Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 4

Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 4
I MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 Morgunblaðið/Ingvar Hlúð að einum hinna slösuðu við Fjallkonuveg. Þijú slys á klukkustund Þrjú umferðarslys urðu á einni klukkustund á starfssvæði lög- reglu í Reykjavík á sunnudagskvöld. Ökumenn tveggja bíla og farþegi úr öðrum slösuðust í árekstri sem varð á Fjallkonuvegi í Grafarvogi. Meiðsli fólksins voru ekki lífshættuleg, að sögn lög- reglu. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum og mættust við þrengingu á veginum móts við Foldaskóla, þar sem vegurinn mjókkar úr tveimur akreinum í eina. Fólkið var flutt á sjúkrahús til athugunar. Um svipað leyti slasaðist maður en þó ekki alvarlega, í árekstri tveggja bíla á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar og kona hlaut höfuðáverka sem ekki var talinn lífshættulegur er bíll sem hún ók valt á Vesturlandsvegi, skammt frá Hvammsvík. Laxveiðin 1992 Þrettán hæstu árnar með 60 prósenta veiðiaukningu 123 prósent veiðiaukning á norðausturhorninu ÞRETTÁN hæstu laxveiðiár landsins skiluðu samtals 60 pró- sent meiri heildarveiði í sumar heldur en í fyrra og voru tvær þeirra þó með lakari útkomu nú en þá. Þá er um veiðiaukningu að ræða í öllum landshlutum þar sem laxveiðiár falla, mismikil, en mest á Norðausturhorninu þar sem laxveiðin var 123 prósent meiri í sumar en i fyrra. Árnar á þessu svæði gáfu nú 10.491 lax á móti 4.709 í fyrra. Meðal áa á þessu svæði eru Hofsá sem var efst í sumar með 2.361 lax og Laxá í Aðaldal sem varð þriðja með 2.294 laxa. Þrettán hæstu árnar í sumar reyndust vera Hofsá með 2.361 lax, Þverá með 2.321 lax, Laxá í Aðal- dal með 2.294 laxa, Norðurá með 1.964 laxa, Grímsá með 1880 laxa, VEÐUR I/EÐURHORFURIDAG, 29. SEPTEMBER: YFIRLIT: Um 800 km suðvestur af landinu er 980 mb nærri kyrrstæð lægð, en yfir Grænlandi er 1.025 mb vaxandi háþrýstisvæði. Um 500 km vestsuðvestur af írlandi er 988 mb vaxandi lægð og hreyfist hún norður og síðar norðvestur. SPÁ: Austlæg átt, allhvasst eða hvasst og rigning sunnanlands og vest- an en iítið eitt hægari og úrkomuminna á Norðurlandi og í innsveitum á Austurlandi. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðaustan- og austan- strekkingur og hlýtt í vetri. Skýjað um allt land og víða rigning, mest sunnan- og austanlands. Svarsfmi Veðurstofu Isiands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / f r r Rigning >k f * * / f * f Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V ^ v Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V súid ss Þoka FÆRÐA VEGUM: Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Ýmsir hálendisvegir eru ennþá taldir þungfærir eða ófærir vegna snjóa. Má þar nefna Sprengisandsveg norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skagafjarðarleið og Kverkfjallaleið en Kjalvegur er fær fjallabílum. Fjallabaksleiðir, nyrðri og syðri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðín. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UM HEIM að ísl. tíma hiti veður Akureyri 12 alskýjað Reykjavlk 9 súld Bergen 13 rigingogsúld Helslnkl 12 skúr Kaupmannahöfn 14 alskýjað Narssarssuaq 2 heiðskfrt Nuuk 0 skýjað Ósló 14 léttskýjað Stokkhólmur 12 léttskýjað Þórshöfn 8 aiakýjað Algarve 22 heiðskfrt Amsterdam 22 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Bertín 23 heiðskfrt Chicago 12 léttskýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 20 léttskýjað Gtasgow 15 mistur Hamborg 16 mistur London 17 þokumóða LosAngeles 19 skýjað Lúxemborg 16 skýjað Madrid 18 mistur Maiaga 22 heiðskírt Mallorca 24 hálfskýjað Montreal 14 skýjað NewYork 17 skýjað Oriando 24 skýjað Parfs 17 skýjað Madelrá 24 okýjaó Róm 24 skýjað Vin 23 léttskýjað Washington 19 skúr Winnipeg +1 skýjað Víðidalsá með 1520 laxa, Elliðaám- ar með 1.391 lax, Miðfjarðará með 1.386 laxa, Selá með f.322 laxa, Langá með 1.300 stykki, Laxá í Kjós með 1.300 stykki, Laxá í Döl- um með 1.150 og Vatnsdalsá með 1.050 laxa. Alls gera þetta 21.236 laxa, en þessar ár gáfu í fyrra að- eins 13.226 laxa, en það er hækkun um 60 prósent. Aukningin hefði orðið enn meiri ef ekki hefði verið illveiðandi víðast hvar síðasta mán- úð veiðitímans vegna veðurs. Sem fyrr segir er aukning í lands- hlutum mest á Norðausturhorninu, en þar næst kemur Borgarfjarðar- svæðið með 32 prósenta aukningu, eða aukningu á heildarveiði úr 5440 löxum upp í 7.161 lax. Vert er að geta, að veiðiaukning í Borgarfjarð- aránum hafði verið 41 prósent á milli áranna 1990 og 1991. Tveggja ára uppsveiflan er því upp á rúm 70 prósent. „Ástarbréfið“ seldist ekki á uppboði í Ósló Dýrasta frímerkið seld- ist á 230 þúsund krónur „ÁSTARBRÉFIÐ" svokallaða seldist ekki á frímerkjauppboði Posti- ljonen A/S á Hótel Grand i Ósló um helgina. Lágmarksverð þess var 3 milljónir króna og kom ekkert boð í bréfið. Dýrasta íslenska frí- merkið'sem seldist á þessu uppboði var „Yfirprentun 1903“ sem fór á 230.000 krónur. Magni Magnússon frímerkjasali var viðstaddur uppboðið og segir hann að óróinn á gjaldeyrismarkað- inum hafi greinilega haft áhrif á uppboðið. Bæði breskir og þýskir kaupendur hefðu augljóslega haldið að sér höndum og raunar viljað fá ítarlegar upplýsingar um gengið áður en uppboðið hófst. Hvað „Ástarbréfið“ varðar segir Magni að verð þess í upphafi hafi greinilega verið of hátt. „Það hefur einnig haft áhrif, að vitað er um fleiri skildingabréf á leiðinni á markaðinn úr einkasöfnum," segir Magni. „Safnarar meta því stöðuna sem svo að verð á þessum bréfum fari lækkandi. Þetta var hins vegar alveg gullfallegt bréf.“ Næst dýrasta íslenska merkið á uppboðinu, 4 skd., seldist ekki held- ur og raunar kom ekkert boð í það en upphafsverð var 500.000 krón- ur. Hins vegar seldist ágætt ís- lenskt safn á 330.000 krónur. Flugskýli og eldsneytisdreifingarkerfi Framhald fram- kvæmda athugað „Framkvæmdir við flugskýli og eldsneytisdreifingarkerfi eru komnar mjög skammt á veg, en framhaldið verður tekið til at- hugunar á næstunni," sagði Gunnar Þ. Gunnarsson, forstjóri Islenskra aðalverktaka, i samtali við Morgunblaðið. Eins og skýrt var frá fyrir helg-' ina hefur bandarísk þingnefnd lagt til að framlag Bandaríkjanna til Mannvirkjasjóðs NATÓ verði aðeins 60 milljónir dala, eða um 3,4 millj- arðar króna, í stað rúmlega 221 milljónar, eins og óskað hafði verið eftir. Framlag Bandaríkjanna til sjóðsins hefur numið 27% af heild- arframlagi til hans. Áætlað er að framkvæmdir við flugskýlið á Keflavíkurflugvelli og eldsneytis- dreifingarkerfíð í Helguvík kosti 3,5 milljarða króna og hófu íslenskir aðalverktakar framkvæmdir í vor í von um framlag úr Mannvirkjasjóði. „Við erum lítið komnir áleiðis með þessi verkefni og engar tölur Stolið úr frakkavasa á skrifstofu BRÚNU leðurveski með pening- um og skilríkjum var stolið úr yfirhöfn forstjóra á skrifstofu hans í Austurstræti 17 í Reykja- vík í gær. í veskinu voru meðal annars sex hundruð. dollara seðlar, um 4.000 íslenskar krónur, tvö Visa-gullkort, ökuskírteini og fleiri gögn. Þeir sem hafa orðið þýfisin s varir eru beðnir að hafa sámband við lögreglú. liggja fyrir um hver kostnaður Að- alverktaka hefur verið vegna þeirra," sagði Gunnar Þ. Gunnars- son. „Þessi mál verða öll tekin til athugunar á næstunni.“ Einkaklúbbur í Kópavogi Gæsluvarð- haldskröfu var synjað HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness synjaði gæsluvarðhaldskröfu sem sýslumaðurinn í Kópa- vogi gerði vegna rannsóknar lögreglunnar á starfsemi einkaklúbbs í húsnæði við Engihjalla í Kópavogi. 9 starfsmerin og forsvars- menn klúbbsins voru handteknir aðfaranótt laugardagsins þegar 80 gestum var vísað út er Iög- reglan lét til skarar skríða gegn starfsemi í klúbbnum en grunur hefur leikið á ólöglegri áfengis- sölu í tengslum við starsemina. Að kvöldi laugardagsins var svo gerð krafa um gæsluvarð- hald yfir einum hinna hand- teknu, meintum forsvarsmanni klúbbsins, en héraðsdómari taldi ekki tilefni til að verða við kröf- unni og var maðurinn því látinn laus. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi er mál þetta þar enn til rannsóknar og fengust ekki upplýsingar í gær um hvað rannsóknin hefði leitt í Ijós................ /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.