Morgunblaðið - 08.08.1992, Side 15
4*i|Í jfif $■•&%<§ R M
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
; , iðlllJI|£%l i Jt ..
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
15
JKtftgnnMnMfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið.
Ofsóknir og voða-
verk
Tæknin hefur fært þjóðir
heims í nábýli; svo að
segja í túnfót hvor annarrar.
Það er fárra tíma ferð um loft-
in blá til fyrrum Júgóslavíu þar
sem sólþyrstir íslendingar flat-
möguðu til skamms tíma á
ströndum Adríahafsins. Á
þessu gamalgróna ervrópska
menningarsvæði, sem fyrrum
ríki Júgólavíu heyra til, ríkir
nú ógnaröld; vopnað og deyð-
andi hatur, magnað af úreltri
hugmyndafræði og þjóðemis-
þröngsýni, sem valdið hefur
dauða og limlestingum ótalinna
þúsunda saklausra borgara, þar
á meðal barna.
Hemaðurinn á þessu svæði
hefur leitt til mesta flótta-
mannavanda í Evrópu frá lykt-
um síðari heimsstyijaldarinnar.
Talið er að 2,3 milljónir manna
hafí flúið heimkynni sín í fyrr-
um ríkjum Júgóslavíu og þús-
undir flosna upp á degi hverj-
um. Meirihluti flóttamannanna
er á leið vestur frá yfirráða-
svæðum Serba í Bosníu og
Króatíu. Milli 400 og 500 þús-
und flóttamenn em þegar utan
landamæra þeirra ríkja sem
áður mynduðu Júgóslavíu,
flestir í Þýzkalandi.
Það segir sína sögu að stór
hluti flóttamannanna hrökkl-
aðist ekki frá heimkynnum sín-
um beinlínis vegna bardaga,
heldur var þeim smalað saman,
haldið í búðum en síðan flæmd-
ir á burt í skipulegri herferð
serbneskra hersveita, sem
stefna að því að skapa „þjóðern-
islega hrein svæði“, eins og það
heitir í skýringu gjörendanna.
Á síðustu vikum og dögum
berast æ óhugnanlegri féttir af
ofsóknum Serba á hendur Kró-
ötum og múslímum í Bosníu-
Herzegovínu. Það er ekki nóg
með að íbúum þorpa á land-
svæðum, sem Serbar girnast,
sé smalað saman, fjölskyldum
sundrað, og fólk flutt þúsund-
um saman úr heimkynnum sín-
um. Brezkir fréttamenn, sem
rætt hafa við flóttamenn í Norð-
ur-Bosníu, segja að Serbar
stundi skipulegt ofbeldi í „þjóð-
ernishreinsunum“ sínum og
gera því jafnvel skóna, að þeir
reki útrýmingarbúðir að hætti
nazista í síðari heimsstyrjöld-
inni. Fréttamaður ITN-sjón-
varpsins, sem fékk aðgang að
Omarska-búðunum sagði fanga
greinilega vannærða og ástand
fólksins réttlætti kröfur um taf-
arlausa rannsókn á aðbúnaði
þess. „Fólk, sem kom frá Om-
arska, sagði að barsmíðar og
nauðganir væru þar daglegt
brauð,“ segir í Reuters-frétt hér
í Morgunblaðinu í gær.
Milan Panic, forsætisráð-
herra Júgóslavíu (þ.e. Serbíu
og Svartfjallalands), ber af
Serbum slíkar sakir og fór í
fyrradag með fréttamenn í
fangabúðir fyrir múslima til að
styðja mál sitt. En umheimur-
inn hefur hryggilegar sannanir
fyrir grimmdinni, sem við-
gengst í ógnaröldinni í Bosníu-
Herzegovínu, í skotárás Serba
á rútu, er flutti sjúk og van-
nærð börn frá Sarajevo, og í
sprengjuhríð á aðstandendur
við útför bamanna sem drepin
voru.
Bandaríkjamenn hafa nú
formlega viðurkennt Bosníu,
Króatíu og Slóveníu. Sú viður-
kenning hefur enn þrengt stöðu
Serbíu eða þeirra afla, sem
standa fyrir hernaðaraðgerðum
í þágu „draumsins“ um Stór-
Serbíu. Bush Bandaríkjaforseti
hefur jafnframt krafist þess að
fangabúðir Serba verði opnaðar
eftirlitsmönnum til að ganga
úr skugga um réttmæti framko-
minna ásakana um „einangrun-
ar- og útrýmingarbúðir“. For-
setinn hefur og fyrirskipað taf-
arlausa rannsókn á því hvort
Serbar séu sekir um „þjóðar-
morð“ í Bosníu, það er standi
að skipulögðu ofbeldi í meintum
„þjóðernishreinsunum“.
Því miður hefur margra mán-
aða viðleitni Sameinuðu þjóð-
anna og grannríkja í Evrópu til
að stöðva ógnaröldina í fyrrum
ríkjum Júgóslavíu eftir samn-
ingaleiðum ekki borið neinn
umtalsverðan árangur. Vopna-
hlé, sem samið hefur verið um,
og þau skipta tugum, hafa ver-
ið brotin svo að segja jafnóðum
og gerð hafa verið. Því miður
hafa Serbar ítrekað með vopna-
valdi komið í veg fyrir bráð-
nauðsynlegt hjálparstarf við
saklaus fórnarlöinb átakanna á
þessu svæði. Þess vegna er nú
í fullri alvöru talað um að Sam-
einuðu þjóðimar beiti sér fyrir
hernaðarvernd við hjálparstarf
fyrir nauðstadda. Og verði ekki
lát á hroðalegum ofsóknum
Serba á hendur Króötum og
múslímum mun kröfunni um
hernaðaríhlutun umheimsins,
til að koma á viðunandi ástandi
í fyrrum ríkjum Júgóslavíu,
hraðvaxa fylgi.
Kaup Hagkaups á helmingshlut í Bónus:
Hagkvæmarí innkaup geta
leitt af sér lægra vöruverð
- segja forsvarsmenn fyrirtækjanna
KAUP Hagkaups á helmingshlut í Bónusverslununum er til þess
gert að styrkja stöðu beggja fyrirtækjanna að sögn forsvarsmanna
þeirra og búa þau undir hugsanlega samkeppni erlendis frá með
tilkomu Evrópsks efnahagssvæðis. Með sameiginlegum innkaupum
fyrirtækjanna sé hægt að ná fram stærðarhagkvæmni sem geri
mögulegt að lækka vöruverð. Fyrirtækin verði áfram að öllu öðru
leyti rekin sjálfstætt og verði í samkeppni hvort við annað. Þeir
segja að kaupverðið sé trúnaðarmál og verði ekki gefið upp, en af
viðskiptunum hefði ekki orðið nema að báðir væru sáttir. „Við
göngum til þessa samstarfs í upphafi með blendnum huga. Við höfum
verið í hörkusamkeppni. Það er búið að vera virkilega gaman og
við vonum að við verðum í hörkusamkeppni og það verði áfram
gaman. Það er ekkert gaman í verslun ef kúnninn er ekki ánægð-
ur,“ segja þeir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.
Samstarf til að verða sterkari
Jóhannes Jónsson í Bónus sagði
aðspurður að fyrirtækin gengju til
samstarfs á grundvelli styrkleika
síns til þess að verða enn sterkari.
Fyrirtækin væru ekki að ganga til
samstarfs vegna veikleika annars
fyrirtækisins eða beggja, eins og
venjan væri hér á landi. „Ástæðan
er sú að við verðum betri dreifendur
á matvæium; nauðþurftum almenn-
ings, svo góðir, að það verður ekki
heillandi fyrir erlenda aðila að hasla
sér völl á smásölumarkaðnum á ís-
landi, sem óneitanlega hefur verið
ýjað að við okkur. Ef við stöndum
okkur ekki og verðum stórir inn-
kaupaaðilar opnum við hliðin fyrir
erlenda aðila, sem geta hafið hér
starf eftir gildistöku samningsins
um Evrópskt efnahagssvæði vænt-
anlega um næstu áramót," sagði
Jóhannes.
Þeir segja aðspurðir að það sé
alls ekki ástæðan að fyrirtækin séu
að sameinast af því að samkeppnin
hafi verið að verða þeim ofviða. Það
hafí verið að gerast um alla Evrópu
að fyrirtæki hafi verið að sameinast
til að standast þá auknu samkeppni
sem menn sjái fram á. „Það er þró-
un í Evrópu, sérstaklega í matvöru-
versluninni, að verslunarkeðjunum
er að fækka og þær eru að stækka.
Þar með aukast möguleikarnir á að
auka hagkvæmnina. Markaðurinn á
Islandi er lítill og við verðum að
vera stórir til þess að geta gert
hagkvæm innkaup. Þó við séum
stórir á íslenskan mælikvarða erum
við óskaplega litlir í samanburði við
erlenda aðila í matvöruverslun,"
sagði Sigurður Gísli.
Samkeppni fyrirtælganna
heldur áfram
Þeir segja að samkeppni fyrir-
tækjanna muni halda áfram. „Ég
tel mig hafa þær skyldur við al-
menning eins og hann hefur tekið
mér að standa mig í samkeppninni
og ég veit að Hagkaup mun einnig
gera það,“ segir Jóhannes og Sig-
urður Gísli tekur undir við hann.
Hann segir að það sé rétt að undir-
strika að það verði sáralitlar breyt-
ingar á rekstrarfyrirkomulagi versl-
ananna við þessi kaup. „Það verða
engar breytingar gerðar á rekstri
Bónusverslananna. Jóhannes og Jón
Ásgeir sonur hans, munu reka þær
alveg eins og verið hefur,“ segir
Sigurður Gísli.
Þeir segja að sama gildi um rekst-
ur 10-11 verslana, hann verði áfram
í höndum Eiríks Sigurðssonar. Hag-
kaup, Bónus og 10-11 verslanirnar
bjóði upp á þijá máta fyrir fóik til
að versla sem samræmist að mörgu
leyti ágætlega. Hagkaup hafi lang-
an opnunartíma, mikið vöruúrval
og leggi áherslu á ferska matvöru.
Bónus verslanirnar séu opnar rúmar
sex klukkustundir á dag, séu með
fáar vörutegundir og leggi höfuðá-
herslu á að hafa vöruverð í algjöru
lágmarki. 10-11 verlanirnar bjóði
síðan upp á lengstan opnunartíma
fyrir fólk sem vill versla þegar því
hentar. Ef til vill sé þetta upphafið
að það skapist hefðir í matvöruversl-
un hérlendis. Vonandi fylgi þessu
síðan stöðugleiki, en það hafi verið
þessari atvinnugrein fjötur um fót
undanfarna áratugi. Það sýni þær
verslanir og verslanakeðjur sem
hafi horfið undanfarin ár. Þessi
óstöðugleiki verði ekki neytendum
til góðs ef svo haldi áfram. Með því
fyrirkomulagi sem nú verði til sé
verið að þjóna neytandanum vel
bæði hvað varðar verð, gæði og
þjónustu. Þessi þijú verslunarform
geti þrifist vel hlið við hlið og veitt
hvert öðru aðhald þar sem þau verði
öll rekin sjálfstætt. Stjómunarlega
muni Hagkaup ekki hafa nein af-
skipti af Bónus. Hins vegar geti
fyrirtækin gert innkaup sameigin-
lega þegar það henti og þau geti í
miklu ríkari mæli verslað beint við
framleiðendur erlendis og hérlendis
og flutt vöru beint frá framleiðend-
um. Það muni skila sér í betri kjör-
um. Engu að síður verði samkeppn-
in hörð milli fyrirtækjanna um
kúnnana.
Sigurður Gísli segir að sennilega
hefði verið útilokað að ná þessu
samkomulagi um kaupin ef eigend-
ur Hagkaups sæju um daglegan
rekstur fyrirtækisins eins og verið
hefði fyrir fáum árum. Þá hefðu
menn verið svo uppteknir af sam-
keppninni að tími hefði ekki gefist
til að hyggja að öðru. Aðspurður
hvort ekki megi segja að Hagkaup
standi á krossgötum með þessum
kaupum og það boði fráhvarf frá
þeirri stefnu fyrirtækisins að vera
mjög ódýr verslun, segir hann: „Við
leggjum ekki áherslu á verð ein-
göngu lengur, fleira kemur til. Um
margra ára skeið hefur Hagkaup
verið leiðandi í verðum. Síðan höfum
við aukið mjög vöruvalið og þjón-
ustuna í gegnum tíðina og lagt
meiri og meiri áherslu á gæði og
úrval í ferskmeti, sem betur fer eru
þarfir fólks mismunandi. Þessi þró-
un gerði það að verkum að það
skapaðist þörf fyrir ódýrari verslun.
Með þessu samkomulagi má segja
að það sé verið að innsigla ákveðna
þróun sem hefur átt sér stað í gegn-
um árin. Hagkaup leggur ekki
áherslu á verð eingöngu lengur,
heldur leggjum við einnig áherslu á
úrvál, þjónustu og gæði. Það þýðir
auðvitað ekki að við gleymum verði
vörunnar, því við þekkjum það af
reynslunni að það má ekki sofna á
verðinum,“ segir Sigurður.
Fyrsta Bónusverslunin opnuð
1989
Aðspurðir segjast þeir hafa trú á
því að þetta geti leitt af sér lægra
matvöruverð fyrir neytendur og
þessi samvinna eigi að leiða til þess.
„Ef við stöndum okkur ekki eins
vel og hægt er í þessum efnum erum
við að gefa öðrum tækifæri. Það
hefur sýnt sig í gegnum árin að
samkeppnin í versluninni er svo
miskunnarlaus og á því verður eng-
in breyting. Það er ekki hægt að
kaupa sig frá því,“ segja þeir.
Aðspurðir segja þeir að markaðs-
hlutdeild fyrirtækjanna beggja í
matvörusölu sé líklega um 30% á
landsvísu og rúmlega 35% á suð-
vesturhorninu. Bónus rekur nú
fimm verslanir í Reykjavík, Kópa-
vogi og Hafnarfírði. Fyrsta verslun-
in var opnuð í apríl 1989 í Skútu-
vogi í Reykjavík. Að auki eru opnar
tvær 10-11 búðir, önnur í Kópavogi
og hin í Reykjavík. Til viðbótar er
ráðgert að Bónus opni tvær nýjar
verslanir og 10-11 aðrar tvær. Eng-
in breyting verður á þessum fyrir-
ætlunum. Hagkaup rekur níu mat-
vöruverslanir í Reykjavík, Seltjam-
arnesi, á Akureyri og í Njarðvíkum.
Samtals eru þetta sextán matvöru-
verslanir. „Það er því mikil ábyrgð
á okkar herðum og við verðum að
standa okkur,“ segja þeir.
Aðspurðir hvort þeir séu ekki
smeykir við viðbrögð viðskiptavina
sinna við þessum kaupum í ljósi
þess að fyrirtækin hafa átt í mjög
harðri samkeppni allt frá því Bónus-
verslanirnar hófu göngu sína, segir
Jóhannes: „Ég er svo hræddur við
Álitsgerðin var samin að beiðni
Kristins Péturssonar, stjórnar-
manns í Félagi um nýja sjávarút-
vegsstefnu. Sigurður Líndal byggir
niðurstöður sínar m.a. á 69. grein
stjórnarskrárinnar þar sem segir:
„Engin bönd má leggja á atvinnu-
frelsi manna, nema almenningsheill
krefji, enda þarf lagaboð til.“ Sig-
urður vitnar til Hæstaréttardóms
sem kveðinn var upp 15. desember
1988 þar sem meirihluti réttarins
skýrði framangreint stjórnarskrárá-
kvæði á eftirfarandi hátt: „Sam-
kvæmt 69. grein stjómarskrárinnar
þarf lagaboð til að leggja bönd á
atvinnufrelsi manna. Með orðinu
„lagaboð" er átt við sett lög frá
Alþingi. Reglugerðarákvæði nægja
ekki ein sér ... “ Sigurður telur í
betra samræmi við stjórnskipan rík-
isins að lögum verði breytt í það
horf að Alþingi taki sjálft ákvörðun
um þann heildarafla sem veiða má.
„Slíka ákvörðun ber að taka með
lögum, en ekki fela hana ráðherra
svo sem gert er. Sú skipan er ekki
í samræmi við þessa viðurkenndu
meginreglu," segir í álitinu.
Sigurður bendir þó á að íslenskir
dómstólar, eins og dómstólar á
Norðurlöndum, hafí farið afar gæti-
Iega við það að lýsa lög andstæð
stjómarskrá.
viðbrögðin að ég er alveg ákveðinn
í að standa mig og halda áfram á
þeirri braut sem ég hef verið á. Ef
við ætlum að fara að reka fyrirtæk-
ið af einhverri græðgi þá drepur það
okkur og við erum alveg fullkom-
lega meðvitaðir um það. Fólk er
alltof vel upplýst til að láta bjóða
sér slíkt.“
Þörf á menntunarátaki fyrir
verslunarfólk
Sigurður Gísli segir að ef eitthvað
sé slakað á klónni varðandi verð og
gæði þá komi einfaldlega fram nýir
samkeppnisaðilar sem bjóði betur.
„Ég held að fólk skilji það samt líka
að til þess að geta rækt skyldur
sínar þurfa fyrirtækin að standa
styrkum fótum og að stöðugleikinn
er eftirsóknarverður.“
Sigurður segir að það sé ekki
markmið í sjálfu sér að verða stærri,
heldur sé öllum fyrirtækjunum það
sameiginlegt að þau vilji vera best,
hvert á sínu sviði. Hann sagði að
Bónus væri einstaklega vel rekið
fyrirtæki og hann gæti fullyrt að
það væri ekki lakar rekið en best
gerðist erlendis í smásöluverslun.
Jóhannes segir að síðast en ekki
Endurskoðunarnefndin athugi
þetta sérstaklega
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kvaðst ekki hafa vitað um að þetta
mál hefði yfírleitt verið á döfínni.
Álit Sigurðar kæmi sér því á óvart.
Hann hefði ekki sjálfur tekið þátt
í þessari lagasetningu á sínum tíma
og hefði því ekki haft ástæðu til
að setja sig inn í málið. Davíð segir
að álit Sigurðar Líndals sé mjög
afgerandi varðandi það að framsal
valds með þeim hætti sem þarna
hafí verið gert bijóti í bága við 69.
grein stjómarskrárinnar. „Hann
vekur þó athygli á því að dómstólar
hér hafí verið mjög hikandi við að
skerða mat almenna löggjafans á
því hvaða svigrúm stjórnarskráin
veiti þeim til lagasetningar. Ríkis-
stjórnin ræddi þetta í dag og ljóst
er að með nefndarstarfi er verið að
undirbúa endurskoðun á núverandi
lögum um stjórn fiskveiða. Það er
eðlilegt að þetta atriði komi sérstak-
lega til athugunar þar og frekari
lögfræðilegrar skoðunar. Þarna er
um eitt álitið að ræða, sem er að
vísu mjög afgerandi, en við myndum
vilja fara mjög ítarlega í þetta og
hafa það til hliðsjónar við endur-
skoðun á lögunum. Ef menn mætu
það svo að þarna væri um framsal
valds að ræða sem ekki stæðist yrðu
síst hafí menntun starfsfólks í smá-
sölugreinum verið í algjörum molum
undnfarin ár og þar telji hann virki-
lega þörf á átaki. Þar muni fyrir-
tækin örugglega taka til hendinni,
því ástandið hérlendis í þeim málum
sé langt að baki því sem gerist hjá
nágrannaþjóðunum. Fólk stoppi
stutt við í þessari atvinnugrein og
því verði að linna, því mikill kostnað-
ur sé samfara því að vera í sífellu
að þjálfa nýtt starfsfólk. Starfs-
greinin njóti ekki þeirrar virðingar
sem henni beri og þetta gegnum-
flæði fólks sé ein af ástæðunum
fyrir því að hún sé láglaunagrein.
Þjálfað starfsfólk skili betri afköst-
um og það sé hægt að borga því
hærri laun. Þetta sé því eitt af
stærstu verkefnunum sem blasi við.
menn að skilja meira á milli reglu-
gerðarvalds annars vegar og laga-
setningarvalds hins vegar. Eg geri
ráð fyrir þvf að sú nefnd sem vinn-
ur að endurskoðun laganna muni
að sjálfsögðu biðja um lögfræðilega
athugun sérstaklega í framhaldinu
og þá ráðleggingar um hvemig rétt
væri að bregðast við,“ sagði forsæt-
isráðherra.
Víðtæk áhrif á alla stjórnsýslu
„Þessi niðurstaða kemur mér
spánskt fyrir sjónir. Það er nýtt að
fræðimenn túlki þetta ákvæði
stjórnarskrárinnar svona þröngt.
Hins vegar hafa umræður verið,
ekki síst á síðustu árum, um það
hvort þingið hafí gengið of langt í
framsali á valdi til ráðuneyta. Ég
er almennt þeirrar skoðunar að það
sé mikið íhugunarefni hvar þau
mörk eigi að liggja. Ef hins vegar
þetta yrði almennt talin rétt túlkun
sýnist mér í fljótu bragði að hún
myndi hafa mjög víðtæk áhrif á
alla stjórnsýslu. Hún myndi kippa
grundvellinum undan mjög veiga-
mikilli löggjöf á sviði atvinnumála,
bæði í sjávarútvegi, iðnaði og land-
búnaði. Einnig á sviði heilbrigðis-
mála og hollustuvemdar. Það er
engum vafa undirorpið að túlkun
sem þessi á stjómarskránni mun
kollvarpa þeirri framkvæmd sem
höfð hefur verið á í stjórnsýslu hvað
varðar þessi svið þjóðfélagsins og
því hafa mjög mikil áhrif. Mér sýn-
ist að það yrði mjög erfítt að koma
við markvissri verndun og stjórn á
nýtingu fiskistofnanna. Vissulega
mætti taka slíkar ákvarðanir með
Iögum en það er hætt við því að
það yrði svo svifaseint og þungt í
vöfum að það yrði lítið um mark-
vissa stefnumótun í þeim efnum,“
sagði sjávarútvegsráðherra.
Jóhannes segir að matvöruverð
hafi lækkað vemlega að raunverði
hérlendis á undanförnum áram og
í fyrsta skipti séu nýlenduvörur hér
sem keyptar séu erlendis frá að
nálgast það verð sem sé á þeim í
nágrannalöndunum. Það sé land-
búnaðarkerfið sem geri það að verk-
um að heimili á íslandi séu dýrari
í rekstri en erlendis. „Núna verður
ekki um sinn hægt að sækja hag-
vöxtinn í hafíð. Við ætlum að sjá
hvort ekki er hægt að skapa sam-
stöðu um að hagvöxturinn verði til
á heimilunum með lækkun vöm-
verðs. Eiga hagsmunir fjöldans að
víkja fyrir hagsmunum hinna fáu?
Er það eðlilegt? Það er ekki síst
okkar sameiginlega baráttuefni inn
í framtíðina,“ segja þeir að lokum.
„Fyrst þurfa menn að átta sig á
því hvort þetta telst rétt túlkun á
stjórnarskránni og víðtækari lög-
fræðilega umræðu um það efni. Ef
þetta er á hinn bóginn talið rétt
kemur tvennt til álita. Annars vegar
að breyta allri löggjöf sem þessi
túlkun kann að hafa áhrif á, sem
fæli í sér grundvallarbreytingu á
nánast allri atvinnuvega-, umhverf-
is- og hollustuháttalöggjöf í landinu,
eða þá að breyta stjómarskránni,"
sagði sjávarútvegsráðherra.
Þorsteinn sagði að ekki hefði
annað verið ákveðið á ríkisstjómar-
fundi í gær þar sem álitsgerðin var
kynnt, en að sú nefnd sem vinnur
að endurskoðun laga um stjóm físk-
veiða skoði þetta mál og kanni með
víðtækari hætti lagaleg sjónarmið í
því sambandi. „Það hefur verið
stefnt að því að nefndin ljúki störf-
um í haust eða byijun vetrar. Hann
sagði að vissulega væri það aðkall-
andi að fá úr því skorið sem fyrst
hvort hér væri um rétta túlkun á
stjórnarskránni að ræða. „En sé það
svo að þetta stangist á við stjórnar-
skrá höfum við verið að bijóta
stjómarskrána í áratugi, þannig að
nokkrar vikur til eða frá skipta ekki
öllu máli í því sambandi. Aðalatriðið
er að um þetta fari fram lögfræði-
leg umræða og nánari athugun,"
sagði sjávarútvegsráðherra.
Skylda þingmanna að
vinna sitt verk
Kristinn Pétursson, formaður
Félags um nýja sjávarútvegsstefnu,
sagði að álit Sigurðar Líndals væri
í samræmi við sínar gmndvallar-
skoðanir á stjómarskránni. Hann
kvaðst margsinnis hafa varað við
því opinberlega að 3. grein laga um
stjórn fiskveiða bryti í bága við
stjómarskrána. „Eins og segir í áliti
Davíð Oddsson forsætisráðherra:
Hliðsjón höfð af álitsgerð-
inni við endurskoðun laga
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að álitsgerð Sigurðar Lín-
dals lagaprófessors um að 3. grein laga um stjórnun fiskveiða bijóti
í bága við stjórnarskrána sé nyög afgerandi. Hann segir éðlilegt að
nefnd um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða taki álitsgerðina til
sérstakrar athugunar og lögfræðilegrar umfjöllunar. Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra segir tvennt koma til greina ef túlkun Sig-
urðar Líndals lagaprófessors er rétt. Annars vegar að breyta allri
þeirri löggjöf sem þessi túlkun kann að hafa áhrif á, sem hefði gríð-
arlegar breytingar á allri sljórnsýslu landsins í för með sér, eða
hins vegar að breyta sljórnarskránni. Álitsgerðin var kynnt á ríkis-
stjórnarfundi í gær.
Álitsgerð Sig-
urðar Líndals
HÉR Á eftir fer álitsgerð Sigurðar Líndals, prófessors í lögum við
Háskóla íslands, þar sem fram kemur það mat hans að 3. grein laga
um stjórn fiskveiða bijóti í bága við íslensku stjórnarskrána. Álitsgerð-
in var samin að beiðni Kristins Péturssonar, stjórnarmanns í Félagi
um nýja sjávarútvegsstefnu.
„í bréfi dagsettu 14. júlí sl. er
þess farið á leit að ég taki saman
álitsgerð um það hvort 3. gr. laga
nr. 38/1990 um stjórri fískveiða, þar
sem sjávarútvegsráðherra er falið að
ákveða með reglugerð þann heildar-
afla sem veiða má, standist stjóm-
skipan landsins.
I lagagrein þessari segir svo:
„Sjávarútvegsráðherra skal, að
fengnum tillögum Hafrannsókna-
stofnunarinnar, ákveða með reglu-
gerð þann heildarafla sem veiða má
á ákveðnu tímabili eða vertíð úr þeim
einstökum nytjastofnum við ísland
sem nauðsynlegt er talið að takmarka
veiðar á. Heimildir til veiða sam-
kvæmt lögum þessum skulu miðast
við það magn.“
Hér er álitaefnið hvort vald sé
framselt til ráðherra umfram það sem
stjómvöld leyfa. Til þess að nálgast
svar verður að huga að þvi hvenær
lög séu nauðsynleg við stjórn þjóðfé-
lagsmálefna. Um það era engar al-
mennar reglur í stjómarskrá. Hins
vegar hafa verið orðuð viðmið í fræði-
kenningum sem hafa má til leiðbein-
ingar.
Fyrst er þess að geta að í nokkram
ákvæðum stjómarskrár era lög sér-
Sigurðar Líndals er það skylda al-
þingismanna að vinna sitt verk.
Alþingi hefur ákveðið hlutverk, það
ákveður íjárveitingar í smáatriðum.
Ástæðan fyrir því er sú að Alþingi
má ekki framselja reglugerð til ijár-
málaráðherra sem leyfir honum að
veita fjármagni að eigin geðþótta.
Álitsgerðin vekur menn til umhugs-
unar og væntanlega í framhaldi af
því verður sú niðurstaða ofan á að
það borgi sig að breyta þeim göllum
sem era á núverandi kvótalöggjöf
til samræmis við 69. grein stjóm-
arkrárinnar, sem fjallar um skyldur
löggjafans, og ennfremur þarf að
fara nánar ofan í 67. greinina. Mis-
mununin í dag er geigvænleg og
hún stafar af því að menn hafa
ekki gert skyldu sína og fengið álit
valinkunnra manna um þetta atriði.
Ef hins vegar stjórnvöld og þeir sem
era að endurskoða núverandi kvóta-
löggjöf gera ekki skyldu sína núna
mega þeir búast við því að Evrópu-
dómstóllinn rassskelli þá. Vilji
stjórnvöld rassskellingar utan úr
heimi meira en orðið er, er um að
gera að aðhafast ekkert í þessu
máli. En nú er tækifærið, það er
verið að endurskoða þessi lög og á
þeim eru margir og ljótir gallar.
Þetta var afgreitt með hrossakaup-
um og hroðvirkni og það er skylda
allra aðila sem eru að endurskoða
lögin að ríghalda ekki í einhveija
ímyndaða hagsmuni heldur að
semja vandaða löggjöf með almenn-
um leikreglum þar sem jafnréttis-
reglan og grandvallarmannréttindi
eru í heiðri höfð. Ég bað um þetta
álit til að koma þessari umræðu af
stað. Núverandi kvótakerfi eins og
það er uppbyggt er að mínu mati
algjörlega vonlaust, enda er það að
leiða af sér stórfelldar deilur og
vaxandi átök í þjóðféiaginu svo það
verður ekkert komist hjá því að lag-
færa þetta.
Félag um nýja sjávarútvegs-
stefnu mun sjálfsagt reyna að fá
menn til að lagfæra þessa hluti með
góðu og við erum allir sem einn
sammála um að lagfæra verði nú-
verandi leikreglur mismununar og
ofbeldis, sem er útilokað að búa
við. Verði engin breyting á geri ég
ráð fyrir að stjórnvöld séu að kalla
yfir sig rassskellingar utan úr heimi
og það verða nógir til þess að kæra
málið fyrir mannréttindadómstóli
Evrópu,“ sagði Kristinn.
staklega áskilin. Hér kemur 69. gr.
sérstaklega til skoðunar, Engin bönd
má leggja á atvinnufrelsi manna,
nema almenningheill krefji, enda
þarf lagaboð til.
Með ákvörðun þess hámarksafla
sem veiða má á tilteknu tímabili era
bönd lögð á atvinnufrelsi manna og
það ber að gera með lögum. í dómi
Hæstaréttar uppkveðnum 15. desem-
ber 1989 skýrði meirihluti réttarins
framangreint stjómarskrárákvæði
sem hér segir:
Samkvæmt 69. gr. stjómarskrár-
innar þarf lagaboð til að legja bönd
á atvinnufrelsi manna. Með orðinu
„lagaboð" er átt við sett lög frá Al-
þingi. Reglugerðarákvæði nægjaekki
ein sér. Lagaákvæði er takmarka
mennréttindi verða að vera ótvíræð.
Sé svo ekki ber að túlka þau einstakl-
ingi í hag, því að mannréttindaá-
kvæði era sett til vemdar einstakling- '
um, en ekki stjómvöldum. (Hæsta-
réttardómar 1988, bls. 1532, einkum
1535).
í 3. gr. laganna um stjóm físk-
veiða er ákvörðunarvald tií að leggja
bönd á atvinnufrelsi manna framselt
sjávarútvegsráðherra og verður ekki
séð að það samrýmist 69. gr. stjóm-
arskrárinnar svo sem Hæstiréttur
hefur túlkað hana.
í öðra lagi er almennt viðurkennt
að við því sem einu sinni hefur verið
lögfest verði ekki haggað nema með
lögum. Hér er ekki um slíkt að ræða
svo að um þetta viðmið er þarflaust
að fjölyrða.
Þá teljast lög nauðsynleg þegar
setja á almennar nokkurn veginn
varanlegar reglur þjóðfélagsþegnum
til eftirbreytni hvort sem viðurlög
fylgja eða ekki. Hér er slíku tæplega
til að dreifa þar sem mælt er fyrir
um ákvörðun sem bundin er við af-
markað stutt tímabil.
Loks era lög nauðsynleg þegar
leggja á byrðar á menn, svo sem
með því að skerða eignir þeirra eða
fijálsræði. Á þetta ekki sízt við á
þeim sviðum réttarins sem teljast
mikilvæg vegna þess að hagsmunir
margra eða mjög mikilvægir hags- -
munir era í húfi. Með þetta viðmið í
huga bera að skoða 3. gr. nánar.
Ekki fer á milli mála að ákvörðun
samkvæmt 3. gr. skerðir athafna-
frelsi manna og snertir mjög mikil-
væga hagsmuni margra. Slíka
ákvörðun ber að taka með lögum,
en ekki fela han ráðherra svo sem
gert er. Sú skipan er ekki í samræmi
við þessa viðurkenndu meginreglu.
Hér að framan lýsi ég einungis
eigin skoðunum, en spái engu um
það hver niðurstaða yrði ef mál þar
sem á þetta reyndi kæmi til kasta
dómstóla. Sterklega verður að minna
á að íslenzkir dómstólar eins og dóm-
stólar á Norðurlöndum hafa farið
afar gætilega við það að lýsa lög -
andstæð stjómarskrá. Hefur það við-
horf verið ráðandi að virða beri eins
og frekast er unnt ákvarðanir lög-
gjafa sem sækir umboð til þjóðarinn-
ar, enda sé staða dómstóla ekki sam-
bærileg.
Ég teldi því í betra samræmi við
stjómskipan ríkisins að lögum yrði
breytt í það horf að Alþingi tæki sjálft
ákvörðun um þann heildarafla sem
veiða má.
Um framsal valds og álitsefni þar
að lútandi vísa ég til rits míns: Stjóm-
kerfi búvöraframnleiðslunnar og
sljómskipan íslands, einkum bls. 66.
o. áfr. og 181 o. áfr.
Að lokum skal tekið fram til að
koma í veg fyrir hugsanlegan mis-
skilning að framangreindar hugleið-
ingar standa í engu sambandi við
síðustu ákvarðanir um hámarksafla
og þann ágreining sem af þeim hefur
risið. Hér er ég einungis að lýsa ai^-
mennu viðhorfi mínu til stjómlaga
óháð allri dægurmálaumræðu."