Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Sinfóníutónleikar
Tóniist
Jón Asgeirsson
Sinfóníuhljómsveit íslands var
með kynningartónleika sl.
fimmtudag (og laugardag) og
flutti tónverk eftir Glinka,
Tsjajkovskíj, Gershwin og Co-
pland. Einleikari var Alexander
Makarov og stjómandi Petri Sak-
ari.
Forleikurinn að Ruslan og
Ljudmila er aðallega frægur fyrir
hraðan leik með tónstiga og mjög
líklega hefur tónskáldið hugsað
forleikinn táknandi fyrir þá
spennu og hugdirfð, sem Ruslan
þurfti að sýna til að bjarga
Ljudmilu. Nú er verkið orðið eins
konar tæknisýningarverk án
tengsla við leikverkið og sem
þvílík smíð var verkið vel flutt
af Sinfóníunni.
Besti bitimx í þessari kynning-
arveislu var forleikurinn Rómeó
og Júlía eftir Tsjajkovskíj og þar
gat að heyra sérlega góðan leik
hjá SÍ og vonandi verður hljóm-
sveitin svona góð í allan vetur.
Rhapsody in Blue eftir Gershwin
er skemmtileg tónsmíð, sem var
upphaflega samin fyrir jazzhljóm-
sveit og frumfiutt á tónleikum,
sem nefndir vora „Experiment in
Modem Music“ árið 1924. Það
vill gleymast, að sú gerðin fyrir
sinfóníuhljómsveit, sem leikin er
á tónleikum sinfóníuhljómsveita,
er gerð af Ferdinand Rudolph von
Grofé, sem vann mikið við jazz-
raddsetningar, auk eigin tón-
smíða (Grand Canyon svítan), en
gerð hans af Rhapsody in Blue
þykir einkar góð. Gershwin var
sjéní og vildi auðvitað sjálfur
ganga frá sinni hljómsveitartónl-
ist og fékk sér tíma í listinni og
fór meðal annars til Parísar til
að læra. Ameríkumaður í París
(1928) og óperan Porgy og Bess
(1935) era að öllu leyti hans verk
og meðal þess besta í bandarískri
tónlist.
Makarov er virtúós og flutti
verk Gershwins af glæsibrag, þó
undirritaður vildi heldur heyra
þennan góða píanísta takast á við
tónlist, sem stendur honum nær.
SÍ ætti að hugsa sér frekara sam-
starf við Makarov. Síðasta verkið
á efnisskránni var E1 Salom
Mexico, eftir Aaron Copland.
Copland benti á, að það væri
mikil einföldun að segja að aðeins
jazz væri einkennandi fyrir
bandaríska tónlist, því í því marg-
brotna samfélagi, sem bandarísk
menning er sprottin úr, mætist
helgisiðatónlist indíána, sveita-
tónlist Norðurlandabúa, spönsk-
márísk danstónlist, sálmasöngur
Mayflower-faranna, slavneskir
og asískir söngvar og margt
fleira. Þessa þætti í bandarískri
menningu hefur Copland rann-
sakað og unnið verk sín úr efniv-
ið ídíánatónlistar, sveitatónlistar
(country & westem) og haldið
uppi merki Ives en báðir hafa
látið vera að fást við jazz. E1
salon IVjexico er ekki meðal bestu
verka Coplands. Reyndar þarf að
leika verkið nokkuð hraðar og af
meiri hiynskerpu en gert var að
þessu sinni, til þess að þessi vel
unni hrynleikur njóti sín virkilega.
Vetrarstarf SÍ hefst með tón-
leikum 1. október og heíjast með
sjöttu Beethovens. Ingvar Jónas-
son mun flytja lágfiðlukonsert
eftir Atla Heimi Sveinsson og
lýkur fyrstu tónleikunum á hljóm-
sveitarverki eftir Sibelius, sem
nefnist Kristján konungur II, og
er þetta svíta unnin 1898 upp úr
tónlist við samnefnt leikrit eftir
Adolf Paul. Hljómsveitarstjóri
verður Petri Sakari en hann mun
stjóma alls sex tónleikum. Þá
munu tveir ungir hljómsveit-
arstjórar koma fram með SÍ,
Guðmundur Óli Gunnarsson og
Hákon Leifsson. Auk fyrrnefndra
og Páls P. Pálssonar, sem mun
stjóma tvennum tónleikum, munu
erlendir hljómsveitarstjórar
stjórna sem gestir.
Margt áhugavert er að finna í
tónleikaskrá SÍ fyrir næsta vetur
en það vekur athygli hversu fá
klassísk verk verða á efnis-
skránni, ekkert eftir Mozart, eitt
eftir Haydn og tvö eftir Beethov-
en. Barokktónlist er algerlega
úthýst. Fimmtán íslensk verk
verða flutt og það sem er athygl-
isvert, að heilir tónleikar verða
með léttari viðfangsefnum, þar
sem flutt verða fjögur íslensk
verk. Rómantískt tónlist fær mik-
ið rými í verkum eftir Brahms (4
verk), Tsjajkovskíj (4 verk), Sibel-
ius (2 verk) og Schumann (2
verk), auk þess sem Mahler,
Brach, Ysaýe, Mendelssohn, Del-
ius og Rakhmariínov eiga eitt
verk hver.
Tuttugasta öldin á góða full-
trúa í Schnitke, Jolivet, Bartók,
Shostakovítsj, Stravinskíj, Lut-
oslawskíj og Kodaly, auk annarra
yngri höfunda, sem eflaust verður
fróðlegt að kynnast. Að setja
saman efnisskrá er vandaverk og
í raun engu hægt að spá hvert
verður mat hlustenda, sem kaupa
jú þessa menningarþjónustu. Eitt
mætti minnast á, vegna reynslu
fyrri ára, að breyta mætti nokkru
varðandi gerð efnisskrár fyrir
hveija tónleika, því þar hefur oft-
lega verið fjallað um annað en
tónverkin, sem leikin voru, rétt
eins og „prógramhöfundur" hafi
ekki haft fyrir því að athuga verk-
in sjálf en látið nægja að þýða
misvel upp úr tónlistarorðabókum
eitthvert fjas um höfundinn. Tón-
verk er skáldverk og líkt og ljóð
er ekki sama að lesa umfjöllun
um það og að reyna að kryfja
það til mergjar með því að hlýða
á, leika eða lesa það.
Alexander Makarov
Tríó Reykjavíkur stendur fyrir
tónleikaröð, þar sem fram munu
koma ýmsir listamenn, erlendir
jafnt sem innlendir. Á fyrstu tón-
leikunum átti danskt tríó, Tre
Musici, að flytja verk eftir Lange-
Miiller , Henriques og Schubert.
í forföllum fiðluleikarans hljóp
Guðný Guðmundsdóttir konsert-
meistari í skarðið en félagarnir
úr tre Musici, sem léku með henni
heita Ulrikke Höst-Madsen á selló
og John Damgaard á píanó.
Það var fróðlegt að heyra
dönsku verkin, einkum tríó í f-
moll eftir Langemiiller (1850-
1926). í raun er lítið vitað um
námsferil hans en hann mun hafa
lært á píanó hjá Neupert og auk
þess farið námsferðir til Ítalíu og
verið í Vín, Munchen og París.
Tríóið, samið 1898, er ágætt verk,
rómantískt og var prýðilega vel
leikið.
Barnatríóið eftir Henriques er
stílhrein tónlist og þó það sé sam-
ið 1904 stendur það nær klass-
ískri tónlist en rómantískri. Tón-
leikunum lauk með B-dúr tríóinu,
op.99, eftir Schubert. Eins og
reyndar í fleiri kammerverkum
Petri Sakari
hans má finna tengsl við sönglög
og í fyrsta þættinum heyrast tón-
hendingar úr Des Sángers Habe
(1825) og í þeim síðasta, rondó-
inu, er tilvitnun tekin úr Skolie
(1815). Allt rennur þetta saman
í eina heild, því meistara Schu-
bert var gefin „hin andlega spekt-
in“ og snillingur fæst ekki um
hversdagsleg tækniatriði. Tungu-
tak hans er nýtt lögmál, sem lang-
an tíma tekur að nálgast, án þess
að það verði skilið nokkurn tíma
til fulls.
Kammertónlist byggir á sér-
stæðri samvirkni hljóðfæraleika,
bæði hvað snertir tónstíl og hryn-
skerpu, og hefði verið gaman að
heyra Tre Musici, því þó Guðný
sé frábær fiðluleikari, hefur hún
mjög sterkan stíl, sem oft á tíðum
var mjög ólíkur leikmáta Dan-
anna. Sellóið var, þegar til heild-
arinnar er litið, nokkuð dauflegt
en píanóleikarinn átti hins vegar
oft góða spretti. Þrátt fyrir þetta
var flutningurinn á Tríói Schu-
berts mjög góður og merkilega
vel samvirkur, bæði hvað snertir
styrkleikabreytingar og mótun
tónhendinga.
Tre Musici
Listasafn íslands
Skúlptúrverk Jóhanns Eyfells
Sýning á verkum eftir Jóhann Eyfells verður opnuð laugardaginn
3. október, klukkan 15.00, í Listasafni íslands. A sýningunni er úr-
val af verkum Jóhanns frá síðasta áratug og hún er sú stærsta sem
haldin hefur verið hér á landi á höggmyndum hans.
Jóhann fæddist árið 1923. Hann
var við nám í byggingarlist, skúlpt-
úr, máiaralist og keramik í Banda-
Myndmenntaskóli í Laugardal
í HINU nýja Listhúsi i Laugardal hefur tekið til starfa nýr listaskóli
undir nafninu Rými, myndmenntaskóli. Auk skólareksturs er Rými
verkstæði og gallerí með fjölþætta starfsemi. Stofnandi og aðaleigandi
Rýmis er Guðrún Tryggvadóttir iistmálari. Guðrún ér menntuð í Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands, í Ecole des Beaux Arts í París og við
Listaakademiuna í MUnchen, þar sem hún lauk námi árið 1983.
Tilgangur stofnunar Rýmis er að
auka möguleikana til myndlist-
arnáms í formi styttri jafnt sem
lengri námskeiða, brydda upp á nýj-
ungum auk þess að vera vettvangur
fyrir miðlun klassískra myndlistarað-
ferða. Rými býður upp á námskeið
fyrir myndlistariðkendur á öllum
stigum, jafnt byijendur sem lengra
komna.
í fréttatilkynningu frá Rými segir:
„Rými verkstæði býður gestakennur-
um að kenna á helgamámskeiðum
þar sem leitast verður við að koma
af stað heilbrigðri miðluri á tækniað-
ferðum og hugmyndafræði sem gætu
ZU
„Svo á jörðu sem á himni
hlýtur tvenn verðlaun
Kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur „Svo'á jörðu sem á himni,“ fékk
tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Marseille í Frakklandi siðastlið-
ið laugardagskvöld.
1 fyrsta lagi fékk myndin Grand
Prix du Public verðlaunin, en þar
velja áhorfendur bestu mynd hátíðar-
innar og fylgja þeim 50.000 franka
verðlaun (um 550.000 íslenskar
krónur) og í öðru lagi Prix des Etu-
diants sem ungir áhorfendur og full-
trúar stúdenta veita.
Kristín Jóhannesdóttir gat ekki
verið viðstödd verðlaunaafhending-
una, þar sem hún þurfti að fara frá
Marsejlles snemma laugardags með
myndina til Kanada, en hún er opn-
unarmynd Sainte—Therese hátíðar-
innár í Motreal.
Pierre Vaneck, sem fer með hlut-
verk Dr. Charcots, í myndinni, tók
við verðlaununum úr hendi borgar-
stjóra Marseilleborgar, við hátíðlega
athöfn.
komið jafnt fagmönnum sem áhuga-
mönnum um listir til góða. Þetta
fyrirkomulag er nýjung hér á landi
og standa helgamámskeiðin í 2 daga,
12 tíma samanlagt, og verða tekin
fyrlr afmörkuð tæknisvið um hveija
helgi, svo sem gerð steindra glugga,
gerð gifsafsteypa, pappírsgerð,
video-stuttmyndagerð, veggmynda-
gerð, hugmyndavinna, litafræði, að-
stoð við umsóknir í listaskóla erlend-
is,, steinsteypuskúlptúrar o.s.frv.“
í 15 vikna námskeiðum er boðið
upp á námskeið fyrir unglinga, teikn-
ingu fyrir byijendur og lengra
komna, módelteikningu, olíumálun,
akrflmálun, vatnslitamálun, kvik-
myndun, byggingarlist, grafík og
glerlist.
Rými er einnig starfrækt sem
gallerí sem stendur fyrir fyrirlestra-
og kynningardagskrá þar sem lista-
menn kynna sig og sín verk auk
þess sem listfræðingar halda fyrir-
lestra um stefnur og strauma og
ýmis myndlistartengd efni verða á
dagskrá. Markmiðið með dagskránni
er að auka umræðu og meðvitund
um myndlistartengd mál og efni.
Fyrirlestramir fara að jafnaði
fram á laugardögum kl. 17.30 og
eru öllum opnir. Gallerí Rými mun
einnig halda sýningar og standa fyr-
ir sýningum á íslenskri list á er-
lendri grand.
ríkjunum á árunum 1945 til 1953.
Fram til ársins 1969 starfaði hann
sem teiknari, hönnuður, arkitekt,
listamaður og kennari, ýmist í
Bandaríkjunum eða á íslandi. Frá
1969 hefur hann haft fasta búsetu
í Florida og verið prófessor í mynd-
list við University of Central Florida
auk þess að starfa sem listamaður.
Aðferðir Jóhanns við gerð verka
sinna eru einstæðar og hafa átt
sinn þátt í að vekja athygli á verk-
um hans um allan heim. Hann
bræðir málma og hellir í mót sem
hann hefur gert í jörðinni. Samspil
jarðvegsins, málmsins, hitastigs
hans og annarra þátta ræður út-
komunni.
Sýning Jóhanns stendur til 22.
nóvember, alla daga nema mánu-
daga, klukkan 12—18.
(fréttatilkynning)
Tónleikaröð
lýkur í Sel-
fosskirkju
í kvöld, þriðjudaginn 29. septem-
ber, slær Hörður Áskelsson botn-
inn í röð orgeltónleika sem verið
hafa í Selfosskirkju alla þriðju-
daga í september.
Hörður, sem er nýkominn úr tón-
leikaför frá Þýskalandi, leikur verk
eftir L. Marschant, J.S. Bach og C.
Franck, á nýuppgert orgel Selfoss-
kirkju. Tónleikarnir byija klukkan
20.30 og er aðgangur ókeypis.
Einþrykksmyndir í Menning-
arstofnun Bandaríkjanna
í MENNINGARSTOFNUN
Bandaríkjanna hefur verið opnuð
sýning á úrvali bandarískra ein-
þrykksmynda er nefnist „Collabor-
ations in Monotype II“. Á sýning-
unni era einþrykksmyndir eftir
bandaríska grafíklistamenn sem
farið hefur víða um Norður-og Mið
Evrópu á síðastliðnum þremur
árum. Sýningin er á vegum Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna.
Einþrykkstæknin þykir fremur ein-
föld en hún felst í að málað er á
plötu sem listamaðurinn þrykkir
síðan á með pressu áður en litirnir
þorna. Árangurinn skilar sér í mynd
sem er einstök hveiju sinni og ekki
er hægt að fyölfalda. Einþrykk var
þekkt þegar á 17. öld, en fyrst um
seinustu aldamót hófu listamenn á
borð við franska málarann Degas
formið til vegs og virðingar. Phyllis
Plous, safnvörður við Háskólalista-
safnið í Santa barbara í Kalíforníu
valdi verkin á farandsýningu þá sem
hingað er komin. Sýningin var fyrst
haldin hér á landi í Myndlistarskóla
Akureyrar, en í Menningarstofnun
Bandaríkjanna stendur hún til 2.
nóvember næstkomandi.
(Fréttatilkynnmg)