Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 24
Endurbætur á Harðbaki Slippstöðin gat ekki lækkað tilboð sitt Morgunblaðið/Rúnar Þór Slysavarnarskólinn fær björgunarbát Slysavarnaskóla sjómanna var í gær færður tíu manna björgunarbátur að gjöf frá Kristjáni Ó. Skagfjörð og framleiðenda bátanna, Nordisk gummibát fabrik en gjöfín er gefin í tilefni þess að fyrirtækið á 80 ára afmæli á árinu. Sæbjörg, skip Slysavarnaskólans, verður í Eyjafirði nú í september þar sem haldin verða námskeið fyrir sjómenn á svæðinu, en hið fyrsta eftir sumarfrí hófst í gær. Báturinn sem skólanum var færður að gjöf í gær er af gerðinni Viking, en slíkir björg- unarbátar eru í flestum íslenskum fiskiskipum „þannig að í skólanum læra sjómenn á þau tæki sem notuð eru í skipunum ef til þess kemur að nota þarf björgunarbátana," sagði Jónína Guðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Kristjáns Ó. Skag- fjörð, sem afhenti Hilmari Snorrasyni skipstjóra Sæbjargar og skólastjóra Slysavarnarskóla sjó- manna gjöfina. Jónína stökk af þessu tilefni í flot- galla í sjóinn og afhenti gjöfina um borð í bátnum og er myndin tekin við það tækifæri. Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri Tap af völdum niðurskurð- ar verður að vinna upp síðar SLIPPSTÖÐIN hf. á Akureyri hafði ekki svigrúm til að lækka tilboð sitt í endurbætur og breyt- ingar á togaranum Harðbaki EA, en frestur sem stjórn Út- gerðarfélags Akureyringa gaf Slippstöðinni til að endurskoða tilboð sitt rann út á hádegi í gær. Endurbætur á Harðbaki munu því verða gerðar í pólsku Fjölgar á atvinnu- leysisskrá FJÖLGAÐ hefur á atvinnu- leysisskrá á Akureyri á milli mánaðamóta, í lok ágúst voru 263 á skrá, en 250 í lok júlí. Mun fleiri eru atvinnulausir nú en voru um sömu mánaðamót á síðasta ári, en þá voru 156 skráðir atvinnuiausir. Þess er vænst að nánast megi tæma at- vinnuleysiskrána á næstu vikum í kjölfar samþykktar Atvinnu- leysistryggingasjóðs og bæjar- stjórnar Akureyrar um að leggja fram fé til að skapa at- vinnu í stað þess að greiða at- vinnuleysisbætur. Samtals komu 360 manns inn á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði, en í lok mánaðarins voru 263 á skránni, 116 karlar og 147 konur. Um er að ræða nokkra fjölgun frá fyrra mánuði þegar 250 voru skráðir atvinnulausir í bænum, 113 karlar og 137 konur. Þegar miðað er við sama tíma á síðasta ári hef- ur um töluverða fjölgun atvinnu- lausra verið að ræða, en í lok ág- úst á liðnu ári voru 156 atvinnu- íausir á Akureyri. Raufarhöfn skipasmíðastöðinni Nauta, sem átti lægsta tilboðið í verkið. Knútur Karlsson formaður stjórnar Slippstöðvarinnar sagði að á fundi með framkvæmdastjóra ÚA í gærmorgun hefðu ýmsir möguleikar verið skoðaðir, en menn hefðu ekki séð þá fleti á málinu að ásættanlegt væri. Meðal þess sem rætt hefur verið um var að skipta verkinu þannig að hluti þess yrði unnin erlendis og hluti hér heima. „Við höfðum enga möguleika á að lækka okkar tilboð,“ sagði Knút- ur, en tilboð Slippstöðvarinnar var um 28 milljónum króna hærra en tilboðið frá pólsku stöðinni. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að málið hefði ver- ið rætt ítarlega á fundi bæjarráðs á fimmtudag, en ljóst væri að Slipp- stöðin treysti sér ekki til að lækka tilboð sitt í verkið, Útgerðarfélagið vildi eðlilega fá verkið unnið á sem lægstu verði og því hefði bæjarsjóð- ur lítið svigrúm til að koma inn í dæmið. „Það er auðvitað dapurt að horfa upp þá þróun sem orðið hefur í þessum iðnaði og virðist fátt hægt að gera í stöðunni á meðan Pólveijar geta boðið svo lágt verð,“ sagði Sigurður. Harðbakur EA er nú á veiðum og mun síðan selja aflann erlendis áður en farið verður með skipið til Póllands. „HRAPALEGT dæmi um þær afleiðingar, sem ónógt upplýs- ingastreymi frá yfirstjórn menntamála í landinu hefur í för með sér, er það sem gerðist við Verkmenntaskólann á Akureyri 2. september 1992, þegar ráðu- neytismenn upplýstu stjórnendur skólans um reikningsstuðul hans til útreiknings kennslustunda- fjölda á haustönn daginn eftir að skólinn var settur. Sama dag átti að afhenda nemendum stundaskrár, sem voru þá allar tilbúnar. Slíkt má aldrei gerast aftur og hefði aldrei átt að geta gerst,“ segir í greinargerð með ályktun sem samþykkt var á fundi kennara við Verkmennta- skólann á Akureyri í gær. í ályktuninni kemur fram að kennarar harmi þann rugling sem ofðið hafi á reikningsstuðli til út- reiknings kennslustundafjölda á haustönn, hann hafi ekki komið í ljós fyrir en á fundi starfsmanna ráðuneytisins með stjórnendum skólans daginn eftir skólasetningu og eftir að stundarskráf kennara voru lagðar fram. „Kennarafundur- inn krefst þess að í framtíðinni ber- ist reikningsstuðulinn með viðhlít- andi fyrirvara," segir í ályktuninni. Kennarar mótmæla þeim reikn- istuðli sem VMA er ætlaður nú á haustönn og telja hann of lágan með tilliti til þess fjölþætta náms sem stundað sé við skólann. Þá átelur fundur kennara stjórnvöld fyrir þann skaða sem unnin er á starfi framhaldsskólanna og námi nemenda við skólann „með þeim vanhugsuðu ákvörðunum, sem sprottið hafa af þeim sparnaðar- hugmyndum sem nú eru uppi og efar stórlega að nokkur raunhæfur árangur verði af þeim,“ segir í ályktuninni. í greinargerð með ályktuninni segir að það hljóti að vera megin- hlutverk menntamálaráðuneytisins að koma lykil upplýsingum til skila til skólanna tímanlega og að stjórn- endur skóla ættu að geta treyst því að berist ekki tilkynningar, eins og t.d. um reikningsstuðlagildi það sem síðast var ákveðið. í greinargerðinni er bent á að með tilliti til nemendaskiptingar í verklegar og bóklegar greinar í VMA væri eðlilegt að reiknistuðull skólans væri 2,1 og er þá m.a. mið- að við að Iðnskólinn í Reykjavík hafi reiknistuðulinn 2,5 á hvern nemenda og Menntaskólinn í Reykjavík 1,7 en stuðullinn í VMA er 1,8, sem þýðir um 1.800 kennslu- stundir á viku. Kennarar telja að þær lausnir sem grípa verður til í VMA til að ná fram sparnaði sem til er ætlast muni leiða til minna námsframboðs, seinkunar nemenda í námi og minni möguleika á að sinna sérþörfum nemenda. Það sem tapist vegna niðurskurðar verði að vinna upp síðar. „Af þessum staðreyndum verður ekki önnur niðurstaða leidd en sú, að þær leiðir sem nú eru farnar til þess að ná fram aukinni hagkvæmni í skólastarfi, munu ekki skila þeim árangri, sem eftir er leit- að og eru því ófærar og jafnvel skaðlegar fyrir allt skólastarf í land- inu,“ segir í greinargerð kennara VMA. —:---»-♦■■■♦--- Grunnskól- arnir byrja eftir helgina GRUNNSKÓLARNIR á Akureyri hefjast eftir helgi eða mánudaginn 7. september næstkomandi. Nem- endafjöldi verður svipaður og ver- ið hefur síðustu ár, en þó er búist við heldur fleiri nemendum nú en var í fyrra, eða 2.340 talsins á móti 2.320 á liðnu ári. Flestir nemendanna verða í Síðu- skóla og verða þeir yfir 600 og hafa aldrei verið svo margir, en á síðasta ári voru 560 nemendur í skólanum. I Glerárskóla verða um 440 nemend- ur og um 400 í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Þá verða um 380 nem- endur í Lundarskóla, 320 í Barna- skóla Akureyrar og um 180 í Oddeyr- arskóla. Gert er ráð fyrir að fyrstu vikum- ar eftir að skólinn hefst verði gang- brautarvarsla við mestu umferðar- 'göturnar og sagði Ingólfur Ármanns- son skólafulltrúi að hugmyndin væri að hafa gangbrautarverði á þeim stöðum þar sem mest hefði verið kvartað undan þungri umferð, m.a. við Þingvallastræti og eins úr Gilja- hverfi yfir Hlíðarbraut. Hátíðahöld vegna afmælis Hnitbjarga Raufarhöfn. ^ FREYJA Öndundardóttir hélt sína fyrstu myndlistarsýningu í Byrginu á Raufarhöfn fyrir skömmu. Freyja er ættuð frá Raufarhöfn og átti hér heima til fullorðinsára. Hún hefur nýlega lokið fjögurra ára námi í Myndlistarskólanum á Akureyri þar af einu ári í fomáms- deild, sem er undirbúningsdeild fyr- ir allar deildir skólans og síðan var hún þijú ár í málunardeild. Þau verk sem hún sýndi í Byrginu að þessu sinni eru hluti af vinnu henn- ar þessi þijú ár, flest þó frá síðasta vetri. Fólk á Raufarhöfn sýndi vefkum hinnar ungu listakonu mikinn áhuga og hlutu þau góða dóma Sýningargesta og margar' myndir seldust. Sýning Freyju var liður í 25 ára afmæli félagsheimilisins Hnit- bjarga, en þau hátíðahöld- hófust með grillveilsu í Freyjulundi, en það er blómagarður sem kvenfélagið Freyja á Raufarhöfn sér um vestan við félagsheimilið. Grillveislan var vel sótt og stóð frá kl. 19 til 23 og lauk með flugeldasýningu. Morgunblaðið/Helgi Freyja Önundardóttir hélt sýn- ingu á verkum sínum í tengslum við 25 ára afmæli Hnitbjarga, félagsheimilisins á Raufarhöfn. Seinni dag hátíðahaldanna var útimarkaður og síðan var stiginn dans til kl. 4 um nóttina við hús- fylli og fór hann vel fram í alla staði. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.