Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 7

Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ Þ^ÐjUP^GUR 29. JE^gM^Ijap 7 Listfiugsveit bandaríska flotans Bláu englarnir höfðu við- dvöl á Keflavíkurflugvelli Keflavík. LISTFLUGSVEIT bandaríska flotans, Bláu englarnir, hafði viðkomu á Keflavíkurflugvelli fyrir helgina. Flugsveitin, sem samanstendur af átta F/A-18 orrustuþotum, var á leiðinni frá Evrópu til heimaborgar sinnar Pensacola í Flórída. Sýningaferðalagið stóð í 4 vikur og meðal þeirra sem fengu að njóta leikni sveitarinnar voru Rússar. Að sögn Friðþórs Eydal, blaðafull- ar tveim þotuhreyflum. Vélarnar trúa varnarliðsins, eru F/A-18 orr- ustuþoturnar sömu gerðar og notað- ar eru á flugmóðurskipum flotans og væru þetta jafnframt nýjustu og fullkomnustu orrustuþotur banda- ríska flotans. Þeim væri stjómað af einum flugmanni og væru þær knún- væru búnar mjög fullkomnum stjórn- búnaði og þættu afar liprar og harð- skeyttar. Með flugsveitinni voru tvær KC 10 eldsneytisflutningavélar sem gefa þotunum eldsneyti á flugi. BB Stjórn VR íhugar yfirvinnubann Viimueftirlitið kannar brot á vinnuvemdarlöggjöf Verslunarmannafélag Reykjavík- ur hefur falið Vinnueftirlitinu að kanna hvort hvíldartímaákvæðin i vinnuverndarlöggjöfinni séu brotin með opnun verslana á sunnudögum. Sljórn VR hefur rætt um að mæta þessari sunnu- dagsopnun með yfirvinnubanni. Pétur A. Maack varaformaður félagsins segir að stjórn og trún- aðarmannaráð VR verði kölluð saman á miðvikudagskvöld þar sem ákvörðun um aðgerðir verður tekin. Félagar í VR könnuðu sl. sunnu- dag hvaða verslanir voru opnar þann dag og gerður var listi yfir þær en þeim lista síðan komið til Vinnueftir- litsins. Pétur A. Maack segir, að fyr- ir utan Kringluna, hafi nær eingöngu verið um matvöruverslanir að ræða og endurspegli það væntanlega aukna samkeppni í matvöruverslun í höfuðborginni. Kringlan var eini staðurinn þar sem sérverslanir voru einnig opnar. „Vegna erindis okkar til Vinnueft- irlitsins er okkur kunnugt um að það hafi skrifað Kaupmannasamtökun- um og stjóm Kringlunnar bréf þar sem beðið er um skýringar á sunnu- dagsopnun verslana," segir Pétur. „VR hefur þar að auki mótmælt þess- ari opnun til VSÍ.“ Aðspurður um frekari aðgerðir segir Pétur að yfirvinnubann hafi verið til umræðu innan stjórnar fé- lagsins en ákvörðun um aðgerðir bíði fundarins á miðvikudagskvöld. ------» -------- Vandi hjarta- skurðdeildar verður leystur „ERINDI frá hjartaskurðdeildinni um kaup á þeim tækjum, sem far- in eru að bila hjá þeim, barst okk- ur á föstudag. Við erum að reyna að leysa þetta og ég á fastlega von á að það takist,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal- anna, í samtali við Morgunblaðið. Haft var eftir Grétari Olafssyni, yfirlækni hjartaskurðdeildar Land- spítalans, í Morgunblaðinu á sunnu- dag, að tækjakostur deildarinnar væri farinn að úreldast. Af fréttinni mátti skilja, að til að endurnýja bún- aðinn þyrfti aðeins 4-5 milljónir króna, en hið rétta er að Grétar sagði 4-5 milljónir nægja til að þeirrar endurnýjunar, sem nauðsynlegust væri nú. „Þetta mál verðum við að skoða, en ég á ekki von á öðru en að okkur takist að leysa þennan vanda, þó ég geti ekki sagt til um hvenær það verður," sagði Davíð Á. Gunnarsson. Frá fyrsta fundi nýkjörins starfsmenntaráðs félagsmálaráðuneytisins 17. september sl. Frá vinstri: Halldór Grönvold, Erling Aspelund, Sjöfn Ingólfsdóttir, Gylfi Kristinsson, Guðmundur Gunnarsson, Bolli Arnason og Halldóra J. Rafnar. Félagsmálaráðherra skipar starfsmenntaráð JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur skipað starfs- menntaráð félagsmálaráðuneytisins til næstu tveggja ára. Skipun ráðs- ins er í samræmi við ný lög sem samþykkt voru í maí sl. um starfs- menntun í atvinnulífinu, nr. 19/1992. I starfsmenntaráði félagsmála- Verkefni starfsmenntaráðs félags- ráðuneytisins eiga sæti: Guðmundur málaráðuneytis er m.a. að úthluta Gunnarsson, formaður Félags ís- lenskra rafvirkja, og Halldór Grön- vold, skristofustjóri Landssambands iðnverkafólk, og eru þeir fulltrúar Alþýðusambands íslands, Sjöfn Ing- ólfsdóttir, formaður Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar, fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Erling Aspelund starfsmanna- stjóri, fulltrúi Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Bolli Árnason rekstrartæknifræðingur og Halldóra J. Rafnar menntamálafulltrúi, full- trúar Vinnuveitendasambands ís- lands. Fulltrúi félagsmálaráðherra í starfsmenntaráðinu er Gylfi Kristins- son, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Á fyrsta fundi nýskipaðs starfsmenntaráðs var hann kosinn formaður þess til eins ár. styrkjum til starfsmenntunar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar. Ráðið skal hafa samráð við og efla frumkvæði fræðslunefnda atvinnulífsins. Félagsmálaráðuneytið auglýsti í ágúst sl. í fyrsta skipti eftir umsókn- um um stuðning við verkefni á sviði starfsmenntunar í atvinnulífinu sbr. framangreind lög. Umsóknarfrestur rann út 10. september sl. Samtals bárust umsóknir um stuðning við 75 viðfangsefni frá 44 aðilum. Sótt var um stuðning að upphæð samtals um 120 milljónir króna. Samkvæmt fjár- lögum er gert ráð fyrir að veija 48 milljónum til starfsmenntunar á veg- um félagsmálaráðuneytisins. Það er tæplega fjórföldum frá árinu 1991. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Listflugsveit bandaríska flotans, Bláu englarnir, millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá Evrópu til Bandaríkjanna. AlSllfN. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. ÖRKIN1012-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.