því, að launakjör
alþingismanna og ráðherra séu
ekki viðunandi. Það getur m.a.
leitt til þess, að hæft fólk ljái
ekki máls á þátttöku í stjórn-
málum, auk þess sem fjárhags-
legt sjálfstæði skiptir stjóm-
málamenn miklu máli í störfum
þeirra. Möguleikar stjórnmála-
manna og embættismanna hér
til þess að taka upp störf í
atvinnulífínu eftir starfsferil á
opinberum vettvangi em líka
mjög takmarkaðir.
Þá eru athugasemdir dóm-
ara um nauðsyn þess, að dóm-
arar búi við viðunandi launa-
kjör og sjálfstæði þeirra sé
tryggt, réttmætar. Athyglis-
vert er t.d., að í Bandaríkjunum
era dómarastöður mjög hátt
launaðar miðað við það, sem
gerist meðal embættismanna
þar.
Þrátt fyrir öll þessi rök er
ekki hægt að horfa fram hjá
þeirri þjóðarsamstöðu, sem
tekizt hefur frá ársbyijun 1990
um mjög takmarkaðar kaup-
hækkanir, sem hafa leitt til
þess, að verðbólgan er lægri
en hún hefur verið í áratugi
og efnahagslegur stöðugleiki
byggir á. Hefði hinn fyrri úr-
skurður Kjaradóms náð fram
að ganga var óhugsandi að
halda samstöðu um þessa
stefnu í efnahags- og kjara-
málum. Verkalýðshreyfingin
hefði litið svo á, að um svik
væri að ræða og hefði knúið
fram breytingar á launakjörum
á hinum almenna vinnumark-
aði með einhvetjum ráðum.
Það mikla starf sem unnið hef-
ur verið á undanförnum árum
hefði farið í súginn.
Mál þetta á líka eftir að
vekja upp umræður um Kjara-
dóm. Er kjaradómur dómstóll
eða launanefnd? Hver svo sem
skoðun manna er á því, eins
og þessum málum er nú hátt-
að, er tæplega hægt að una
við það af hálfu ríkisstjórna
og Álþingis hveiju sinni, að
eins konar gerðardómur um
launakjör ákveðinna hópa, sem
starfa á opinberum vettvangi,
geti haft þær pólitísku afleið-
ingar, sem blöstu við eftir fyrri
úrskurð Kjaradóms. Eðlilegra
er, að um einhvers konar kjara-
nefnd verði að ræða, sem starfí
á ákveðnum grundvelli.
Úrskurður Kjaradóms nú er
staðfesting á því, að þetta mál
er leyst að því leytí, að ekki
er lengur hætta á pólitísku
uppnámi í landinu. Ríkisstjórn-
in getur nú einbeitt sér að þeim
veigamiklu verkefnumn, sem
'við blasa, svo sem meðferð
EES-samninganna á Alþingi
og undirbúningi íjárlaga fyrir
næsta ár. Ríkisstjórnin getur
líka einbeitt sér að þeim alvar-
legu vandamálum, sem era á
ferðinni í atvinnulífinu.
KJARADOMUR HÆKKAR LAUN ÆÐSTU EMBÆTTISM ANN A OG PRESTA UM 1,7%
1 f i
Löggjafinn tók launaákvarð-
anir kjaradóms í sínar hendur
HÉR fara á eftir forsendur Kjara-
dóms fyrir úrskurðum þeim, sem
hann kvað upp á sunnudag:
Árið 1992, sunnudaginn 12. júlí var
Kjaradómur settur að Kalkofnsvegi 1
í Reykjavík og haldinn af Jóni Finns-
syni, Jónasi A. Aðalsteinssyni, Ólafi
Nilssyni, Brynjólfi Sigurðssyni og Jóni
Þorsteinssyni.
F'yrir var tekið:
1. Að taka ákvörðun um laun forseta
íslands, þeirra ríkisstarfsmanna,
sem 2. gr. laga nr. 92/1986 tekur
til, og ríkissáttasemjara.
Hinn 26. júní sl. kvað Kjaradómur
upp tvo úrskurði, annan um laun
embættismanna, ráðherra og alþingis-
manna og hinn um laun presta. Mark-
mið hins fyrri úrskurðar var að leið-
rétta það ósamræmi sem var orðið
milli mánaðarlauna og greiddra heild-
arlauna fyrir venjubundin störf.
Kjaradómur hafði hliðsjón af þeim
aukagreiðslum sem ýmsir embættis-
menn fengu greiddar fyrir venjubund-
in embættisstörf og gátu numið allt
að 50% af þeim launum sem Kjara-
dómi er ætlað að ákveða. Þá voru
laun annarra, sem ekki höfðu fengið
slíkar greiðslur, hækkuð nokkuð
vegna innbyrðis samræmis. Jafnframt
var mælt svo fyrir að ekki yrði um
aukagreiðslur að ræða fyrir venju-
bundin störf, þótt vinnutími væri að
jafnaði lengri en 40 stundir á viku.
Kjaradómur stefndi að því að af-
nema það tvöfalda launakerfí sem
hefur þróast undanfarin ár m.a. vegna
þess að launaákvarðanir Kjaradóms
voru bundnar af lögum. Jafnframt
átti að skapast grundvöllur til endur-
skoðunar og endurmats á ýmsum öðr-
um þáttum er varða starfskjör ein-
stakra embættismanna og kjörinna
fulltrúa, svo sem laun fyrir störf í
nefndum og stjórnum, sem unnin eru
í reglubundnum vinnutíma, greiðslur
vegna ferðalaga o.fl.
Við ákvörðun heildarlauna var tekið
mið af launum í þjóðfélaginu hjá þeim
sem sambærilegir gátu talist með til-
liti til starfa og ábyrgðar eins og 6.
gr. laga um Kjaradóm mælti fyrir um.
Þessi launaákvörðun olli miklu upp-
námi hjá samtökum launþega og at-
vinnurekenda en í maí sl. hækkuðu
laun á almennum vinnumarkaði um
1,7%.
í framhaldi af þeim hörðu viðbrögð-
um sem launaákvarðanir Kjaradóms
hlutu ritaði forsætisráðherra Kjara-
dómi hinn 29. júní sl. svofellt bréf:
„Vísað er til úrskurða Kjaradóms,
dags. 26. júní sl., um launabreytingar
sem taka eiga gildi 1. júlí nk. Ljóst
er, að niðurstaða Kjaradóms stangast
í veigamiklum atriðum á við þá þróun
sem orðið hefur á hinum almenna
launamarkaði og er ekki í takt við
framvindu íslensks efnahagslífs um
þessar mundir. Það er mat ríkisstjórn-
arinnar að hinn nýfallni kjaradómur
sé til þess fallinn að skapa mikinn
óróa í þjóðfélaginu og geti hæglega
rofíð þá samstöðu sem náðst hefur
um að þjóðin vinni sig sameiginlega
út úr þeim efnahagslegu þrengingum
sem nú er við að glíma. Því beinir
ríkisstjómin því eindregið til Kjara-
dóms að hann taki úrskurð sinn þegar
til endurmats eða kveði upp nýjan
úrskurð, sem ekki sé líklegur til að
hafa þær afleiðingar sem að framan
er lýst.“
Kjaradómur svaraði erindi forsætis-
ráðherra hinn 30. júní. í bréfínu var
vísað til þeirra grundvallarþátta sem
Kjaradómi bar að starfa eftir sam-
kvæmt lögum og getið um þær meg-
inástæður sem úrskurðir hans byggð-
ust á. í lok bréfsins segir að hvorki
séu efnisleg né lagaleg rök til þess
að endurupptaka þá kjaradómsúr-
skurði sem upp voru kveðnir hinn 26.
júní og verði því að hafna tilmælum
ríkisstjómarinnar.
Niðurstaða ríkisstjórnarinnar varð
sú að brýna nauðsyn bæri til að breyta
nú þegar lögum um Kjaradóm nr.
92/1986 vegna úrskurðanna 26. júní
sl. og gaf forseti íslands út bráða-
birgðalög hinn 3. júlí sl. Í greinargerð
fyrir bráðabirgðalögunum segir m.a.
að nauðsynlegt sé að breyta þeim
laga- og efnisreglum, sem niðurstöður
Kjaradóms hvíli á, þannig að þær taki
mið af stöðu og afkomuhorfum þjóðar-
búsins og almennum launabreytingum
í kjarasamningum annarra launþega
í landinu. Á þessu ári hafi tekist að
treysta stöðugleika í efnahagslífí þjóð-
arinnar. Ein mikilvægasta forsenda
þessa stöðugleika felist í kjarasamn-
ingum við þorra launafólks um hófleg-
ar launahækkanir. Afar brýnt sé að
varðveita þennan stöðugleika og þá
samstöðu, sem náðst hafí til að mæta
þeim áföllum, sem þjóðarbúið hafí
orðið fyrir. Niðurstöður Kjaradóms frá
26. júní sl. tefli þessum árangri í mikla
tvísýnu. Staðfesting þessa komi m.a.
fram í yfirlýsingum aðila á vinnu-
markaði.
Ákvæði bráðabirgðalaganna bætast
við 6. gr. laga um Kjaradóm sem 2.
og 3. mgr. hennar en ákvæðið sem
fyrir var verður 1. mgr. Eftir þessa
breytingu hljóðar 6. gr. laganna svo:
„Við úrlausn mála skal Kjaradómur
gæta innbyrðis samræmis í launum
þeim sem hann ákveður og að þau séu
á hvetjum tíma í samræmi við laun í
þjóðfélaginu hjá þeim sem sambæri-
legir geta talist með tilliti til starfa
og ábyrgðar.
Enn fremur skal Kjaradómur við
úrlausn mála taka tillit til stöðu og
þróunar kjaramála á vinnumarkaði,
svo og efnahagslegrar stöðu þjóðar-
búsins og afkomuhorfa þess.
Telji Kjaradómur ástæðu til að gera
sérstakar breytingar á kjörum ein-
stakra embættismanna eða hópa skal
þess gætt að það valdi sem minnstri
röskun á vinnumarkaði.“
Þá segir í ákvæði til bráðabirgða
með lögunum að Kjaradómur skuli svo
fljótt sem verða má, og eigi síðar en
31. júlí 1992, kveða upp nýja úr-
skurði á grundvelli þessara laga og
skuli gildistaka hinna nýju úrskurða
miðast við 1. ágúst 1992.
Við samanburð á 1. mgr. 6. gr.
laganna og ákvæðum bráðabirgðalag-
anna í 2. og 3. mgr. er ljóst að þær
skorður sem bráðabirgðalöggjafínn
hefír sett Kjaradómi útiloka að hann
geti gætt innra samræmis í launa-
ákvörðun og uppfyllt þá skyldu sína
samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna að
ákveða laun embættismanna, ráð-
herra og alþingismanna í samræmi
við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem
sambærilegir geta talist með tilliti til
starfa og ábyrgðar. Hin nýja viðmiðun
við þróun kjaramála á vinnumarkaði
er ekki í samræmi við meginreglu 1.
mgr. 6. gr. sem er því í reynd gerð
óvirk.
Ákvæði bráðabirgðalaganna um
„tillit til stöðu og þróunar á vinnu-
markaði" er óljóst. Við skýringu á því
þykir verða að líta til greinargerðar
með bráðabirgðalögunum þar sem
segir að „nauðsynlegt sé að breyta
þeim laga- og efnisreglum, sem niður-
stöður Kjaradóms hvíla á, þannig að
þær taki mið af.. . almennum launa-
breytingum í kjarasamningum ann-
arra launþega í landinu."
Með hliðsjón af forsendum og tilurð
bráðabirgðalaganna og yfirlýsingum
ráðherra um forskrift að nýrri ákvörð-
un Kjaradóms er það niðurstaða dóms-
ins að skýra verði lögin á þann veg
að aðstæður í þjóðfélaginu nú leyfi
ekki meira en 1,7% almenna hækkun
á launum þeirra sem undir kjara-
dómsákvarðanir heyra.
I síðari málsgrein bráðabirgðalag-
anna, nú 3. mgr. 6. gr., er gefíð færi
á að gera breytingar á kjörum ein-
stakra embættismanna eða hópa. Síð-
ari hluti ákvæðisins um að þess skuli
gætt að það valdi sem minnstri röskun
á vinnumarkaði vísar væntanlega til
viðbragða aðila vinnumarkaðarins en
þau viðbrögð treystir Kjaradómur sér
ekki til að meta.
Kjaradómur lítur svo á að með
bráðabirgðalögunum hafí löggjafar-
valdið í reynd tekið í sínar hendur þær
launaákvarðanir, sem Kjaradómi er
ætlað að taka. Verður ekki annað séð
en fyrri launakerfum, þ.e. launakerfí
Kjaradóms og launaákvörðunum fjár-
málaráðuneytis og annarra ráðuneyta,
sem í gildi voru fyrir kjaradómsúr-
skurði 26. júní sl., sé ætlað að hald-
ast enn um sinn.
Launaákvarðanir þær sem Kjara-
dómur tók hinn 26. júní sl. voru tekn-
ar að vandlega yfírveguðu ráði. Fram-
angreind niðurstaða um 1,7% almenna
launahækkun leiðir hinsvegar til þess
að innra ósamræmi er viðhaldið í laun-
um þeirra sem undir Kjaradóm heyra
og bitnar þetta einkum á þeim sem
eingöngu hafa þegið laun samkvæmt
kj aradómsák vörðun.
Að því er presta þjóðkirkjunnar
varðar var með kjaradómsákvörðun
26. júní sl. reynt að mynda grunn að
launakerfí fyrir presta og tengja það
launakerfí Kjaradóms. Sá úrskurður
fól ekki í sér breytingu á fyrri launa-
ákvörðunum dómsins þar sem laun
presta hafa ekki verið ákveðin af
Kjaradómi um árabil. Af þeim gögn-
um, sem lögð voru fyrir Kjaradóm,
er ljóst að kjarasamningur presta
þarfnast endurskoðunar og brýnt er
orðið að hann verði lagfærður. I þessu
efni vísast til forsendna fyrir ákvörðun
um laun presta frá 26. júní sl.
Kjaradómur lítur svo á að með setn-
ingu bráðabirgðalaganna hafi löggjaf-
inn frestað um sinn lagfæringu á því
launakerfí sem hér um ræðir. Naum-
ast verður talið að það sé vilji löggjaf-
ans þegar litið er til lengri tíma að
innbyrðis samræmis í launum þeirra
Tel að kjara-
dómur hafi
haftmeira
svigrúm
- segirFriðrik
Sophusson, fjármála-
ráðherra \
„ÚRSKURÐURINN er að mínu
mati í samræmi við þau lög sem
gilda um kjaradóm eftir að bráða-
birgðalögin voru staðfest. Þar
voru settar inn nýjar forsendur
sem kjaradómur hefur greinilega
farið eftir,“ sagði Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra þegar hann
var spurður hvort úrskurður
kjaradóms væri eíns og ríkis-
síjórnin vonaðist eftir þegar hún
ákvað að setja bráðabirgðalögin.
Nefnd sú sem fjármálaráðherra
er að setja á laggirnar til að end-
urskoða lög um kjaradóm heldur
sinn fyrsta fund á föstudag og er
sem undir Kjaradóm heyra sé ekki
gætt eða að þeir njóti ekki hliðstæðra
launakjara og aðrir sem sambærilegir
teljast með tilliti til starfa og ábyrgð-
ar. Sú niðurstaða væri algjörlega óvið-
unandi í ljósi þjóðfélagslegra hags-
muna og hagsmuna þeirra embætta
sem í hlut eiga.
Samkvæmt 28. gr. stjórnarskrár-
innar, sbr. 2. mgr. 6. gr. stjórnskipun-
arlaga nr. 56 frá 1991, falla bráða-
birgðalög úr gildi ef Alþingi hefur
ekki samþykkt þau eða lokið af-
greiðslu þeirra innan sex vikna frá
því að þing kemur saman á ný. Bráða-
birgðalög nr. 66/1992 um breytingu
á lögum um Kjaradóm nr. 92/1986
munu því verða afgreidd á Alþingi
innan sex vikna frá 17. ágúst nk., en
þann dag hefur Alþingi verið kvatt
saman. Þá hefur komið fram að fjár-
málaráðherra hyggst setja á laggirnar
nefnd til þess að endurskoða lög um
Kjaradóm. Þess er því að vænta að
löggjafinn muni innan skamms ráða
þeim álitaefnum til lykta sem fjallað
er um í úrskurðum þessum og þá
komi fram hvernig kjaramálum þeirra,
sem dómurinn hefur til þessa ákvarð-
að laun, verði skipað.
Með vísan til framanritaðs hækka
laun embættismanna, ráðherra og al-
þingismanna um 1,7% frá því sem þau
voru fyrir kjaradómsúrskurð, sem
kveðinn var upp hinn 26. júní 1992.
Engar breytingar eru að svo stöddu
gerðar á röðun embætta að öðru leyti
en því að ný embætti eru felld að
röðuninni.
fyrirhugað að hún Ijúki störfum
um það leyti sem Alþingi kemur
saman en þá verða bráðabirgða-
lögin einnig lögð fram til staðfest-
ingar með venjulegum hætti.
Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa
enn ekki skipað fulltrúa í nefnd-
ina.
í úrskurði sínum segir kjaradómur
að eftir setningu bráðabirgðalag-
anna sé honum ókleift að gæta þess
innbyrðis samræmis í launum sem
honum var ætlað fyrir lagabreyting-
una. „Það lá fyrir að kjaradómur
myndi lenda í erfíðleikum þegar hann
þurfti að taka tillit til tveggja eða
fléiri gagnstæðra sjónarmiða. En
þetta er niðurstaða hans og þótt ég
sé ekki fyllilega sammála því hvem-
ig kjaradómur kemst að niðurstöð-
unni ætla ég ekki að deila við dómar-
ann,“ sagði fjármálaráðherra.
Friðrik sagðist ekki geta tekið
undir þau orð kjaradóms að í raun
hafí launin verið ákveðin með bráða-
birgðalögum. „Þegar ríkisstjórnin
setti bráðabirgðalögin var ekki um
launalög að ræða, enda ákvað ríkis-
stjómin ekki með Iögum laun allra
þeirra hópa sem heyra undir kjara-
dóm. Hitt er að vísu rétt að með því
að setja inn ný efnisatriði og forsend-
ur í lögin minnkaði verulega það
svigrúm sem Kjaradómur hafði til
að gera þær leiðréttingar sem hann
taldi réttastar. í því sambandi má
benda á að dómurinn taldi sig ekki
geta gert sérstakar breytingar á
kjöram einstakra embættismanna
eða hópa vegna þess að það hefði
valdið röskun á vinnumarkaðnum.
Niðurstaða dómsins er sú að ekki
hafí verið hjá því komist að fá þessa
útkomu. Ég tel enga ástæðu til að
deila um það, þó að ég telji að svig-
rúmið hafi verið meira samkvæmt
laganna hljóðan," sagði Friðrik.
Friðrik sagði að eftir þennan úr-
skurð kjaradóms vöknuðu ýmsar
spurningar um það hvernig greiða
ætti út laun eftir úrskurðum kjara-
dóms. „Kjaradómur segir í forsend-
um sínum að hann telji að ekki sé
annað séð en fyrra launakerfi haldist
enn um sinn. Ég hef beðið starfs-
mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt-
isins að gefa mér frekari upplýsingar
um samsetningu launa þeirra sem
fá laun samkvæmt kjaradómsúr-
skurði og tillögur um það hvemig
skuli greiða launin út,“ sagði fjár-
málaráðherra.
*
Urskurður í
samræmi við
það sem við
var búist
- segir Davíð Oddsson
forsætisráðherra
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð-
herra, segir að niðurstaða Kjara-
dóms um 1,7% launahækkun sé í
samræmi við það, sem búast hafi
mátt við eftir setningu bráða-
birgðalaganna á dögunum. I lög-
unum hafi ekki verið gefin bein
forskrift að niðurstöðunni, en þó
hafi verið ljóst, að ekki gæti orðið
um verulegt frávik að ræða frá
því sem gerst hafi á hinum al-
menna vinnumarkaði, auk þess
sem tillit hafi átt að taka til að-
stæðna í þjóðarbúinu, sem hafi
ekki verið glæsilegar að undan-
förnu.
Forsætisráðherra segir að ljóst
hafi verið, að ekki væri um þessar
mundir grundvöllur fyrir þeim leið-
réttingum á launakjörum embættis-
manna og kjörinna fulltrúa, sem
Kjaradómur hafí leitast við að ná
fram í fyrri úrskurði sínum. Sú niður-
staða dómsins hafi valdið óróleika í
þjóðfélaginu og réttlætiskennd fólks
hafi verið misboðið. Af þeim sökum
hafi ríkisstjórninni þótt rétt að setja
bráðabirgðalög þegar í stað til að
koma inn í lög um Kjaradóm ákvæð-
um um að dómurinn skuli taka tiilit
til stöðu og þróunar kjaramála á
vinnumarkaði, svo og efnahagslegr-
ar stöðu þjóðarbúsins og afkomu-
horfa þess. Slíkt ákvæði hafí verið
numið úr lögum um dóminn 1986 í
tíð ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar.
Davíð segir, að sér fínnist afar
merkilegt, að ýmsir verkalýðsleið-
togar, eins og til dæmis Ögmundur
Jónasson, virðist ekki ánægðir með
hinn nýja úrskurð Kjaradóms, þrátt
fyrir að þeir hafi eftir fyrri úrskurð-
inn krafist þess að launin, sem þar
voru ákveðin, yrðu lækkuð þannig
að niðurstaðan yrði sú sama og á
almennum vinnumarkaði. Slíkur
málflutningur sé dálítið sérkennileg-
ur.
Ekkert við
úrskurðinn að
athuga
- segir Salome Þor-
kelsdóttir
„ÉG HEF sagt það áður,-að ég
deili ekki við dómarann, og ég
hef ekkert við þennan úrskurð að
athuga,“ sagði Salome Þorkels-
dóttir, forseti Alþingis.
Hún kvað Kjaradóm upprunalega
hafa metið embætti forseta Alþingis
miðað við það, að fyrir ári hafí í
raun verið stofnað nýtt embætti.
„Áður vora forsetarnir þrír, forseti
sameinaðs þings og forsetar deilda,“
sagði Salome. „Það hefur verið gert
ráð fyrir því að embætti forseta Al-
þingis yrði metið með tilliti til þess,
hver staða þess yrði í launakerfinu.
Nú hefur Kjaradómur gert það með
fyrri úrskurði sínum, og ég lít svo á
að það mat sé ekki úr gildi gengið
í sjálfu sér.“
Aðspurð um bráðabirgðalagasetn-
ingu ríkisstjórnarinnar sagði Salome
að sér þætti slæmt að þurfa að grípa
til þess úrræðis. „Ríkisstjórnin gaf
sér það, að tíminn væri alltof skamm-
ur til að afgreiða þetta í þinginu,"
sagði hún. „Eins og sjá má, hefur
Kjaradómur nú úrskurðað að nýju,
en það er ef til vill hæpið að gefa
sér að það hefði tekist á svo skömm-
um tíma, hefði þingið verið kallað
saman.“
„Mér sýnist, að nú ætti þjóðarsál-
in að fá frið. Ég hef enga athuga-
semd við þessa útkomu, og er ánægð
ef það verður friður í þjóðfélaginu,"
sagði Salome, sem kvaðst ekki heyra
það á forystumönnum launþega-
hreyfingarinnar að þeir væru á sama
máli.
Auk þess kvað Salome sér þykja
hafa farið lítið fyrir því í umræð-
unni, að meðal verkefna Kjaradóms
hafí verið að samræma launa- og
aukagreiðslur, en það hafi einnig
verið veigamikill þáttur í niðurstöðu
dómsins.
Vegið að sjálf-
stæði dómstóla
- segir Valtýr Sig-
urðsson formaður
Dómarafélagsins
VALTÝR Sigurðsson, formaður
Dómarafélags íslands, segir að sú
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
setja bráðabirgðalög, sem geri
það að verkum að kjaradómur
verði að afturkalla þá leiðréttingu
á launum dómara, sem þeim var
dæmd með fyrri úrskurði, sé að-
för að sjálfstæði dómstóla í land-
inu.
„Ójöfnuði í launum hefur verið
komið á aftur. Hluti dómara getur
ekki leyft sér að taka önnur laun en
þau, sem kjaradómur ákvarðar,"
sagði Valtýr. Hann vísaði meðal ann-
ars til þess að hæstaréttardómarar
fengju enga yfirvinnu greidda þótt
þeir væru undir miklu álagi og hefðu
oft langan vinnutíma.
Valtýr sagðist telja að nýi kjara-
dómurinn væri mikið áfall fyrir hug-
myndir manna um sjálfstæða og
óháða dómstóla. „Almennt er viður-
kennt að sjálfstæði dómstóla á einn-
ig að blasa við í launalegu tilliti,"
sagði hann. „Alþingi hefur ákveðið
að kjaradómur skyldi ákveða laun
dómara og slíkt var mjög ásættan-
legt miðað við þær lagaforsendur,
sem þar áttu að gilda. Með bráða-
birgðalögunum var þessum laga-
heimildum ýtt til hliðar og stjórnvald-
ið er því beint farið að ákveða dómur-
um laun. Þetta hljóta að teljast mik-
il tíðindi innan alþjóðlegs samstarfs
dómarafélaga."
Hann sagði að sjálfstæði dómstóla
markaðist ekki eingöngu af því hver
ákvæði laun dómara, heldur einnig
af því hvar dómarar væru settir inn
í launakerfi hins opinbera og hvaða
þjóðfélagslegrar stöðu dómarar og
dómstólar nytu. „Niðurstaða kjara-
dóms hlýtur að teljast áfall fyrir
dómstólana í þessu tilliti. Samkvæmt
nýjum úrskurði kjaradóms verður
forseti Hæstaréttar íslands um
500.000 krónum lægri í launum á
mánuði en bankastjórar íslands-
banka og Landsbankans, samkvæmt
upplýsingum, sem koma fram í 8.
tölublaði Fíjálsrar verzlunar 1991.
Það hlýtur að vera umhugsunarefni
hvort þjóðin ætlar dómstólunum
þessa stöðu. Þetta hlýtur að veikja
styrk dómstólanna," sagði Valtýr.
Hann sagði að miklar væntingar
væru bundnar nýjum lögum um að-
skilnað dómsvalds og umboðsvalds í
héraði og menn hefðu stór áform
um að byggja upp sjálfstætt dóm-
skerfí. Að þessum áformum væri nú
vegið.
„Þarna er alls ekki við kjaradóm
að sakast, vandamál hans koma
mjög skýrt fram í forsendum dóms-
ins. Vandamálið er nú Alþingis að
leysa. Það verður að gera þá kröfu
til alþingsmanna að þeir, dómstól-
anna vegna, sameinist í nefnd þeirri
sem verið er að skipa til að endur-
skoða lög um kjaradóm þannig að
tillögur nefndarinnar liggi fyrir þeg-
ar bráðabirgðalögin koma fyrir þing-
ið,“ sagði Valtýr.
Æskilegast væri að fara svokall-
aða norska leið og ákveða dómuram
laun til hliðar við hið almenna launa-
kerfi,“ sagði Valtýr. í Noregi era
laun forseta Hæstaréttar um
510.000 íslenzkar krónur á mánuði.
Samkvæmt fyrri úrskurði kjaradóms
áttu laun forseta Hæstaréttar ís-
lands að verða 380.000 krónur, en
í nýja úrskurðinum eru þau 278.000
krónur. „Ég trúi því að minnsta kosti
ekki að í Noregi séu laun forseta
alþýðusambandsins nærri því helm-
ingi hærri en laun forseta Hæstarétt-
ar, eins og hér gerist," sagði Valtýr
Sigurðsson.
Tími hinna
stóru leiðrétt-
inga liðinn
- segir Hannes G.
Sigurðsson
„Það var strax yóst að þessi
mikla leiðrétting gat ekki gengið
fram í friði og sátt við aðra aðila
í þjóðfélaginu," sagði Hannes G.
Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands Islands. „Þá var annaðhvort
að láta þessa ákvörðun ganga til
baka, eða hér myndi allt skekjast
í miklum átökum, hvort sem það
yrði á næstu mánuðum, eða þegar
kjarasamningar rynnu út.“
Hannes kvað Vinnuveitendasam-
bandinu koma vel ef áframhaldandi
kjarasátt getur ríkt í þjóðfélaginu í
kjölfar nýs kjaradóms. „Ég sé ekki
annað en ef þessi ákvörðun er alger-
lega tekin til baka, ætti ekkert ann-
að að hafa gerst en þessi alda sem
reis og hneig,“ sagði hann. „Þegar
frá líður verður eins og ekkert hafí
í skorist."
Aðspurður kvað Hannes þó enn
vera vandamál eftir óleyst. „Það
hafa víða þróast óeðlileg launahlut-
föll, en hitt er annað, að eftir að við
erum farin að horfa uppá verðbólgu-
og launabreytingartölur undir 5%,
þá er tími hinna stóru leiðréttinga
liðinn," sagði Hannes. „Menn verða
að átta sig á því að það þýðir ekki
að taka einhveija hópa útfyrir og
segja að þeir þurfí 30-100% leiðrétt-
ingu. Þetta er búið að ganga svona
í nokkra áratugi hjá okkur, með
ýmsum kollsteypum, og svona leið-
réttingar verða ekki liðnar af öðrum,
sem telja sig ekki síður eiga tilefni til
leiðréttinga.“
Kjarabót af-
numin með
valdboði
- segir Geir Waage for-
maður Prestafélagsins
SR. GEIR Waage, formaður
Prestafélags íslands, segir að
seinni úrskurður kjaradóms um
laun presta breyti því ekki, að í
fyrri úrskurðinum hafi prestum
verið ætluð hliðstæð kjör og hlið-
stæðum stéttum. „Dómurinn ætl-
aði okkur að til þess væri tekið
tillit að við erum á eilífri bak-
vakt, vinnum á almennum frídög-
um og megum eiga von á útkalli
hvenær sem er. Þetta er allt viður-
kennt, einnig í seinni dómnum,
þar sem vísað er til þess að kjara-
samning presta þurfi að taka til
endurskoðunar,“ sagði sr. Geir í
samtali við Morgunblaðið.
„Það sem reynt var að tryggja í
fyrri kjaradómi var að prestar sætu
við sama borð og aðrir hvað laun
varðar. Nú hefur þessu verið sparkað
út í horn með valdboði,“ sagði Geir.
Hann minnti á að er prestar gerðu
síðast kjarasamninga, í samfloti við
Bandalag háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna, hefði hækkunin, sem í
þeim samningum fólst, einnig verið
tekin af þeim með bráðabirgðalög-
um. „Nú lendum við í því að eftir
að viðurkenning Alþingis á Sérstöðu
okkar kom fram í lögum um að við
skyldum vera undir kjaradómi er
okkur úthlutað launakjörum af
kjaradómnum og einnig það er barið
niður með valdboði," sagði hann.
Geir sagði að setning bráðabirgða-
laganna hlyti að valda skiljanlegri
reiði meðal presta varðandi afkomu
stéttarinnar. „Miklu alvarlegri hlutir
liggja þó þarna undir. Það er spurn-
ingin um siðferði í íslenzkum stjórn-
málum yfirleitt," sagði Geir. „Það
hefur nú oft ekki verið mjög hátt á
því risið og nú fáum við enn eina
staðfestinguna á því að það er vald-
boðsaðferðin, handaflsaðferðin sem
gildir. Það er nóg að verkalýðsfor-
ingjarnir lýsi stóradómnum og kalli
út alþingi götunnar að svo miklu
leyti sem það er talið þurfa hveiju
sinni. Málin skipast síðan í kjölfarið
á því eins og áratugareynsla er að
verða fyrir. Ríkisstjórnin sér um
þetta nauðsynlega handafl og svo
er niðurstaðan í samræmi við vilja
valdhafanna. Hveijir valdhafarnir
eru nákvæmlega ætla ég hins vegar
ekki að segja um.“
Mun hafa
áhrif á kjara-
samninga
- segir Björn Grétar
Sveinsson
„Þetta er rökrétt niðurstaða af
því, sem að mínu mati hefði átt
að gerast strax í fyrsta dómi,“
sagði Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambands Is-
lands.
„Það hlýtur alltaf að þurfa að taka
tillit til almenna vinnumarkaðarins,
en það var ekki gert, svo síðar var
dómurinn þvingaður til að gera það,“
sagði Bjöm, en tók fram að það
hefði verið skoðun Verkamannasam-
bandsins að Alþingi hefði átt að
koma saman og fjalla um Kjaradóm
í stað setningar bráðabirgðalaga.
Björn kvað þó nauðsynlegt í fram-
tíðinni að líta betur á launakjör
þeirra, sem hafa verið í umfjöllun-
inni í sambandi við úrskurði Kjara-
dóms. „Ég hugsa að við höfum mörg
okkar ekki gert okkur grein fyrir
því, að í mörgum tilfellum hafa þarna
verið greidd rífleg laun, sem opin-
bera þann mikla launamun sem er í
landinu," sagði hann. „Það eru borg-
uð há laun víða í einkageiranum,
sérstaklega í stjórnunarstöðum, en ‘
þetta hefur nú komið meira upp á
yfírborðið og hlýtur að vekja menn
til umhugsunar."
Aðspurður kvað Bjöm Grétar af-
leiðingar nýs kjaradóms vera ófyrir-
séðar. „Það er búið að fallast á okk-
ar skoðun, og síðan einbeitum við
okkur að því að athuga okkar mál
fyrir næstu kjarasamninga, sem
verða í mars,“ sagði hann.
Björn sagðist ekki geta spáð fyrir
um gang þeirra samningaviðræðna,
en kvað ekki ósennilegt að í einhverj-
um mæli yrði tekið mið af því sern
fram hefur komið í umræðunni um
launakjör hálaunamanna í ríkis- og
einkageira. „Þetta hefur komið
ákveðnu róti á launamál, og þær
upplýsingar sem við fengum í sam-
bandi við fyrri kjaradóm koma til
með að hafa sín áhrif í kjarasamn-
ingum,“ sagði hann.
Mlkill munur á gamla og nýja úrskurðinum:
Nokkrir lækka um
100.000 kr. eða meira
ÚRSKURÐUR kjaradóms, sem kveðinn var upp í gær í samræmi
við ný ákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar, gerir ráð fyrir
mun minni launahækkunum en fyrri úrskurður, sem kveðinn var
upp 26. júní. Allir þeir, sem dómurinn tekur til, hækka um 1,7%
í launum, en fyrri úrskurður gerði ráð fyrir allt að 97% hækk-
un. Nokkur dæmi úr nýja úrskurðinum fylgja hér á eftir, og
munar sums staðar 100.000 kr. eða meira á honum og þeim gamla.
Forseti íslands fær samkvæmt Forsætisráðherra fær samvæmt
nýja úrskurðinum 334.319 kr. í síðari úrskurðinum 323.103 kr. í
mánaðarlaun, en átti að fá 420.000
kr. samkvæmt eldri úrskurði. For-
seti Hæstaréttar fær 278.064 kr.
í stað 380.000 kr. Forseti Alþingis
fær 195.898 kr. í stað 380.000.
Þingfararkaup verður 177.993 kr.
en ekki 240.000 kr. eins og ráð
var fyrir gert.
mánaðarlaun, en hefði fengið
400.000 kr. samkvæmt þeim fyrri.
Aðrir ráðherrar fá 293.728 kr. en
ekki 370.000 kr. Héraðsdómarar
fá 192.511 kr. en ekki 260.000
kr. Hæstaréttardómarar fá
252.786 kr. í stað 350.000 kr.