Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
In memoriam
- Verðbólgan mikla
Mitt í efnahagskreppu hins vest-
ræna heims eru sumir leiðtogar
stærstu þjóðanna syo skyni
skroppnir, að þeir hæla sér af því
að hafa getað haldið verðbólgunni
niðri. Það er eins og fyrir lækni
að hæla sér af því, að hafa læknað
kvef í sjúklingi, sem samt sem
áður hefir dáið úr lungnabóigu.
En við íslendingar erum ekki
búnir að gleyma, að á uppgangs-
árunum góðu, þegar allt lék í lyndi,
bjartsýni ríkti um land allt og allir
undu glaðir við sitt, vorum við
vemduð af fimmta landsvætti ís-
lands, verðbólgunni. Þessi dásam-
lega bólga, sem stjómmálamenn-
imir voru sífellt að reyna að níða
niður en tókst ekki í marga ára-
tugi, var bezti vinur hvers lands-
manns, sem lærði að nota sér af
henni og gekk henni á vald.
Á þeim árum hækkuðu laun án
afláts og allir voru ánægðir, því
það gaf þeim tilfínningu um vellíð-
an og bjartar vonir um framtíðina.
Neytendur, sem þurftu að kaupa
vörur í búðum, gátu aldrei munað,
hvað þær kostuðu, því verðið
breyttist sífellt, og þess vegna var
engin ástæða til að vera að fárast
yfir því. Þar sem launin hækkuðu
stöðugt fannst fólki eðlilega, að
þetta kæmi allt rétt út á endanum.
Stórkostlega fínt var að byggja og
kaupa húseignir og er vect að
merkja, að án verðbólgunnar,
myndi lítill hluti landsmanna búa
í eigin húsnæði í dag.
En nú hefir stjórnmálamönnum
heimsins loksins tekist að drepa
verðbólguna. Þeir þoldu ekki sam-
keppnina frá henni og þjáðust sí-
fellt af minnimáttarkennd og af-
brýðisemi. Verðbólgan lét lýðnum
líða vel og hann komst betur af,
þegar hún hafði völdin. Loksins
hafa óvinir hennar borið hærri hlut,
þó þeir hafi með því steypt heimin-
um í efnahagskreppu, og lýðurinn
er á þeirra valdi.
Þegar við minnumst þessa göf-
uga landvættar langar mig til að
rifja hér upp hluta úr dálki, sem
ég skrifaði í íslenskt dagblað í febr-
úar 1971. Greinin hét „Verðbólgu-
skólinn", og læt ég hér fylgja hluta
úr henni í minningu vinkonu okk-
ar, verðbólgunnar: „Hérna í henni
Ameríku hefir það gerst á síðasta
ári, að almúgi þjóðarinnar uppgötv-
aði verðbólguna fyrir alvöru. Verð-
lag hækkaði meira á því ári en
mörg undanfarin ár, og fólk talaði
um fátt annað en okur í búðum
og versnandi kjör. Nixon greyið var
sífellt að lofa að ganga af bólgunni
dauðri, og virtist þjóðin trúa hon-
um, a.m.k. til að byrja með. Við
landar hér glottum náttúrulega í
laumi, því við þóttumst þekkja
gamla vinkonu, þótt hún væri ekki
alveg eins bólgin og bústin eins og
frænka hennar af Islandi.
Það sorglegasta af öllu þessu er
það, að bandaríska þjóðin er skelk-
uð við verðbólguna, og hagar sér
í öllu öfugt við það, sem þaulvant
verðbólgufólk myndi gera. Spari-
fjármyndun (hafið þið nokkurn
tíma heyrt annað eins?) hefir auk-
ist mikið, sala fasteigna og bíla
gengur hægt og útlán bankanna
hafa dregist saman. Ég veit, að
ykkur þykir jafn grátlegt og mér
að heyra þetta. Það er reyndar al-
veg ótrúlegt, að fólk skuli geta
verið svona illa að sér í verðbólgu-
vísindum.
Að vel athuguðu máli hefi ég
ákveðið að það sé skylda okkar
íslendinga að koma bandarísku
þjóðinni til aðstoðar á þessum
þrengingartímum hennar. Ég hefí
stofnað Islenska Verðbólguskólann
(Iceland School of Inflation), og
vinn nú að undirbúningi stofnunar
deilda í 69 borgum og bæjum
Bandaríkjanna. Skóli þessi verður
sniðinn eftir hinum fræga skóla,
sem kenndur er við Dale Camegie.
Námskeið verða haldin fyrir al-
menning, þar sem kennd verða hin
ýmsu fræði, er lúta að því að sýna
fólki, hvernig það getur riðið verð-
bólguöldunni í stað þess að láta
hana kaffæra sig.
Á næstu vikum mun ég ráða um
200 íslenska kennara til þess að
hafa með höndum alla fræðslu á
námskeiðunum. Mun ég sérstak-
lega velja fólk, sem getur sýnt fram
á, að það hafi notað sér verðbólg-
una til hins ítrasta. Þeir, sem kom-
ist hafa yfir einbýlishús í Reykja-
vík eða öðrum kaupstöðum, með
minnst eina utanför á ári, góðan
bíl og vinnukonu-útsvör ár eftir ár,
verða sjálfkjömir. Ég vil ráð fólk
úr öllum stéttum, til þess að sýna
mönnum hér, að alljr geti hagnast
á verðbólgunni.
Nokkrir útvaldir verða fengnir
til að koma fram í auglýsingum
fyrir skólann. Þær verða birtar í
útbreiddustu vikublöðum hér eins
og Time og Newsweek. Ég sé fyr-
ir mér mynd af hraustlegum íslend-
ingi með roða í kinnum, standandi
fyrir framan nýtízkulegt einbýlis-
hús. Fyrir neðan myndina gæti
staðið: Ég er Jón Jónsson, verka-
maður af íslandi. Fyrir 5 árum var
ég illa á- mig kominn og átti ekki
bót fyrir rassinn á mér. Ég lifði í
sífelldum ótta við verðbólguna, og
svaf ekki nætur út af áhyggjum
um efnahagslega framtíð mína. En
þá lærði ég, fyrir tilstilli Verðbólgu-
skólans, að sigrast á ótta mínum,
með því að nema þau fræði, sem
kenndu mér að notfæra mér af
verðbólgunni. Ég steypti mér í
skuldir upp fyrir höfuð, lærði að
fleyta mér á víxlum og fylla út
skattskýrslur á réttan hátt. Núna
á ég þetta hús, nýjan bíl og ég sigli
árlega með fjölskylduna. Og ég sef
vel um nætur, því ég hef ekki
áhyggjur af neinu.
I byijendaflokki verða kennd
fjögur aðalfög. Hið fyrsta, „Verð-
bólgan er vinur minn“, á að hjálpa
nemendum að vinna bug á ótta
sínum. Svo koma fögin, „Fé í bakna
fitna ei“, „Skuldir gefa góðan skild-
ing“ og „Fínt er að lifa um efni
fram“. Fleiri vísindi verða kennd,
og tel ég fullvíst, að hægt eigi að
vera að útskrifa verðbólgusérfræð-
ingana eftir 9 vikna námskeið.
Ekki þarf að taka fram, að nem-
endur þurfa að greiða ríflegt náms-
gjald. Yrði ég ekki hissa á því,
þótt þessi útflutningur á verð-
bólguvizku hinnar íslensku þjóðar,
myndi fljótlega færa landinu meiri
gjaldeyristekjur heldur en núver-
andi sala á áli og kísilgúr saman-
lögð.“
Svo mörg voru þau orð.
Betur má
ef duga skal
Nokkur orð um slæmar atvinnuhorfur
og- ábyrgð borgaryfirvalda
eftir Ölínu
Þorvarðardóttur
Ört versnandi atvinnuástand er
alvarlegt áhyggjuefni. Það sem af
er árinu hafa menn fylgst af vax-
andi ugg með versnandi atvinnu-
spám, líkt og þeir vildu ekki trúa
því hvert stefndi... og vonuðu í
lengstu lög að ástandið breyttist til
betri vegar. En ekkert gerist af
sjálfu sér, eins og dæmin sanna.
Núna loks er líkt og ráðamenn
séu að ranka við sér. Ríkisstjómin
hefur boðað auknar vegafram-
kvæmdir fyrir andvirði um tveggja
milljarða króna, sveitarfélög hafa
eftir föngum reynt að flýta fram-
kvæmdum auk þess að reyna með
öllum ráðum að veija fískvinnslu-
og útgerðarfyrirtæki (með misgóð-
um árangri), og Reykjavíkurborg
hefur á nýliðnu sumri veitt á fjórða
hundrað milljónum króna til að
tryggja atvinnu skólafólks.
Allt em þetta aðgerðir sem von-
andi horfa til bóta. Það breytir þó
ekki hinu, að markviss stefnumótun
til lengri tíma er raunhæfasta leiðin
til þess að mæta erfiðleikum í at-
vinnulífi. En á þann þáttinn hefur
nokkuð skort hin síðari ár, bæði við
Austurvöll og í Ráðhúsi Reykjavík-
ur.
Óraunhæf fjárhagsáætlun
Þegar við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar Reykjavíkurborgar fyrir
þetta ár benti flest til þess að at-
vinnuástand færi versnandi á land-
inu öllu, ekki síst í Reykjavík. Ríkis-
stjómin hafði fáum mánuðum áður
boðað sársaukafullan niðurskurð
opinberra útgjalda og upplýst hvert
stefndi með versnandi efnahag og
kreppu atvinnuveganna. Borgaryf-
irvöld þurftu því ekkert að ganga
að því gruflandi í byijun þessa árs
að útlitið var svart, enda sýndi at-
vinnuleysisskráning greinilega
hvert stefndi.
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs
bentu á það, þegar á milli umræðna
um fjárhagsáætlun, hversu óraun-
hæft væri að njörva fjárhagsramma
borgarinnar niður án þess að gera
ráð fyrir útgjöldum vegna aukins
atvinnuleysis. En borgarstjómar-
meirihlutinn yppti fyrirlitlega öxlum
og kvaðst ekki þurfa á leiðbeining-
um „minnihlutan's“ að halda við fjár-
lagagerð borgarinnar. Þar við sat.
Leið svo fram á vorið og sumar-
ið. Ljóst var að fjöldi skólafólks
myndi verða atvinnulaus þegar sum-
arleyfm tækju við. Borgaiyfirvöld
ákváðu að bregðast við með sam-
tals um 370 milljóna króna auka-
íjárveitingu til atvinnumála ungs
fólks — upphæðin var tekin út á
yfirdráttarreikningi borgarinnar í
Landsbankanum. Fjárhagsáætlun
borgarinnar var m.ö.o. spmngin —
um leið og grípa þurfti til fyrstu
aðgerða til að mæta erfíðu atvinnu-
ástandi.
Engum ráðum hlítt
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs
höfðu lengi verið uggandi um hvert
stefndi í atvinnumálum borgarinnar.
Því lögðum við fram tillögur til úr-
bóta þegar á vormánuðum. Fyrsta
tillagan fól í sér framtíðarstefnu-
mótun, þar sem gert var ráð fyrir
stofnun sérstaks atvinnuþróunar-
sjóðs til eflingar atvinnulífi höfuð-
borgarinnar. Skyldi sjóðurinn fjár-
magnaður með sölu borgarinnar á
eignarhlutum í vel stæðum fyrir-
tækjum sem kæmi til álita að selja.
í tillögunni fólst að styrkur borgar-
innar við atvinnulífið fælist í hluta-
fjárkaupum þannig að borgin gæti
losað fjármagn eftir þörfum og fært
það á milli fyrirtækja. Tillaga þessi
dagaði uppi inni í hinu seinvirka
kerfi nefnda og ráða, þaðan sem
lítið sem ekkert hefur til hennar
spurst.
Svipuð tillaga — einungis verr
útfærð — skaut síðan skyndilega
upp kollinum í borgarráði síðla sum-
ars undir heitinu „Aflvaki". Mun
hér vera á ferðinni sérstakt hugar-
Winston Churchill
og lestrarskatturinn
eftir Einar Kárason
Nú skilst manni á stjómvöldum
að slíkur voði steðji að íslensku
samfélagi að ekki sé annað til ráða
en að skattleggja bækur á nýjan
leik. Þá er rétt að rifja upp að þeg-
ar sem harðast var sótt að Bretum
í síðari heimsstyijöldinni, allir
bandamenn að gefast upp og þeir
stóðu frammi fyrir óvinnandi herj-
um Hitlers, Churchill forsætisráð-
hera boðaði blóð svita og tár og
drjápsklyfjar stríðsskatta voru
lagðar á þegna heimsveldisins, þá
var það samt aldrei talið koma til
greina að skattleggja enskar bæk-
ur. Kannski var það vegna þess
að Bretar em menningarþjóð og
að foringjar þeirra hafa haft sýn
sem nær lengra en bara til þess
að redda málum frá degi til dags.
Að drepa breska menningu með
sköttum jafngilti í þeirra huga villi-
mennsku; þá var eins gott að gef-
ast upp fyrir óvininum.
Fyrir fáeinum vikum var vakin
upp sú hugmynd að afnema allar
undanþágur frá virðisaukaskatti.
Það er að vísu pólitík sem hægt
er að skilja, felur í sér samræmi
og fleira gott, þótt ekki beri hún
kannski með sér mikið hugmynda-
flug og minni helst á listmálara sem
treystir sér ekki nema til að mála
allt með sama litnum. En það
merkilega við þessi áform var þó
að þarmeð var lagst til atlögu gegn
valdastofnunum í þjóðfélaginu sem
stjómmálamenn þora yfirleitt ekki
að styggja: fjölmiðlum og íþrótta-
hreyfingu. Virðisaukaskattur, hátt
eða lágt þrep, hefði lagst af fullum
þunga ofan á áskriftargjöld blaða
og sjónvarps, aðgöngumiða að
íþróttaviðburðum, og þar fram eft-
ir götunum. Það þarf ekki að skýra
út hvílíkt áfall slík hækkun hefði
orðið fyrir veikburða fjölmiðla og
áhugamannafélög íþróttanna, og
var vitað að áhrifamiklir talsmenn
úr þessum áttum myndu ekki láta
slíkt reiðarslag dynja yfir athuga-
semdalaust. Því vonuðu margir í
bókmenntaheiminum að með fullt-
ingi fjölmiðla og íþróttaforkólfa
myndu hugmyndirnar um tveggja
þrepa virðisaukaskatt kveðnar nið-
ur.
Og að sjálfsögðu gerðist það.
Enginn stjórnmálamaður fer að
slást ótilneyddur við svona volduga
féndur, og upp var fundin önnur
leið til aukinnar skattheimtu, sem
„Fjölmiðlar eru voldug-
ir og íþróttahreyfingin
er áhrifamikil, en ís-
lensk bókmenning hlýt-
ur líka að eiga ein-
hverja vini sem horfa
ekki aðgerðarlausir á
þegar hún er gerð að
burðardýri fyrir skatt-
klyfjar sem aðrir hafa
varpað af herðum sér.“
hlífði að mestu áðumefndum aðil-
um. En hin nýja leið, sem reynt
hefur verið að flækja með útskýr-
ingum um innskatt og útskatt, fól
það í sér að allur þungi hinnar
nýju skattheimtu lenti á bókunum,
með mun verri afleiðingum en hin
upphaflegur áform gerðu ráð fyrir.
Þetta felst í því að nú þurfa þessar
greinar sem hafa verið undanþegn-
ar virðisaukaskatti að borga hann
af öllum sínum aðföngum. Reikn-
ingsglöggir menn hafa slegið á að
í tilfelli helstu fjölmiðlanna þá séu
þessi skattskyldu aðföng einhvers-
Einar Kárason
staðar á milli 5 og 10% af þeirra
veltu, og minna hjá íþróttahreyf-
ingunni. Hinsvegar verður sama
hlutfall hjá bókaútgáfunni u.þ.b.
75% og segir það þó ekki nema
háifa söguna um afleiðingar þessa
kerfis. Enda var það athyglisvert
að þrýstingnum á stjórnvöld létti
mjög er hinar nýju ráðstafanir voru
kynntar, jafnvel þótt menningar-
legu áhrifin yrðu hálfu verri en á
horfðist.
Þarna voru augljóslega gerð mis-
tök. Þótt þessi skattamál séu ekki
eins flókin og margir virðast haida,
þá hefur margoft komið fram á
undanförnum tveimur vikum að
hrikalegar afleiðingar fyrirhugaðra
skattabreytinga höfðu menn ekki
séð fyrir. Fjölmiðlarnir eru voldugir
og íþróttahreyfingin er áhrifamikil,
en íslensk bókmenning hlýtur líka
að eiga einhveija vini sem horfa
ekki aðgerðalausir á þegar hún er
gerð að burðardýri fyrir skatta-
klyfjar sem aðrir hafa varpað af
herðum sér.
Forsætisráðherrann fæst nú
sjálfur við ritstörf og ég treysti á
að hann láti ekki þessa óhæfu
henda. Formaður þingflokks Al-
þýðuflokksins var dijúgur banda-
maður í baráttunni fyrir að fá
skattinn niðurfelldan á sínum tíma.
Hann var að vísu í öðrum flokki
þá, en ég trúi ekki að flokkaskiptin
feiist í því að hann sé núna orðinn
fjandmaður bókmenntanna í land-
inu. Og einsog útvegsmenn snúa
sér til sjávarútvegsráðherra þegar
fiskveiðunum er búið grand, þá
treysti ég því að menntamálaráð-
herrann, sá sem ber höfuðábyrgð
á starfsskilyrðum innlendrar menn-
ingar, hann eigi eftir að beita sér
í málinu.
Hér reynir á skynsemi, víðsýni
og stórhug, einsog hjá foringjum
Breta sem áður voru nefndir. Bók-
menntirnar hafa þrátt fyrir allt
gert okkur íslendinga að þjóð í
gegnum aldimar, og við förum
varla að gamna okkur við að drepa
þær núna.
Höfundur er einn af
forvíginmönnum hreyfingarinnar
Rithöfundar gegn lestrarskatti.