Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 47

Morgunblaðið - 14.07.1992, Page 47
ier um .tt íiuoAcniLði;-)^ t kj i*>r :t )tv MORGUNBLAÐIÐ'ÞEIÐJUDAGUR T4. JÚLÍ 1992 47 Bíldudalur: Óskað eftir að Útgerðarfé- lagið leigi Fiskvinnsluna Búist við gjaldþrotabeiðni eftir stjórnarfund Fiskvinnslunnar Bíldudal. BÚIST er við að á stjórnarfundi í Fiskvinnslunni á Bíldudal hf. í dag verði ákveðið að óska eftir gjaldþrotaskiptura vegna ein- dreginnar kröfu Landsbanka Is- lands. Á fundi forráðamanna Fiskvinnslunnar og stjórnar Landsbankans, sem haldinn var sl. föstudag, óskuðu forráða- menn Fiskvinnslunnar eftir því að Útgerðarfélag Bílddælinga hf., tæki eignir Fiskvinnslunnar á leigu tímabundið og að bank- inn veitti því afurðalánavið- skipti. Stjórn Landsbankans gaf Fiskvinnslunni svar í gærmorg- un og fór fram á skilyrðislaust gjaldþrot fyrirtækisins, en bank- inn væri til viðræðu um að Út- gerðarfélag Bílddælinga hf., taki eignir Fiskvinnslunnar á leigu. Utgerðarfélag Bílddælinga hf. er dótturfyrirtæki Fiskvinnslunnar hf. og hafa fyrirtækin verið rekin sem ein heild. Útgerðarfélagið á togarann Sölva Bjamason og bát- inn Geysi. Magnús Bjömsson stjórnarfor- maður Fiskvinnslunnar hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það væri lykilatriði að komast í bankaviðskipti að nýju. „Ég er mjög sáttur við þessa lausn, að því undanskyldu að það er vonlaust að bjarga Fiskvinnslunni,“ sagði Magnús. Ennfremur sagði Magnús að bankinn hafi alfarið hafnað beiðni um að veita Fiskvinnslunni auka afurðalán út á þær afurðir sem til eru og því væri það þrota- búið sem greiðir starfsfólkinu laun. Hugmyndir um leigutíma hafa verið nefndar tveir mánuðir, eða út kvótaárið sem líkur 1. septem- ber. Öllu starfsfólki Fiskvinnslunn- ar verður gefínn kostur á að halda áfram sinni vinnu. Stjóm Verkalýðs- og sjómanna- félagsins Vamar á Bíldudal boðaði til fundar í gærdag þar sem hug- myndir forráðamanna fyrirtækisins voru ræddar. Engin niðurstaða fékkst en fólk skiptist á skoðunum og ræddi réttarstöðu sína og upp- sagnarfrest sem er einn mánuður. Á fundinum kom m.a. fram að þó Landsbankinn sé ekki til viðræðu um að veita Fiskvinnslunni hf. af- urðalán til að gera upp við starfs- fólkið væri bankinn tilbúinn til að veita starfsfólkinu lán þar til laun- in fást greidd úr þrotabúinu. R. Schmidt. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Frá Bíldudal, frystihús Fiskvinnslunnar hf. er fyrir miðri mynd. Fjórðungssamband Vestfirðinga fundar um atvinmimál: Hámarksafli þorsks verði ekki undir 250 þúsund lestir Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja verði lækkaðar Bíldudal. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Sveitarstjórnarmenn og tveir þingmenn Vestfjarða funda á Bíldud- al um atvinnumál á Vestfjörðum, Eiríkur Finnur Greipsson frá Flat- eyri í ræðustóli. STJÓRN Fjórðungssambands Vestfjarða boðaði til fundar með fulltrúum vestfirskra sveit- arsljórna og þingmanna á Bíldudal í gærdag um atvinnu- mál á Vestfjörðum. Á fundinum var samþykkt ályktun í sex lið- um ásamt greinargerð, sem send verður sljómvöldum. Fundurinn ályktaði eftirfarandi um atvinnumál: „í fyrsta lagi, há- marksafli þorsks á næsta fiskveiði- ári verði ekki minni en 250 þúsund lestir. í öðru lagi, tekið verður til- lit til sérstöðu Vestfirðinga við út- hlutun aflaheimilda, m.a. með aflaúthlutun úr Hagræðingasjóði sjávarútvegsins. í þriðja lagi, ekki verði afnumin heimild til tvöföldun- ar á aflaheimildum línubáta né krókaleyfí afnumin. í fjórða lagi, með opinberum aðgerðum verði lækkaðar skuldir sjávarútvegsfyr- irtækja. 1 fimmta lagi, veitt verði fé til hagræðingar í sjávarútvegi og aðgerðum fylgt eftir á markviss- an hátt. í sjötta lagi, hvalveiðar og hrefnuveriðar verði heimilaðar strax.“ í greinagerð segir: „Hér á und- anförnum árum hefur fiskvinnsla og veiðar verið rekið með halla með þeim afleiðingum að flest fyr- irtæki í atvinnugreininni eru nú svo skuldsett að þau riða til fálls. Ef fer fram sem horfir blasir hrun heilla landshluta við með ófyrirsjá- anlegum afleiðingum fyrir þjóðina, m.a. mundi það hafa í för með sér upplausn og meiri búferlaflutning en áður eru dæmi um, jafnvel til annarra landa. Ástandið er sérstak- lega uggvænlegt á Vestfjörðum. Ástæða þessarar stöðu er einkum eftirfarandi: í fyrsta lagi- fiskveiði- stefnan; forsenda byggðar á Vest- fjörðum er og hefur verið nálægð við auðug fískimið, þessari for- sendu er kippt burt með núverandi fiskveiðistefnu þar sem ákveðnum kvóta er úthlutað á skip og fjar- lægð frá miðum ekki lengur látin skipta höfuðmáli þrátt fyrir þjóð- hagslega hagkvæmni þess. Vest- firðingar eru háðari þorskafla en aðrir landsmenn. Skerðing þors- kveiðiheimilda hefur því komið afar hart niður á fyrirtækjum og byggð- um þar. Þá hefur hlutur Vestfírð- inga verið fyrir borð borinn með úthlutun grálúðu og rækjukvóta. í öðru lagi, gengisskráning hefur verið útflutningsgreininni afar óhagstæð þannig að þau hafa safn- að skuldum. í þriðja lagi, háir raun- vextir og fjármagnskostnaður hafa þannig aukið á vandann.“ í samtali fréttaritara við Jóhann T. Bjarnason framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga sagði hann að Bíldudalur hafi verið valinn sem fundarstaður með tilliti til ástandsins sem þar ríkir, en ályktunin miðaðist við stöðuna á Vestfjörðum öllum. R. Schmidt. Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður afhendir Árna Jónssyni formanni Gigtarfélags íslands eintak af fræðslumyndum Gigtarfélags- ins. Á milli þeirra standa Frosti F. Jóhannsson framkvæmdastjóri Norræna gigtarársins á íslandi og Bryndís Krisljánsdóttir sem sömdu handritið en Frosti hafði jafnframt umsjón með gerð myndanna. Fræðslumynd gerð á Norrænu gigtarári í TILEFNI af Norræna gigtarárinu hefur Gigtarfélag íslands látið gera 26 mínútna fræðslumynd um gigt. Myndin skiptist í fimm kafla og í fyrsta þættinum er gigt skilgreind og sagt frá helstu einkennum hennar og skiptingu í flokka. í öðrum þætti er fjallað um beinþynn- ingu og sagt frá einkennum hennar. í stuttum kafla um iktsýki (lang- vinna liðagigt) er sagt frá einkennum og tíðni hennar, meðferð, sjúk- dómshorfum og orsökum sjúkdómsins, fjórði þátturinn fjallar um sjúkra- og iðjuþjálfun. í síðasta þættinum er rætt um mikilvægi gigt- arrannsókna, hvar þær eru stundaðar hérlendis og greint frá sér- stöðu íslands á þessu sviði. Fjórir kaflar hafa verið klipptir út úr myndinni og er miðað við að hver og einn þeirra verði sýndur sjálfstætt. Þeir sem áhuga hafa á að fá myndirnar lánaðar geta snúið sér til Gigtarfélags íslands og feng- ið þær á myndbandi. Markmið kvikmyndanna er m.a. að gera almenning meðvitaðan um hvað gigt er og að það er í vissum tilvikum mögulegt að fyrirbyggja hana með skynsömum lífsstíl (m.a. hæfilegri hreyfingu og hollu matar- æði). Með myndunum er einnig ætlunin að vekja athygli á því að gigt kostar samfélagið stórfé sem hægt er að nýta betur og að góðar líkur eru á því að það verði mögu- legt í náinni framtíð að koma í veg fyrir alvarlegustu og dýrustu gigt- arsjúkdómana ef rannsóknir verða efldar. Þá er það og markmið mynd- anna að benda á það að ísland hef- ur sérstöðu hvað gigtarrannsóknir varðar. Umsjón með gerð myndanna hafði Frosti F. Jóhannsson fram- kvæmdastjóri Norræna gigtarárs- ins á íslandi og hann samdi einnig handrit ásamt Bryndísi Kristjáns- dóttur að höfðu samráði við fjölda fagaðila. Tónlistin í myndinni er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, tónskáld. Valdimar Leifsson annað- ist kvikmyndastjóm. (llr fréttatilkynningu) VAOIP8 Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, PVNGR! OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA t>. Þ0B6BIMSS0H & CB ÁRMÚLA29, SfMI 38640 VANN ÞIN ■ ■ FJOLSKVLDA? Heildarvinningsupphæðin : 86.140.623 kr. 28. lelkvika 11.-12 Röðin :122-X12-21X-2222 13 réttir: 159raöirá 12 réttir: 5.228 raöirá 11 réttir: 55.112 raöirá 10 réttir: 215.218 raöir á 146.270-kr. 2.800 - kr. 280 - kr. 0 - kr. í þriöja skipti á fjórum vikum ftyst vinningsupphæðin fyrir 10 rétta yfir á fyrsta vinning næstu viku. Þaö er þvi stórpottur um næstu helgi hjá íslenkum getraunum og ætla má aö fyrsti vinningur veröi nálægt 60 milljónum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.