Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 Opiðídag kl. 10-13 Gimli -fasteignasala, Þórsgötu 26, sími 25099. f ASBYRGI # Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsali. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. 623444 623444 Opið í dag kl. 10-13 2ja—3ja herb. Ofanleíti m/bflsk. 3ja herb. 90,8 fm íb. á 3. hœð ásamt 21,4 fm bflsk. Mikið útsýni. Laus. Selás - raöh. 170 fm fallegt raðh. á tveimgr hæðum auk rýmls I kj. Arinn. Tvöf. bflsk. Verð 15,5 millj. Flókagata — laus 2ja herb 45,5 fm ósamþ. kjib. I þribh. ásamt 40 fm bílsk. Verð 4,9 millj. Reynimelur — 3ja 3ja herb. skemmtil. íb. á 2. hæð i þríbh. Nýtt eldh. Laus strax. Prestbakki — raðh. Falleg 189,2 fm raðhús m. innb. bíl- skúr. 4 svefnherb. Parket. JP-lnnr. Húsið nýklætt utan. Útsýni. Verð 14 mllij. Ofanleiti — 3ja Vönduð 3ja herb. ib. á jarðh. 85,7 fm. Sér inng. Húsið nýviðg. og mélað. Áhv. 2,5 millj. Verð 8,7 millj. Heiðarsel — raðh. Gott 200 fm endaraðh. á 2 hæðum. Innb. 25 fm bílsk. m. háum innkeyrsludyrum. Vandaðar JP-innr. Skipti mögul. á 4ra herb. íb. í Seljahverfi. Asparfell — útsýni 90 fm 3ja herb. íb. á 5. hæð. þvherb. hæðinni. Verð 6,2 millj. Fyrir aldraða - 3ja Fullbúin 3ja herb. 89 fm íb é 3. hæð í nýju fjölbýft fyrir eldri borgara við Snorrabraut. Frábær staðsetn. Glæsil. útsýni. Til afh. i sept. ’92. V. 9,1 m. Leirutangi — parh. fúljög gott 166,7 fm parhús a tveimur hæðum. Innb. bílsk. 4 svefnherb. Húsið er st3ðsett á fráb. útsýnisst. næst útivistarsvæðl og goffvelli Mos- fellsbæjar. Til afh. fljótl. V. 13,2 m. Alfholt hf. Skemmtil. 61,8 fm íb. á 1. hæð, selst tilb. u. trév. innan. Sameign fullfrág. Verð aðeins 5,5 millj. Langholtsvegur — 3ja 68,5 fm lítið niðurgr. kjíb. i nýju þrib. Áhv. 4,9 mlllj. bygglngarsj. Verð 7,2 míllj. Engjasel — 3ja Falleg 83,9 fm íb. á 1. hæð. Flísar, þarket. Áhv. 3 millj. byggingarsj. Engihjalli 3ja. Góð 3ja herb. íb. á 4. hæð i lyftuh. Frá- bært útsýni. Laus strax. V erð 6,5 millj. 4ra—5 herb. Hafnarfj. - Pórsberg 236,4 fm fallegt einbhús við Þðrs- berg. (bhæð er 157,5 fm og innb. tvöf. bílsk. í kj. 78,9 fm. Frábært út- sýnl. Sérstök eign og glæsileg. Verð 16,7 millj. Áhv, veðd. kr. 530 þús. Sein sala eða skipti á minni eign. Frostafold m/bflsk. Glæsii. 115 fm íb. á 3. hæð i lyftuh. ásamt 20 fm bílsk. Nýtt eldh. Parket og flísar. Áhv. 3,3 millj. byggingasj. Verð 10,8 millj. Suðurhlíðar - Rvík Ca 270 fm fallegt endareðh. á þrem- ur hæðum ásamt 25,7 fm bílsk. Góð- ar innr. Mögul. á séríb. í kj. Skipti mögul. á mlnni elgn helst I Hlíðahv. I smíðum Ofanleiti m/bflsk. Glæsil. 106,7 fm 4ra herb. ib. á 3. hæð ásamt 21 fm bltsk. Stóragerði — 4ra Faiieg 101,7 fm endaib. á 4. hæð ásamt bílskrótti. Nýtt eldhús. nýupp- gert baðherb. Góð sameign. Frób. útsýni. Veðr 8,0 mítlj. Hólar - „penthouse" Góð 125,7 fm ib. á tveimur hæðum ásamt stæði í bilskýli. Frábært út- sýni. Verð 8,8 millj. Laus fljótl. Reyrengi J1 193 fm skemmtil. einbhús á eínni hæð með 28 fm innb. bílsk. Húsið selst fokh. að innan en fultfrág. að utan. Lóð grófjöfnuð. Gert er ráð fyr- ir arní í stofu, steypt efri plata. Verð 9,5 millj. Engjasel — útsýni Mjög góð 4ra herb. 105 fm íb. á 1. hæð, ésamt stæðí í bílskýlí. Parket. Vandaðar ínnr. Verð 8,3 míllj. Mururimi - parh. Skemmtil. 217 fm parhús á tveimur hæðum. Húsið selst fullfrág. að utan en fokh. að ínnan. Pipulögn frág. Verð 9.6 millj. Háaleitisbr. — m/bflsk. 121,5 fm ib. á 2. hæð ásamt 25 fm bflsk. og hlutdeild ( geymsluhúsn. undir bilskúrsiengju. Verð 10,2 míllj. Klukkurimi — parhús 170 fm parhús á 2 hæðum m. innb. bílsk. Selst fokh. til afh. strax. Verð 6 millj. 950 þús. Áhv. 5,0 millj. húsbr. Aflagrandi — raðhús Ugluhólar - 4ra—5 herb. 92,6 fm endaíb. á 3. hæð sem þarfnast nokkurrar standsetn. Hagst. áhv. lán. Verð 6,8 millj. Stelkshólar 3ja-4ra herb. 109 fm faifeg ib. á jarðh. 2 svefnh., 2 saml. stofur, sérgarðgr. Verð 7,5 millj. Höfum til sölu tvö raðhús á 2 hæðum, sem eru 207 og 213 fm m. innb. bílsk. Húsin afh. fullfrág. að utan, tilb. u. trév. innan. Frág. lóð. Arkitekt Einar V. Tryggvason. Veghús 140 fm 5-6 herb. íb. á tveimur hæð- um eelst fullb. meö nýjum innr. Verð 10,5 míllj. Tíl afh, strax. Alviöra — lúxusíbúð Glæsil. 190 fm Ib. á 2 hæðum, i nýju fjölbhúsi v. Sjévargrund, Garðabæ. íb. afh. tilb. u. trév. og máln. I júli nk. og sameign og lóð fullfrág. fyrlr árs- lok. Glæsil. útsýni yfir Arnarvog og tll Bessastaða. Verð 11 mlllj. Ktukkurimi — parhús 170 fm þarhús á tveímur hæðum m/lnnb. bflsk. Húsið selst tilb. að utan ómúrað, tiib. u. trév, að innan. Til afh. strax. Mögul. skipti á ódýrari eign. Atvinnuhúsnæði Raðh./einbýli Krókabyggð — raðh. Skemmtil. 108 fm endaraðh. I lokaðri gölu. Áhv. 4.8 millj. byggsj. Verð 9,6 millj. Smiöjuvegur — Kóp. 209 fm glæsil. íðnaðarhúsri. m. stór- um innkeyraludyrunn. Hentugt f. heildsölu eóa láttan iðnað. Til afh. strax. Verð 9 millj. Hagstæð greiðslu- kjör. Funahöfði 440 fm „Butlers"-stálgrindarhús ásamt 215 fm millilofti. Lofthæð allt að 7 m. Stórar innkeyrsludyr. Hagstætt áhv. lán. Útúrsnúniiigiir forsætisráðherrans eftir Pál Pétursson Undanfarna daga hafa farið fram á Alþingi snarpar umræður um EES-málið. Ljóst er að samningur- inn samrýmist ekki stjórnarskrá lýðveldisins óbreyttri, hvorki að efni né anda. Þrátt fyrir það virðist ríkis- stjórnin ætla að reyna að böðla samningnum í gegnum Alþingi. Þjóðréttarsamningur sem ekki sam- rýmist stjórnarskrá er þó ógildur að lögum. Stjórnarandstaðan telur það skyldu sína að reyna að afstýra því að ríkisjstjórnin fremji stjórnar- skrárbrot og hefur borið fram á Alþingi frumvarp um breytingu á stjórnarskránni. Þetta frumvarp er fyrst og fremst sett fram til þess að koma í veg fyrir að ríkisstjórnir í framtíðinni freistist til þess að afsala fullveldi þjóðarinnar eða flækja okkur inn í fjölþjóðasamstarf sem hefur í sér fólgið „afsai eða kvaðir á landi eða á hverskonar fullveldisrétti í íslenskri lögsðgu, framsal einhvers hluta ríkisvalds til fjölþjóðlegrar stofnunar eða sam- taka eða ef þeir horfa að öðru leyti til breytinga á stjórnhögum ríkis- ins“ með einföldum meirihluta á Alþingi. Við viljum að það sé form- lega ákveðið í stjórnarskrá lýðveld- isins að aukinn meirihluti alþingis- manna, SA, verði að heimila slíka samningá. Þversagnir forsætisráðherra Forsætisráðherra hefur á Alþingi vaðið upp með ótrúlega útúrsnún- inga í þessu stjómarskrármáli. Hann þykist ekki sjá að hér er ver- ið að leggja þröskuld í veg óprútt- inna stjórnmálamanna til þess að leika sér með fjöregg þjóðarinnar í framtíðinni. Hann heldur því fram að hér sé verið að stofna fullveldi þjóðarinnar í hættu með því að kreíjast aukins meirihluta á Alþingi til þessháttar samningagerðar. Þetta er mikil þversögn hjá manni sem gengur sjálfur hart fram í því að staðfesta fullveldisskerðingu í EES-samningi og ætla að láta ein- faldan meirihluta á Alþingi duga til þess. Þessi málflutningur forsæt- isráðherrans verður einfaldlega að flokkast undir útúrsnúninga. Ef við hefðum verið eingöngu að hugsa um lögformlega staðfestingu EES-samnings hefði verið einfald- ast að bæta grein við í stjórnar- skrána sem hljóðaði á þá leið að þrátt fyrir ákvæði stjórnarskrár mætti fullgilda EES-samninginn. Við hugsum til framtíðar og þess- vegna létum við ekki nægja að bera fram slíka frumvarpsgrein. Árekstrar EES-samnings við stjórnarskrá Það er fjölmargt í stjórnarskrá okkar sem stangast á við EES- samninginn og fylgigögn hans. 2. gr. stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Alþingi og forseti íslands fara sameiginlega með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld sam- kvæmt stjórnarskrá þessari og öðr- um landslögum fara með fram- kvæmdavaldið. Dómendur fara með dómsvaldið." Ég tel að öll atriði þessarar grein- ar þarfnist athugunar og þær séu brotnar annaðhvort að efni eða anda nema hvort tveggja sé. Lög- gjafarvaldið er skert. Við verðum að taka við löggjöf sem aðrir setja. Við höfum að vísu formlega neitun- arvaldið, getum ekki beitt því og erum tilneydd að lögtaka í framtíð- inni ákvarðanir Evrópubandalags- ins án þess að hafa nokkur áhrif í efni eða innihald. Það má líka minna á að sam- kvæmt 36. gr. stjórnarskrárinnar er Alþingi friðheilagt og enginn má raska friði þess né frelsi. Al- þingi á að vera frjálst að ákvarðana- töku sinni. Það er það ekki með nokkrum hætti eftir að við verðum að vinna að lagasetningunni eftir forskrift. _______________________________IfcOsEgOal dld^D Umsjónarmaður Gísli Jónsson 656. þáttur Haraldur Guðnason í Vest- mannaeyjum hefur skrifað mér mörg góð bréf, og enn á ég honum bréf að þakka. Haraldur er að sínu leyti þakklátur fyrir það sem %ott er gert og vill hvorki temja sér nöldur né rembistíl. Hins vegar á hann erfitt með að þegja við því með öllu, þegar móðurmálinu er mis- boðið í fjölmiðlum. Þá þykir hon- um að höggvi sá sem hlífa skal. Er þá best að snúa sér að efn- inu. Umsjónarmaður tölusetur atriði úr bréfi Haralds og reynir að gera þeim einhver svolítil skil: 1) Úr ríkisútvarpinu: „Það er verið að höfða til tilfinningu ...“ Hér er enn um að ræða ranga eignarfallsendingu, en bæði slíkt og brottfall eignarfallsendingar er nú alvarleg meinsemd í máli okkar. M.a. þess vegna hefur umsjónarmaður skrifað nokkra pistla um beygingarfræði, en þeir kunna að hafa verið helst til þurrpumpulegir. Orðið til- finning er hreinn ö-stofn, og þeir enda allir á -ar í eignar- falli, nema a-ið hafi fallið brott á eftir á. Þess vegna eiga menn skilyrðislaust að höfða til til- finningar, fara heim til kerl- ingar og biðjast fyrirgefning- ar. 2) Ur ríkisútvarpinu: „Sam- kvæmt þröngnstu kröfum." Þarna þykir okkur H.G. skrýtin orðmynd og vildum fremur tala um hæstu, ýtrustu eða ströng- ustu kröfur. 3) Héðan og þaðan heyrist og sést tískuorðið „ásættanleg- ur“. Þetta er svo sem ekki rangt myndað, en mjög ofnotað að mati okkar H.G., líklega þýðing á ensku acceptable. Rétt er að gleyma ekki góðum orðum eins og viðunandi. 4) Runa af þrenns konar leið- inlegu málfari: „Ég kem til með að reikna með að margir verði áfram skuldsettir.“ Umsjónar- maður ítrekar undrun sína á því hversu síðasta orðið, skuldsett- ur, er mikið notað, en ekki hið einfalda orð skuldugur. Ætli viðskiptafræðingum þyki það ófínt og gamaldags? 5) Ur ríkisútvarpinu: „Hvað sló þig mest, þegar þú komst til landsins?" Við H.G. vonum að gesturinn hafi ekki verið hgrinn til óbóta. 6) Úr sjónvarpinu: „Nú tekur Spaugstofan yfir.“ Umsjónar- maður hefur nokkrum sinnum minnst á þetta ómál og þakkar H.G. liðveisluna. Auðvitað tók Spaugstofan við. 7) Vegna greinar eftir alþm. hér í Mbl. gagnrýnir H.G. „aula- júið“ maklega og tilfærir úr greininni: „Þeir eru jú sérfræð- ingar, leikmaður og fleiri leik- menn séu jú bara leikmenn og þeirra dómgreind eigi jú að met- ast af því að þeir hafí ekki lesið nægilega mikið um kindasöfn- unarkenningu ..og von að H.G. bæti við: Ja, hérna. En umsjónarmaður vitnar enn til hinnar bráðsnjöllu greinar Hall- dórs Laxness í Eimreiðinni 1974. 8) Haraldur Guðnason orð- rétt: „23. júlí kallaði stjórnandi „Þjóðarsálar" (kona) auglýsing- ar „skilaboð“. Lært af þeim fijálsu.“ Vafalaust rétt ályktað hjá H.G. og vafalítið fyrir áhrif frá ensku. 9) Aldrei fór það svo, að við Haraldur Guðnason gætum ekki orðið ósammála. Hann vill ekki viðurkenna orðmyndina öllsöm- ul, heldur nota öllsömun. Um- sjónarmaður hefur áður skrifað um þetta atriði langt mál og flókið, og skal það ekki endur- tekið nú. En hann heldur að til hafi verið lýsingarorðið *allsam- all, sbr. einsamall. Niðurstaða hans er því sú að orðmyndin öllsömul sé gild, rétt eins og einsömul. 10) Haraldur aftur orðrétt: í gamla daga átti fólk von á því góða. Nú er þetta breytt, og fólk getur nú átt von á því versta, gæti t.d. átt von á því að sjúkdómur yrði því að bana, jafnt og átt von á bata. Hvernig væri að fara nú að „eyða í sparnað"? Með þökk fyrir þætti þína og bestu kveðjur." ★ I síðasta þætti var minnst á orð sem sjaldnast væru höfð í eintölu. Eitt slíkt er samtök. Þegar svo ber undir, er haft tölu- lýsingarorðið tvenn, en ekki tvö. Rétt hefði því verið hér í blaðinu 29. ágúst að hafa í fyrirsögn Tvenn ný samtök, en ekki „tvö“ O.S.fl’V. ★ Hlymrekur handan kvað: Hann Konráð í Kistufellsdal, sem kornbrennivíninu stal, sá kvensami reininn, er nú kominn í Steininn, þar sem kvikindið vorkennast skal. ★ Umsjónarmanni þykir vænt um, hversu vel fréttamenn sjón- varps og útvarps hafa tekið at- hugasemdum hans um orðin fyrrverandi og fyrrum. Að þessu leyti hefur, að smekk umsjónarmanns, orðið mikil breyting til bóta í fréttum, og ber að þakka. Og mikilvægt er það, er góð samvinna tekst með okkur, sem fjöllum uin ísl. mál, og öðrum fjölmiðlamönnum. Því birtir um- sjónarmaður, þó seinna verði, hluta af pistli Stefáns Sæmunds- sonar úr viðhafnarblaði Dags á 130 ára afmæli Akureyrar, sl. höfuðdag. i í I I f I > > ► i > I > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.