Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 40

Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 I t I i STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apn'l) Þú verður var við mikla spennu meðal samstarfs- manna þinna. Þú getur haft áhrif á málið, en þarft að gæta þess að vera varkár. Annars er hætta á ferð. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú vilt gjarnan fá ráðlegging- ar í ákveðnu máli, sem þér finnst erfitt að taka afstöðu til. Þú vinnur vel í dag og kvöldið verður notalegt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 9» Þér vex í augum verkefni sem tengist vinnunni þinni, en ert á réttri braut varðandi fjár- málin. Þú átt óleyst verkefni innan heimilisins. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Þó maki eða fjölskylda sýni ekki mikinn skilning á tilfinn- ingalífi þínu, áttu vin sem er reiðubúinn að hlusta á þig og gefa þér ráð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ættingi vili ræða liðinn at- burð, sem þú hafðir gleymt. Hafir þú móðgað viðkomandi, væri best að þú geymdir stolt- ið til betri tíma, og bæðist afsökunar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú verður fyrir vonbrigðum með niðurstöðu í dag, en að öðru leyti er þetta góður dag- ur. Fjölskyldan mun meta nærveru þína í kvöld. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Þér finnst einhver vilja stjórna þér í dag og kannt illa við það, þó þú vitir ekki gjörla hvemig þú átt að koma fram við viðkomandi. Vertu ákveð- inn, því annars verður ástand- ið varanlegt. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Dagurinn byrjar vel og þér tekst að gera eitthvað sem þú hafðir ráðgert. Þetta er fyrsta skrefið og þú þarft að vinna meira að'málinu áður en raun- verulegur árangur sést. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú verður reiður út í einhvem í dag, og þarft hugsanlega að taka meira tillit til þeirra sem vinna með þér að settu marki. Góð hugmynd kviknar í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Vinur þinn reynist eiga í vand- ræðum í dag. Þú virðist eiga erfítt með að heyra það sem aðrir segja við þig og það veld- ur misskilningi. Vertu á varð- bergi. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú þarft að ræða málin við maka eða aðra rjölskyldumeð- limi. Gamalt deiluefni kemur væntanlega upp á yfírborðið og nú er tímabært að finna lausn á því. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’jSjt Hafir þú farið að ráðum ann- arra, mun það hugsanlega koma þér í koll í dag. Þú ætt- ir að vera sjálfstæðari þegar þú tekur ákvörðun. Stj'órnuspána á að lesa sem dægradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK Hefurðu aldrei hugsað um að skrifa einhvers konar minningar? YOU KNOU), PUTTIN6 DOWN TMING5 YOU REMEMBER. ABOUT THE PA5T.. Þú veist, skrifa niður hluti sem þú manst úr fortíðinni... This Í5 what I rememberabout last weeK.. Þetta er það sem ég man frá síð- ustu viku ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Hvorki útspilið né blindur valda vonbrigðum og satt að segja virðist engin ástæða til að óttast um samninginn. Það er einmitt við þessi skilyrði sem hættan á mistökum er hvað mest; fullir af falskri öryggis- kennd, spila menn beint af aug- um, án umhugsunar. Terence Reese biður menn að íhuga ör- uggustu leiðina í 3 gröndum suðurs: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á6 ¥102 ♦ K7643 ♦ ÁK62 Suður ♦ KG9 ¥ K943 ♦ ÁD2 ♦ 753 Vestur Norður Austur Suður — — — llauf Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Utspil: spaðafjarki. Þetta er ekki svo erfítt þegar búið er að hringja viðvörunar- bjöllum. Hættan er auðvitað sú að tígullinn brotni ekki og laufið og hjartað liggi til andstæðing- anna. Þá má ekki spila þremur efstu í tígli og gefa slag á lit- inn. Vörnin lætur þá spaðann lönd og leið og sækir laufíð. Sem þýðir að sagnhafi fær aldrei níunda slaginn á spaða. Norður ♦ Á6 ¥102 ♦ K7643 ♦ ÁK62 Vestur Austur ♦ D10742 ♦ 853 ¥ÁD6 II ¥ G875 ♦ 8 ♦ G1095 + D1084 Suður ♦ KG9 ¥ K943 ♦ ÁD2 + 753 *G9 Lausnin á þessum vanda er einfaldlega sú að spila smáum tígli frá báðum höndum í öðrum slag. Þá er nægur samgangur til að taka spaðaslagina. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsmeistaramóti barna og unglinga 18 ára og yngri í Duis- burg í Þýskalandi sem lauk um helgina kom þessi staða upp í flokki 10 ára og yngri í viðureign Aktouf, Alsír, sem hafði hvítt og átti leik, og Kirjak, Ungveija- landi. 23. He7! - Dxe7 (23. - Dd6, 24. He6 var einnig vonlaust, vegna sama mátstefs og kemur upp í skákinni. Svartur varð að reyna 23. — Dg4 þótt staðan sé töpuð) 24. Dxh7+! — Kxh7, 25. Hh3+ og svartur gafst upp því mátið blasir við. Alsírski drengur- inn kann greinilega sitthvað þrátt fyrir ungan aldur. Teflt var í 10 flokkum drengja og stúlkna og voru keppendur alls um 650 talsins frá 73 löndum. Minnti stemmningin því mest á ólympíumót. íslensku keppend- urnir voru þeir Sigurbjöm Bjöms- son 16 ára, Helgi Áss Grétarsson 15 ára, Magnús Örn Úlfarsson 16 ára, Arnar E. Gunnarsson 13 ára, Bragi Þorfinnsson 11 ára og Davíð Kjartansson 10 ára. þeir höfðu allir staðið sig vel þegar síðustu umferðirnar voru ótefldar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.