Morgunblaðið - 08.08.1992, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
16. júll 1992
FAXAMARKAÐURINN HF. í Reykjavík
Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þ orskur 100 73 95,89 6,717 644.085
Ýsa 141 80 120,54 1,306 157.426
Grálúða 83 83 83,00 0,709 58.847
Humar 170 170 170,00 0,011 1.870
Karfi 46 29 33,00 30,242 998.036
Langa 55 49 49,73 0,483 24.021
Lúöa 430 190 335,32 0,220 73.770
Skata 90 90 90,00 0,176 15.840
Skarkoli 85 66 69,98 0,806 56.407
Steinbítur 69 40 40,00 0,145 5.800
Ufsi, hausl. fros. 15 15 15,00 0,138 2.070
Ufsi 30 30 30,00 9,647 289.423
Ufsi, smár 14 14 14,00 0,021 294
Undirmálsfiskur 65 14 39,18 0,079 3.095
Samtals 45,92 50,678 2.327.245
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA HF.
Þorskur 115 76 113,74 1,240 141.040
Ýsa 50 50 50,00 0,488 24.400
Ufsi 40 40 40,00 0,600 24.000
Steinbítur 46 46 46,00 0,235 10.810
Lúöa 220 50 161,81 0,149 24.110
Karfi (ósl.) 46 46 46,00 0,100 4.600
Samtals 81,42 2,812 228.960
FISKMARKAÐUR BREIÐAFJARÐAR /
Þorskur 85 82 83,00 9,000 747.000
Undirmálsþorskur 55 55 55,00 0,500 27.500
Ýsa 78 78 78,00 0,138 10.764
Ufsi 36 34 34,44 3,003 103.425
Karfi (ósl.) 30 30 30,00 3,040 91.200
Langa 42 42 42,00 0,092 3.864
Keila 20 20 20,00 0,010 200
Steinbítur 43 43 43,00 0,268 11.524
Lúöa 160 160 160,00 0,060 9.600
Langlúra 20 20 20,00 0,038 760
Steinbftur/H lýri 30 30 30,00 0,254 7.620
Samtals . 61,78 16,403 1.013.457
FISKMIÐLUN NORÐURLANDS HF.
Þorskur 82 75 76,91 0,815 62.679
Grálúöa 65 65 65,00 0,607 39.455
Hlýri 24 24 24,00 0,014 336
Samtals 71,36 1,436 102.470
FISKMARKAÐURINN ( ÞORLÁKSHÖFN
Þorskur 92 78 88,73 1,687 149.688
Ýsa 124 80 121,49 0,795 96.587
Karfi 30 30 30,00 0,159 4.770
Langa 50 50 50,00 0,219 10.950
Lúöa 220 165 180,55 0,114 20.582
Skötuselur 445 180 396,45 0,065 25.967
Steinbítur 35 35 35,00 1,084 37.940
Ufsi 31 31 31,00 0,117 3.627
Undirmálsfiskur 25 25 25,00 0,003 75
Samtals 82,52 4,243 350.187
FISKMARKAÐURINN (SAFIRÐI
Þorskur 80 72 77,47 16,303 1.263.055
Ýsa 131 131 131,00 0,109 14.279
Skarkoli 67 67 67,00 1,884 126.228
Undirmálsþorskur 59 59 59,00 0,392 23.128
Samtals 76,34 18,688 1.426.690
FISKMARKAÐURINN PATREKSFIRÐI
Þorskur 86 83 83,89 8,028 673.509
Ýsa 137 137 137,00 0,352 48.224
Samtals 86,13 8,380 721.733
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA
GÁMASALA f Bretlandi 3. - 7. ágúst.
Meðalverð Magn Heildar-
(kr.) (lestir) verð (kr.)
Þorskur 1.34 268,652 37.641.574
Ýsa 1,20 166,532 20.788.000
Ufsi 0,49 14,239 725.710
Karfi 0,63 27,165 1.798.784.
Koli 1,10 81,679 9.345.569
Grálúöa 1,44 0,800 120.127
Blandað 0,95 115,039 11.419.118
Samtals SKIPASALA í Bretlandi 3. - 7. ágúst. 1,16 674,146 81.838.886
Þorskur 1,52 47,875 7.589.847
Ýsa 1,20 0,005 625
Ufsi 0,50 1,975 103.154
Karfi 0,86 11,180 1.006.097
Blandað 1,09 4,480 509.932
Samtals Selt var úr Otto Wathne NS 90. 1,35 65,515 9.209.658
SKIPASALA f Þýskalandi 3. - 7. ágúst.
Þorskur 2,79 6,788 696.487
Ýsa 1,89 2,008 139.834
Ufsi 2,30 16,285 1.376.458
Karfi 2,50 227,667 20.975.377
Blandað 2,84 3,749 391.895
Samtals 2,50 256,497 23.580.053
Selt var úr Ögra RE 72.
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur,
28. maí - 6. ágúst, dollarar hvert tonn
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir TRAUSTA ÓLAFSSON
Án þorsksins ekkert líf
Vestfirðingar æfir út í ríkissljórnina
KVÍÐI fyrir framtíðinni setur mark sitt á hugi Vestfirðinga um
þessar mundir. Minni þorskveiðiheimildir selja atvinnulífið á Vest-
fjörðum úr skorðum. Frystihúsin þar eru nær eingöngu miðuð við
að vinna í þeim þorsk og það stoðar þeim því lítið þó að meiri
sókn sé heimiluð í karfa og ufsa. Vinnsla á þeim tegundum borg-
ar sig vart í landi og í sumum byggðarlögum vofir því yfir mik-
ill samdráttur í atvinnu og jafnvel atvinnuleysi landverkafólks.
Margrét Hjartardóttir fiskverkakona á Flateyri óttast að þrenging-
ar íslendinga séu rétt að byija. Hún bendir á að þjóðin eigi allt
sitt undir fiskinum og vinnslu á honum og varar við þeirri stefnu
að taka upp sölu veiðiheimilda.
Staða margra vestfirskra sjáv-
arútvegsfyrirtækja er tæp og
vafasamt hvort þau lifa af það
áfall sem skertar fiskveiðiheimildir
hafa í för með sér. Ingimar Hall-
dórsson framkvæmdastjóri Frosta
hf. á Súðavík segir að eins og er
hafi sjávarútvegurinn í raun engan
rekstrargrundvöll. í því sambandi
nefnir Ingimar gengisfall á doll-
ara, verðfall á erlendum mörkuð-
um og síauknar álögur á fyrirtæk-
in í formi hafnargjalda, þjónustu-
gjalda og aðstöðugjalda. Ingimar
kveður svo sterkt að orði að þess-
ari skattpíningu á sjávarútveginn
verði að linna. Að sögn Ingimars
hafa fæst sjávarútvegsfyrirtæki
nú nokkum rekstrarafgang til
þess að standa undir afborgunum
af lánum. Ingimar segir að sé litið
til lengri tíma þá sé það augljóst
að íjárfestingar í kvótakaupum
gangi aldrei upp, enda séu þær
jafnóðum gerðar að engu með
kvótaskerðingum ár eftir ár. Þann-
ig nemur skerðingin sem Frosti
hf. verður fyrir nú hartnær þeim
kvóta sem fyrirtækið hugðist auka
við sig í fyrra með kaupum á hlut
í súgfirska togaranum Elínu Þor-
bjarnardóttur.
Greinilegt er að útgerðarfyrir-
tækin á Vestfjörðum eru ákaflega
misvel í stakk búin til þess að
mæta skertum veiðiheimildum og
breyttri samsetningu afla. Þetta
fer vitaskuld mikið eftir skulda-
stöðu fyrirtækjanna en stærð
fiskiskipanna og fjöldi hefur einnig
umtalsverð áhrif. Þannig segir
Ingimar Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Frosta hf. að þeim
hugmyndum hafi verið hreyft í
stjórn fyrirtækisins að breyta tog-
aranum Bessa í heilfrystiskip og
gera hann út á karfa og ufsa, en
nota minni togskipin tvö til þorsk-
veiða og sóknar í tegundir sem
Súðvíkingar hafa hingað til ekki
getað nýtt sér. Ingimar segir að
með þessu fyrirkomulagi sé hugs-
anlegt að tryggja áfram fulla at-
vinnu í landi á Súðavík.
Almennt eru Vestfirðingar æfir
yfír því að stjómvöld skuli ætla
að selja kvóta Hagræðingarsjóðs
en gera sér vonir um að Alþingi
muni hnekkja þeirri ákvörðun þeg-
ar það kemur saman. Formaður
og varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins munu eiga fund með
trúnaðarmönnum flokksins á
Vestfjörðum nú um helgina. Sum-
ir þessara trúnaðarmanna hafa á
orði að mæta ekki á fundinn þar
sem formennirnir hlusti hvort sem
er ekki á rök heimamanna á Vest-
fjörðum. Aðrir eru staðráðnir í að
reyna til þrautar að fá forystuna
til að breyta ákvörðunum sínum
um Hagræðingarsjóð. Jafnframt
vilja þeir ekki láta þess ófreistað
að fá formennina til þess að gera
ráðstafanir til þess að rekstrarskil-
yrði sjávarútvegs verði gerð hag-
stæðari.
Vestfírðingar benda einnig á
það að hagnaður ríkisstjórnarinn-
ar af sölu á kvóta Hagræðingar-
sjóðs sé sýnd veiði en ekki gefín.
Ríkisstjórnin ætlar sér að fá rúm-
ar 500 milljónir fyrir þennan kvóta
en Ingimar Halldórsson á Súðavík
segir að sú áætlun standist varla,
því að fáir verði til þess að kaupa
kvótann á verði sem nemi svo
hárri upphæð. Auk þess telur Ingi-
mar þann ágóða sem ríkisstjórnin
fái af sölu á kvóta Hagræðingar-
sjóðs vafasaman, því að ómæld
útgjöld og tekjutap ríkissjóðs fylgi
í kjölfar skerðingar aflamarks.
Ingimar nefnir sem dæmi að komi
til langvarandi atvinnuleysis
vegna samdráttar í fiskvinnslu
verði þessar 500 milljónir ekki
lengi að eyðast upp í formi at-
vinnuleysisbóta og minnkandi
tekjuskatts.
Vestfírðingar eru sárgramir og
fínnst skelfingin blasa við. Skip-
stjórnarmenn og aðrir heimamenn
á Vestfjörðum eru gramir út í vís-
indamenn Hafrannsóknastofnunar
og segja að niðurstöður þeirra um
þorskstofninn standi á allt of veik-
um grunni. Eins fínnst Vestfirð-
ingum að vísindamennimir taki
full lítið mark á reynslu skip-
stjórnarmanna af fiskigengd og
þekkingu þeirra á lífríkinu í sjón-
um. Guðmundur Valgeir Jóhann-
esson var í marga áratugi skip-
stjóri á bátum frá Flateyri. Hann
segir að það sé ekkert nýmæli að
þroskurinn hverfi af togaramiðun-
um. Guðmundur Valgeir segir að
þegar hann var að hefja for-
mennsku á fjórða áratugnum hafí
togaramir komið inn á fírðina og
keypt afla af smábátum. Þetta var
þrautalending togaraskipstjór-
anna til þess að hafa einhvern fisk
til að sigla með á markaði erlend-
is. Þá var afli góður á grunnslóð
og Guðmundur Valgeir kveðst
sannfærður um að nú sé þetta
ástand að endurtaka sig. Ingimar
Halldórsson framkvæmdastjóri á
Súðavík segir að á ámnum upp
úr 1960 hafi reynslan verið svip-
uð, togararnir hafi lítið fískað en
vel hafí veiðst á minni bátum nær
landi.
Svo gramir sem Vestfirðingar
era út í Hafrannsóknastofnun
beinist reiði þeirra þó enn frekar
að ríkisstjórninni sem þeim finnst
ekki hafa verið vinsamleg sjáv-
arútveginum. „Menn í sjávarút-
vegi hér um slóðir myndu ekki
sakna þessarar ríkisstjórnar," seg-
ir Ingimar Halldórsson. „Það er
tímabært að gefa sumum af
stjórnmálamönnunum okkar frí og
leyfa þeim að lifa á því sem þeir
skammta öðrum,“ segir Guðmund-
ur Valgeir fyrrverandi skipstjóri.
„Við erum ekki með rétta menn á
oddinum," segir Margrét Hjartar-
dóttir fiskverkakona og bætir við:
„Þessir stjórnmálamenn okkar elta
bara skottið hver á öðrum. Við
þurfum að velja okkur forystu eft-
ir hæfni manna en ekki stjóm-
málaskoðunum.“ Margréti stendur
líka stuggur af því ef íslendingar
ganga í Evrópubandalagið. „Þessi
stefna er ekki hugsuð til enda“,
segir Margrét. „Fjársterkir útlend-
ingar geta tekið okkur í nefið ef
þeir kæra sig um.“
GENGISSKRÁNING
Nr. 145 7. ógúst 1882
Kr. Kr. Toll-
Eln. Kl. 09.15 Kaup Sala Oengl
Doliari 54,47000 54,63000 54,63000
Sterlp. 104,30200 104,60800 105,14100
Kan. dollari 40,03000 46,16600 45,99500
Dönskkr. 9,56660 9,59470 9,59300
Norskkr. 9,36230 9,38980 9.39870
Sænsk kr. 10,14230 10,17200 10.17190
Finn. mark 13.44170 13.48120 13.47230
Fr. franki 10,90600 10,93800 10,92820
Belg. franki 1,78900 1,79430 1,79220
Sv. franki 41,04280 41.16340 41,81400
Holl. gyllini 32,67450 32,77050 32,72140
Þýskt mark 36,84260 36,95090 36,91720
ft. líra 0,04874 0,04888 0,04878
Austurr. sch. 6,23620 5,25160 5,24710
Port. escudo 0,43170 0.43300 0,43510
Sp. peseti 0,57740 0,67910 0,58040
Jap. jen 0,42581 0,42706 0,42825
frskt pund 98,07600 98,36400 98,53300
SDR (Sórst.) 78,58170 78,81250 78,86990
ECU.evr.m 75,13320 76,35390 76,29380
Tollgengi fyrir ágúst er sölugengi 28. júlí. Sjálfvirkur
símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
ALMAINIIMATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. ágúst 1992 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) ................... 12.329
'h hjónalífeyrir ..................................... 11.096
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega .................... 27.221
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega.................... 27.984
Heimilisuppbót ........................................... 9.253
Sérstök heimilisuppbót ................................... 6.365
Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.551
Meðlag v/1 barns ........................................ 7.551
Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ......................... 4.732
Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ......................... 12.398
Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eðafleiri .............. 21.991
Ekkjubætur/ekkilsbætur6mánaða ........................... 15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ...................... 11.583
Fullurekkjulífeyrir ..................................... 12.329
Dánarbæturí8ár(v/slysa) ................................. 15.448
Fæðingarstyrkur ......................................... 25.090
Vasapeningar vistmanna ...................................10.170
Vasapeningarv/ sjúkratrygginga ...........................10.170
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ............................. 1.052,00
Sjúkradagpeningareinstaklings ........................... 526,20
Sjúkradagpeningarfyrirhvert barn áframfæri .............. 142,80
Slysadagpeningareinstaklings ............................ 665,70
Slysadagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ............. 142,80
20% tekjutryggingarauki (orlofsuppbót), sem greiðist aðeins í
ágúst, er inni í upphæðum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og
sérstakrar heimilisuppbótar.