Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.07.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1992 BOTNDÝRARANNSOKNIR VIÐ ISLANDSSTRENDUR Jörundur Svavarsson sýnir krossfiska og smákrabba sem upp komu við sýnatöku. í þessum leiðangri sagði Jörundur að gerðar hefðu verið athuganir á 50 stöðum og tæki sett í sjó alls 200 sinnum. Við gagnasöfnun væri not- Mikilvægt samstarf LEIÐANGURSSTJÓRI f þessari ferð til botndýrarannsókna við Norður- land er Torleiv Brattegard, prófessor við sjávarlíffræðideild Björgvipj- arháskóla. Hann sagði að þessi rannsókn, sem gengur undir alþjóðlega nafninu BIOICE, væri unnin í framhaldi af hliðstæðum botnrannsókn- um við Færeyjar (BIOFAR). Brattegard sagði að rannsóknar- leiðangurinn hefði gengið afar vel, veður hefði verið ákjósanlegt, en rannsóknir af þessu tagi væri ekki hægt að stunda nema veður væri stillt og gott. Þá hefði aflast afar mikið af mjög fjölbeyttum sýnum. Hann sagði að rannsóknaskipið Hákon Mosby væri að jafnaði við rannsóknir í 300 daga á ári, mest við Norðurlönd. Það hefði til dæmis tekið þátt í botndýrarannsóknunum við Færeyjar og hefði svo komið hingað til lands í frumkönnunarleið- angur á síðasta ári. Skipið hefði að vísu farið mjög víða til rannsókna, meðal annars að Grænlandsströnd- um og allt vestur til Bandarikjanna. Leiðangursmenn væru ekki alltaf jafnheppnir með veður og nú við ís- land. I leiðangri við Grænland fyrir TAXI °/ LEIGUBÍLL ER ÓDÝRARI EN ÞÚ HELDUR nokkru hefði gert versta veður og mikinn sjó svo öllum opum hefði verið rammlega lokað en brot hefði riðið yfir skipið og mölvað þykka hurð sem var fyrir tækjasalnum. Maður sem setið hefði við tölvur þar hefði skyndilega setið í jökulköldum sjó upp fyrir axlir og sjórinn hefði gengið niður um allt skip. Talsvert hefði eyðilagst af tækjum sem sjórinn hefði náð að bleyta. Brattegard sýndi fréttamönnum skipið sem er vel búið tækjum og auk þess er um borð setustofa sem er jafnframt bókasafn og sjónvarps- herbergi og þar hafa skipveijar að auki aðstöðu til líkamsþjálfunar. í vinnslusal skipsins sýndi hann af- rakstur leiðangursins, fjölmargar tunnur fullar af smærri ílátum þar sem geymd eru sýni þau sem upp hafa komið. Alls er þetta um eitt tonn af botndýrum og fleira botn- efni. Sýnin fara nú til frumgreining- ar í hinni nýju greiningarstöð í Sand- gerði. Að sögn Brattegard er rannsókna- skipið rekið af norska ríkinu og Björgvinjarháskóla og fyrst og fremst ætlað það hlutverk að vinna að rannsóknum fyrir norska ríkið. Hann sagðist þó telja þátttöku í norr- ænni samvinnu afar mikilvæga og ekki síður að skipið og vísindamenn sem tengdust því hefðu átt talsverð- an þátt í alþjóðlegri samvinnu að sjávarlífsrannsóknum. Fyrsta rannsókn á íslenskri botndýraflóru í hundrað ár NORSKA rannsóknaskipið Hákon Mosby hefur að undanfömu verið í rannsóknaleiðangri fyrir Norðurlandi. Tekin hafa verið sýni af botn- dýraflóru allt frá 30 metra dýpi og út á rúmlega 1000 metra. För skipsins er þáttur i rannsóknaverkefninu Botndýr á íslandsmiðum sem íslenskir og erlendir vfsindamenn vinna nú að. Verkefnið er unnið á vegum umhverfisráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar, Liffræðistofn- unar Háskóla íslands, Náttúrufræðistofnunar islands og Sjávarútvegs- stofnunar Háskóla íslands. Úrvinnsla sýna fer fram í sérstakri frum- greiningarstöð sem verið er að koma á fót i Sandgerði og siðan verða nánari rannsóknir unnar á ýmsum sérfræðistofnunum. Formaður verk- efnissljórnar er Jón Gunnar Ottósson, í umhverfisráðuneytinu. Leiðangursmenn komu til Dalvík- ur á föstudag þar sem þeir kynntu verkefnið og vinnuaðferðir fyrir fréttamönnum. Auk vísindamann- anna um borð voru meðal annarra viðstaddir Eiður Guðnason umhverf- isráðherra og Jón Gunnar Ottósson, formaður verkefnisstjómar. Leið- angursstjórinn, Torleiv Brattegard frá Sjávarlíffræðideild Björvinjarhá- skóla og Jörundur Svavarsson, líf- fræðingur hjá Líffræðistofnun Há- skóla Islands, talsmaður rannsókna- manna, kynntu rannsóknarverkefn- ið. Síðan var siglt úr höfn, tækjabún- aður rannsóknaskipsins Hákon Mosby sýndur og tekin sýni af botni út með strönd Eyjafjarðar. Jörundur Svavarsson kynnti leið- angursmenn sem eru þrettán talsins frá íslandi, Noregi, Danmörku og Þýskalandi. Hann sagði að botndýra- rannsóknir við ísland væru afar stórt viðfangsefni. Áætlað væri að sýna- taka tæki allt að því fjögur ár og tvö rannsóknaskip myndu vera við sýna- töku á hveiju ári, í viku til hálfan mánuð í senn. Að þessu sinni hefði verið könnuð botndýraflóra á svæð- inu frá Öxarfjarðardjúpi að austan að Skaga í vestri. f stórum dráttum væri þetta svæðið á milli 16. og 20. gráðu og sýni hefðu verið tekin allt út á rúmlega 1000 metra dýpi. Að sögn Jörundar má segja að þetta sé frumkönnun á botndýraflóru við ísland, en engar skipulegar rann- sóknir hafa farið fram á þessu sviði frá því í Ingolf-leiðangrinum sem farinn var 1896. Því mætti segja að þetta svið hefði verið órannsakað í 100 ár ef frá væru taldar rannsókn- ir á nýtanlegum botnlægum dýra- stofnum. Jörundur sagði um þennan leið- angur að komið hefði á óvart geysi- mikill munur á lífríki vestan og aust- an Kolbeinseyjar. Austan við Kol- beinseyjarhrygginn væri lífríkið miklum mun Qölskrúðugra en vestan hans og á þvf væru enn ekki til nein- ar skýringar. Þær fyndust væntan- lega við nánari rannsóknir sýna. Þá hefði og komið á óvart hversu gríðar- lega mikil tegundaauðgi hefði fund- ist á grunnslóð, einkanlega á Fljóta- grunni og Grímseyjarsundi. Þar væri dýrðleg botndýraflóra. Hann sagði að meðal þess sem komið hefði í ljós í þörungabendunni leynast seiði, ormar, smákrabbar, kuðungar, skeljar, svampar og krossfiskar. við þessa frumrannsókn væri að á grunnslóð við norðurströnd íslands fyndust tegundir sem jafnan fymdust einungis á djúpslóð. Morgunblaðið/Sverrir Páll Eiður Guðnason umhverfisráðherra og Jón Gunnar Ottósson verkefn- isstjóri á tali við vísindamenn um borð i Hákon Mosby Torleiv Brattegard ieiðangursstjóri: aður ýmiss búnaður, sleðar sem dregnir væru eftir botni í ákveðinn tíma og söfnuðu í sig sýnum, botn- greipar sem tækju upp ákveðna stærð af botnfleti, en þannig mætti kortleggja fjölda einstaklinga á af- mörkuðum svæðum. Einnig væru notaðar neðansjávarmyndavélar og tæki til að mæla seltu, efnasamsetn- ingu og hitastig. Beitt væri þeim aðferðum sem henta þættu best á hveijum stað. Á botninum við ísland væri mjög fjölbreytt hitastig og botn- hitinn segði mjög til um það jhvaða líf hrærðist á hveijum stað. Á þús- und metra dýpi væri hitinn -0,4 gráð- ur, hinn sami og á botni Norður- íshafsins. Jörundur sagði að sýni úr leið- angri þessum og þeim sem á eftir færu yrðu flutt til Sandgerðis, þar sem unnið er að því að koma á fót frumgreiningarstöð. Síðan færu sýn- in til nánari rannsóknar á ýmsum þeim stofnunum sem að rannsókna- verkefninu stæðu. Gera mætti því skóna að í heild myndu að minnsta kosti 60-70 sérfræðingar annast þessar rannsóknir á sjó og í landi. Jörundur tók fram að þessi rann- sókn beindist ekki beinlinis að því að kanna eða finna nýtanlega dýra- stofna. Hins vegar væru athuganir af þessu tagp afar nauðsynlegar til að átta mætti sig á lífkeðjunni og margt af því sem fyndist í þessum athugunum gæti nýst þótt óbeint væri. Til dæmis væri hér mikið um svampa en þeir framleiddu meðal annars efni sem nýst gætu í iðnaði. Einhver merkasta rann- sóknin við Island núna - segir umhverfisráðherra EIÐUR Guðnason umhverfisráðherra telur rannsóknaverkefnið Botn- dýr á íslandsmiðum eitt merkasta viðfangsefni íslenskra vísindamanna um þessar mundir. Miklar vonir séu bundnar við að niðurstöður þess geti reynst hagkvæmar íslenskum atvinnuvegi auk þess að veita gagn- merkar upplýsingar um náttúru hafsins umhverfis landið. Umhverfísráðherra sagði að rann- sóknir á botndýraflórunni hlytu að teljast markverðar. Nauðsynlegt væri fyrir sjávarútvegsþjóð að kunna góð skil á lífríkinu í sjónum umhverf- is land sitt og ekki síður að þekkja botn hafsins. Þá væri afar mikilvægt samstarf þeirra stofnana sem að rannsókninni stæðu og ekki síður þátttaka norrænna vísindamanna, en Háskólinn í Björgvin léti til dæmis rannsóknaskipið í té endurgjalds- laust. Jón Gunnar Ottósson: Gagnmerk samvinna margra ólíkra stofnana Jón Gunnar Ottósson verkefnisstjóri botndýrarannsóknanna sagði að þetta stóra verkefni tæki í allt að minnsta kosti 6 ár. Hann gat þess sérstaklega að hér ynnu saman að einu verkefni stofnanir sem ekki hefðu áður starfað mikið saman og auk þess stæðu vonir til að fjöl- margir vísindamenn viðs vegar um heim tækju þátt í rannsóknunum á síðari stigum. og á sama tíma færi af stað síðari rannsóknarleiðangur þessa árs til sýnasöfnunar. Þannig yrði svo haldið áfram með tvo leiðangra á ári og leitast við að kortleggja botndýra- flóru í efnahagslögsögu landsins, kanna tegundir, áætla fjölda ein- staklinga og búa til gagnagrunn sem nýta mætti í framtíðinni. Jón Gunnar sagði að þótt sýnatak- an tæki 3-4 ár mætti búast við að úrvinnsla og rannsóknir á síðari stig- um tækju mun lengri tíma, Fyrirhug- að væri að frumflokkun hæfíst í Sandgerði í september á þessu ári Morgunblaðið/Sverrir Páll Torleif Brattegard ræðir við umhverfisráðherra. Jón Gunnar sagðist fagna því sér- staklega hve vel samvinna þeirra stofnana sem að rannsóknunum ynnu gengi. Heildarkostnaður við verkefnið á þessu ári væri um 30 milljónir króna, þar af legði ríkið til 3 milljónir, Norðmenn legðu til rann- sóknarskip og að öðru leyti væri verkefnið kostað af öðrum stofnun- um. Hann kvaðst þess fullviss að þegar frumflokkun sýna væri lokið vaknaði áhugi vísindamanna víða um heim á að taka þátt í nánari rann- sóknum, ýmist með því að koma hingað til lands og vinna við stofnan- ir hér eða fá sýni send til útlanda. Verkefnið væri afskaplega merkilegt og telja mætti öruggt að hér fyndist fíöldi nýrra og forvitnilegra tegunda, jafnvel svo skipti hundruðum. Þess vegna mætti ætla að þetta yrði ekki eingöngu norrænt eða íslenskt verk- efni heldur þegar allt kæmi til alls alþjóðlegt. TILBOÐ VÖNDUÐ TEPPIÍ MIKIÐ ÚRVAL BETRAVERÐ TEPPAVERSLUH FRIÐRIKS BERTELSEN FÁKAFENI 9 SÍMI: 68 62 66

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.