Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 Nokkur orð um orðabók eftirLeó E. Löve Fyrir átta árum réðist Isafold í það stórvirki að láta gera full- komna og vandaða dansk-íslenska orðabók. í verkið var ráðist af nokkurri bjartsýni, því vitað var að það yrði mjög dýrt og langur tími myndi líða áður en útlagt fé fengist til baka með sölu bókarinnar. Ef til vill var upphafið einkennandi fyrir íslenska elju og bjartsýni, eins og reyndar annar útgefandi hafði sýnt af sér nokkru áður með útgáfu ensk-íslenskrar orðabókar. Því er skemmst frá að segja, að verkinu miðaði eins og búast mátti við og þrátt fyrir að ýtrasta sparnaðar og hagsýni væri gætt, var útlagður kostnaður í upphafi þessa árs kominn í um 45 milljón- ir króna. Ýmsir aðilar höfðu styrkt framtakið af rausnarskap, þannig að ísafold hafði sjálf lagt fram rúmar 30 milljónir króna. Við verkið hefur fjöldi manns unnið og er í bókinni getið um 81 starfsmann og er þó ekki allra getið sem nærri verkinu komu. Lokaspretturinn varð dýr, eins og ljóst má vera: Sérfræðivinna, samanburður og prófarkalestur kostar sitt og á þessu ári hefur launakostnaður verið tæplega 9 milljónir króna. Þannig var útlagð- ur kostnaður ísafoldar kominn í tæpar 40 milljónir króna auk styrkjanna sem áður er getið og heildarkostnaðurinn 50-60 millj- ónir króna. Eins og fyrr var greint hefur ýtrasta spamaðar verið gætt í hví- vetna — án þess að það kæmi nið- ur á gæðum bókarinnar — og því var eðlilegt að sama sjónarmið yrði látið ráða við lokahnykkinn, sjálfa prentun bókarinnar. Prentunin Útgefandinn, ísafold, rekur eig- in prentsmiðju og hefur prentað flestar bækur sínar hingað til og hugðist einnig prenta þessa bók. Til þess að vera trúir þeirri stefnu að spara hvar sem þess væri kostur brutu forráðamenn ísafoldar odd af oflæti sínu og leit- uðu tilboða frá öðrum aðilum í prentiðnaði, bæði hérlendis og er- lendis ef vera kynni að hægt væri að prenta bókina ódýrar en í eigin prentsmiðju. Þetta var gert þótt sjálfur prentkostnaðurinn væri að- eins um 5% af heildarkostnaði við bók eins og þessa. Nokkur tilboð bárust og var langhagstæðasta boðið frá belg- ísku prentsmiðjunni OPDA. Var tilboðið reyndar svo lágt að tilboð frá íslenskum fyrirtækjum i bók- bandið eitt saman voru hærri en í allt verkið: pappír, prentun og bók- band frá belgísku prentsmiðjunni. Stór íslensk prentsmiðja bauð í allt verkið og var upphafsboð henn- ar helmingi hærra en tilboð Belg- anna. Það var þvi augljóst mál, að til- boðinu frá Belgunum yrði tekið og með því móti náðist það takmark að halda verði bókarinnar út úr búð innan við 10 þús. krónur á éintakið. Þess er skylt að geta, að eins og oft gerist urðu breytingar á verkinu frá því sem upphaflega var áætlað. Breytingarnar fólust í meiri vinnu fyrir prentaðilann með þeim afleiðingum að verkið varð dýrara en ætlað hafði verið. Auk gæða bókarinnar skiptir verð hennar almenning mestu. Ef miðað er við hina stóru ensk- íslensku orðabók má sjá að hún kostar nú tvöfalt meira en hin nýja bók ísafoldar, er enda stærri og yfírgripsmeiri. Sárir keppinautar Með stolti kynnti ísafold hina glæsilegu bók á fréttamannafund- um 28. ágúst sl. Eins og eðlilegt var ráku frétta- menn augun í að fyrirtæki í prent- iðnaði skyldi láta prenta fyrir sig í öðru landi og þótt ísafoldarmönn- um fyndist prentunin óverulegur þáttur hins mikla menningarfram- taks, hefur umræða spunnist af þeirri staðreynd að prentkostnaður í Belgíu geti verið svo miklu lægri en hér á landi. Það hefur gengið svo langt, að forráðamenn stórrar prentsmiðju hafa geyst fram á sviðið með full- yrðingar — jafnvel notað strákslegt orðbragð og vænt ísafoldarmenn um ósannsögli. Til þess að leggja áherslu. á orð sín hafa þeir meira að segja geng- ið svo langt að fara fram á að þeim séu sýnd aðflutningsskjöl vegna prentunarinnar. Þá hafa þeir hnýtt í framkvæmdastjóra sölusviðs belgísku prentsmiðjunnar sem komið hafði til landsins til þess að veija hendur sínar vegna ómaklegrar gagnrýni þeirra. Með þessu upphlaupi sínu hafa forráðamenn stóru prentsmiðjunn- ar vakið á því athygli svo um munar að stór verkefni eins og hina nýju dansk-íslensku orðabók geti verið heppilegra að prenta erlendis en hér á landi. Þeir hafa vakið íslendinga til umhugsunar um að iðnaður Evrópu bíður eftir því að fá ótakmarkaðan aðgang að mörkuðum okkar — væntanlega með þeim afleiðingum að fyrirtæki hér á landi verði að láta sér smá- verkin nægja. Spilin á borðið — trúnaður Eins og þegar hefur komið fram hafa talsmenn stórrar prentsmiðju vakið athygli á málinu í fjölmiðlum. Það er ekki allt. Strax fyrsta virkan dag eftir að fjölmiðlar höfðu birt fréttir sínar um málið kom framkvæmdastjóri Félags íslenska prentiðnaðarins Leó E. Löve „Sennilega er tímasetn- ing þessarar prentum- ræðu góð fyrir þjóðfé- lagið í heild. Um þessar mundir er mikið rætt um tengingu okkar við Evrópumarkaði, tolla- bandalög og önnur mik- ilvæg efnahagsmál. Þótt þetta ákveðna mál hafi ekki valdið ísafold- armönnum neinni ánægju, er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og senni- lega er þessi þáttur málsins góði þáttur- inn.“ Á íslenskur prentiðnað- ur framtíðarmöguleika? eftir Guðbrand Magnússon Prentun nýrrar dansk-íslenskrar orðabókar í Belgíu hefur beint sjón- um manna að þeirri viðsjárverðu þróun að innflutningur prentverks er að aukast stórlega. Ekki er ein- ungis um að ræða prentun þessarar orðabókar, heldur eru hundruð bóka- titla prentuð f útlöndum. Atvinnu- leysi eykst meðal prentiðnað- armanna í kjölfarið. í sjálfu sér er orðabók ísafoldar ekki aðalatriði þessa máls, þó svo að málflutningur útgefandans hafí orðið til þess að ráðamönnum í prentiðnaði ofbauð framgangur hans gagnvart innlend- um prentiðnaði. íslenskar prentsmiðjur munu á næstu árum þurfa að horfast í augu við meiri samkeppni frá útlöndum en menn hafa vanist. Frá og með næstu áramótum verður fullt frelsi í viðskiptum 12 EB landa. Markaður með 320 milljónir íbúa ætlar að sam- einast í baráttunni við Bandaríkin og Austurlönd fjær. Aðalatriði EB- samningsins er frelsi vinnuafls, fjár- magns, vöru og þjónustu milli aðild- arlandanna. Um það þarf ekki í sjálfu sér að fjölyrða, nema ágætt er að minna á að þessi markaður er stærri en Bandaríkin. Innan Evr- ópubandaiagsins reikna menn með því að hagvöxtur aukist í kjölfar fijálsra viðskipta milli landanna. I prentiðnaði reikna menn með því að verð lækki um 6%. Miklar breytingar eru að verða á uppbyggingu prent- iðnaðar í Evrópubandalagslöndun- um, s.s. í Þýskalandi, Frakklandi og á Ítalíu. Gömul fyrirtæki eru keypt upp og steypt saman við önnur eða hreinlega lögð n'iður. Fyrirtæki eru endurfjármögnuð og tæknilega end- urnýjuð, þannig að þau verði tilbúin í bardagann. Þetta á m.a. við um belgísku prentsmiðjuna sem prentaði orðabók Isafoldar. Afleiðing þessar- ar þróunar er harðari samkeppni og meiri alþjóðlegri starfsémi, sem í fyrstu atrennu skiptir mestu máli gagnvart stórum verkefnum. Þrátt fyrir að ísland standi fyrir utan EB verðum við að reikna með því að evrópsku fyrirtækin reyni að krækja í stærstu verkefnin hér á landi. Is- land verður jaðarmarkaður þessara fyrirtækja og það væri hættulegt ef við ímynduðum okkur að í krafti smæðar gætu íslenskar prentsmiðjur haft sinn heimamarkað í friði. Meðalstór og stór fyrirtæki í ís- lenskum prentiðnaði verða að mæta þessari útlendu samkeppni á for- sendum útlendu fyrirtækjanna, þ.e. þau þurfa að búa yfir hæfni til að keppa í verði, gæðum og þjónustu. Það er ekki seinna vænna fyrir starfsmenn og stjórnendur í prent- iðnaði að nota samtakamáttinn til að skipuleggja átak sem færir prent- iðnaðinn nær því markmiði. Síðast en ekki síst verða íslenskar prent- smiðjur að búa við svipuð rekstrar- skilyrði og útlendu fyrirtækin. Stjórnvöld verða að átta sig á því að á örskömmum tima er hægt að rústa innlendan iðnað hafí fyrirtæk- in ekki sambærilegan aðgang og „Síðast en ekki síst verða íslenskar prent- smiðjur að búa við svip- uð rekstrarskilyrði og útlendu fyrirtækin. Stjórnvöld verða að átta sig á því að á ör- skömmum tíma er hægt að rústa innlendan iðn- að hafi fyrirtækin ekki sambærilegan aðgang og evrópsk fyrirtæki að fjárfestinga- og rekstr- arlánum, að ekki sé nú talað um sambærilega skatta og vexti.“ evrópsk fyrirtæki að fjárfestinga- og rekstrarlánum, að ekki sé nú talað um sambærilega skatta og vexti. Það hlýtur að hafa ráðið miklu um ákvörðun forstjóra ísafoldar að láta prenta orðabókina í Belgíu, að þar fékk hann aðgang að lánsfé. Þrátt fyrir að íslenskar prent- smiðjur séu í stöðugri og blóðugri samkeppni geta þær gert sameigin- lega hernaðaráætlun til uppbygging- ar. Vaxandi innflutningur prent- verks ætti að vera sá sameiginlegi óvinur sem sameinaði þær. Markmið prentsmiðjanna ætti að vera að veij- ast innfluttu prentverki og snúa sér þess í stað að útflutningi sjálfar. Til þess þarf margt að breytast: • Vinna þarf að myndun stærri fyrirtækjaheilda til að standa í fararbroddi, annaðhvort með sameiningu fyrirtækja eða sam- vinnu þeirra í fyrirtækjanetum. Það er t.d. alveg ljóst að í krafti stærðar sinnar stendur prent- smiðjan Oddi hf. í fararbroddi íslenskra prentsmiðja hvað varð- ar nýjungar í tækni og viðskipt- um. Þar er vaxtarbroddurinn og þar hafa menn sýnt getu til að svara erlendri ásókn á hinn eina rétta hátt — með útflutningi. Þetta hljóta stjórnendur í prent- iðnaði að viðurkenna, þó svo að þeir eigi í samkeppni hér heima hver við annan. • Þá þarf að efla stjórnun fyrir- tækjanna, fleiri atvinnumenn þarf á því sviði, en minni áherslu á eigendasjónarmið og iðnhæfni hvað varðar stjórnendur. Þetta er mikilvægt en viðkvæmt. • Fyrirtækin þurfa í mun ríkara mæli að auka þjónustu sína og einbeita sér frekar að þörfum viðskiptamanna sinna. Óðruvísi ná þau ekki tökúm á markaðn- um, hvorki hér heima né erlend- is. • Prentiðnaðurinn þarf að tileinka sér nýjustu tækni og tölvustýr- ingar, án þess þó að einblína á tæknina sem einhveija allsher- jarlausn. • Bæta þarf stjórnskipulag, fjár- málastjórn og framleiðslustýr- ingar sérstaklega til að fá meiri með bréf á skrifstofu ísafoldar þar sem sagði að verðmunur sá á ís- lenskri og erlendri prentun' sem komið hefði fram í fréttum væri svo alvarlegur, að félagið gæti ekki setið aðgerðalaust. Og framkvæmdastjórinn sat ekki aðgerðalaus. Hann fékk fund með belgíska framkvæmdastjóranum Drappier þegar hann kom til landsins. Hann ræddi prentkostnað þar og hér, en if skv. bréfi Drappiers, staðfestu af umboðsmanni hans á íslandi, Ólafi _ Erni Péturssyni, fór ekki minni tími ™ í það hjá framkvæmdastjóranum að ræða um fjárhagsstöðu ísafold- ar og gera fyrirtækið tortryggi- legt. Þannig tilkynnti fram- kvæmdastjórinn hinum erlenda viðsemjanda ísafoldar, að fyrir- tækið skuldaði félagsgjöld í Félag íslenska prentiðnaðarins og það skuldaði líka annars staðar svo að stóra prentsmiðjan efaðist um greiðslugetu Isafoldar. - Það varð ísafoldarmönnum reið- arsíag að fá um það bréflega stað- festingu að framkvæmdastjóri Fé- lags íslenska prentiðnaðarins skyldi leyfa sér það sem hér var greint frá. ísafoldarprentsmiðja er ( , elsta íslenska prentsmiðjan og jafnvel á hún rætur lengra aftur í tímann en aðrar prentsmiðjur í heiminum, eða allt til ársins 1530 og Félag íslenska prentiðnaðarins _ var stofnað m.a. að frumkvæði W ísafoldarmanna á sínum tíma. Sem betur fer var framkvæmda- stjórinn ekki að segja Drappier nein ný sannindi, allir vita að tug- milljóna fjárfesting eins og sett hefur verið í bókina góðu hlýtur að taka á, og Belgunum hafði ver- ið gerð ítarleg grein fyrir þeirri staðreynd. Á ísafold hefur verið skorað að sanna að prentunarkostnaðurinn sé sá sem hann var. Það er ísafold Ijúft að gera, en eftir öll ósköpin hlýtur að vakna spurning um hveijum sé treystandi til að sannreyna að rétt sé með farið. p Það hefur því verið ákveðið, að fá framkvæmdastjóra Félags ís- Guðbrandur Magnússon yfirsýn yfir arðsemi þeirra verk- efna sem til vinnslu eru tekin. • Nýta þarf betur og hagkvæmar tæki, fjármagn og vinnuafl og auka vinnsluvirði á hvern starfs- mann. Betri nýting tækja er nauðsynleg með frekari vakta- vinnu. Velgengni prentiðnaðar og einstakra fyrirtækja verður ekki mæld í fjölda starfsmanna, heldur því hvað hver starfsmaður framleiðir. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef stjórnun fyrirtækjanna er ábótavant náum við ekki þeim árangri sem æskilegur er, en þarna liggur þó lykillinn að velgengni. í íslenskum prentiðnaði eru um 90 fyrirtæki og eru þau langflest lítil. 1 því liggur veikleiki iðngreinar- innar og ég hef grun um að arðsemi þeirra sé ekki upp á marga fiska og þar af leiðandi er eigin fjármögn- un afar veikburða. Stjórnskipulag, stjórnun og stjórnunarverkfæri eru L I I I í »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.