Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 20
20 -----— MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Tvö vsk-þrep munu koma
Borsen
EF-direktiv
fremtvinger to
moms-satser
~ &rs E
“snriirx.
Barscn er ekki í vafa um hvað koma skal.
eftir Birgi Rafn
Jónsson
Undanfarið hefur staðið í fjöl-
miðlum hávær umræða vegna
breytinga á virðisaukaskatti.
Þrýstihópar hafa rekið upp mikil
harmakvein vegna þess að ríkis-
stjórnin hefur reynt að feta fyrstu
sporin á þeirri braut að samræma
virðisaukaskattkerfi okkar því
kerfí, sem vitað er að mun gilda í
öllu Evrópubandalaginu og á Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
Það er yfirlýst stefna bandalags-
ins að fella niður allar undanþágur
frá virðisaukaskatti frá næstu ára-
mótum, að virðisaukaskattþrepin
verði tvö og frá 1. janúar 1997
verði lægra þrepið a.m.k. 5% og
hærra þrepið 15% í öllum löndun-
um.
Við eigum vitaskuld talsvert
langt í þetta, en einhvem tímann
verður að stíga fyrstu skrefrn og
þau geta aldrei orðið sársaukalaus
öllum, þótt breytingin miði að því
að bæta hag neytenda og auka
valfrelsi þeirra. Við það er miðað
í bandalaginu að allar brýnustu lífs-
nauðsynjar, svo sem fæði og klæði,
verði í lægra þrepi virðisauka-
skatts, en aðrar vörur og þjónusta,
sem teljast til valkosta, verði í
hærra þrepi. Undanþágur verði
sárafáar, ef nokkrar, og þá helst á
bankastarfsemi og brýnustu opin-
berri þjónustu.
Nú erum við að vísu ekki enn
orðin aðilar að hinu Evrópska efna-
hagssvæði, þótt vonandi sé ekki
langt í það, en jafnvel þótt svo
hörmulega færi að við yrðum það
ekki formlegá er ég ekki í vafa um
að við verðum að aðlaga okkur virð-
isaukaskattinum þar, ef íslenskir
atvinnuvegir eiga að lifa.
Bættur hagur neytenda -
frelsi til að velja
Megintilgangur með þessum
breytingum í Evrópubandalaginu
er tvíþættur. Annars vegar að
bæta hag neytenda, og þá sér í
lagi þeirra sem minna hafa milli
handanna, og hins vegar að koma
Virðisaukaskattstig EB-landa
Land Lægraþrep Hærraþrep
Þýskaland 7% 14%
Belgfa 1%, 6%, 12% 19,5%
Danmörk - 25%
Spánn 6% 13%
Grikkland 4%, 8% 18%
Frakkland 2,1%, 5,5% 18,6%
frland 0%, 2,3%
10%, 12,5% 16%, 21%
Italía 4%, 9%, 12% 19%
Lúxemborg 3%, 6% 15%
Holland 6% 18,5%
Portúgal 5% 16%
Bretland 0% 17,5%
(Heimild FEWITA.)
í veg fyrir alla hugsanlega mismun-
un milli atvinnuvega, svo neytendur
hafi raunverulegt val um það
hvemig þeir veiji fjármunum sín-
um, en neyslu þeirra sé ekki stýrt
með stjómvaldsaðgerðum. Báðir
þessir þættir em í fullu samræmi
við grundvallarsjónarmið Evrópu-
bandalagsins.
Til þess að unnt sé að létta byrð-
ar hins almenna borgara með svo
mikilli lækkun virðisaukaskattsins
er óhjákvæmilegt að breikka grunn
skattstofnsins, það er að fækka eða
afnema undanþágur. Öðm vísi
gengur dæmið ekki upp, því ávallt
þarf ríkisvaldið að hafa nokkrar
tekjur, enda þótt nú sé stórlega
dregið úr ríkisumsvifum um allan
heim.
Ég gat þess áður að breytingar
sem þessar yrðu ekki sársauka-
lausar öllum. Út af fyrir sig er
ákaflega mannlegt að menn veiji
forréttindi sín, og reyni í umræð-
unni að gera þau að hagsmuna-
máli allra. En skyldi ekki eitthvað
gleymast í þessari umræðu?
Hagnast menning ekki á
auknum fjárráðum?
Halda þeir menn ekki, sem telja
að nú eigi að vega að allri menn-
ingu í landinu, að við það að virðis-
aukaskattur á brýnustu lífsnauð--
synjar lækki á nokkmm ámm niður
í t.d. 5%, muni almenningur í land-
inu hafa meira fé handa í milli?
Hafa þeir slíka vantrú á þeirri vöru
sem þeir bjóða, að þeir telji að fólk
muni ekki veija hluta aukins ráð-
stöfunarfjár til kaupa á menningu
og skyldum hlutum? Halda þeir að
þegar fólk flykkist þúsundum sam-
an til útlanda til að versla, m.a.
vegna hárra skatta á íslenska versl-
un, kaupi það ekki líka menningu
þar í stað þess að kaupa hana hér
heima? Em þeim ókunnar þær
sögulegu staðreyndir að hvar sem
verslun hefur blómstrað hefur
mennirig gert það einnig? Er þeim
ókunnugt um það að íslensk versl-
unarfyrirtæki hafa stutt vel við
bakið á ýmiss konar menningar-
stofnunum, sbr. Sinfóníuhljómsveit
Islands?
Ég hefi hér nefnt verslun, en hún
er fjölmennasta atvinnugrein
landsins. En fleiri spurningar hljóta
að vakna um réttmæti núverandi
kerfis. Hver segir að réttlátt sé að
greiða virðisaukaskatt af rafal í
virkjun, vél í fiskibát og tölvu í
Birgir Rafn Jónsson.
„Halda þeir menn ekki,
sem telja að nú eigi að
vega að allri menningu
í landinu, að við það að
virðisaukaskattur á
brýnustu lífsnauðsynj-
ar lækki á nokkrum
árum niður í t.d. 5%
muni almenningur í
landinu hafa meira fé
handa í milli?“
verslun, sem allt em tæki er standa
undir þeim lífskjörum sem við
búum við, en ekki af tölvu rithöf-
undarins?
Eina þjóðin innan EB, sem hefur
eins þreps virðisaukaskatt em Dan-
ir. Frá næstu áramótum þurfa þeir
eins og aðrar þjóðir bandalagsins
að innheimta virðisaukaskatt af
flutningum, þ.m.t. flugfarseðlum.
Þetta mundi gera flugfarmiðasölu
í Danmörku ósamkeppnisfæra, ef
ofan á hvern farseðil ætti að leggja
25% vsk, þar sem þetta er jafn-
Kennaramenntun, kennara-
hús og fjarnám fyrir kennara
100 ára kennaramenntun á fslandi
eftir Svavar Gestsson
Fyrir nokkmm dögum var þess
minnst með hátíðlegum hætti að
eitt hundrað ár em liðin frá því að
kennaramenntun var skipulögð hér
á landi. Fróðlegt var erindi Krist-
jáns Bersa skólameistara um það
mál flutt í Borgarleikhúsinu. Krist-
ján Bersi stýrir einmitt þefm skóla,
Flensborgarskóla, þar sem kenn-
aramenntunin fór af stað í fyrstu.
Framan af með örfáum nemendum
og örfáum útskrifuðum kennurum
— síðan efldist Kennaraskólinn
jafnt og þétt uns hann varð kenn-
araháskóli sem smám saman er að
verða öflugri sem slíkur — myndug-
ur skóli á háskólastigi. Þó enn þurfi
að reisa metnað hans og veldi í
íslensku háskólasamfélagi.
Þrennt fannst mér markverðast
á þessum degi þegar minnst var
100 ára kennaramenntunar á Is-
landi.
Kennarahúsið
Fyrst var það að almenningi var
sýnt kennarahúsið við Laufásveg
sem nú hefur verið endurgert með
glæsilegum hætti. Hafi allir hlutað-
eigandi aðilar heilar þakkir og þá
sérstaklega Svanhildur Kaaber og
samstarfsmenn hennar í forystu-
sveit Kennarasambands íslands.
Kennarahúsið verður ekki einasta
félagsheimili kennara heldur einnig
glæsileg menningarheimild sem
hvergi er betur geymd en einmitt
í höndum kennarasamtakanna. Má
til samanburðar benda á það hvern-
ig þessu húsi var sinnt meðan ríkið
átti húsið; það var til skammar.
Það má líka til samanburðar benda
á hús fyrstu stýrimannamenntunar
á íslandi sem stendur við Öldugötu
eins og borgin afhenti það eftir
áratuganotkun án þess að gera því
neitt til góða. Húsið er nú til vansa
— fyrst borginni sem kaus að skila
því í lélegu ásigkomulagi og svo
ríkinu og okkur öllum sem höfum
átt þar hlut að máli.
En til hamingu með kennarahús-
ið! Væri ekki ráð að afhenda sam-
tökum sjómanna húsið við Öldu-
götu — fordæmi kennarahússins
hvetur að minnsta kosti til þess að
það verði hugleitt.
Kaflaskipti í kennaramenntun
í öðru lagi vakti það ánægjulega
athygli á þessu 100 ára afmæli
kerinaramenntunar að loksins hef-
ur verið ákveðið að festa dreift og
sveigjanlegt kennaranám —
fjarnám í kennslu — í sessi. Það
var mál sett af stað í okkar tíð í
menntamálaráðuneytinu og það
verður að viðurkenna: það var eitt
af því fáa sem mætti verulegum
skilningi fjárveitinganefndar á sín-
um tíma þegar um var að ræða
aukningu á fjármunum til mennta-
mála. Berit Johnsen var ráðin að
Kennaraháskólanum til að und-
irbúa þetta nám, en hún hafði áður
skipulagt sérkennaranám fyrir
kennara með glæsibrag. Því miður
hefur menntamálayfirvöldum ekki
tekist að halda þannig á málum
að þessi mikli skólamaður sem
Berit er hafí getað unnið að þessum
málum áfram hér á landi. En allt
um það: Ákvörðunin um dreift og
sveigjanlegt kennaranám er mikið
framfaraspor sem vissulega er
þeim mun ánægjulegra sem það
liggur nú fyrir að það má tengja
menntaneti Péturs Þorsteinssonar
á Kópaskeri sem í tölvuheiminum
er næstfrægasti eða frægasti bær
á Islandi fyrir verk Péturs Þor-
steinssonar.
Lög um kennaramenntun
— en hvernig
Það þriðja sem var sérlega
ánægjulegt á minningardegi um
100 ára kennaramenntun á Islandi
var sú yfirlýsing menntamálaráð-
herra að ætlunin væri að vinna að
heildarlöggjöf um kennaranám á
íslandi. Að vísu kviknuðu jafnharð-
an spumingar eins og þær að
ætlunin væri að nota tækifærið til
að veikja kennaranámið með því
að stytta það frá því sem nú er
Svavar Gestsson
„Það vekur vissulega
ugg að menntamálaráð-
herra hefur aldrei sam-
ráð við þá sem hlut eiga
að máli áður en hann
kynnir ákvarðanir sín-
ar.“
gert ráð fyrir. Og það vekur vissu-
lega ugg að menntamálaráðherra
hefur aldrei samráð við þá sem
hlut eiga að máli áður en hann
kynnir ákvarðanir sínar. En allt um
það: Yfirlýsingin var ágæt svo
langt sem hún náði og varð einum
gestanna í Borgarleikhúsinu tilefni
til þess að segja: Hann hefur greini-
framt eitt hæsta hlutfall vsk innan
EB. Danir hugleiða m.a. af þessum
sökum breytingar á vsk-kerfí sínu
yfír í tvö þrep, til samræmis við
önnur lönd EB. Bæði danska vinnu-
veitendasambandið og danska al-
þýðusambandið styðja þessa breyt-
ingu. Fari svo að Danir breyti sínu
kerfi yfír í tvö þrep verður ísland
eina landið í Evrópu með eins stigs
vsk-kerfi.
Athyglisverðar eru yfírlýsingar
samtaka evrópskra flugfélaga
vegna væntanlegrar vsk-innheimtu
af flugfarseðlum. Þau halda því
fram að það kosti flugfélögin 6,5%
ofan á miðaverð að annast þessa
innheimtu og benda á að ef þau
eigi að komast ósköðuð frá henni,
þyrftu t.d. flugfélög í Danmörku
að innheimta 31,5%. Sé þetta rétt
er ljóst að þær atvinnugreinar, sem
eru undanþegnar innheimtu virðis-
aukaskatts hafa strax með því 6,5%
betri stöðu fram yfír aðrar greinar.
Staða þeirra greina sem innheimta
vsk versnar svo enn frekar í þessum
samanburði sé tekið tillit til hækk-
unar vöruverðs þeirra sem nemur
vsk, svo ekki sé talað um þá gífur-
legu niðurgreiðslu, og þar með
mismunun sem felst í því að fá
innskatt endurgreiddan, þótt ekki
sé um innheimtu af sölu að ræða.
Menning og verslun
haldast í hendur
Ég gat þess áðan að hvar sem
verslun hefði blómstrað hefði
menning gert það líka. í víðasta
skilningi eru menning og verslun
líka samofnar. Jólaverslun í miðbæ
Akureyrar og Egilsstaða er hluti
af menningarlegu og félagslegu
umhverfí þessara staða. En þessi
hluti menningarinnar er skattlagð-
ur meira en nokkur annar atvinnu-
rekstur á landi hér. Ekki nóg með
það að virðisaukaskattur á verslun
hérlendis sé hærri en víðast hvar
í Evrópu nú, heldur þarf verslunin
líka að borga háan veltuskatt, sem
hvergi þekkist þar sem ég þekki
til, og sérstakur skattur er lagður
á það húsnæði sem hún fer fram
í. Ef verslun þessara staða flyst til
útlanda vegna skattlagningar gerir
íslensk menning það einnig, og það
er alvarlegt umhugsunarefni.
Höfundur er formaður íslenskrar
verslunar og Félags íslenskra
stórkaupmanna.
lega lært eitthvað í rauðu bókinni
áður en hann henti henni!
Þannig var að þegar mennta-
málaráðherra tók við störfum lá
fyrir stefna í menntamálum til
nýrrar aldar sem hafði verið unnin
í víðtæku samráði samstarfsmanna
skólanna allra og menntamálaráðu-
neytisins. Þegar ráðherrann kom
til starfa lýsti hann því yfír að
stefnan væri úr gildi fallin. Því
miður hefur hann enn enga nýja
stefnu sýnt nema stefnu samdrátt-
ar, niðurskurðar og miðstýringar.
Hann kaus að hafna stefnu sem
náðst hafði víðtæk samstaða um í
skólakerfinu öllu. Þar var ekki um
að ræða stefnu fyrrverandi
menntamálaráðherra eða flokks
hans — heldur samnefnara fyrir
íslenska skólasamfélagið. Sú stefna
er til. Um hana er samstaða og
fyrir framkvæmd hennar verður
barist á komandi árum enda þótt
menntamálaráðherrann sem við tók
hafi kosið að henda bókinni.
Hvað sem hans afstöðu líður
mun samt renna upp ný öld á ís-
landi. Og víðar, sagði maðurinn!
Því lögmáli getur menntamálaráð-
herra ekki barist á móti og hann
hefur jafnvel neyðst til að muna
eftir því af og til, líka þegar hann
minntist 100 ára kennaramenntun-
ar á íslandi. Kennarahúsið, dreifð
og sveigjanleg kennaramenntun og
heildarlöggjöf um kennaramenntun
eru til marks um það að ekki einu
sini Sjálfstæðisflokkurinn getur
stöðvað tímann. Þó hann sé ber-
sýnilega allur af viij^gerður.
Höfundur cr fyrrvcrandi
menntamálaráðherra ogsiturí
menntamálanefnd Alþingis.