Morgunblaðið - 08.08.1992, Side 4

Morgunblaðið - 08.08.1992, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992 Greinargerð OLÍS breytír ekki lagalegri túlkun Verðlagsstofnunar: OLIS ætlar ekki að hætta með auglýsingar sínar OLÍUVERZLUN íslands hefur sent Verðlagsstofnun greinargerð vegna athugasemda stofnunarinnar við auglýsingaherferð fyrirtækisins „Græðum landið með OLÍS“. Forsvarsmenn OLÍS segja að ekki komi til greina að hætta með auglýsingamar jafnvel þó að Verðlagsráð leggi bann við þeim. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, álítur fordæmi sem nefnd em í greinargerðinni ekki vera sambærileg við auglýsingar OLIS. Óskar Magnússon, stjörnarfor- væri sem fordæmi væri ekki sam- maður OLIS, sagði að í greinargerð- inni væru ítarleg lögfræðileg svör við athugasemdum Verðlagsstofnun- ar. Bent væri á fordæmi eins og gjald það sem væri á plastpokum í mat- vöruverslun þar sem ákveðin ijárhæð rynni til Landvemdar. Þetta hefði verið látið átölulaust í áraraðir. Ósk- ar sagði að hann fengi ekki betur séð en að allir ættu að sitja við sama borð í þessu máli. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði að fyrstu viðbrögð við greinar- gerð OLÍS væru að ekkert kæmi fram í henni sem breyti lagalegri túlkun Verðlagsstofnunar á auglýs- ingum fyrirtækisins. Georg sagði að gjald það á plastpokum sem nefnt VEÐUR bærilegt við mál OLIS. Það væri matsatriði hversu áleitnar auglýs- ingaaðferðinar væru þegar auglýst væri með þessu móti. Að sögn Ge- orgs er óákveðið hvenær Verðlagsráð kemur saman til þess að funda um málið. Óskar Magnússon sagði að hann skildi málflutning Verðlagsstofnunar þannig að það væri í lagi að segja að OLÍS styrkti landgræðslu en það væri ekki í lagi að segja að ákveðinn upphæð af hverjum seldum lítra rynni til Iandgræðslu. Að mati Ósk- ars er því verið að segja að rangt sé að veita neytendum fyllri upplýs- ingar. Fyrirtæki ætti auðvelt með að blekkja og gefa smáaura til land- græðslu ef ekki væri tilgreint hvern- ig framlag fyrirtækisins væri reikn- að. Óskar benti á að þó að ákveðinn upphæð færi til landgræðslu hjá OLÍS væri verð og gæði bensíns sam- bærilegt og hjá samkeppnisaðilum, munurinn væri aðallega í þeirri þjón- ustu sem væri boðið upp á. Óskar sagði að athugasemdir Verðlagsstofnunar væri óþarfa við- leitni þar sem farið væri með smásjá í eina lagagrein sem væri almennt orðuð og sem mætti heimfæra allt mögulegt upp á. Að sögn Óskars kemur til greina að halda áfram með auglýsingamar ef Verðlagsráð settur bann á þær og greiða dagsektir, síð- an yrði farið með málið fyrir dóm- stóla þar sem vænta mætti réttláts úrskurðar. Óskar sagði að það kæmi ekki til greina að hætta með auglýs- ingarnar eða hætta að styrkja land- græðslu. I DAG kl. 12.00 Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt ó veðurspá kl. 16.15 í gœr) VEÐURHORFUR I DAG, 31. JULI YFIRLIT: Skammt suðvestur af hvarfi er 993 mb lægð sem hreyfist suðnorðausturen hæðarhryggur yfir fslandi þokast norðaustur, hiti breyt- ist fremur lítið. SPÁ: Vaxandi suðaustanátt. Um landið sunnan- og vestanvert verður skýjað og fer að rigna uppúr hádegi. Norðaustanlands verður léttskýjað fyrri hluta dags en þykknar upp síðdegis. Hlýtt verður í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustlæg átt. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu og víða bjart veður norðaustantil. Hlýtt veröur í veðri, einkum norðaustanlands. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r / Rigning Léttskýjað * Hálfskýjað Skýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Hlöðuvallavegur hefur verið opnaður, þannig að fjallabílum er nú fært um allt hálendið. Uxa- hryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Athygli má vekja á því að tekin hafa verið í notkun ný umferðarljós við Vífilstaði, á vegarnótum Reykjanesbrautar og Vífilstaðavegar. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. H / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 13 léttskýjað Reykjevík 11 léttskýjað Bergen 13 rigning Helsinki 17 skýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Narssarssuaq 11 skýj8ð Nuuk 9 skýjað Osló 20 skýjað Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 11 rigningásíð. klst. Algarve 25 þokumóða Amsterdam 23 skýjað Barcelona 28 þokumóða Berlín 25 íéttskýjað Chicago 17 léttskýjað Fcneyjar 32 heiðskírt Frankfurt 30 heiðskírt Glasgow 18 skýjað Hamborg 22 léttskýjað London 24 skýjað Los Angeles 21 þokumóða Lúxemborg 28 heiðskirt Madrid 33 heiðskírt Malaga 31 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Montreal 18 skýjað NewYork 21 heiðskfrt Orlando 24 skýjað París 32 léttskýjað Madeira 24 skýjað Róm 32 léttskýjað Vín 32 léttskýjað Washington 20 mistur Winnlpeg 16 mistur Annar bílanna eftir umferðaróhappið í gær. Morgunblaðið/Ingvar Harður aftanáakst- ur á gatnamótum FOLKSBIFREIÐ var ekið harka- lega aftan á aðra bifreið á mótum Reykjanesbrautar og Stekkjar- bakka um hálffjögurleytið í gær. Að sögn lögreglu tókst svo mildi- lega til að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki við þetta óhapp, en báðir bílarnir voru mikið skemmdir og þurfti að fá kranabifreið til þess að flytja þá af staðnum. Ólöf Ásta Ólafsdóttir; Akveðinni stefnu- mörkun um bijósta- gjöf verði komið á STOFNAÐUR hefur verið samstarfshópur til að vinna að málefnum bijóstagjafar á ís- landi. Hann var settur á fót að frumkvæði Kvennadeildar Landsspítalans i tilefni af al- þjóðlegri viku helgaðri brjóstagjöf. I honum munu sitja fulltrúar ýmissa stofnana er láta sig bijóstagjöf varða. í forsvari fyrir hópnum er Ólöf Ásta Ólafsdóttir ljósmóð- ir. Ólöf sagði í samtali við Morg- unblaðið að með stofnun hópsins sköpuðust aðstæður til að fag- stéttir störfuðu saman að kynn- ingu og ráðgjöf varðandi bijóstagjöf. „Saman munu ljós- mæður, hjúkrunarfræðingar, barnalæknar og áhugahópar geta kannað málefni bijóstagjafa í landinu og höfum við í hyggju að að endurmeta vinnuaðferðir okkar. Það er einnig mikilvægt að starfa í nánum tengslum við landlæknisembættið til að fag- fólk um land allt njóti ávaxtar starfs okkar.“ „Meginmarkmið okkar er þrí- þætt,“ sagði Ólöf. „í fyrsta lagi er stefna okkar að safna öllum upplýsingum um btjóstagjöf á einn stað og í framhaldi af því getum við bætt þjónustuna við mjólkandi mæður til muna. I annan stað er að okkar mati nauðsynlegt að koma á ákveðinni stefnumörkun varðandi bijóstag- jöfina. Loks er brýnt að sam- ræma fræðslu og ráðgjöf fyrir fagfólk og mæðurnar sjálfar". Aðspurð kvað Ólöf litlar sem engar kannanir hafa verið gerðar á notkun bijóstamjólkur meðal íslenskra kvenna. „Við höfum mikla sérstöðu á íslandi af þeirri ástæðu að allar konur islenskar byija með börn sín á bijósti. Það tilheyrir beinlínis okkar menn- ingu að hafa þann háttinn á. Það er staðreynd að allar konur eru tilbúnar að hafa barn á bijósti en spurningin er einungis sú hversu lengi þær gera það. Eng- ar kannanir hafa farið fram á þessu málefni og það verður eitt af forgangsverkefnum okkar. Það virðist vera sem svo að þær Morgunblaðið/Þorkell Ólöf Ásta Ólafsdóttir forsvars- maður samstarfshóps um bijóstagjöf. vanti markvissa hvatningu og góða ráðgjöf." „Við ætlum í samvinnu við Landlæknisembættið að koma á einhvers konar endurmenntun meðal fagfólks. Hugsanlega verða sett á fót námskeið í því skyni. Það er að minnsta kosti afar mikilvægt að samræma fræðsluna og miðla henni.“ Ólöf kvað einnig líklegt að sérstökum skipulögðum viðtalstímum fyrir almenning yrði komið á. Ólöf lýsti yfir ánægju sinni með þá athygli sem vikan hefur hlotið. Næsta skref væri að ganga til verka, útvega fjármagn til að halda starfinu uppi og kryfja þau vandamál sem kunna að vera til staðar. Ólöf taldi lík- legt að innan skamms færi fram ráðstefna þar sem mál yrðu rædd og niðurstöður innlendra kann- ana jafnt sem erlendra yrðu kynntar. Aðspurð um framtíðar- möguleika sagði ólöf: „Það kann að vera að við hér á íslandi get- um haft mikið segja í þessum tnálaflokki á alþjóðagrundvelli sökum áðurnefndrar sérstöðu okkar. Við búum að mikilli reynslu og hefð og getum auð- veldlega miðlað af þekkingu okk- ar í framtíðinni."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.