Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992
......... " ■....... . ' :
t/ pu \/er6urcÁfarOL,aFturi SretiÞ'ttL,hemzt
,,.i/iSgetum ekki hcxldiðd-fratrL ad hring-
sötcu suoncu ytir fiuc/ueLLinum."
i/rz-
* ©1988 UmvefMl Pf«M Syndlcala
er véltækt...
Mér þykir grunsamlegt að
þú hefur aldrei beðið mig
að hætta að reykja, væna
mín...
HÖGNI HREKKVfSI
„ J>'a, ElblMir T pEGAe. HAHhJ VAR /4£>
ÚTHLUTA l/EjeÐLAUNUHUM... "
BREF TIL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Eru hálaunamenniriiir í ASÍ?
Frá Hólmgeiri Björnssyni:
Mikið írafár greip um sig út af
nýlegum úrskurði Kjaradóms. Eng-
inn virðist þó halda því fram, að
dómurinn sé óréttmætur miðað við
þær forsendur, sem gefnar voru. Að
endingu var ákveðið að breyta lögum
og láta dæma að nýju eftir nýjum
forsendum. Engan hef ég þó heyrt
ía að því, að breyta þurfi þeim að-
stæðum, sem leiddu til hinnar um-
deildu dómsniðurstöðu, að breyta
þurfí tekjuskiptingunni. Hvers
vegna? Ásmundur virðist beinlínis
telja óæskilegt, að hróflað verði við
því kerfí, sem veldur hinum mikla
kjaramun, einnig innan ASÍ. Ög-
mundur hneykslast á áttföldum lau-
namun í ríkiskerfínu. En fréttir af
háum tekjum fjölda manna í þjóð-
félaginu hafa vakið grunsemdir um,
að launamunur sé a.m.k. tvítugfald-
ur. Hvað um það? Hvers vegna er
svona miklu ósiðlegra að prestar og
dómarar fái þokkaleg eða jafnvel há
laun en að lykilmenn hjá fyrirtækja-
blöðrum fái svimandi há laun? Og
svo fara fyrirtækin á hausinn vegna
þess að þau stóðu ekki undir þessum
háu launum.
Ógöngumar í kjaramálum ríkis-
starfsmanna eru áratuga gamlar.
Ærið oft hefur viðkvæðið verið, að
einmitt nú séu aðstæður með þeim
hætti að úrbótum verði að slá á frest.
Ég leyfi mér að halda því fram, að
ASÍ sé einn helsti sökudólgurinn, svo
og ýmsir háværir lýðskrumarar úr
hópi stjómmálamanna, sem leita at-
kvæða. Hér á ámm áður lá ASI á
því lúalagi að semja um kauplækkun
hópa utan sinna vébanda með hjálp
verðbólgunnar, en gætti þess vand-
lega að enginn innan vébanda þess
missti spón úr aski sínum, þótt þar
væri margan hálaunamanninn að
fínna samkvæmt þeim skýrslum, sem
kjararannsóknanefnd birti. Og auð-
vitað hafa fjármálaráðherrar allra
tíma verið guðs lifandi fegnir, launa-
kostnaður ríkisins hefur minnkað.
Þó ekki eins og vænta mætti. Þrýst-
ingurinn á laun ríkisstarfsmanna
hefur haft þau áhrif sem títt er um
óeðlilegar þvingunaraðgerðir. Þrýst-
ingurinn leitar út. í sumum greinum
hefur ríkinu haldist illa á hæfum
starfskröftum. Mestu vandræðunum
hefur þó verið afstýrt með því að
upp hefur sprottið óskipulagt kerfi
af aukagreiðslum, en þar sitja ekki
allir við sama borð. Vart er um not-
hæfan mælikvarða að ræða til að
meta mismunandi vinnuframlag
manna í sambærilegri stöðu til launa.
Með hinum umdeilda úrskurði tók
Kjaradómur frumkvæði til að bæta
úr þessu ófremdarástandi. Hann
leiddi m.a. til lækkunar launa þeirra,
sem mestar höfðu aukagreiðslumar.
Það orð hefur legið á, að kjara-
munur í þjóðfélaginu fari vaxandi.
Jón Sigurðsson ráðherra leitaðist
nýlega við að sýna fram á, að þessi
þróun hafi ekki verið merkjanleg
nýliðin fimm ár. En það hafa einmitt
verið ár stöðnunar. Hvað um næstu
fímm árin á undan? Það voru ár
þenslu, þegar eytt var langt umfram
efni og ríkisstjómin hafði litla til-
burði til að hafa stjórn á efnahags-
málum, nema að sitja á kosti starfs-
manna sinna. Þá varð til Stöð 2, sem
að margra dómi gekk á undan í
þenslunni með því að kaupa til sín
starfmenn með óhóflegum yfírborg-
unum og var rekin með halla. Á
Frá ÞórðiE. Halldórssyni:
I Morgunblaðinu frá fimmta júlí
birtist eftir mig smágrein, er ég kaus
að nefna: „Hvað er mengun?" Aðal-
lega mótmælti ég þar innrás hvarfak-
útanna og sagði að yfirleitt væri
ekki hér á landi neitt um mengun
að ræða, að ráði.
Vegna verulegrar gagnrýni íjöl-
miðla hér á landi um þátttöku Islend-
inga í ráðstefnunni í Ríó, sællar
minningar, þar sem um 40-50
manns héðan áttu að mæta, en urðu
endanlega ekki nema 14, var við
heimkomu þátttakenda talið nauð-
synlegt að stofna til fundar, sem
haldinn var í Odda, húsi Háskólans,
til að skýra frá afrekum Ríó-ráð-
stefnunnar.
Frummælendur á fundinum voru
auðvitað umhverfísráðherra, Eiður
Guðnason, Jón Gunnar Ottósson,
deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu
og síðast en ekki síst forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir. í DV frá 2.
júlí sl. segir orðrétt, haft eftir forset-
anum: „Sumir hugsa með klofnu
þessum tíma var skattlagningu og
gjöldum breytt til þess að fyrirtæki
gætu styrkt stöðu sína. Þau notuðu
tækifærið hins vegar hvað helst til
yfírboða á vinnumarkaði og stuðluðu
með því að óróleika og verðbólgu.
Hvers vegna vill ASÍ ekki ráðast
að rótum vandans? Tækist að lækka
laun 1.000 hátekjumanna um
100.000 á mánuði yrðu þeir samt
tekjuhærri en forseti vor eftir Kjara-
dóm, mætti hækka 10.000 manns
um 10.000 á mánuði hvern, það
munar um minna. Úrskurður Kjara-
dóms er þrátt fyrir allt spor í þessa
átt, þótt deila megi um, hvernig kúfn-
um var ráðstafað. Hátekjuskattur
kemur ekki að sama haldi, hann
mildar sjúkdómseinkennið en hróflar
ekki við meininu. Skyldi ástæðan
vera, að alltof margir hátekjumann-
anna séu innan ASI? Eða ber forseti
ASI hag félaga sinna í VSÍ svona
mikið fyrir brjósti?
Hvers vegna?
HÓLMGEIR BJÖRNSSON,
Hraunbæ 104, Reykjavík.
höfði, það er umhugsunarvert hvað
menn hafa verið tregir að fagna ár-
angri af ráðstefnunni og menn hafa
þetta jafnvel í flimtingum", sagði
Vigdís Flnnbogadóttir, forseti Is-
lands. Vigdís kvaðst vera ánægð með
þennan árangur sem hefði náðst á
ráðstefnunni og benti á að umhverf-
ismál yrðu aðalmál komandi kyn-
slóða. „Gjafír eru ykkur gefnar“,
sagði eitt sinn merk kona. Til þess-
ara orða hlýtur okkur „klofnum
hausum" að verða hugsað þegar
okkur, sem höfum dregið í efa gagn-
semi ráðstefnunnar, berast þessar
hugnæmu kveðjur frá forsetanum.
Því ber að fagna að forsetinn er
ánægður með árangurinn af ráð-
stefnunni, og alveg sérstaklega að
láta okkur vita að aðalmál komandi
kynslóða yrðu umhverfísmál. Uppí
þau vísindi hefðu sennilega okkar
klofnu höfuð aldrei náð án náðarsam-
legrar leiðbeiningar forsetans.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON
Sólheimum 25, Reykjavík
Að hugsa með klofnu höfði
Yíkveiji skrifar
Margt bendir til þess, að for-
setakosningamar í Banda-
ríkjunum í nóvember n.k. verði
óvenju spennandi og meiri spuming
um úrslit en verið hefur, sennilega
frá því að Reagan felldi Carter.
Flokksþing demókrata stendur nú
yfir og á því koma þeir sér saman
um framboð tveggja ungra og
kraftmikilla stjórnmálamanna.
Vaxandi efasemda gætir um það í
Bandaríkjunum, hvort Bush nái
endurkjöri og orð er á því haft, að
hann virðist ekki vita að hveiju
hann vilji stefna á nýju kjörtíma-
bili. Yfirlýsingar hans á opinberum
vettvangi þykja ómarkvissar. Ný-
lega birti bandaríska dagblaðið
Washington Post eftirfarandi um-
mæli úr ræðu, sem Bush hélt fyrir
nokkm en þessi beina tilvitnun í
ræðu forsetans gefur nokkra hug-
mynd um, hvað átt er við með
ómarkvissu tali hans:
„Og ég mundi aftur nefna heims-
frið sem nokkuð, sem er mjög mikil-
vægt. Það er ekkert um það talað,
ég fæ ekki séð að fjölmiðlar fjalli
neitt um hann, en við náðum...þið
spurðuð hvað klukkan er og ég er
að segja ykkur hvernig á að búa
til klukku...en Boris Yeltsin var hér
í heimsókn um dagjnn. Og ég minn-
ist kosningaferða minna í Iowa fyr-
ir mörgum ámm og hvernig þar
var....Iowa er, ég nefni Iowa sér-
staklega, alþjóðlegt fylki að sumu
leyti og hefur mikinn áhuga á þess-
um málum öllum....og Yeltsin var
hér í Rósagarðinum og við gerðum
samning um að eyða stærstu og
mest ógnvekjandi eldflaugunum.“
xxx
Annars er ástæða til að beina
athyglinni ekkert síður að
málefnaumfjöllun flokksþinga
demókrata og repúblikana en þeim
einstaklingum, sem verða í forystu
í forsetakosningunum. Það er engin
spurning um, að Bandaríkjamenn
standa á tímamótum. Kalda stríðinu
er lokið. Athyglin beinist meira og
meira að innanlandsmálum. Meðan
baráttan við kommúnismann stóð
yfír höfðu menn ekki orku til að
fylgjast með því, sem var að gerast
á heimavelli. Nú blasa afleiðingar
þess við: bandarískt þjóðfélag er í
upplausn eins og óeirðirnar í Los
Angeles í vor báru vitni um.
Vera má, að í þessu sé vandi
Bush og repúblikana fólginn. Þeir
hafa ekki áttað sig á því, sem er
að gerast í kringum þá og tala þess
vegna ekki um þau málefni, sem
almenningur er mest að hugsa um.
xxx
Ein afleiðing þessa er sú, að það
er útbreidd skoðun meðal
áhrifamanna í Bandaríkjunum og
raunar almennings einnig, að ekki
komi til greina, að Bandaríkjamenn
fjármagni að nokkru ráði uppbygg-
ingu Austur-Evrópu og fyrrum lýð-
velda Sovétríkjanna. Þeir líta svo
á, að nú sé komið að Evrópuríkjun-
um að opna budduna.
Með sama hætti er óraunsætt
með öllu að halda, að umsvif Banda-
ríkjamanna verði jafnmikil á Kefla-
víkurflugvelli og þau hafa verið.
Framkvæmdir varnarliðsins og
starfsemi öll munu dragast saman
og bezt að menn geri sér grein fyr-
ir því strax, ekki sízt íslenzkir
starfsmenn varnarliðsins, starfs-
menn Aðalverktaka og Suðurnesja-
menn yfirleitt.