Morgunblaðið - 14.07.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
35
Það var mér mikil ánægja að fá
að fylgjast með vinunum eldast og
þroskast. Þessi var hærri þetta ár-
ið, hinn það næsta, en það var Siggi
sem spáði meira í útlitið. Hann var
djarfari að prófa nýja hár- og fata-
tísku, eins og til að krydda örlítið
tilveruna. Ég man sérstaklega eftir
einu atviki sem ég átti eftir að brosa
mikið að. Það var komið haust og
Siggi og Andri að byrja í tólf ára
bekk. Allt í einu heyri ég undarlega
karlmannsrödd í þvottahúsinu. Mér
dauðbrá og í huganum bjó ég mig
undir að koma þessum „óboðna“
gesti út. Ég herti upp hugann og
fór niður, en þetta reyndist þá bara
vera Siggi. Ég hafði ekki séð hann
í nokkrar vikur og nú var hann
kominn í mútur.
Leiðir skildu nokkuð er Siggi
hætti eftir annan bekk í mennta-
skóla. Hann fór að vinna, byrjaði
að læra flug og trúlofaðist yndis-
legri stúlku, henni Lilju. Mér fannst
hann alltaf sami dugnaðarforkurinn
og miklu þroskaðri en aldurinn
sagði til um. í fyrra var Andri að
leita að sumarvinnu. Siggi leysti
það mál auðveldlega og útvegaði
Andra vinnu á sínum vinnustað.
Þá um haust, þegar Andri var að
koma úr utanlandsferð, hringdi sím-
inn og Siggi spurði hvort hann
mætti sækja kauða. Ég svaraði
auðvitað játandi og vininum var
skilað heim en sóttur aftur nokkru
seinna. Þá var Siggi að bjóða honum
í mat og ætlaði að grilla sjálfur.
Ég var ákaflega hreykin af hvað
guttarnir tveir voru að verða miklir
fyrirmyndar menn. Enn sannfærð-
ari varð ég seinna um veturinn.
Síminn hrigdi og ég svaraði. Þetta
var Siggi en hann vildi bara tala
við mig. Ég var hálfundrandi en
þá kom skýringin. Siggi ætlaði að
elda mexíkanskan mat og vildi
spyija mig ráða. Ég hafði ekki gert
þennan rétt áður, en við ræddum
málið og síðan lét Siggi til skarar
skríða.
Þegar tveir vinir eru eins mikið
saman og þeir Andri og Siggi voru,
fer ekki hjá því að fjölskyldurnar
kynnast. Drengjunum var tekið
opnum örmum, hvort heldur hjá
okkur foreldrunum eða öfum og
ömmum. Við mæðurnar hittumst
stundum í sundi eða í búðinni og
spjölluðum um strákana. Eitt sinn
keyptum við mömmurnar, óafvit-
andi, sömu skemmtiferðina til
Þýskalands. Þar skoðuðum við sam-
an Arnarhreiður Hitlers og fórum
á ofsahraða inn í gamlar saltnám-
ur. Okkur fannst við orðnar að
ævintýramanneskjum, rétt eins og
strákunum. Það leyndi sér ekki að
við vorum báðar stoltar og ánægðar
með þá Sigga og Andra.
Það er þó eitt atvik sem mér er
hugstæðast nú eftir fráfall Sigga.
Fyrir nokkrum árum, þegar Hekla
gaus, fékk Siggi að fara og skoða
nýja hraunið, en Andri ekki. Tii að
gleðja vin sinn og leyfa honum að
taka þátt í undrinu, kom Siggi til
okkar eftir ferðina og dró upp úr
vasa sínum glænýjan hraunmola frá
Heklu. Því er mér spurn. Hvað er
það sem kom Sigga til að skila vini
sínum heilum og höldnum á áfanga-
stað en dró hann að nýju Heklu-
hrauni? Var þetta allt ákveðið frá
upphafi eða er lífið fullt af tilviljun-
um? Hvað sem svörum líður, þá hef
ég alltaf haft hraunmolann uppi við
til minningar um góða, trygga vin-
inn, sem sonur minn átti.
Það er því ekki hægt annað en
að gleðjast yfir því að hafa fengið
að fylgjast með uppvexti Sigga,
stráknum með glaða brosið og karl-
mannalega fasið. Sorgin er sú að
þurfa að kveðja hann svo snemma
og þakka fyrir sig. Mesta sorgin
er þó hjá unnustu, foreldrum og
systrum. Ég og fjölskylda mín biðj-
um góðan guð að styrkja þau í sorg-
inni og hjálpa þeim að sjá Ijósið
framundan.
Blessuð sé minning Sigurðar B.
Haukssonar.
Sigrún Einarsdóttir.
Elsku strákurinn okkar hann
Siggi er dáinn og það að ætla að
skrifa minningargrein um hann er
nokkuð sem ég hélt ekki að ég
ætti eftir að gera.
Sigurður Bernharð Hauksson
fæddist 23. mars 1972. Hann var
flugnemi með einkaflugmannspróf
og stefndi í atvinnuflugmann. Á
svona stuttri ævi er ekki hægt að
rekja mikla sögu, en ég man alltaf
þegar hann kom til okkar hérna i
Víkurbakkann í fyrsta skipti. Þá
kom hann með rauða rós til að
gefa Lilju sinni, eftir það var hann
kallaður strákurinn með rauðu rós-
ina af okkur. Þetta samband þróað-
ist svo og hefur staðið fram á þann
dag er hann lést.
Við hérna reynum að hugga okk-
ur við það að þegar hann dó, var
hann að gera það sem honum þótti
skemmtilegast af öllu, að fljúga,
þó svo að honum virtist þykja allt
skemmtilegt sem hann tók sér fyrir
hendur, þá átti flugið hug hans all-
an.
En enginn veit hver er næstur
og svo fór í þetta skiptið. En
kannski erum við bara öll í einum
stórum strætó og eins og í strætó
þá förum við ekki öll úr á sama
staðnum, við eigum samleið mis-
langt, en sumir fara þó alla leið á
endastöð og allt hefur þetta ein-
hvern tilgang.
Elsku Lilja mín, Haukur, Auður,
Sóley og Elín, guð gefi ykkur styrk
til að komast í gegnum þetta, svo
biðjum við um styrk til ömmu hans
og allra vina og allra sem að honum
stóðu, og mig langar að enda með
tilvitnun úr bókinni Neistar frá
sömu sól.
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár-
um.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár.
Snertir mig og kvelur, þótt látinn mig hald-
ið...
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug.
Sál mín lyftist upp í mót til ljóssins:
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð
gefur,
og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar,
yfír lífinu...
(Ók. höf.)
Tengdamamma.
Þegar við fréttum að flugvél vin-
ar okkar Sigurðar Bernharðs
Haukssonar væri saknað og síðar
af hinu hörmulega flugslysi fékk
það mjög á okkur. Við gátum ekki
trúað því að þessi lífsglaði ungi
maður væri dáinn. Það er okkur
óskiljanlegt að jafnaldri okkar og
vinur skuli vera numinn svo
snemma á brott.
Hann Sigurður eða Siggi, eins
og hann var alltaf kallaður, varð
fyrst á vegi okkar þegar við hófum
allir nám við Menntaskólann við
Sund haustið Í988. Þar lentum við
í sömu bekkjardeild. Siggi og félagi
hans Andri urðu furðu fljótt okkar
vinir, svo að á skömmum tíma
myndaðist traustur vinahópur. Inn-
an okkar vinahóps varð Siggi fljótt
áhrifaríkur vegna líflegrar fram-
komu og glaðværðar.
Við vinirnir lentum í mörgum
ævintýrum saman, jafnt innan skól-
ans sem utan og okkur eru minnis-
stæð svo mörg glettin atvik og
margar gleðistundir sem við áttum
með honum. Eins og þegar Sigga
langaði til að prófa að læra frönsku.
Við vorum staddir í kennslustund í
þýsku þegar Siggi sneri sér að okk-
ur og bað okkur um að koma með
sér yfir í frönskustofuna. Án þess
að hika yfirgáfum við vinirnir
þýskustofuna og gengum beint í
frönskustofuna og fengum okkur
sæti. Frönskukennarinn tók okkur
opnum örmum, sem týndum sauð-
um, og hóf að kenna okkur frönsku.
Siggi hlustaði um stund á kennar-
ann og fór svo að þýða fyrir okkur
kennsluefnið. Frönskubekknum
þótti greinilega nokkuð fijálslega
farið með textann. Vegna fjölda
áskorana frá bekknum þagnaði
Siggi. Við skellihlógum allir og yf-
irgáfum stofuna. Þannig var Siggi,
alltaf áræðinn og hress.
Á öðru námsári sínu tók Siggi
að sér starf gæslustjóra fyrir hönd
skólans og vorum við strákarnir oft
með honum við gæslustörfin. Því
starfi gegndi hann vel og samvisku-
samlega. Þó að við vinirnir værum
ekki alltaf mættir á réttum tíma í
gæsluna eða færum stundum fyrr
en til var ætlast þá sagði hann
bara, „Heei, strákar...!“ Siggi
gerði sér ekki grillur út af smámun-
um hjá vinum sínum. Siggi var allt-
af brosmildur og hafði glaðlegt leik-
andi yfirbragð sem aflaði honum
vinsælda og vann honum marga
góða vini.
Hann Siggi er nú farinn frá okk-
ur. Hann fer fyrstur okkar vinanna
á vit þess ókunna. Landkönnuður í
framandi veröld.
Fjölskyldu Sigga og Lilju, unn-
ustu hans, færum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi guð
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Ægir G. Sigmundsson,
Gunnar Bollason.
Valey Benedikts-
dóttír — Minning
Fædd 26. ágúst 1910
Dáin 4. júlí 1992
Amma mín, Valey Benediktsdótt-
ir er dáin.
Elsku amma, sem alltaf var
traust stoð í lífi mínu, er nú horfin
sjónum mínum og snertingu en
minningin lifir. Frá þeim degi er
ég fæddist var amma í nálægð
minni. Hún passaði mig eins og
systkini sín, börnin sín, fósturbörnin
og hin barnabörnin. Hún studdi mig
fyrstu skrefin, hún hjálpaði mér
með fyrstu orðin, hún leiddi mig í
skólann fyrsta sinni, hún var alltaf
til staðar, líka þegar ég þurfti pöss-
un fyrir son minn.
í dag stend ég höllum fæti, eina
stoðina vantar. Þá er mér efst í
huga þakklætið fyrir að hafa kynnst
og átt svo yndislega ömmu sem
hafði svo stórt hjarta og mikið að
gefa en þáði svo lítið.
Elsku afi við þig vil ég segja:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá hug
þinn og þú munt sjá að þú grætur vepa
þess sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn Ka-
hlil Gibran).
Nenna.
Nú þegar amma mín og nafna
Valey kveður þennan heim eftir
langa og farsæla æfi, fyllumst við
barnabörnin hennar trega og þakk-
læti fyrir það sem hún var okkur.
Hún amma var fasti punkturinn í
tilveru minni frá því ég fyrst leit
dagsins ljós og hjá henni átti ég
öruggt skjól alla tíð, hún umvafði
mig ást sinni og hlýju. Það má með
sanni segja um hana að hún vann
öll störf sín hljóð og var öllum
mönnum góð, krafðist einskis fyrir
sjálfa sig en fannst ekkert nægjan-
lega gott fyrir aðra. Þjónustulund
ömmu voru engin takmörk sett og
meðan heilsan leyfði var þessi smáa
brosleita kona sístarfandi, fór fyrst
á fætur og síðust í háttinn. Amma
og afi minn, Jónmundur Guðmunds-
son, hafa haldist í hendur í yfir 60
ár og verið samtaka um að létta
byrðar samferðafólksins. Þau eign-
uðust þijú böm auk þess sem þau
ólu upp fleiri börn bæði skyld og
óskyld. Á hjúskaparárum sínum
bjuggu þau að Laugalandi í Fljót-
um, þar til þau komu til Akraness
haustið 1954. Þegar við barnabörn-
in komum til sögunnar þurfti ekk-
ert um það að ræða að önnur dag-
vistun kæmi til greina en hjá þeim
og ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að vera meira og minna þar.
Hún amma hafði ekki áhuga fyr-
ir heimsins pijáli og safnaði ekki
þessa heims auði en hún ávann sér
ótakmarkaða ást okkar allra og
minningin um hana er hrein og
skír og gleymist okkur aldrei.
Afi minn, þú áttir góðan lífsföru-
naut, því er missir þinn mikill. Ég
bið góðan Guð að styrkja þig á
þessari stundu og kveð elsku ömmu
mína með broti úr ljóði um aðra
ömmu sem líktist henni.
Hún les á kvöldin, segir sögur
semur jafnvel stundum böpr
Þá er hún í framan fópr
fegri en nokkur blómarós.
- Þó fær amma aldrei hrós.
Amma mín er fyrst á fætur,
flýr hún langar vökunætur
þegar bamabamið grætur
bregst hún þá við létt og ör.
Ámma forðast feigðarkjör.
Amma er dáin, dagur liðinn.
Drottinn veitti henni friðinn.
Enn em sömu sjónarsviðin,
sami áhuginn og fyr
fyrir innan Drottins dyr.
(Haraldur Hjámarsson frá Höfðaströnd)
Valey Björk.
íslenski lífeyrissjóðurinn
- Séreignasjóður í umsjá Landsbréfa hf.
Öllum íslendingum ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð. Þeir sem ekki verða lögum samkvæmt að vera í ákveðnum
lífeyrissjóði, geta greitt allt framlag sitt í íslenska lífeyrissjóðinn. Allir einstaklingar, sem samkvæmt lögum greiða
í aðra lífeyrissjóði, geta greitt viðbótariðgjald í sjóðinn.
Framlag hvers sjóðfélaga og mótframlag atvinnurekenda, auk vaxta og verðbóta,
er séreign hans og nýtist honum einum eða erfingjum hans. .iBKj
Árið 1991 skilaði sjóðurinn 8,11% ávöxtun umfram lánskjaravísitölu. IMr
Sótt er um aðild að íslenska lífeyrissjóðnum á sérstökum eyðublöðum
sem liggja frammi hjá Landsbréfum og umboðsmönnum Landsbréfa
í útibúum Landsbanka Islands um allt land.
LANDSBRÉF H.F.
Landsbankinn stendur weð okkur
Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavik, simi 91-679200, fax 91-678598 £
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. <