Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 Ertu búin að gleyma, að sá Teldu bara tannaförin. Þá sem er heimavinnandi á að veistu hvað margar tennur vera í eldhúsinu? eru komnar. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TDL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fréttaritari í hálfa öld Frá Árna Helgasyni: Á ÞESSU ári, 1992, eru ýmis merk tímamót í mínu lífi, og eitt af því merkasta tel ég vera að nú er hálf öld liðin síðan ég gerðist starfsmað- ur Morgunblaðsins. Ég varð árið 1942, nokkru eftir að ég flutti til Stykkishólms, fréttaritari blaðsins. Þótt ég hefði nóg að gera við að stýra málefnum sýsluskrifstofunnar og sýslunnar, gaf ég mér tíma til að líta í kringum mig, fylgjast með því sem var á seyði hér í sýslu til að geta látið Morgunblaðið njóta þess. Ég hafði áður kynnst blaðinu meðan ég var á Eskifirði og eins þegar ég var í höfuðborginni, 1929 til lækninga og 1938 á stjórnmála- skóla Gunnars Thoroddsen. Þau voru ekki mörg eintökin að blaðinu sem komu til Eskiijarðar í æsku minni, enda samgöngumar á frum- stigi. Strandferðaskipið kom stund- um einu sinni í mánuði og þá komu yfir 20 blöð í einu og þótt blaðið væri ekki margar síður, var það mikill lestur. Við vorum nokkrir í hóp sem keyptum blaðið saman og var það látið ganga í miili og lesið upp til agna. Ef ég sendi blaðinu eitthvað smávegis tók stundum tíma að koma því á áfangastað. Um sím- ann var varla hægt að senda nokk- uð, sambandið erfitt og meira en það. Þegar ég kom í Hólminn, þurfti ekki að bíða í mánuð eftir Mbl. og þar voru kaupendur margir á þeirra tíma mælikvarða. En það var sama með símann. Sambandið var ekkert betra en austur og allt sem ætlað var blaðinu varð að senda með pósti. Það var fyrir beiðni og tilstilli ívars Guðmundssonar að ég tók að mér fréttaritun. Þá var hann blaðamaður og Pétur Ólafsson, ekki man ég þá fleiri. Ritstjórarnir voru þá Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson og mig minnir að ritstjórnarskrif- stofurnar hefðu þeir heima hjá sér. Af þeim og sérstaklega Valtý lærði ég margt og mikið og kynni við hann gleymast ekki. Leiðbeinandi var hann mikill. Morgunblaðið var þá í ísafoldarhúsinu. Prentsmiðjan í kjallaranum, að vísu vélræn en blöðin þurfti að tína vandlega úr pressunni og það var kvenmanns- verk þá. Byijað var að prenta um miðnætti. Það var gluggi sem sneri að Austurvelli sem margir komu að og mörg voru blöðin sem fóru út um gluggann til fréttaþyrstra les- enda. Ég dáðist að tækninni og gleymi ekki Aðalsteini sem taldi blöðin í bunka og aldrei á ævi minni hefi ég séð fimari fingur. Og þetta brást ekki. Sigfús Jónsson sá sérstaki per- sónuleiki, gamansamur, skylduræk- inn var framkvæmdastjóri og sá um bókhaldið í lítilli kompu og þó fáar væru hillurnar og gólfið þakið rekstrarefni, gat hann gengið að öllum gögnum á „sínum stað“. Pen- ingaskápur var þar, ekki stór, enda lítið pláss. Hann hafði iyklavöldin og greiddi alla reikninga og tók á móti greiðslum. Sigfús var Snæfell- ingur og hafði numið verslunarfræði í Hólminum. Ég leit mjög upp til hans og líklega var það gagn- kvæmt. Kaffistofan var í upphæð- um, í risinu og þar var svo þröngt að þar var ég viss um að málshátt- urinn „þröngt mega sáttir sitja“ átti rétt á sér. Eftir því sem lengra leið og með stækkun blaðsins, fékk ég meira pláss fyrir fréttir og skrif. Árni Óla skáld og rithöfundur var einn af starfsmönnum. Honum var skemmtilegt að kynnast og áttum við margt saman að sælda. Hann kvaðst vera fyrsti blaðamaður landsins, hafði fylgt Morgunblaðinu svo að segja frá upphafi og gat gegnt flestum störfum á blaðinu. Hann var auglýsingastjóri og sá um Lesbókina. Hugleiddi margt blaðinu til framdráttar og sá marga sigra í hillingum. Þeir ræddu margt saman hann og Valtýr og var gaman að koma við hjá þeim þegar ég kom til Reykjavíkur. í fréttum var unnið þar til blaðinu var lokað og heyrði ég minnst á kvöldvaktir. Það var ótrúlegt hvað hægt var að gera góða hluti við erfið skilyrði og þröng húsakynni. Sigfús var afburðagjald- keri og rasaði ekki um ráð fram eins og góður Mbl. maður sagði um hann. Hann og ritstjórar og eigend- ur höfðu ábyggilega rætt mikið um ný húsakynni. Og alltaf þegar ég kom við, barst húsmálið í tal og hún kom fyrr en varir sú stund þegar fyrsta skóflustungan var tekin af nýju Morgunblaðshúsi, sem við vor- um vissir um að myndi duga í heila öld og meira. Okkur datt aldrei í hug að blaðið yrði svo stórt að ekki væri hægt að binda það inn. Lesbók blaðsins var vinsæl frá upphafi og fjöldinn allur batt hana inn í gott band sem fáum eða éngum dettur nú í hug, enda brotið orðið alltof stórt. En hvað sem öðru líður er mín gleði mikil yfir því að hafa getað fylgt blaðinu í öllum þessum umbrotum nýrra tíma og sjónarmiða og einnig kjörorði Valtys sem hann sagði við mig einu sinni. Alltaf betra blað. Aldrei nógu gott. Og eftir þessu starfaði hann og hans lið. Og enn er haldið áfram á þessari braut. Og nú er blaðið orðið svo stórt og umsvif svo mikil að ný Morgunblaðshöll stærri og nýtísku- legri er í augsýn. Og það er gaman og gæfa að fá að vera með í starf- inu áfram, þótt í litlum mæli sé. Megi þetta góða og vandaða dag- blað verða énn fjölda ár þjóð og landi til mikils gagns og umbóta. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Víkveiji skrifar Reglulega er brýnt fyrir mönn- um að nota öryggisbelti og síbyljur líkt og „Lífið veltur á belt- unum“ dynja á okkur. Víkverji er einn þeirra sem ávallt spennir belt- in í eigin bíl, börnin eru í sérstökum barnabílstólum og brýnt er fyrir öðrum farþegum að nota einnig belti. Enda eru dæmi um það að bílbeltanotkun bjargi mannslífum. Þegar hins vegar ferðast er um í leiguþíl kemur upp vandamál. Oft á tíðum eru hreinlega engin bílbelti í aftursætum þeirra og farþegar því óvarðir. Undanfarin 3 skipti þegar Víkveiji hefur ferðast í leigu- bíl hefur bílbeltin vantað í aftursæt- in og einu skýringamar sem gefnar eru af leigubílstjórunum eru að bíl- arnir hafi verið framleiddir svona! í lögum segir að ökumönnum leigubifreiða til mannflutninga sé ekki skylt að nota bílbelti í leigu- akstri og það sama gildir um far- þega í aftursæti leigubifreiðar. Hins vegar segir jafnframt að þeir sem sitji í sæti bifreiðar sem búið er öryggisbelti sé skylt að nota það. Hvers vegna skyldi það nú vera? Jú, vegna öryggisins. En menn eru ekki öryggir þótt þeir sitji í aftur- sæti, dæmin sanna það. Framvegis ætlar Víkveiji að panta leigubíla með því skilyrði að þeim fylgi belti og ef fleiri eru sömu skoðunar verða slíkir Ieigubílar mun eftirsóttari. Hins vegar getur varla verið mikið vandamál fyrir leigubíl- stjóra að setja upp öryggisbelti í aftursæti bíla sinna ... þó svo þeir hafi ekki verið framleiddir þannig. xxx Kunningi Víkveija kom að máli við hann nýverið og var þungt um hjartarætur. Kvaðst hann hafa áhyggjur af þróun mála í íslenskri knattspyrnu og átti þá við vaxandi Ijölda erlendra leikmanna í íslensk- um knattspyrnuliðum. Hann tók það skýrt fram að hann hefði ekk- ert á móti þessum útlendingum persónulega, en hins vegar hefði hann áhyggjur af því að þessi þróun kynni að grafa undan unglinga- starfi knattspyrnuliðanna. Rekstur yngri flokkana væri dýr og yrði óþarfur er fram liðu stundir með þessu áframhaldi. „En hvers eiga íslensku strákarnir, sem margir hveijir hafa fórnað sér fyrir félögin frá barnæsku, að gjalda?“ spurði kunninginn og bætti við að þessi þróun væri áreiðanlega ekki í sam- ræmi við hugsjónir séra Friðriks Friðrikssonar eða annarra frum- kvöðla íslenskrar knattspyrnu. XXX Víkveiji hefur áþreifanlega orðið var við að hátt verð á bjór á veitingahúsum og krám hér á landi veldur oft óánægju og undrun hjá gestum þeirra, ekki síst meðal er- lendra ferðamanna. Ekki verður vart við mikla verðsamkeppni á þessu sviði og raunar virðast sumir þessara staða komnir út fyrir öll skynsamleg mörk í verðlagning- unni. Fyrr í sumar brá Víkveiji sér inn á krá í miðbænum þar sem ein flaska af þýskum bjór kostaði 550 krónur. Þetta hlýtur að teljast óheyrilega hátt verð þar sem ekki var boðið upp á nein skemmtiatriði og mátti raunar fjöldi gesta standa upp á endann við að að neyta þess- ara dýru veiga. Til samanburðar má nefna að sex flöskur af sama bjór kosta 920 krónur hjá ÁTVR þannig að hver flaska kostar 153 krónur. Hjá ýmsum öðrum stöðum er verðið nokkuð hóflegra sam- kvæmt lauslegri athugun Víkveija eða á bilinu 400—500 krónur. Sú spurning vaknar óneitanlega hvers vegna verðskyn almennings hefur ekki fyrir löngu brotið þessa verðlagningu á bak aftur. Bjórkrá á Seltjarnarnesi hefur reyndar lækkað verð á tunnuöli talsvert og á Hótel Stykkishólmi var verð á bjór lækkað í sumar í 220 krónur glasið til að koma til móts við er- lenda ferðamenn. Vonandi verða fleiri staðir til að fylgja fordæmi þeirra þannig að kaup á bjór komi ekki jafn óþyrmilega við pyngju kráar- og veitingahúsagesta og ver- ið hefur, einkanlega þó hinn erlendu sem eru öðru vanir og fá ómögu- lega skilið þessa verðlagningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.