Morgunblaðið - 05.09.1992, Blaðsíða 40
ttnjtmfytaMfr !fi W
MlCROSOFT. einar).
WlNDOWS. SKÚLASONHF
MORGVNBLAÐW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100. SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skólastarfið hafið
Kennsla hófst í grunnskólum Reykjavíkur í gær, og var þessi mynd tekin í Álftamýrarskóla þar
sem börn í 2. bekk SE voru mætt í fyrstu kennslustundina í fylgd með foreldrum sínum.
Tvö íslensk skip til
veiða við Grænland
LÍSA MARÍA ÓF hélt frá heimahöfn sinni, Ólafs-
firði, í gær til línuveiða við Austur-Grænland. Skip-
ið, sem má stunda þar ótakmarkaðar þorskveiðar
til áramóta og hirða allan meðafla, verður mánuð
í þessari veiðiferð en aflinn verður flakaður og
frystur um borð og landað hérlendis, að sögn Sig-
urðar Gunnarssonar hjá útgerð skipsins, Sædísi hf.
Hann segir að Skotta HF fari einnig á línuveiðar
' öið Austur-Grænland eftir helgina.
Sigurður Gunnarsson segir að Grænlenskur maður,
sem hafi línuveiðileyfi við Austur-Grænland til áramóta,
hafi selt Sædísi hf. leyfið gegn því að fá visst hlutfall
af aflaverðmætinu. Þá fari Skotta HF, sem keypt hafi
svipað leyfi, trúlega á línuveiðar við Austur-Grænland
eftir helgina. Nokkrir norskir og færeyskir línubátar
hafa stundað þar veiðar og heilfryst aflann um borð en
Lísa María ÓF er líklega eini línuveiðarinn í heiminum,
sem jafnframt er flakafrystiskip, að sögn Sigurðar.
Skipstjóri er Númi Jóhannsson en í áhöfninni er 21
maður. Sigurður sagði að íslendingar hefðu gert allt
of lítið af því að afla sér veiðiheimilda í lögsögum ann-
arra ríkja. Lítill fískveiðikvóti sem þeim hafi verið út-
hlutaður hafí gert það að verkum að þeir hafi ákveðið
að leita á önnur mið.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá LÍÚ,
sagði að samtökin hefðu kannað fyrir nokkrum árum
’hvort hægt væri að fá veiðiheimildir
við Grænland. „Grænlendingar höfðu
á þessum tíma veitt Norðmönnum
heimildir til veiða í tilraunaskyni.
Þeir settu þau skilyrði að aflanum
yrði landað á Grænlandi á ákveðnu
verði. Reynsla af veiðum Norðmann-
anna var þess eðlis að áhugi okkar
dofnaði. Fyrir 3-4 árum keyptum við
30 þúsund tonna loðnukvóta Græn-
lendingum sem við veiddum. Reynsl-
an af því var sú að mönnum þótti
þetta óhentugt. Strangar kröfur voru
gerðar um að grænlenskir sjómenn
-^rðu ráðnir á íslensku skipin, sem
þegar allt kom til alls fengu ekki
nema nokkur hundruð tonn hvert.
Auk þess greiddum við hátt verð
fyrir heimildimar. Þeir sem hafa
kannað slíka hluti telja þó að í þessu
felist tækifæri og hafa í því sam-
bandi meðal annars rætt um veiði-
heimildir á enn fjarlægari miðum.
_S_amt er orðið erfíðara að veiða í lög-
"^ogu annarra ríkja,“ sagði Sveinn.
Garðabær kaupír Garða
á tæplega 50 milljónir
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur staðfest kaup bæjarins á jörð-
inni Görðum á Álftanesi. Heildarsöluverð jarðarinnar, sem er 410
hektarar, er 49,2 milljónir. Jörðin var verðlögð með tilliti til þess
að síðar yrði á henni íbúðarbyggð, útivistarsvæði og náttúruverndar-
svæði eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi Garðabæjar, að sögn
Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra.
Aðspurður sagði Ingimundur að
viðræður um kaup á jörðinni hefðu
staðið í um það bil 4 ár en skrifað
hefði verið undir kaupsamning með
fyrirvara um samþykkt bæjar-
stjórnar í lok júlímánaðar. Bæjar-
stjóm hefði síðan samþykkt kaupin
á fundi sínum á fimmtudag.
Ingimundur sagði að fest hefðu
verið kaup á 410 hektara lands-
svæði en jörðinni hefði verið skipt
í nokkrar bújarðir með íbúðarhús-
um og útihúsum. Bærinn hefði
ekki fest kaup á byggingunum en
tekið á sig þær kvaðir sem hefðu
hvílt á seljanda að leysa til sín
mannvirkin þegar að því kæmi.
Um er að ræða megnið af því
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Haldið á Grænlandsmið
Gunnar Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Sædísar
hf., útgerðar Lísu Maríu ÓF, sést hér leysa landfestar
skipsins í gær, þegar það hélt frá heimahöfn sinni,
Ólafsfirði, til línuveiða við Austur-Grænland.
Bankastofnanir á Norðurlöndunum
1.700 milljarðar
króna hafa tap-
ast á fimm árum
8,3 milljarðar hafa tapast á íslandi
TÆPLEGA 1.700 milljarðar
króna hafa tapast vegna útláns-
afskrifta í bönkum og sparisjóð-
um á Norðurlöndunum á síðast-
liðnum fimm árum, samkvæmt
upplýsingum frá Norræna
bankamannasambandinu, sem
heldur þing sitt hér á landi í
næstu viku. Mest hefur tapið á
þessu timabili orðið í Svíþjóð, eða
tæplega 550 milljarðar, en á ís-
landi nemur tapið um 8,3 miHj-
örðum.
Mest varð tap og framlög vegna
útlánsafskrifta í bankastofnunum
hér á landi árið 1990, eða 2.585
milljónir. Árið 1991 nam tapið
2.530 milljónum, 1.530 milljónum
árið 1989, 976 milljónum árið 1988
og 699 milljónum árið 1987. Á
tímabilinu 1987-1991 hefur banka-
störfum á Norðurlöndunum fækkað
um 18 þúsund, eða um það bil 10%.
í Noregi hefur samdrátturinn frá
1987 verið meiri en 25%, og í viss-
um bönkum hefur starfsfólki fækk-
að um 40%.
Um þessi mál verður auk ann-
arra fjallað á þingi Norræna banka-
mannasambandsins sem haldið
verður á Hótel Loftleiðum 9.-11.
seþtember. Þar koma saman full-
trúar 165 þúsund bankamanna á
Búrinn kom-
inn í fiskbúðir
BÚRFISKUR eða búri er farinn
að sjást í fiskbúðum. Skammt
er síðan íslendingar fóru að
veiða hann að nokkru ráði, en
nyög gott verð fæst fyrir hann
á mörkuðum í Frakklandi og
Bandaríkjunum.
Þórður Ólason í fiskbúðinni við
Sundlaugaveg sagði söluna á búr-
anum alltaf vera að aukast. Hann
sagði að þegar fólk smakkaði fisk-
inn einu sinni vildi það kaupa hann
aftur og líkti hann bragðinu á
búranum við skötusel og humar.
Þórður sagði að gott væri að grilla,
djúpsteikja eða pönnusteikja fisk-
inn. Kílóverðið á búranum er 690
kr.
landi á Álftanesi sem er innan
bæjarmarka Garðabæjar. Jarðar-
kaupin sagði Ingimundur hafa afar
mikla þýðingu fyrir Garðabæ. „Við
teljum afar æskilegt að bærinn
hafí eignarhald á því landi sem
fyrirhugað er að úthluta í framtíð-
inni til íbúðarbygginga og taka til
almannanota, útivistar og þvílíks,"
sagði Ingimundur.
Norðurlöndunum, en Norræna
bankamannasambandið er sam-
starfsvettvangur stéttarsambanda
starfsmanna banka og sparisjóða á
Norðurlöndunum. Þing þessi eru
haldin á þrigjgja ára fresti og nú
öðru sinni á Islandi.
Kartöflu-
uppskera
léleg í ár
HORFUR eru á að kartöflu-
uppskeran í ár verði jafnvel
helmingi minni en i meðal-
ári, eða um sex þúsund tonn.
Neyslan er á bilinu 8-9 þús-
und tonn á ári, og að sögn
Matthiasar Guðmundssonar
framkvæmdastjóra Ágætis er
sennilegt að hefja þurfi inn-
flutning á kartöflum í mars-
apríl á næsta ári.
Kartöflubændur eru þessa
dagana í óðaönn að taka upp,
og í næstu viku verður væntan-
lega ljóst hver uppskeran verð-
ur. Matthías sagði að verð á
íslenskum kartöflum væri nú
ívið hærra en á sama tíma í
fyrra þegar uppskeran var
óvenjumikil, eða rúmlega 15
þúsund tonn, en kílóið kostar
nú 89 kr. í heildsölu.
Hann sagði að uppskeran
væri léleg alls staðar á landinu
vegna óhagstæðs tíðarfars í
sumar, og á Austfjörðum og
Héraði væri til dæmis öll upp-
skeran ónýt vegna næturfrosta
sem þar urðu óvenju snemma.
Ólympíumót fatlaðra
Olafur er
ólympíu-
meistari
Átta íslandsmet
féllu á fyrsta degi
ÍSLENSKA íþróttafólkið stóð sig
vel á fyrsta keppnisdegi Ólymp:
íumóts fatlaðra í Barcelona í
gær. Ólafur Eiríksson vann gull-
verðlaun og Lilja M. Snorradóttir
silfurverðlaun.
Ólafur Eiríksson, sem keppir í
fötlunarflokki S9, náði bestum
árangri er hann sigraði í 400 metra
skriðsundi karla og setti jafnframt
glæsilegt ólympíu- og íslandsmet.
Lilja M. Snorradóttir vann silfur-
verðlaun í 400 metra skriðsundi
kvenna. Islenska sundfólkið setti
samtals átta íslandsmet í gær.
Sjá nánar bls. 38.