Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 14.07.1992, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JULI 1992 Stöðugar göngur í Borgarfirðinum „ÁIN er full af laxi og það eru stöðugar göngur. Svæð- in eru öll virk, allt frá Stekk og upp úr. Ég var þarna í þijá daga raeð Bandaríkjamanni, við tókura það ógur- lega rólega, en fengum samt 18 laxa. Það er eingöngu fluguveiði þarna þessa dagana. Laxinn er yfirleitt 4 til 8 pund, en það veiðast ennþá stórir fiskar úr fyrri göngum í bland,“ sagði Magnús Jónasson uraboðsmað- ur Orvis í samtali við Morgfunblaðið, en hann lauk veiðum í Norðurá í Borgarfirði á hádegi sunnudags- ins. Nú eru komnir um það bil 800 laxar úr ánni og er hún í öðru sæti, næst á eftir Þverá sem er með rúmlega 1100 laxa. Mikil veiði er í ánum þessa dag- anna og tölur fljótar að breytast. Glæðist í Rangánum Talsverð ganga kom í Rangárnar fyrir síðustu helgi og á mánudaginn voru komnir samtals rúmlega 30 laxar á land. Gagnstætt því sem menn áttu von á, var gangan skipuð tveggja ára löxum úr sjó, þannig að enn lætur smálaxinn á sér standa. Stórstreymt er hins vegar þann 16. þessa mán- aðar og einblína menn nú á næstu daga. Selur var skot- inn í ósnum um helgina og er kunnara en frá þurfi að segja, að selir geta sem hægast tafið laxagöngur. Hópar af súlum hafa verið að stinga sér mikið í ósnum síðustu daga og veit það á eitthvað, en hvort það er lax verður tíminn að skera úr um. En Rangárnar eru nú líflegri en áður í sumar og fyrstu laxamir hafa veiðst í Eystri Rangá og er það hálfum mánuði fyrr en vant er. Veiddust nokkrir laxar meira að segja frammi í Fiská á svæði sex. Einnig á Bergsnefi og Móbakka. Um 100 silungar hafa veiðst og bleikjuveiði hefur glæðst síðustu daga. Þreföld veiði í Húseyjarkvísl Um 60 laxar höfðu veiðst í Húseyjarkvísl á mánu- dagsmorguninn og er það þrisvar sinnum meiri heldur en á sama tíma í fyrra. Að auki er meðalvigtin miklu hærri en áður, en um helg- ina fóru þó fyrstu smálax- arnir að sýna sig þannig að kalla mætti það göngur. Eiríkur S. Eiríksson sem var þama á veiðum á föstudag sagði í samtali við Morgun- blaðið að 48 hefðu verið komnir á land er hann kom að ánni. Aðeins fjórir fískar hefðu vegið undir 10 pund- um og flestir hefðu þeir verið 12 til 16 pund og sá stærsti 19 pund sem Júlíus Bjömsson veiddi í Gullhyl. Eiríkur og félagar veiddu við vond skilyrði og fengu þó þijá laxa, tvo 15 punda og einn 17 punda. Eiríkur dró sjálfur 17 punda laxinn og sagði hann að hann hefði verið að ljúka veiðum í Lax- hyl er hann ákvað í ein- hveiju bríaríi að snúa sér við uppi í miðri hlíð og kasta einu lokakasti. „Ég var með spón og hann var svona 30 sentimetra frá bakkanum og kominn allur upp úr að krækjunni undanskilinni, er þessi bolti skellti sér á hann. Þetta var eins og að sitja á fremsta bekk undir kvik- myndinni „Jaws“,“ sagði Eiríkur. Ekki var öll sagan sögð, því laxinn átti eftir að teyma Eirík mörg hundr- uð metra niður eftir á og mölva háfinn áður en hann játaði sig sigraðan. Hér og þar... Fyrsta gangan kom í Setbergsá um helgina og eftir iaugardags- og sunnu- dagsveiðina lágu 10 laxar í valnum og sáu menn lax víða um ána. Þessir fiskar voru allt að 14 punda og var sá stærsti dreginn úr veiðistaðnum Tvídröngum. Um helgina voru komnir um 240 laxar úr Laxá í Kjós. Veiði hefur ekki geng- ið sem skyldi á þeim bæ, en var þó víst eitthvað að glæðast síðast er fréttist. Menn hafa verið að draga’ann óðan í Meðal- fellsvatni, ekki lax heldur urriða og bleikju. Þeir fá reyting sem veiða frá lönd- um, en þeir sem mest afla eru kunnugir menn sem hafa báta til umráða og þekkja bestu miðin. Morg- unblaðið frétti af einum um helgina sem veiddi 125 urr- iða á flugu og var fram á rauða nótt úti á svölum í aðgerð. Annar sem fréttist af dró 60 stykki. Þetta er ekki stór fískur, en þykir sniðinn á útigrillið. Við fréttum einnig af veiðimönnum sem fóru í Hvalvatn og fengu rífandi veiði og góðan silung í bland. Reyndar var það ein- ungis einn af þremur sem fékk alla veiðina. Sá beitti spæni, en hinir sveifluðu flugu. Kaus bleikjan fremur spóninn þennan daginn. Álftá hafði gefíð um 40 laxa rétt fyrir helgi og var talsverð ganga í ána og vatnsmagn hið ágætasta. Sá stærsti var 16,5 pund og var mikið af nýjasta göngufískinum í kring um 7-8 pund. Þetta er áþekk byijun í Álftá og var stór- veiðisumarið 1988. Kiðafellsá í Kjós lætur ekki mikið yfir sér, þar er aðeins veitt á eina stöng og veiðisvæðið er tiltölulega stutt. En þar hefur verið sleppt miklu magni af gönguseiðum síðustu sumur og veiði verið á köflum nokkuð góð. Um helgina skrapp einn af vildarvinum árinnar einn morguninn og fékk þijá laxa, 10, 13 og 14 punda. Áður hafði annar fengið tvo, 6 og 7 punda. Lítið hefur verið farið í ána það sem af er, ef framan- greindir kappar eru undan- skildir og nokkuð mun vera til af lausum veiðileyfum. STÆRSTA BÍÓIÐ ÞAR SEM JÉ______ ALLIR SALIR ERU FYRSTA I j. flokks HASKOLABIO SIMI22140 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300,- Á ALLAR MYNDIR NEMA VERÖLD WAYNES OG GREIÐINN, ÚRIÐ OG STÓRHSKURINN. !Vi4i IlnJiiiu blurn Nauil** Kk IiomImui «~l Mk-lu*I BLík FAVOXIR. .ImWATCJI, &tlu- vny | ■ Rómantísk jgamanmynd .y*j^ utan venjulegrar 9A reynslu. m KiaiM siKWEaaraa Greiðasemi borgar sig ekki alltaf, og sennilega hvað síst í þeim málum er tengjast hinu Ijúfa lífi. Louis kynnist Sybil, Sybil kynnist ástinni, ástsjúkur píanisti tryllist. ,ýnd kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð i. 12 ára * ★ ★ ★TVÍMÆLALAUST GAMANMYND SUMARSINS F.l. Bíólína/i. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 liflUlllil!! |ÍS]HÍ Bllill UR DAGBOK LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK: 10.-13. júlí Þó lítið hafi verið um innbrot og þjófnaði það sem af er júlímánuði var tilkynnt um 18 innbrot og 15 þjófnaði um helgina, en það er óvenju mikið. Fjöldinn er þó í samræmi við þróun mála fyrrihluta ársins. M.a. var brotist inn í bíla og úr þeim stolið verðmætum, sem skilin höfðu verið eftir, s.s. myndavél, radarvörum, geislaspilurum og veskj- um. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í gullsmíðaverslun við Laugaveg, en ekki er að sjá að nokkru hafí verið stolið. Þá var einnig til- kynnt um innbrot í lista- hús, en ekki er vitað til að nokkru hafi verið stolið. Lögreglan þurfti 10 sinnum að hafa afskipti af ölvuðu, æstu og miður skemmtilegu fólki í nýjum skemmtigarði á Bakka- stæði í miðbænum. Vista þurfti sumt það í fanga- geymslunum uns um hægði. Víðast hvar reynir fólk að fara sæmilega edrú inn á slík svæði og það fer þangað yfirleitt með það fyrir augum að hafa gam- an af, skemmta sjálfum sér og öðrum, en hér á landi virðast alltaf vera nokkrir, sem virðast ekki gera sér grein fyrir til hvers leikurinn er gerður. Mikið bar á meðhöndlun áfengis hjá unglingum og þurfti að hella niður miklu magni á staðnum. Þeir yngstu, sem hellt var niður hjá reyndust vera 12 ára. Fólk, sem lögreglan þarf að hafa afskipti af, er misjafnlega háttvíst. Einn þeirra er fjarlægja þurfti af Bakkastæðinu eftir að hafa slegið starfs- mann skemmtigarðsins, neitaði að segja til nafns, þrátt fyrir ákvæði lögreg- lusamþykktar, en í henni er kveðið á um skyldu fólks til þess að gefa lög- reglu upp nafn sitt og heimilisfang, sé það spurt. Hann lét öllum illum látum og reyndist því nauðsyn- legt að færa hann í fanga- geymsluna. Á leiðinni hót- aði hann lögreglumönnun- um og dundu óprenthæfar svívirðingar á lögreglu- mönnunum, en því miður eru slíkar hótanir ekkert einsdæmi, jafnvel frá full- orðnu fólki. Á þær er bara aldrei minnst opinberiega. Manninum var gert að greiða sekt. Hafa þurfti afskipti af breskum togarasjómönn- um þegar kom til ryskinga á millum þeirra og land- ans. Sjómennirnir voru handteknir og færðir um borð í dallinn. Síðar þurfti að reka nokkur ungmenni, aðallega kvenkyns, upp úr togaranum og koma þeim í hendur foreldra sinna. Þetta minnir á gamla tíma, sem flestir eru þó sam- málá um að hefðu mátt missa sín. Á sunnudagsmorgun missti ökumaður bifhjóls vald á hjóli sínu á Sæbraut við Laugarnestanga og lenti síðan ofan í skurði utan vegar. Ökumaðurinn og fagþegi, sem á hjólinu var, voru fluttir á slysa- deildina. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn. Alls voru 12 ökumenn grunaðir um ölv- un við akstur um helgina, þar af 2 eftir að hafa lent í umferðaróhöppum. Allir þeir, sem frömdu afbrot um helgina, ganga nú lausir. Lögreglan hefur oft vakið athygli á nauð- syn þess að auka skilvirkni í meðferð mála þeirra, sem fremja afbrot, sérstaklega ef um ítrekun er að ræða. Ekki er einungis nægilegt að afgreiðsla málanna gangi hratt fyrir sig, held- ur þarf að gefa einstakl- ingunum kost á að taka út refsingu sína í beinu framhaldi af brotinu. Þannig á það að vera frem- ur regla en undantekning að einstaklingur, sem staðinn er að alvarlegu afbroti, fari beint í varð- hald eftir að hafa lent í höndum lögreglu að rann- sókn og dómsniðurstöðu fenginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.