Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 13
lenskra bókaútgefenda til þess telja upplag hinnar nýju dansk- íslensku orðabókar, bera saman við reikninga og staðfesta þar með hver prentunarkostnaðurinn í Belgíu hafi verið. Bókaútgefendur eru bestir til að staðreyna þetta þar sem þeim er málið ef til vill skyldara en öðrum. Það eru jú þeir sem verða að sjá til þess að bækur þeirra séu á sem bestu verði fyrir neytandann. Lærdómsrík umræða Ofangreind umræða opnar augu almennings fyrir því að smæð ís- lensks þjóðfélags og fjarlægð frá hinum stóru mörkuðum úti í heimi hefur hingað til verndað ákveðnar iðngreinar og er þá ekki aðeins átt við prentiðnaðinn. Markaðirnir eru sífellt að sam- einast og í þeim skilningi fer heimurinn minnkandi. Sérstaða, sérþarfir og sérhagsmunir er nokk- uð sem lögmál hins fijálsa markað- ar brenna sínu marki. Það hefur stundum verið sagt að á íslandi ætti að vera ein stór verstöð, þar sé samkeppnisstaða íslendinga góð, aðrir eigi að sinna því sem þeir kunni og geti best. Sennilega er tímasetning þessarar prentumræðu góð fyrir þjóðfélagið í heild. Um þessar mundir er mikið rætt um tengingu okkar við Evrópumarkaði, tolla- bandalög og önnur mikilvæg efna- hagsmál. Þótt þetta ákveðna mál hafi ekki valdið Isafoldarmönnum neinni ánægju, er fátt svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott og sennilega er þessi þáttur máls- ins góði þátturinn. Að lokum óska ég íslenskri menningu til hamingju með hina nýju og glæsilegu dansk-íslensku orðabók, sem vissulega var ekki vanþörf á að gefa út. Höfundur er stjórnarformaður Isafoldarprentsmiðju hf. og varamaður í bankaráði Seðlabankans. vanþróuð og jafnvel sum meðalstóru fyrirtækjanna eru ofvaxin smáfyrir- tæki í þeim skilningi að stjórnunar- þátturinn er vanræktur. Það örlar jafnvel á því viðhorfi meðal stjórn- endanna sjálfra að þetta sé ekkert annað en leiðinleg skriffinnska og menn væru betur komnir í ærlegri vinnu. Hins vegar verður það ekki nógsamlega undirstrikað að nýsköp- un á sér oft stað í litlum fyrirtækjum. Forystumenn prentiðnaðar hafa þegar hrint af stað Prenttæknistofn- un til að byggja upp hæfni og þekk- ingu starfsmanna á nýrri tækni. Það hefur þó komið í ljós strax á fyrstu skrefum Prenttæknistofnunar að mikil þörf er fyrir þekkingu í þeim grundvallaratriðum sem menn héldu að væru fyrir hendi. íslenska verkmenntakerfið er i rúst og verði ekkert að gert á næstu misserum má búast við því að enn frekar grafi undan iðnfyrirtækjum. Ráðamenn menntamála virðast hafa takmarkaðan skilning á því hversu illa er komið og hversu röggsamlega þarf að bregðast við. Það þýðir ekki að horfa á gamlar hefðir og smá- kóngasjónarmið í skólakerfinu og láta það verða hindrun í vegi til fram- fara. Uppstokkunar er þörf. Atvinnu- lífið verður að fá tækifæri til að móta iðnnámskerfið að þeim kröfum sem við blasa. Þetta er í sjálfu sér einfalt mál, og krefst í raun ekki annars en að yfirvöld menntamála sýni nauðsynlegan kjark og taki ákvarðanir. Fulltrúar margra iðn- greina hafa á undanförnum árum lagt fram tillögur um innihald og stjórnun iðnnáms, sem að mestu eru samhljóða. Sumir hafa jafnvel geng- ið svo langt að bjóðast til þess að taka að sér rekstur iðnnámskerfis- ins, í þeirri fullvissu að þeir geti gert það bæði betur og ódýrar en ríkið gerir núna. Eftir hveiju eru stjórnvöld að bíða? Endanlegu hruni íslensk iðnaðar? Höfundur er framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992 13 Besta vatn í heimi eftir Pál Gíslason Þegar Reykvíkingar og nágrann- ar þeirra koma frá útlöndum fínna þeir, þrátt fyrir allan barlóm, að best er að vera á íslandi. Þótt mörg- um verði hugsað til glænýja og ljúf- fenga fisksins, hlakka flestir til þess að fá ferskt og hressandi kalt vatn úr krananum heima. Það er einn af mörgum kostum að eiga heima á íslandi að geta notið þessa tæra, hreina vatns í eins ríkum mæli og við viljum og þurfum. Menn gera sér þó ekki alltaf grein fyrir því að vatnið kemur ekki úr krönunum heima hjá okkur nema af því að Vatnsveita Reykja- víkur hefur, með fyrirhyggju, lagt vatnsleiðslur frá vatnsbólum við Gvendarbrunna í hvert hús í Reykjavík og nágrenni. í Heiðmörk hafa mikil mannvirki verið reist til að safna vatninu saman úr 10 til 200 metra dýpi og veita því, án mengunarhættu, til neytenda. Vatnsveita Reykjavíkur er gam- algróið fyrirtæki - 83 ára, sem vill eiga gott samstarf við notendur vatnsins. Við álítum því nauðsyn- legt að kynna þeim starfsemi vatns- veitunnar og munum því halda upp á „Dag kalda vatnsinsj nk. laugar- dag, 5. september, milli kl. 10 og 16. Það er ósk okkar að Reykvíking- ar og nágrannar þeirra noti tæki- færið og kynni sér starfsemi vatns- veitunnar og mæti í Heiðmörk við Rauðhóla og njóti þess að skoða falleg mannvirki og vel hannaðar byggingar, sem allir eiga svo mikið undir að starfi vel. Vatnsveita Reykjavíkur og not- endur vatnsins eiga samleið í vatns- málum. Höfundur er formaður stjórnar veitustofnana Reykjavíkurborgar. Páll Gíslason ISUZU pallbílarnir hofo vokið sérstoko othygli tyrir follego og nýtískulego hönnun. Þeir eru sterkir og kroftmiklir, en somt mjúkir og þœgilegir í okstri. CREW CAB sameinar kosti 5 manna fólksbíls og burðarmikils flutningatœkis því rúmgott og þœgilegt farþegarými hans ber af öllum öðrum sambœrilegum bílum ö markaðnum. *STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.520.000 - DlSILBÍLL KR. 1.620.000 SPORTS CAB hefur rými og kraft burðarmikils vinnubíls og einnig ótrúlega gott plóss fyrir afton framsœtin fyrir farangur eðo 2 farþega. Bílamir eni töanlegír með 2,31 bensínvél eða 2,51 dísilvél. Berðu ISUZU palfcíkma saman vfð bestu og vinsœluslu jeppono ó markoðnum f dag. Þeir þola fyllilega þann ítffHiqnÖuríyilflBga Þllhf£tíáfeh<RQfiB) jepparnir, sem nú fara sigurför um Bandaríkin, smíðaðir ó sömu forsendum. Berðu líka verð, slœrð og gœði pallbílanna saman við það sem aðrir bjóða. Komdu svo til okkar og aktu bílunum til reynslu. Þú munt sannfœrast um að þeir eru fremstir í sínum flokki! ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN Á VEGUM FRAMLEIÐANDA. 'íslensk ryövörn og skróning Innifalin í verði. 'STAÐGREIÐSLUVERÐ: BENSÍNBÍLL KR. 1.499.000 DÍSILBÍLL KR. 1.589.000 Míés HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-634000 og 634050

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.