Morgunblaðið - 08.08.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1992
17
Morgunblaðið/Eiríkur
Að bjarga sér sjálfur
Maður verður víst að gera þetta sjálfur fyrst enginn annar gerir þetta fyrir mann.
Heysalan í óvissu enn
ALLT er enn afar óljóst í heysölumálum íslendinga til Norður-
landa. Norðmenn munu hafa afþakkað hey austfirskra bænda en
Svíar hafa ekki látið heyra til sín síðan norðlenskir bændur sendu
þeim sýnishorn. Þeir höfðu sæst á verð en ekki var búist við að
samið yrði um kaupin fyrr en í september.
Að sögn Ólafs Vagnssonar hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar eru
engar skýrar línur komnar í hey-
sölumál til Norðurlanda utan þær
að Búnaðarsamband Austurlands
hefur nýlega fengið skeyti frá við-
semjendum sínum í Noregi um að
þeir falli frá fyrirhuguðum hey-
Ljósmyndamaraþon verður
þreytt í fyrsta sinn á Akureyri
þann 15. ágúst. Keppnin er haldin
í samvinnu Kodak-umboðsins og
Ahugaljþsmyndaraklúbbs Akur-
eyrar (ÁLKA).
Keppnin felst í því að taka ljósmynd-
ir af fyrirfram ákveðnum verkefnum
eða mótífum eftir tiltekinni röð á
ákveðnum tíma. Við rásmark fá
keppendur 12 mynda Kodak litfilmu
og 3 fyrstu úrlausnarverkefnin og
fá ný verkefni á þriggja tíma fresti.
Tólf tímum síðar lýkur keppninni og
skila keppendur þá fílmunni, eftir
kaupum. Ástæður eru tvær, annars
vegar mikill flutningskostnaður og
hins vegar að aðstæður og veðurfar
hafa breyst mjög til hins betra þar
heima fyrir.
Hvað viðvíkur heysölu norð-
lenskra bænda til Svíþjóðar sagði
Ólafur að allt væri í biðstöðu. Svíar
að hafa tekið eina mynd af hverju
verkefni.
Verðlaunaafhending verður dag-
inn eftir, sunnudaginn 16,. ágúst.
Fyrir bestu fílmuna, heildarútkomu,
eru verðlaunin Kodak myndgeisla-
spilari og fyrir bestu myndina er
veitt Kodak S-1100 myndavél. Að
auki verður fjöldi verðlauna fyrir ein-
stök verkefni.
Keppendur þurfa að hafa meðferð-
is myndavél fyrir 35mm filmu, en
búnaður vélarinnar að öðru leyti
skiptir ekki máli. Nánari upplýsingar
veitir Kodak umboðið Hans Petersen
hf. og Pedromyndir á Akureyri.
hefðu verið sáttir á verð sem þeim
hefði verið boðið, en þar hefði verið
rætt um 12 krónur á kflóið miðað
við að bændur flyttu hey að skips-
hlið. Svíar hefðu sjálfir ætlað að
sjá um flutninga. Það síðasta sem
gerst hefði í þessu máli hefði verið
að Svíum hefði verið sent sýnishorn
af heyi. Hins vegar væri ekki við
því að búast að gengið yrði frá
þessum málum strax þar sem Svíar
hefðu gert ráð fyrir að samið yrði
um heykaup í fyrsta lagi í septem-
ber. Þeir vildu sjálfsagt reyna til
þrautar að útvega sér hey heima
fyrir á þeim slóðum sem heyjast
hefði og ef til vill brygði að ein-
hvetju leyti til betri heyskapartíðar
hjá þeim líkt og hjá Norðmönnum.
Verðið, 12 krónur fyrir kílóið,
sagði Ólafur að væri heldur lægra
en það sem væri kallað kostnaðar-
verð en nokkrir bændur hefðu verið
tilbúnir að selja á þessu verði þar
sem víða væri til talsvert umfram-
hey, bæði nýtt og einnig afbragðs-
gott hey frá fyrra ári. Svíar hefðu
beðið um nýtt hey, en ef til kæmi
að þeir keyptu það hér kæmi frá
þeim fulltrúi til að kynna sér vör-
una og yrði honum þá sýnt árs-
gamla heyið líka.
Keppt í ljósmyndamaraþoni
> .
Utvegsmannafélag Norðurlands:
Boðar til fundar með
þingmönnum á Akureyri
ÚTVEGSMANNAFÉLAG Norðurlands hefur boðað til fundar á Akur-
eyri á miðvikudag. Alþingismenn á Norðurlandi eystra og vestra
eru boðaðir til fundarins en þar verður fjallað um vanda sjávarútvegs.
Útvegsmannafélag Norðurlands
hélt fund með stjórnarþingmönnum
af Norðurlandi þann 31. júlí síðastlið-
inn og þá var stefnt að því að annar
fundur yrði um miðjan ágúst. Nú
hefur Útvegsmannafélagið boðað til
fundar þar sem vænst er viðveru
alþingismanna Norðurlands eystra
og vestra. Fundurinn verður á Hótel
KEA miðvikudaginn 12. ágúst og
hefst klukkan 13.
Að sögn Sverris Leóssonar, for-
manns Utvegsmannafélags Norður-
lands, verður á þeim fundi fjallað
áfam um vanda sjávarútvegs í kjöl-
far niðurskurðar á aflaheimildum og
hugsanlegar leiðir til úrbóta. Útvegs-
menn vilji nota tækifærið og ræða
þessi mál við þingmenn í tíma, en
Alþingi kemur saman 17. ágúst. Hér
sé um að ræða hagsmunamál fjöl-
margra byggðafiaga og útgerðarað-
ila á stóru svæði, en Útvegsmannafé-
lag Norðurlands nær yfir svæðið frá
Þórshöfn í austri til Skagastandar í
vestri.
Bæjarstjórn Akureyrar:
Oformleg útihátíð á 130
ára afmæli bæjarins
Á 130 ára afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst næstkomandi er stefnt
að því að bæjarbúar og gestir geti gert sér glaðan dag og líflegt verði
í bænum. Þá verður meðal annars fyrsta útiskemmtun á vegum bæj-
aryfirvalda á endurgerðu Ráðhústorgi.
Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur,
forseta bæjarstjórnar, er ekki fyrir-
hugað að þama verði um formlég
eða viðamikil hátíðahöld að ræða,
miklu fremur að allir sem geta og
hafa áhuga leggi sitt af mörkum til
að gera daginn eftirminnilegan.
Stefnt er að því að líf og fjör verði
í miðbænum, til dæmis útimarkaður
og skemmtiatriði og tónleikar af
ýmsu tagi. Þannig geti félagasam-
tök, kórar og hljómsveitir komið fram
á nýendurgerðu Ráðhústorgi á fyrstu
viðburðum sem bæjaryfirvöld standa
að þar, svo eitthvað sé nefnt.
Áuk þessa er ætlunin að söfn verði
opin og skipulagðar verði gönguferð-
ir um bæinn, bæði sögulegar og nátt-
úrufræðilegar.
Sigríður sagði að stefnt væri að
því að virkja sem allra flesta krafta
sem fyrirfyndust í bænum og vildi
hvetja alla þá sem hafa eitthvað fram
að færa eða vilja taka þátt í útimark-
aði og öðrum uppákomum á afmæl-
inu til að hafa sem fyrst samband
við skrifstofu íþrótta- og tómstunda-
fulltrúa Akureyrarbæjar.
Sumarbúðir KFUM og KFUK að Hólavatni:
Fullt hefur verið í allt sumar
Á morgun, sunnudag, lýkur starfi sumarbúða KFUM og KFUK að
Hólavatni í Eyjafjarðarsveit. Að
kaffisölu I sumarbúðunum.
Sumarbúðir KFUM og KFUK
að Hólavatni hafa starfað óslitið
síðan 1965. í sumar voru þar 5
dvalarflokkar fyrir drengi jafnt og
stúlkur og auk þess dvöldust
þroskaheftir í búðunum í nokkra
daga. Aðsóknin var mjög góð og
var fullskipað í alla dvalarflokka.
Alls voru um það bil 150 böm í
sumarbúðunum að Hólavatni í sum-
ar. Sumarbúðastjóri var Sigfús
vanda mun starfinu ljúka með
Ingvason guðfræðingur og ráðs-
kona var Þórey Sigurðardóttir.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá
KFUM og KFUK er venja að
sumarstarfinu ljúki með kaffisölu
þar sem gestir geta fengið sér
hressingu og styrkt sumarbúða-
starfið. Kaffisalan verður á morg-
un, sunnudag, klukkan 14.30 til
18.00.
Verkalýðsfélagið Eining:
Skorar á stjómvöld að endurskoða
ákvörðun um hagræðingarsjóð
STJÓRN verkalýðsfélagsins Ein-
ingar mótmælir ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar að nota ekki kvóta
hagræðingarsjóðs til að jafna
áfall sem byggðir verða fyrir
vegna skerðingar þorskkvóta og
skorar á ríkisvaldið að endur-
skoða ákvörðunina.
Á stjórnarfundi verkalýðsfélags-
ins Einingar 6. ágúst síðastliðinn
var eftirfarandi ályktun samþykkt
samhljóða:
„Stjóm verkalýðsfélagsins Ein-
ingar mótmælir harðlega þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að nota
ekki kvóta Hagræðingarsjóðs til að
jafna það áfall sem sumar byggðir,
einkum á Norðurlandi og Vestfjörð-
um, verða fyrir við hina miklu
kvótaskerðingu í þorski.
Atvinnuástand á Eyjafjarðar-
svæðinu mun versna til muna þar
sem fiskveiðar byggjast nær ein-
göngu á þorskkvóta. Skerðingin
gæti samsvarað eins til tveggja
mánaða vinnu þar sem hún er mest.
Stjórnin skorar á ríkisvaldið að
endurskoða ákvörðun sína um Hag-
ræðingarsjóðinn þannig að þeim
sveitarfélögum sem verða fyrir
mestri skerðingu verði úthlutað
kvóta úr Hagræðingarsjóði þeim að
kostnaðarlausu."
(Úr fréttatilkynningii.)
UTVEGSMENN
NORÐURLANDI
Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til
fundar á Hótel KEA, Akureyri, miðvikudaginn
12. ágúst nk. kl. 13.00.
Dagskrá: Staða útgerðar.
Þingmenn í Norðurlandskjördæmi eystra og
vestra boðaðir á fundinn.
Stjórnin.
Hreppsnefnd Grýtubakkahrepps
auglýsir eftir hugmyndum að merki fyrir sveitarfélagið.
Keppnislýsing fæst afhent á skrifstofu Grýtubakka-
hrepps, Gamla skólahúsinu, 610 Grenivík, sími 96-33159.
Skilafrestur er til 15. október 1992.
Þrenn verðlaun verða veitt, samtals að upphæð
kr. 170.000,-
Akureyrarbær auglýsir
almennan kynningarfund um reglugerð um gerð
og staðsetningu skilta (auglýsingaskilta) á Ak-
ureyri. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn
11. ágúst kl. 10.00 fyrir hádegi í húsi aldraðra
við Lundargötu 7. Fundurinn er einkum ætlaður
verslunarmönnum, atvinnurekendum og öðrum
auglýsendum og hagsmunaaðilum.
Reglugerðin mun liggja frammi á bæjarskrifstof-
unum, 2. hæð, á mánudag þannig að þeir sem
þess óska geti kynnt sér hana.
Byggingarfulltrúi, bæjarlögmaður,
skipulagsstjóri.