Morgunblaðið - 08.08.1992, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
Engin aðgengileg
tilboð hafa bor-
ist í Súðarvog 6
Sölutap ríkissjóðs 63 milljónir króna
FASTEIGNIN Súðarvogur 6 í eigu Sláturfélags Suðurlands hefur
verið til sölu frá því í marsmánuði 1991, eða allt frá því að fast-
eignin gekk upp í makaskiptasamning Sláturfélagsins og ríkis-
sjóðs, sem jafnframt fól í sér að ríkissjóður eignaðist fasteign SS
í Laugamesi.
Hjalti Hjaltason, fjármálastjóri
SS, sagði að eitthvað hefði verið
spurst fyrir um fasteignina en ekk-
ert tilboð komið í hana sem hægt
hefði verið að ganga að. Settar eru
75 milljónir kr. á fasteignina, en
árið 1990 keypti ríkissjóður sömu
eign af Ingimundi hf. á 117,4 millj-
ónir króna.
Forsaga þess að fasteignin Súð-
arvogur 6 komst í eigu SS er löng
og kostnaðarsöm fyrir ríkissjóð. I
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
fjárhagsstöðu ríkisábyrgðasjóðs
kemur fram að í október 1985
gerði þáverandi fjármálaráðherra
samkomulag við Sigló hf. á Siglu-
firði, sem fól í sér að öllum kröfum
ríkissjóðs á félagið skyldi breytt í
15 ára lán sem yrði afborgunar-
laust fyrstu 5 árin. Höfuðstóll láns-
ins nam um 31 milljón króna, verð-
tryggður með 5% vöxtum.
en á móti keypti ríkissjóður eignir
Ingimundar hf. að Súðarvogi 6 á
117,5 milljónir kr.
Þá liggur fyrir að ríkissjóður
seldi eignir Ingimundar hf. að Súð-
arvogi 27. mars 1991 til Sláturfé-
lags Suðurlands fyrir 54,5 milljón-
ir kr. Sölutap ríkissjóðs vegna
þeirrar eignar nemur 63 milljónum
kr. og heildarframlag ríkissjóðs
vegna Sigló hf. nemur þannig um
174,9 milljónum kr. Sigló hf. hefur
verið lýst gjaldþrota og nam krafa
ríkissjóðs á félagið um síðustu ára-
mót um 88 milljónum kr. Yfírgnæf-
andi líkur eru á að um 85 milljón-
ir kr. tapist og leggur Ríkisendur-
skoðun til að sú fjárhæð verði af-
skrifuð.
Morgunblaðið/KGA
KA og Valur í úrslit
Valur sigraði Fylki 4:2 í Árbænum og KA sigraði Akurnesinga 2:0 á
Akureyri, í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. KA-
menn komast nú í fyrsta skipti í úrslit bikarkeppninnar, en þeir hafa
lagt hvert toppliðið af öðru á leið sinni í úrslitaleikinn. Valsmenn héldu
sigurgöngu sinni í bikamum áfram, en þeir eru núverandi bikarmeistar-
ar. Á myndinni beijast Einar Páll Tómasson Val, og Baldur Bjarnason
Fylki, um boltann í leiknum í Árbænum í gærkvöldi.
Kröfu um slit Fjölmiðlunar sf. vísað til afgreiðslu stjómar:
Langur sáttafundur að
afloknum hluthafafundi
HLUTHAFAFUNDUR Fjölmiðlunar sf. sem hófst um hádegi í gær
stóð aðeins yfir i hálftíma en að honum loknum settust eigendur
úr hópi meirihluta og minnihluta innan félagsins niður á löngum
sáttafundi sem stóð til kl. 18. Verður þeim viðræðum haldið áfram
á mánudag samkvæmt upplýsingum Jóhanns J. Ólafssonar, stjórnar-
formanns félagsins. „Það er verið að vinna að sáttum á milli manna,“
sagði hann. „Aðilar málsins vinna að því hörðum höndum að reyna
að leysa þá hnúta sem myndast hafa og ég á von á því áð menn
reyni heils hugar að ná endum saman," sagði Jóhann Óli Guðmunds-
son, einn eigenda Fjölmiðlunar sf. að fundinum loknum.
í október 1989 keypti ríkissjóður
fasteign Sigló hf. á nauðungarupp-
boði fyrir 90 milljónir kr. Eignin
var keypt með það fyrir augum
að tryggja kröfu ríkissjóðs á 13.
veðrétti, sem á uppboðsdegi nam
64,4 milljónum kr. Yfirtekin lán
ríkissjóð að 13. veðrétti námu 87,4
milljónum kr. Þá nam útlagður
viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna
kaupanna 2,8 milljónum kr. Ríkis-
sjóður fékk því ekkert upp í kröfu
sína á 13. veðrétti.
Ennfremur keypti ríkissjóður
vélar og tæki Sigló hf. að fjárhæð
29,7 milljónir kr. Kostnaður ríkis-
sjóðs vegna kaupa á eignum Sigló
hf. ásamt tapaðri kröfu hans í
þrotabúið nam því 186,9 milljónum
kr. Þann 4. september 1990 gerðu
ríkissjóður og Ingimundur hf. í
Reykjavík með sér makaskipta-
samning. Samkvæmt þeim samn-
ingi seldi ríkissjóður Ingimundi hf.
eignir Sigló hf. á 75 milljónir kr.
Hluthafar í félaginu mótmæltu
sölu stjómar félagsins á 150 milljón
króna hlut félagsins í Stöð 2 til
Útheija hf. að sögn Jóhanns Óla
Guðmundssonar og Garðars Sig-
geirssonar. Lögð voru fram skrifleg
mótmæli á fundinum en stjómar-
menn sem stóðu að sölunni héldu
uppi vörnum að sögn Garðars.
„Þetta þýðir að við erum formlega
búnir að hafna þessari sölu því
mennimir höfðu ekkert umboð til
að selja hlut sem þeir áttu ekki,“
sagði hann.
Jóhann J. Ólafsson, stjómarfor-
maður Fjölmiðlunar sf., segir að
engin ákörðun hafí verið tekin á
fundinum í gær og sölu hlutaijárins
hafí ekki verið hafnað en nokkrir
einstaklingar hafi staðfest afstöðu
sína til málsins.
Á fundinum var einnig lögð fram
krafa um að félaginu verði slitið
og var hún tekin til afgreiðslu
stjómar en í framhaldi af því þarf
að gera félagið upp að sögn Jó-
hanns J. Ólafssonar.
Lögbannsbeiðni á sölu hlutabréfa
Fjölmiðlunar sf. til Útheija hf. sem
hópur hluthafa hefur farið fram á
verður tekin fyrir hjá sýslumannin-
um í Reykjavík á mánudag.
Byijað
að breyta
Höllinníá
þessu ári
BREYTINGAR og lagfæringar á
Laugardalshöllinni vegna heims-
meistarakeppninnar í handknatt-
leik sem þar verður haldin 1995
verða hafnar á þessu ári. Sæta-
fjöldi verður aukinn um 1.200,
úr 3.000 í 4.200, auk þess sem
ýmiss konar endurbætur verða
gerðar á höllinni að utan og inn-
an. Að sögn Júlíusar Hafstein,
formanns íþrótta- og tómstunda-
ráðs, er tími kominn til að endur-
bæta Laugardalshöllina og hefði
stærstur hluti lagfæringanna
verið gerður á henni þó heims-
meistarakeppnin hefði ekki verið
haldin hér á landi.
Höllinni verður, að sögn Júlíusar,
breytt úr 3.000 manna húsi í 4.200
manna með því að auka áhorfenda-
rými í suðurhluta hússins, við hlið-
ina á sviðinu, auk þess sem byggð
verður heiðursstúka á sviðinu
sjálfu. Pallar í norðurhluta hússins
verða lengdir og þeim fjölgað. Jafn-
framt verður áhorfendastæðum í
efri sal fjölgað.
Höllin verður auk þess endur-
bætt að öðru leyti, þar á meðal
öryggis- og brunavamamál, salern-
isaðstaða og veitingasala auk þess
sem aðkoma að húsinu og bílastæði
fyrir utan verða bætt.
Áætlaður heildarkostnaður við
breytingarnar er um það bil 60
milljónir króna. „Það er alveg ljóst
að stór hluti af þessu hefði verið
gerður hvort sem keppnin hefði
verið haldin hér eða ekki. Viðbótar-
kostnaður vegna keppninnar beint
er að öllum líkindum milli 20 og
25 milljónir króna,“ segir Júlíus.
„Það er kominn tími til að endur-
bæta höllina. Þetta er mannvirki
sem er orðið 30 ára gamalt og hef-
ur tekið við öllu' sem hér hefur ver-
ið að gerast í íþróttum inni þessi
ár. Lengst af hefur það auk þess
verið eina alvöru keppnishúsið, þó
það sé að breytast nú. Þetta er því
ekki alvarlegur fjárhagslegur biti
fyrir borgina," segir Júlíus.
Hann segir að í fjárhagsáætlun
fyrir 1992 sé gert ráð fyrir 8,5
milljónum króna í endurbætur á
höllinni. Endanleg umfjöllun um
málið á eftir að fara fram í borgar-
ráði.
Wathneshús á Seyðisfirði sem byggt var árið 1896 rifið til grunna um síðustu helgi
Bygginganefnd vildi
fresta niðurrifí hússins
WATHNESHÚSIÐ, eitt af gömlu húsun-
um á Seyðisfirði, var rifið til grunna á
laugardegi verslunarmannahelgarinn-
ar. Hópur manna hafði ráðgert að end-
urnýja húsið eftir skemmdir af völdum
bruna í janúar í vetur. Það var Friðrik
Wathne sem reisti húsið á Reyðarfirði
árið 1896. Friðrik flutti húsið síðan til
Seyðisfjarðar upp úr aldamótunum og
stóð það yst af svokölluðum Watnhes-
húsum.
Að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur for-
manns bæjarráðs á Seyðisfirði var það álit
bygginganefndar á staðnum að húsfrið-
unarlög næðu til Wathneshússins þar sem
það var upphaflega reist fyrir aldamót.
Eigendum bar því að tilkynna um niðurrif-
ið til Húsfriðunarnefndar. Byggingamefnd
Seyðisijarðar fór þess á leit við eigenduma
að þéir frestuðu niðurrifínu en þeir -urðu
ekki við þeim tilmælum. Eigendurinir
mættu þó á fund bygginganefndarinnar,
sem kölluð var saman á laugardaginn, og
skýrðu mál sitt.
Jón Guðmundsson, talsmaður eigenda
hússins, vísar því á bug að nokkur asi
hafí verið á eigendum við niðurrifíð. Hann
bendir á að sex mánuðir séu liðnir frá því
að húsið brann. Það hafí því verið orðið
tímabært að húsið hyrfí, þar sem það hafi
verið gerónýtt. Eins bendir Jón á að mörg
fordæmi séu fyrir því á Seyðisfirði að hús
hafí verið rifín án sérstaks leyfís bygginga-
nefndar.
Þóra Guðmundsdóttir arkitekt á Seyðis-
fírði hafði gert tillögur að endurbótum og
nýtingu á Wathneshúsinu fyrir Húsfrið-
unarnefnd. Garðar Eymundsson bygginga-
meistari skoðaði húsið eftir bmnann og
telur að það hafi verið þess vert að gera
það upp. Þóra segir að of seint sé að bjarga
Wathneshúsinu en kveðst vona að þessi
atburður verði til þess að slys af svipuðum
toga endurtaki sig ekki.
Ambjörg Sveinsdóttir segist álíta að
ekki hafi verið búið að reyna til fullnustu
að ná samkomulagi milli eigenda Wathnes-
hússins og hópsins sem vildi endurnýja
húsið. Hún segir að bæjarráð hafí ákveðið
að flýta vinnu við að móta stefnu um vemd-
un gamalla húsa og húsaraða á Seyðisfírði.
Morgunblaðið/Magnús Reynir
Fornfrægt hús hverfur
Þegar bygginganefndin kallaði eigendur Wathneshúss á sinn fund höfðu þeir
þegar byijað að fella húsið. Ákveðið hefur verið að flýta vinnu við að móta stefnu
um verndun gamalla húsa á Seyðisfírði.