Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 Fundur um atvinnustefnu á vegum Félags fijálslyndra jafnaðarmanna Fyrirgreiðslu sinnt betur en kerfisbundinni stefnumótun - segir dr. Gunnar Helgi Kristinsson í nýrri bók sinni um atvinnustefnu „VANDAMÁL íslensks atvinnulífs er að við búum við miðstýrt ríkis- vald, óeðlilegt atkvæðavægi landsbyggðarinnar og fyrirgreiðslu- flokka." Þetta er mat dr. Gunnars Helga Kristinssonar sem kynnti væntanlega bók sína Atvinriustefnn á íslandi 1959-1991 á fundi um atvinnustefnu á vegum Félags fijálslyndra jafnaðarmanna. Gunnar Helgi telur að sú þróun í frjálsræðisátt sem orðið hafi á undanförnum árum verði ekki trygg í sessi fyrr en starfshættir íslenska stjórnkerfis- ins breytast. Pólitískar umbætur verði að fylgja hinum efnahagslegu. Eftir að Gunnar Helgi hafði kynnt bók sína fjallaði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um atvinnustefnuna. Hann sagði m.a. að í nýrri atvinnustefnu væri mikilvægust sú grundvallarbreyting á fisk- veiðistefnunni að gjald komi fyrir aðgang að hinni sameiginlegu auð- lind. Það væri lykilinn að lausn við mörgurn vandamálum sem glímt væri við innan sjávarútvegsins. Á fundinum gerði dr. Gunnar Helgi Kristinsson grein fyrir efni bókarinnar Atvinnustefna á íslandi 1959-1991. Hann sagði að þegar hagvöxtur hefði minnkað líkt og nú reyndi á það hversu vel menn hafa búið í haginn í atvinnumálum að öðru leyti en því að moka fiskinum upp úr sjónum. Staðan nú kalli á grundvallarbreytingar á atvinnu- stefnu hér á landi, ef tryggja ætti þau lífsskilyrði sem Gunnar Helgi telur að flestir íslendingar geri kröfu til. Bandalög fyrir- greiðsluþingmanna Gunnar Helgi telur að hingað til hafí atvinnustefna á Islandi ein- kennst af ákaflega miklum ríkisaf- skiptum og sennilega meiri ríkisaf- skiptum en í flestum þróuðum lýð- ræðisþjóðfélögum. Ríkisvaldið hér á landi hafi haft yfir að ráða öflugri stjómtækjum í atvinnumálum en flest nálæg ríki og það hafi ekki hik- að við að beita þeim. Valdamikið og miðstýrt ríkisvald hérlendis hafi farið saman við afar ómarkvissa stefnu- mótun og stefnuframkvæmd. Ástæð- ur fyrir því telur hann vera þijár. í fyrsta lagi fengu íslendingar í arf frá Dönum all miðstýrt ríkisvald. {öðru lagi hafi iðnvæðing og þéttbýl- ismyndun verið hér seint á ferðinni. Við slíkar aðstæður sé algengt að ríkisvaldið taki að sér viðamikið hlut- verk í íjármálakerfinu þar sem verk- efni framþróunar og iðnþróunar séu svo stór að fyrirtækin ráði ekki við þau upp á eigin spýtur, auk þess sem þau þurfi að leysa af hendi á skömm- um tíma. í þriðja lagi hafi dreifbýlið haft póiitíska yfírburðastöðu og stjórnmálaflokkar verið veikir. Flokkarnir hafí í reynd fyrst og fr-emst verið bandalög fyrirgreiðslu- þingmanna, sem í mörgum efnum sinntu fyrirgreiðsluhlutverkinu mun betur en kerfísbundinni stefnumótun. Afleiðing sterkrar stöðu dreifbýlis og landsbyggðar hafí verið sú að það voru einkum höfuðatvinnugreinar landsbyggðarinnar, sjávarútvegur og landbúnaður, sem nutu fyrirgreiðslu ríkisvaldsins og fjármáiakerfísins. Mikilvægar breytingar með núverandi ríkisstjórn í bókinni skoðar Gunnar Helgi þijár tegundir stjórntækja á sviði atvinnumála, þau sem tengjast fjár- málakerfínu, verslun og samkeppni og uppbyggingu og endumýjun at- vinnulífsins. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska fjármálakerfið hafí alla tíð einkennst af drottnun pólitískra afla og fyrirtæki hafi stað- ið frammi fyrir því að aðgangur þeirra að fjármagni réðist af pólitísku skömmtunarkerfí. Þá hafí vaxtakerf- ið verið miðstýrt og ekki hafi verið gerðar eðlilegar kröfur til arðsemi í fjárfestingu. Aðgangur greina eins og sjávarútvegs og landbúnaðar að fjármagni markaðist ekki af hagnað- arvon fjármálastofnana heldur póli- tískum styrkleika þessara greina. Þetta segir Gunnar Helgi að hafí leitt til óhagkvæmra fjárfestinga á kostnað sparifjáreigenda. Þá segir hann að fijálsræðisþróun í utanríki- sviðskiptum hafí verið seinna á ferð- inni hér á landi en í öðrum löndum Vestur-Evrópu og einnig hafí ríkisaf- skipti af samkeppnis- og vérslunar- málum óviða verið meiri í V-Evrópu en hér. „Á íslandi höfum við m.ö.o. haft óvenju umsvifamikið ríkisafskipta- kerfí, hvort sem skoðað er fjármála- kerfíð, samkeppni og verslun eða uppbygging og endumýjun atvinnu- lífsins. Sem betur fer er þó sagan ekki öll sögð þar með. Frá því á síð- asta áratug hefur verið að eiga sér stað stefnubreyting í atvinnumálum, sem hefur að vissu leyti komið fram hjá öllum ríkisstjómum en birtist hvað skýrast í myndun núverandi stjómar. Á öllum þeim þremur svið- um sem rætt var um hér að framan hafa mikilvægar breytingar verið að eiga sér stað,“ sagði Gunnar Helgi. í kjölfarið nefndi hann árangur varð- andi sameiningu og einkavæðingu banka, eflingu verðbréfa- og hluta- bréfamarkaðar og að stefnt væri að því að einkavæða fjárfestingarlána- sjóðina og auka fijálsræði í Ijármála- viðskiptum á milli landa. Þá myndu drög að nýjum seðlabankalögum auka verulega á sjálfstæði Seðla- Frá fundi Félags fijálslyndra jafnaðarmanna. Gunnar Helgi Kristinsson i ræðustól. bankans gagnvart stjórnvöldum. Þátttaka í EES myndi marka tíma- mót og verulega fijálsræðisþróun á sviði utanríkisviðskipta og sam- keppnismála og þátttaka í GATT kynni að grafa undan einokunar- stöðu íslensks landbúnaðar. Þá kunni þau tækifæri sem EES opni til sam- vinnu við erlend fyrirtæki að leysa íslenska ríkisvaldið af hólmi i for- ystuhlutverki sínu. Gunnar Helgi telur að starfshættir íslenska stjórnkerfisins þurfi að breytast og í því sambandi segir hann að þrír þættir þurfi að haldast í hendur. Stjórnmálaflokkar þurfi að breyta um starfshætti og draga úr afskiptum af stjórnsýslu en sinna almennri stefnumótun í ríkari mæli. Styrkja þurfí stöðu stjórnsýslunnar gagnvart pólitískri fyrirgréiðslu með umbótum innan hennar og tengja þarf landið sterkari böndum inn í alþjóðlega samvinnu, t.d. Evrópu- bandalagið, sem ýta mun á um að hér ríki svipaðir stjómarhættir og í nálægum löndum. Mikilvægast að taka gjald fyrir aðgang að fiskimiðum I ræðu sinni fjallaði Jón Sigurðs- son, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um atvinnustefnuna. Hann sagði að hlutverk ríkisvaldsins ætti fyrst og fremst að vera í því fólgið að koma á varanlegum og stöðugum leikregl- um um gang viðskiptalífsins við skil- yrði frelsis og að tryggja stöðugleika í hinu efnahagslega umhverfi. Hann sagði að í nýrri atvinnustefnu ættu að felast eftirfarandi þættir: 1. Mikilvægust væri grundvallar- breyting á fiskveiðistefnunni þar sem gjald komi fyrir aðgang að hinni sameiginlegu auðlind. Það sé lykilinn að lausn við mörgum vandamálum sem glímt sé við innan sjávarútvegs- ins. 2. Hröð markaðsaðlögun íslensks landbúnaðar. Dregið hafí verið of lenigi að gera nauðsynlega hluti á því sviði. í stefnuyfírlýsingu ríkis- stjórnarinnar segi að hætta afskipt- um hins opinbera af landbúnaðar- framleiðslunni og lækka ríkisútgjöld og matvælaverð. 3. Efla útflutningsiðnað á grund- velli þekkingar okkar á sjávarútvegi. Til að það sé hægt þurfí ríkið að taka þátt í að finna markað fyrir þessa vöru og koma henni á fram- færi. Electrolux í s s k einstaklega hljóðlátir HUSASMIÐJAN Heimasmiðjan og sölustaðir um land allt. 4. Nýta okkur markaðsmöguleik- ana sem EES gefur. Þar verður að koma til framtak fyrirtækjanna sem stunda útflutning en það hefur látið eftir sér bíða. 5. Stuðningur við frumkvæði í stofnun smáfyrirtækja og nýjar hug- myndir í framleiðslu sem fela í sér hvatningu fyrir menn að gera hlutina á eigin spýtur. 6. Áframhaldandi nýting orku- linda landsins. „Á næstu mánuðum verður tölu- vert um gjaldþrot hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum,“ sagði Ágúst Einarsson prófessor í rekstrarhagfræði. Hann sagði þó að einhver fyrirtæki gætu komist út úr vandræðunum með lánalengingum, samræmdri hjálp sinna banka og hugsanlega opin- berra sjóða. Fundarmenn voru áhyggjufullir yfír framtíð sjávarút- vegsins og m.a. var spurt hvort geng- isskráningin væri sanngjörn fyrir útflutningsgreinarnar. Ágúst sagði að mesta glapræði væri að hverfa frá fastgengisstefnunni en stöðug- leikinn væri forsenda hagvaxtar. Ágúst sagði að afkoma sjávarút- vegsfyrirtækja væri afskaplega mis- jöfn. Mörg fyrirtæki væru mjög illa stödd og hefðu verið það fyrir kvóta- skerðinguna. Hann sagðist hins vegar sjá fram á margvíslegar breytingar í sjávar- útvegi og verðmætaaukingin yrði mjög mikil, sérstaklega á markaðs- sviðinu. „Það mun vafalaust verða betri nýting í landi með vakta- vinnslu. Landvinnslan þar á að geta svarað frystitogurunum með vakta- vinnu. Fiskmarkaðir hafa skapað hæga byltinu innan sjávarútvegar- ins, smærri fyrirtækjum mun áfram fjölga en millistór fyrirtæki munu eiga erfítt uppdráttar. Þá munu fjár- festingar erlendis í vinnslu, veiðum og sölusölustarfsemi aukast en hing- að til höfum við verið of máttvana í því að fjárfesta erlendis," sagði Ágúst Einarsson. Fundurinn var vel sóttur og sköp- uðust miklar umræður að loknum erindum Gunnars Helga Kristinsson- ar, Jóns Sigurðssonar og Ágústs Einarssonar, prófessors í rekstrar- hagfræði. Kristinn Einarsson Krístinn Einarsson hrl. látinn Kristinn Einarsson hæstaréttar- lögmaður lést í Reykjavík síðast- liðinn fimmtudag 53 ára að aldri. Kristinn fæddist 10. desember 1938 í Reykjavík, sonur hjónanna Einars Björgvins Kristjánssonar húsasmiðs þar og Guðrúnar Sigríðar Guðlaugsdóttur bæjarfulltrúa. Krist- inn varð stúdent frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1958 og hann lauk cand. juris prófí frá Háskóla íslands 1964. Hann var fulltrúi á málflutn- ingsskrifstofu Guðlaugs Einarssonar hrl. að loknu prófí til ársloka 1964, en stofnaði þá eigin málflutnings- skrifstofu sem hann rak til dauða- dags. Kristinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigrún Rafnsdóttir, þau áttu þijú börn og eru tvö þeirra á lífi. Seinni kona hans var Guðrún Leifsdóttir og áttu þau eina dóttur saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.