Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
15
prúðu lífi og væri til fyrirmyndar í
svo mörgu. Það kom því ekki á óvart
þó Björgvin efldist til áhrifa í hinu
litla samfélagi heimabyggðar sinnar.
„Við eigum að stefna að því hver
um sig á okkar afmarkaða sviði að
bæta það samfélag sem við lifum í
og reyna að koma hlutum til betri
vegar,“ voru orðin sem Björgvin
gekk með inn í hreppsnefnd Stokks-
eyrar, þar sem hann sat sem fulltrúi
Alþýðuflokks. Þar starfaði hann í 4
ár við góðan orðstír.
Björgvin var sér alla tíð meðvit-
aður um sjúkdóm sinn. Hálft lífs-
hlaupið bar hann þann sjúkdóm sem
að lokum varð honum að aldurtila.
Er erfitt að gera sér í hugarlund
hvernig sú tilfinning er að ganga
með ólæknandi blóðsjúkdóm sem
langflesta kaliar í burtu á mun
skemmri tíma en Björgvin.
Fjölmargar tilraunir til að vinna
bug á honum náðu ekki tilætluðum
árangri.
Einhveiju sinni vorum við saman
á heimleið frá Þýskaiandi hvar við
hittum sérfræðing einn, sem ég
reyndi að telja Björgvin trú um að
hugsanlega mætti eiga ráð við sjúk-
dómi hans. Fannst mér í lok ferðar-
innar sem árangurinn hefði orðið
harla lítill. Færði ég það af varfærni
í tal við Björgvin sem svaraði að
bragði með þeirri glettni sem hann
virtist endalaust eiga nóg af. „Dauð-
inn minnir okkur á að lifa, Ómar
minn, lifa af alefli, vaxa, starfa og
njóta. Leiðin styttist alltaf til grafar
við hvert spor sem við stígum. Lífið
verður því auðugra við hvert auga-
bragð sem ævin styttist meir.“ Hann
bað ekki um vorkunn.
Björgvin starfaði í rúm 10 ár hjá
Þýsk-íslenska hf. Inn í fyrirtækið
kom hann á uppvaxtarárum þess.
Hann réðst til starfa í þjónustudeild
félagsins sem þá var nýtekin ti!
starfa. Starfshæfni hans og mann-
kostir urðu til þess að hann valdist
í framkvæmdastjórn félagsins og sat
hann þar allan sinn starfstíma.
Fylgdi hann félaginu frá því að vera
lítið innflutningsfyrirtæki í hraðferð
þess yfir í að vera eitt af stærri inn-
flutningsfyrirtækjum landsins. Tel
ég ekki að á nokkurn mann sé hall-
að þó ég segi að Björgvin eigi dijúg-
an þátt í þeim árangri sem félagið
hefur náð. Mannkostir hans komu
hvað skýrast fram í öllu er viðvék
starfsmannastjórnun og samskipt-
um við viðskiptavini. Hann var maðr
ur sem gekk alla tíð til þeirra starfa
sem hann var kallaður til af áhuga
og viljasemi og með því hugarfari
að ljúka verkinu vel og samvisku-
samlega.
Rökfastur, ákveðinn, sanngjarn
og heiðarlegur leysti hann verkefnin,
hvert og eitt, og var dagur oftast
að kveldi kominn er hann kvaddi
vinnustaðinn, oft síðastur manna.
Margar stundirnar sátum við sam-
an yfir málefnum félagsins og varð
mér það stundum undrunarefni hvað
Björgvin gaf sig allur til starfsins.
Það kom því ekkert á óvart þegar
hann í mörg ár á árshátíðum félags-
ins var valinn maður ársins, besti
starfsmaðurinn eða vinsælasti
starfsmaðurinn af starfsfólkinu
sjálfu.
Það er sárt að kveðja góðan vin.
Það er eftirsjá í því fyrir okkar litla
samfélag þegar mannkostamenn á
borð við Björgvin kveðja langt um
aldur fram. En það er líka þakkar-
efni að lífið var honum gjöfult og
hann var mikill gæfumaður í sínu
BILALEIGA
Úrval 4x4 fólksbfla og statlon bfla.
Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bílar
með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og
12 s®ta Van bllar. Farslmar, kerrur f.
búslóðir og farangur og hestakerrur.
Reykjavík 686915
interRent
Europcar
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
Fáðu gott tilboð!
einkalífi. Það er þakkarefni fyrir
okkur að hafa átt hann að vini.
Megi Björgvin Guðmundsson sæll
nálgast þann Guð sem allar bænir
heyrir, til að búa í forgörðum hans
og seðjast af gæðum hans í helgi-
dómi musteris hans.
í nafni stjórnar og starfsfólks
Þýsk-íslenska og fjölskyldu minnar
votta ég konu hans, börnum, tengda-
börnum, barnabörnum og öðrum
ástvinum innilegustu samúð og bið
góðan Guð að styrkja Dídí konu
hans sem gengið hefur í gegnum
mikla erfiðleika með einskærum
dugnaði og stillingu.
Óniar Kristjánsson.
Það var sunnudagskvöldið 30.
ágúst sem veikindi Björgvins vinar
míns báru hann ofurliði eftir harða
og erfiða baráttu. Minningar mínar
um Björgvin eru margar og góðar.
Þegar ég hóf störf hjá Þýsk-íslenska
fyrir um 9 árum var hann einn af
stjórnendum fyrirtækisins.
Hann var geðþekkur maður sem
stjórnaði með festu og góðum aga
þannig að starfsmenn báru virðingu
fyrir honum. Björgvin tók mér strax
vel og lét mig finna að færi ég eftir
settum reglum gætum við orðið góð-
ir vinir og ég held að þetta hafi tek-
ist nokkuð vel hjá okkur. Björgvin
var fjölhæfur maður og umræðuefn-
in því óþrjótandi, það var líka alltaf
stutt í léttan og skemmtilegan húm-
orinn hjá honum. Þess vegna náði
hann svo vel til okkar allra og þar
skipti aldur ekki máli.
Þó að við öll vissum að að besta
hvíldin fyrir Björgvin væri að hverfa
frá okkur, þá er sárt að finna vonina
bresta.
Elsku Dídí, hetjulegri baráttu
Björgvins er nú lokið og allan þenn-
an erfiða tíma stóðst þú sem óbif-
andi klettur við hlið hans, bjartsýni
baráttukraftur og æðruleysi ykkar
beggja kom mér ekki á óvart. Þá
komu í ljós mannkostir ykkar beggja
og hversu samrýnd þið voruð.
Börnin ykkar og barnabörn gáfu
ykkur trú á lífið og megi sá styrkur
fylgja þér um ókomna framtíð.
Björt minning er styrkur og bless-
un.
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að kveðja Björgvin sem
lést langt um aldur fram. Ég bið
góðan guð að gefa Dídí, börnum og
fjölskyldu styrk. Hvíli hann í friði.
Ragnheiður Lárusdóttir.
Hafravatn
Til sölu er sumarbústaður nálægt
Hafravatni. Mikill ræktaðurskógur, um
8 þúsund tré, er á landinu, sem er um
6000 m2 að stærð.
Silfurtær lækur, sem aldrei þrýtur, renn-
ur í gegnum landið. Bústaðurinn er
aðeins í 16 km fjarlægð frá Reykjavík.
Allar upplýsingar veittar í síma
91-10413 milli kl. 19-20 næstu daga.
Músíkleikfimin
hefstfimmtudaginn 17. september
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 um
helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 16.
SALA AÐGANGSKORTA ER HAFIN
ONDVECISVERK FYRIR
AÐEINS 7.040.- K.R.
ÍIPJ
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Cóöo skemmtun!
KOSTIRNIR VIÐ KORTIN:
• AÐGANGSKORTIÐ veitir þér 20% afslátt af miöaveröi.
• Þú tryggir þér góö sœti á fyrstu sýningar eftirtalinna verka á Stóra sviöinu:
HAFIÐ
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Leiftrandi átakaverk úr íslenskri samtíb.
, DANSAÐ
A HAUSTVÖKU
eftir Brian Friel
írska leikritiö sem nú fer sigurför um heiminn
MY FAIRLADY
eftir A.J. Lerner og F. Loewe
Vinsœlasti söngleikur aldarinnar.
ÞRETTÁNDA
KROSSFERÐIN
eftir Odd Björnsson
Margslungib verk um leit mannsins ab lífshamingju.
• AÐGANGSKORTIÐ veitirþér jafnframt
verulegan afslátt af öllum sýningum á Litla
svibinu og á Smíbaverkstœbinu.
LITLA SVIÐIÐ:
RITA GENGUR MENNTAVEGINN
eftir Willy Russell
og STUND GAUPUNNAR
eftir Per Olov Enquist.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ:
STRÆTI eftir Jim Cartwright og
FERÐALOK eftir Steinunni Jóhannesdóttur.
• Þú drífur þig í leikhúsib!
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga
frá kl. 13 - 20 á meðan á kortasölu stendur.
Miðapantanir f rá kl. 10 virka daga í síma 11200.
Greiðslukortaþjónusta.
Græna línan: 99 6160.
LEIKHÚSLÍNAIM: 99 1015.
KJAFTACANCUR
eftir Neil Simon
Splunkunýr og sprenghlœgilegur gamanleikur