Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 21
MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 600 DREGIÐ VERÐUR 9. 0KT0BER G FORVARNIR í ÞÍNA ÞÁGU ÁRATUGA RANNSÓKNIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 Hver á að éta hvað? eftir Magnús Skarphéðinsson Nýlega var haldin ágætlega vel heppnuð áróðursráðstefna hjá hval- og seldrápsliðinu hér á landi með svipuðum erindrekum frá hinum ýmsu öðrum löndum einnig. Að vanda sá Islenska stjórnarráðið með sjávarútvegsráðuneytið í broddi fylkinga um veg ráðstefnunnar hér á landi. Þar hélt m.a. Erlingur nokk- ur Hauksson stórt erindi um hvað selirnir ætu mikinn fisk frá blessaða mannfólkinu hér uppi á þurrlendinu. Einnig voru stórar tilfinningar hafð- ar uppi við um eftirsjá í mataræði hvalsins hér við strendur. Mér sýnist öll þessi umræða byggð á algerum misskilningi. Fiskar eru fæða sela og ljósáta er fæða vala og aldin jarð- argróðurs eru fæða prímata, þar með taldra okkar mannanna. Svindl á þessari fæðureglu tegundanna skilar engu nema krabbameini og annarri óáran í meltingarvegi hverr- ar tegundar fyrir sig, eins og sést á bróðurparti vesturlandabúa í dag. Frekja mannsins yfirgengileg líka í sjávardjúpunum Heimsvaldastefna Homo Sapiens er orðin svo útþanin á hnettinum nú að öll helsta hugsun vísindaflóru mannsins í sjávarvísindum er að koma í veg fyrir að helst nokkur skepna á sjó eða landi (eða lofti líka) fái að éta fæðu sína óáreitt. Og fræð- ingar miklir eru dregnir fram sem halda tilfinningaþrungnar ræður um hvað hver tegund fyrir sig éti mikið. Hvað selirnir éta mikið frá okur, og hvað hvalirnir éta nú mikið frá okk- ur líka o.s.frv. Allir sitja og reikna hvað hinir og þessir sjávarbúar éti nú mikið í heild frá vesalings Mann- inum sem enga björg geti sér veitt aðra en helst þá að útrýma öllum keppinautum sínum um hinn litla Magnús Skarphéðinsson „En nú er svo komið að saklaus almenningur hér á landi heldur í blákaldri alvöru og einlægni sinni að stórfækka þurfi hvaln- um hér við land og helst að útrýma honum ef efna- hagsvandamál íslenska þjóðarbúsins eigi ekki að kollsiglast af minnkandi fiskafla vegna ágangs hvalsins.“ mat sem hann hefur aðgang að ...Blöðruselurinn étur svo mikið“... og „vöðuselurinn étur svona mikið“. „Búrhvalurinn étur svona mikið og hrefnan étur svona mikið“... Og allir eru að éta allt of mikið nema við. Það eru því augljóslega allir í Atl- antshafinu að gera það gott nema við. Lítið fyrir vísindaheiðri Haf rannsóknastof nunar Ofan á þetta vílar íslenska Haf- rannsóknastofnunin ekki fyrir sér að skrökva því að þjóðinni margsinn- is með dyggri aðstoð ríkisfjölmiðl- anna, að hvalirnir séu að éta okkur mannfólkið og veiðiútgerðirnar út á gaddinn með áti sínu á fiskinum. En það er óumdeilt meðal allra al- vöru vísindamanna að hvalir éta alls ekki fisk. Rétt í algjörum undantekn- ingartilfellum í örstuttan tíma ársins á slíkt sér stað af fáum tegundum hvala og það þá í mjög takmörkuðu mæli. Eg minni líká á það að nær allar hvalategundir dvelja hér við land aðeins í fáa mánuði á ári hveiju yfir sumartímann svo að ekki fær þessi matarofátskenning hvala held- ur staðist með tilliti til þess. En nú er svo komið að saklaus almenningur hér á landi heldur í blákaldri alvöru og einlægni sinni að stórfækka þurfi hvalnum hér við land og helst að útrýma honum ef efnahagsvandamál íslenska þjóðar- búsins eigi ekki að kollsiglast af minnkandi fiskafla vegna ágangs hvalsins. „Vann maðurinn starfið sitt í happdrætti?“ Það er ekki hægt að taka eitt ein- asta orð alvarlega frá svona stofnun og hennar vísindamönnum á meðan vinnubrögð og málflutningur þessu líkur er viðhafður þar á bæ. Það var líka kannski ekki að undra að rit- stjóri eins af stærri blöðum Þýska- lands spurði í blaði sínu nýlega, í tengslum við umræður þar ytra, um hinar svokölluðu vísindaveiðar okkar íslendinga hér um árið, hvort Jóhann Siguijónsson hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunarinnar hafi unnið starf sitt og titil í happdrætti? Höfundur er talsmaður Hvalavinafélags Islands. NYJUNG FRÁ EL MARINO gjörið svo vel... Skútuvogi 10a - sími 686700 Blaðid sem þú vaknar við! 15 SKATTFRJÁLSIR VINNINGAR AÐ VERÐMÆTI KR. 9.000.000 2. VINNINGUR: Mitsubishi Lancer með aldrif árg. 1993 Verð kr. 1.400.000 3. VINNINGUR: Mitsubishi Colt 1600 árg. 1993 Verð kr. 1.100.00 HJARTAVERND SÍMI813755 HEKIA TRAUST FYRIRTÆKI HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR1992 1. VINNINGUR: Til íbúðarkaupa kr. 1.500.000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.