Morgunblaðið - 08.08.1992, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
Jón G. Briem forseti Skák-
sambands Norðurlanda
ÞING Skáksambands Norður-
landa var haldið í Östersund í
Svíþjóð laugardaginn 25. júlí sl.
Öll Norðurlöndin að Færeyjum
meðtöldum eiga rétt á að senda
tvo fulltrúa á þingið. Stjórn
skáksambandsins skipa einn
maður frá hverju landanna.
Löndin skiptast á að eiga for-
seta sambandsins. Á þinginu var
Jón G. Briem, hæstaréttarlög-
maður kosinn forseti skáksam-
bandsins næstu þijú ár.
Á þinginu var samþykkt sú
lagabreyting að framvegis skuli
hvert land hafa eitt atkvæði á
fundum sambandsins. Þetta var
mikið hagsmunamál fyrir íslend-
inga þar sem áður miðaðist at-
kvæðamagn við fjölda skráðra fé-
lagsmanna í aðildarfélögum skák-
sambanda landanna. Þetta leiddi
til þess að áhrif íslendinga á
ákvarðanir gátu orðið mjög lítil.
Það mál sem var einna mest
rætt á þinginu var fyrirkomulag
Skákþings Norðurlanda og
svæðismót FIDE á svæði 3. Það
svæði nær yfir Norðurlöndin. Þessi
tvö skákmót hafa að undanfömu
verið tefld í einu lagi, það er sem
eitt mót sem gefur tvenns konar
réttindi. íslenskir skákmenn hafa
verið mjög óánægðir með það fyr-
irkomulag og vilja heldur að hald-
in verði tvö aðskilin mót eins og
tíðkaðist áður. Á þinginu bar Jón
G. Briem upp tillögu um að mótin
yrðu framvegis aðskilin og lýsti
því yfír að íslendingar væru reiðu-
búnir að halda þau bæði. Helst
þannig að Norðurlandamótið yrði
um sumarið 1994 og svæðismótið
í upphafí árs 1995. Þessari tillögu
var vísað til stjómar sambandsins
til afgreiðslu.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Gísli Ágústsson
Liðsmenn Bílddælinga fagna sigri að leik loknum með héraðsbikar-
inn sem liðið vann til eignar.
Bílddælingar sigruðu á hér-
aðsmóti í knattspyrnu
Fræðsla og skemmt-
un við höfnina
UM ÞESSA helgi verður ýmislegt
í boði á Miðbakka, hafnarbakk-
anum framan við Hafnarhúsið.
Á svæðinu verða sælífsker til
skoðunar á botnlífverum í höfninni
sem veiddar hafa verið í gildrur.
Margskonar leiktæki verða til af-
nota frá kl. 10 til 17 og borð og
stólar verða á hafnarbakkanum. Þá
verður til sýnis fyrsta eimreiðin sem
kom til landsins, landhelgisbátur-
inn, flögurra manna far sem Hann-
es Hafstein sýslumaður hugðist
nota við handtöku landhelgisbijóts
árið 1899, og sérkennilegur björg-
unarbátur sem hafður var í björgun-
Þú byrjar
nýtt líf
með
heilsudvöl
HÓTELÖQK
♦
arskýli austur á Söndum. Hægt
verður að frá fjörueinar á Reykja-
víkursvæðinu til skoðunar, eyðublöð
og kort verða afhent og leiðbeint
með noktun þeirra. Ekkert þátt-
tökugjald er í ofangreindu.
Að þessum kynningum standa
Reykjavíkurhöfn, íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur og Náttúru-
verndarfélag Suðvesturlands.
Gegn vægu gjaldi verður hægt
að sigla með litlum og stórum bát-
um um höfnina, út á Kollafjörð og
út í eyjar á Kollafírði.
í Hafnarhúsinu eru tvær sýning-
ar í gangi, afmælissýning Reykja-
víkurhafnar verður opin frá kl. 11
til 16 um helgar og 13 til 18 virka
daga. Þá opnar Listmunahúsið sýn-
ingu á laugardaginn kl. 16 á verk-
um Gunnlaugs Schevings.
(Úr fréttatílkynningu.)
-------» ♦ ♦
■ ÞRIÐJA og næstsíðasta keppni
til íslandsmeistara í kvartmílu
verður á kvartmílubrautinni við
Straumsvík sunnudaginn 9. ágúst
nk. Keppnin hefst stundvíslega kl.
14 og lýkur kl. 16.
T-Jöfóar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
HVERAGERÐI SÍMI 98-34700
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTIORI
KRISTINN SIGURJ0NSS0N. HRL. loggiltur fösteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Úrvals íbúð - lyftuhús - Vesturbærinn
„Stúdfó-“íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi í gamla góöa Vesturbænum um 85
fm nettó auk sólskála og svala. Rlshæð fylgir með rúmgóðu svefn-
herb. og góðum sjónvarpsskála. Laus strax. Einkasala.
í þríbýlishúsi við Hávallagötu
Glæsileg efri hæð 5 herb. 125,1 fm í þríbhúsi. Sérinng. Tvær sami.
sólríkar stofur meö suðursv. Sérhiti. Bílsk. Ræktuð lóö. Frábær stað-
ur. einkasala.
Nýleg og góð - langtímalán
Glæsil. 2ja herb. íb. á 1. hæð við Næfurás um 70 fm. Sérþvhús. Park-
et. Sólsvalir. Útsýni. 40 ára húsnæðislán kr. 2,4 millj. Laus strax.
Skammt frá Landspítalanum
Nýlega endurbyggð neðri hæð við Egilsgötu 4ra herb. tæpir 100 fm.
Ágæt sameign. Þríbýli. Langtímalán geta fylgt.
Hentar m.a. námsfólki
Elns og 2ja herb. fbúðir við: Ásvallagötu - Tryggvagötu - Grettisgötu
- Kleppsveg og Asparfell. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
Skammt frá Verslunarskólanum
Sem ný 4ra herb. úrvalsíb. 104 fm. 3 góð svefnherb. Sérþvhús. Tvenn-
ar svalir. Ágæt sameign. Góður bílsk. „Gamla“ húsnæðislánið kr. 5,9
millj. fylgir. íbúð í sérflokki.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Fyrir fjórsterka gamla og góða viðskiptavini leitum við m.a. aö sérhæö-
um, raðhúsi á einni hæö, íbúðum miðsvæöis í borginni með bilsk. og
rað- eða einbhúsi í borginni eöa nágr. sem má þarfnast endurbóta.
• • •
Opiöfdag kl. 10-16.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof nuö 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGN ASAL AN
LAUGÁvÉGMnÍMAR2ÍÍ5^Í37Ö
Bildudal.
ÍÞRÓTTAFÉLAG Bílddælinga sigraði Ungmennafélag Tálknafjarð-
ar í úrslitaleik í knattspyrnu í meistaraflokki nýlega 3-1 og unnu
þar með héraðsbikarinn í þriðja sinn í röð og nú til eignar.
■ / VIÐEY verður helgardag-
skráin með hefðbundnum hætti.
Laugardaginn 8. ágúst verður far-
in gönguferð um Austureyna,
skoðaðar byggðarleifarnar á Sund-
bakkanum, Kvennagönguhólmarn-
ir og hellisskútinn Paradís. Að lok-
um verður fomleifagröfturinn
skoðaður. Sunnudaginn 9. ágúst
verður svo staðarskoðun á sama
tíma kl. 14.15. Hún hefst í kirkj-
unni þar sem kirkjan verður skoðuð
og saga eyjarinnar rifjuð upp. Síð-
an verður haldið út að fomleifagr-
eftrinum og hann sýndur. Loks
verður næsta umhverfí skoðað og
útsýnið af Heljarkinn. Staðarskoð-
unin krefst ekki mikillar göngu og
er lítt háð veðri. Kaffísala er báða
dagana í Viðeyjarstofu kl.
14-16.30. Þar er einnig opið fyrir
kvöldverðargesti. Bátsferðir verða
úr Sundahöfn á heila tímanum frá
kl. 13.
Leikurinn var mjög spennandi
og mikið tekið á. Tálknfirðingar
skomðu fyrsta markið í fyrri hálf-
leik og var staðan 1-0 þegar flaut-
að var til leikhlés. Tálknfírðingum
hefði dugað jafntefli til að sigra á
mótinu. Valdimar Gunnarsson
jafnaði fyrir ÍFB fljótlega í seinni
hálfleik. Logi Hannesson bætti
öðm marki við skömmu síðar við
mikinn fögnuð heimamanna úr
áhorfendastúkunni. Þegar 13 mín.
vom eftir skoraði Þórarinn Hann-
esson þriðja markið fyrir ÍFB og
innsiglaði sigurinn glæsilega. Það
var Jens Bjamason fyrirliði UMFT
sem afhenti Bílddælingum sigur-
verðlaunin að leik loknum.
Hannes Friðriksson eigandi veit-
ingastaðarins Vegamóta á Bíldudal
bauð öllum leikmönnum Bíldu-
dalsliðsins til hamborgaraveislu að
leik loknum og var þar góður andi
og mikið fagnað. Þess má geta í
lokin að stuðningsmenn UMFT
sem fjölmenntu á úrslitaleikinn
urðu sér og liði sínu til mikillar
skammar með hótunum til leik-
manna ÍFB sem ekki era prenthæf-
ar. Þá voru nokkrir staðnir að verki
þegar þeir voru að hleypa lofti úr
dekkjum leikmanna Bíldudals. Slík
framkoma á ekki að þekkjast hér-
lendis og hvað þá heldur á smá-
stöðum þar sem nágrannabyggðir
leika knattspymu til að hafa gam-
an af.
R. Schmidt.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 652. þáttur
Ömólfur Thorlacius rektor
skrifar mér svo:
„Kæri Gísli!
Löngum les ég pistla þína með
ánægju og er oftast sáttur við
túlkun þína og pennavina þinna
á íslensku máli. Nú langar mig
að komast í þann sæla hóp og
tek því saman þetta bréf.
Hvaða stétt manna ætli sé
breyttir borgarar? Ég spyr
vegna þess hversu fréttamönn-
um og fleirum verður tíðrætt
um þá óbreyttu. Ef ekki dugir
að tala um borgara, sem mér
virðist oftast nóg, mætti þá ekki
kalla þá almenna borgara?
Eitt er það lýsingarorð ís-
lenskt sem nær ævinlega má
fella burt án þess að nokkur
merking tapist, en það er stað-
settur. Hvaða upplýsingar felast
í setningunni „Báturinn var
staðsettur á miðjum Faxaflóa",
umfram það ef sagt væri eða
skrifað „Báturinn var á miðjum
Faxaflóa"?
Ég hef áður í riti viðrað andúð
mína á óyrðinu ferðamannaiðn-
aður. Enska orðið industry og
samstofna orð á fleiri málum
hafa víðari merkingu en iðnaður
á íslensku. Sagan segir að þegar
skipshöfn Jamesar Cooks kaft-
eins hafi komið á barkskipinu
„Endeavour" að Nýja-Sjálandi
um 1770 hafi innfæddir maóríar
ráðist á einn þeirra er fyrstir
tóku land, fellt hann og farið
að gera að skrokknum til neyslu.
Þarna finnst mér við hæfí að
tala um ferðamannaiðnað, en ég
ætla hvorki gömlum nemanda
mínum Helga Jóhannssyni né
fyrrum samkennara Paul Rich-
ardsyni slíkt.
Talandi um mannætur þá
komst Kristófer Kólumbus í
kynni við þess háttar neytendur
austur af Mið-Ameríku fyrir
tæpum 500 ámm. Það voru ind-
íánar sem nefndir voru kaníbar
eða karíbar og snæddu stríðs-
fanga sína, þeirra á meðal ein-
hveija af liðsmönnum Kólumb-
usar. Síðan eru mannætur hvar-
vetna við þá kenndar og kallaðir
kanníbalar, en einnig innhafíð
sem umlykur eyjar þeirra, Kar-
íbahaf. Því nefni ég þetta að
fréttamenn, auglýsingastofur og
fleiri fjölmiðlarar hafa bitið það
í sig að þetta haf heiti Karab-
íska hafið sem er álíka útúr-
snúningur og þegar Þanghafíð
eða Sargassohaf er uppnefnt
Saragossahaf.
Þótt ágreiningur sé um það
hvort hylla skuli frelsarann í
dansi eða votta honum virðingu
á stillilegri máta trúi ég að eng-
inn vafí leiki á að illa fari á að
kalla kristna menn jesústrúar.
Mér er sagt að áhangendur ann-
ars spámanns telji jafnfráleitt
að gegna titlinum múhameðs-
trúarmenn. Þrátt fyrir tyrkja-
rán fínnst mér að við eigum að
láta eftir þeim að kalla trú þeirra
íslam og þá sjálfa múslíma.
Þegar læknir nemur burt heil-
an lim eða landsQórðungur verð-
ur rafmagnslaus eftir að ýtt
hefur verið á rangan takka í
skiptiborði er talað um mannleg
mistök. En geta aðrir gert mis-
tök en menn, afkomendur þeirra
sem af skilningstrénu átu?
Fjárfesting er oft góðra gjalda
verð, einkum ef fest var í öðru
en farmiða með Sólarflugi eða
málarekstri fyrir Kjaradómi. Af
þessu er svo dregin sögnin að
fjárfesta sem eflaust er kórrétt
mynduð. En hafa menn alveg
gleymt að hægt er að festa fé
í arðbæram eða óarðbærum
hlutum? Á sama hátt leikstýra
leikstjórar og ritstjórar ritstýra.
Hvers vegna bílstýrir enginn eða
flugstýrir?
Hér áður fyrr mátti stundum
heyra orðið eyraafíkja sem var
víst til okkar komið sem sletta
úr þýsku með viðkomu í skandin-
avísku og þýddi löðrungur. En
það dynur fleira góðgæti á eyr-
um okkar en fíkjur. Þar á ég
við eyrnakonfektið sem oft
hefur hækkað blóðþrýsting
minn, og má ég síst við því.“
Bestu þakkir færi ég Örnólfi
fyrir þetta bráðskemmtilega
bréf, og þarf þar ekki um að
bæta. Eg tek í flestu í streng
með honum, ekki síst um orðin
„staðsettur", „ferðamannaiðn-
aður“ og skrípið „eymakon-
fekt“, sem líklega hefur átt að
vera fyndið! Reyndar bíður síð-
asti hluti bréfs Ö.Th. litla hríð.
★
Skagafjarðar fögur sýsla/ er
farin að verða miður sín, orti
Haraldur frá Kambi. Og ekki
minnkar hættan. Hér í blaðinu
var í lok mánaðarins [júlí] greint
frá manni sem átti „hálfeyju" í
landi því, sem áður nefndist
Júgóslavía (Suðurslavía). Á
dönsku þýðir halvo reyndar
skagi. Það er eins og Laxness
segir: Nú eru íslendingar orðnir
svo vondir í dönsku að þeir vita
ekki hvenær þeir sletta henni.
En vonandi fáum við þó ekki
„Hálfeyjufjarðarsýslu".
★
Unglingur utan kvað (o, jæja):
Það bar við að Heqolfur hryti
svo hástöfum skjánum í þyti,
en svo vaknaði hann
eins og velflestan mann
getur vafalaust hent í skáldriti.
P.s. í síðasta þætti umsnerist
útgáfuár íslenskrar orðabókar
úr 1963 í 1936. Beðist er velvirð-
ingar á þessu.