Morgunblaðið - 29.09.1992, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Báturínn Erla, sem Sveinn Guðmundsson hefur gefið Sjóminjasafni
íslands og ætlar að gera upp.
Gamall selabátur
gefínn Sjóminjafninu
GAMALL selabátur frá Skáleyjum á Breiðafirði hefur verið gefinn
Sjóminjasafni íslands, Hafnarfirði. Báturínn, sem heitir Erla, var
upphaflega fjögurra manna far en seinna breytt í vélbát. Hann var
smíðaður áríð 1935 af hinum kunna bátasmið Valdimar Ólafssyni í
Hvallátrum í Breiðafirði. Þar var um tíma aðalbátasmíðastöðin á
Breiðafirði og bátar þeirra Látrafeðga víðfrægir.
Eigandi bátsins um 40 ára skeið
var Guðmundur Guðmundsson,
bóndi í Skáleyjum. Eftir að Guð-
mundur lést eignaðist Sveinn sonur
hans bátinn. Báturinn var aðallega
hafður til selveiða en einnig við
ýmsar ferðir í nálægar eyjar og
sker, s.s. eggjaleit og dúntekju.
Hann var síðast notaður í Skáleyj-
um árið 1976 og eitthvað í Flatey
á Breiðafírði og á Bijánslæk eftir
það.
Hici óvenjulega er að gefandinn,
Sveinn Guðmundsson frá Skáleyj-
um, hefur boðist til að gera bátinn
upp og mála, enda er honum mjög
umhugað um að báturinn fari ekki
í súginn. Þar að auki hefur Sveinn
boðist til að flytja bátinn á eigin
kostnað í bátaskýli Sjóminjasafns-
ins í Kópavogi. Þetta er einstakt
tilboð og ber að undirstrika það og
á sér engar fyrri hliðstæður. Þó var
lítils háttar dyttað að báti sem Þór-
bergur Ólafsson skipasmíðameist-
ari gaf Sjóminjasafninu fyrir opnun
þess 1986.
í Skáleyjum hafa varðveist tveir
eldri bátar og er annar þeirra, Svan-
ur, enn í notkun 84 ára gamall.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Kaffihúsastemmning á M-hátíð í Keflavík, Andrés Björnsson leikur
á trompet við undirleik Ragnheiðar Skúladóttur.
Suðumes
Kaffíhús M-hátíðar
hafa slegið í gegn
Keflavík.
„Við höfum kallað þetta kaffíhús M-hátíðar og það má segja að
þessar uppákomur hafi slegið í gegn. Við ákváðum að reyna þetta
á sunnudagskvöldum I einn mánuð, en þessar uppákomur hafa veríð
það vinsælar og vel sóttar að þær verða á dagskránni þar til M-
hátíð lýkur þann 14. nóvember,“ sagði Björk Guðjónsdóttir formað-
ur framkvæmdanefndar M-hátíðar á Suðumesjum um þær vinsældir
sem kaffihúsakvöld M-hátíðar hafa notið í Keflavík.
Á sunnudagskvöldið voru fjöl-
margir Suðumesjamenn saman-
komnir á Glóðinni í Keflavík til að
upplifa þessa kaffíhúsastemmningu
og til að hlusta á söng, hljóðfæra-
leik og ljóðalestur. Þeir Jóhann
Guðmundsson og Hörður Jóhanns-
son léku kaffíhúsatónlist, Steinn
Erlingsson sem er nýkominn heim
eftir eihs árs söngnám í Bandaríkj-
unum söng einsöng, Andrés Bjöms-
son lék á trompet og Heimir Óskars-
son las frumsamin ljóð úr bók sem
hann er að gefa út. Myndlistamenn
hafa ekki látið sitt eftir liggja og
hafa þeir sýnt verk sín á þessum
kyölciuip og á sunnudaginp sýndu
mæðginin Jófríður Jónsdóttir og
Sigurður Óli Pálmason.
Um næstu helgi mun svo Kjartan
Már Kjartansson skólastjóri Tón-
iistaskólans í Keflavík ásamt bræðr-
um sínum og fjölskyldu halda uppi
kaffíhúsastemmningunni á M-
hátíðinni í Keflavík. M-hátíð var
sett í samkomuhúsinu í Stapa í
Njarðvík 29. mars og hefur hver
menningarviðburðurinn rekið ann-
an á Suðurnesjum síðan og má þar
nefna tónleika Sinfoníuhljómsveit-
arinnar og frumsýningu Þjóðleik-
hússins á leikritinu Ríta gengur
menntaveginn.
-BB
Securitas hf.
Kynna skaðlaust slökkvi-
efni sem taki við af Haloni
HAFIN er kynning á nýju
slökkviefni í stað Halons hjá
Securitas hf. Torbjorn Laursen
forstjóri danska fyrirtækisins
Dansk Fire Eater A7S, sem hefur
þróað efnið og nefnt það Inerg-
en, segir að meginkostir þess séu
þeir að efnið sé unnið úr and-
rúmsloftinu og valdi ekki breyt-
ingu á þvi við losun. Ennfremur
að þar sem Inergen sé til staðar
fái eldur engan eldsmat og fólk
verði ekki fyrir neinu tjóni af
völdum þess.
Torbjorn sagði að meginmarkmið
fýrirtækisins hefði verið að þróa
slökkvitækni sem byggðist á nátt-
úrulegum efnum. Gengið var útfrá
þeirri staðreynd að við minnkað
súrefnismagn í andrúmslofti
slokknuðu eldar en sá bögguli fylgdi
skammrifi að við það hægist á önd-
unarferli fólks og getur siíkt valdið
heilaskemmdum. Því var valin sú
leið að þvinga fólk til að bæta upp
það litla súrefnismagn, sem þarf til
að slökkva eld, með því að fá það
til að anda aðeins hraðar og er það
gert með því að bæta við litlu magni
af kolsýru. Þannig reyndist mögu-
legt að hanna efnasamband sem
heftir útbreiðslu elds án þess að
skaða fólk eða valda tjóni á öðrum
sviðum.
Efnin í Inergen, köfnunarefni,
argon og kolsýra eru unnin úr and-
rúmsloftinu og þegar þeim er hleypt
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
Torbjorn Laursen fullvissar sig
um að Inergenið hafl slökkt tilbú-
inn eld á innan við mínútu.
út í andrúmsloftið á ný valda þau
engum breytingum á því. Eini stað-
urinn þar sem þau valda breyting-
um er við eldsupptök þarsem eldur-
inn fær engan eldsmat og slokkn-
ar. Fólk bjargast og verður ekki
fyrir neinu tjóni af völdum slökkvi-
ferilsins.
Einn af kostum Inergen fram
yfír Halon er að efnið þéttir ekki
rakann í andrúmsloftinu og myndar
þoku. Skynjarar fara í gang um
leið og þeir verða varir við eldinn
og um 30 sekúndum seinna dreifíst
Inergenið út í andrúmsloftið. Mis-
jafnt er hversu langan tíma tekur
að slökkva eldinn en sem dæmi má
nefna að alkóhól slokknar eftir um
eina mínútu. Mörg önnur efni s.s.
kaplar slokkna eftir 10-20 sekúnd-
ur. Inergenið kemur úr loftinu
þannig hlutir sem standa hæst
slokkna fýrst.
í máli Torbjoms Laursen og
Hannesar Guðmundssonar, fram-
kvæmdastjóra Securitas hf., kom
fram að lengi hefði verið beðið eft-
ir slökkviefni sem tekið gæti við
af Haloni en það hefur skaðleg
áhrif á ósonlagið í himinhvolfínu.
Mikil rannsóknarvinna liggur að
baki Inergeninu en endanleg gerð
þess var kynnt í Danmörku vorið
1991. Síðan þá hefur útbreiðsla
efnisins verið. afar hröð. Búið er að
setja upp um 70 kerfí í Danmörku,
og hafa flest þeirra verið sett upp
frá því í vor, og fyrirtækið hefur
nú umboðsaðila um alla Evrópu.
Þess má geta að Inergen er fram-
leitt um allan heim og er því þegar
fyrir hendi á Islandi. Inergen verður
kynnt á ráðstefnu á Hótel Sögu í
dag og hafa 60 þátttakendur þegar
verið skráðir.
Meirihlutí fylgjandi veiðigjaldi í skoðanakönnun
Utgerðin hefur jafnt efm
á veiðigjaldi og vöxtum
- segir Gylfi Þ. Gíslason
„MÉR þótti mjög ánægjulegt, að í skoðanakönnun Gallup skyldu
54% reynast fylgjandi veiðigjaldi og meira að segja 58% á höfuð-
borgarsvæðinu," sagði Gylfí Þ. Gíslason, hagfræðiprófessor og
fyrrverandi ráðherra, er Morgunblaðið innti hann álits á niðurstöð-
um skoðanakönnunar ÍM Gallup fyrír tímaritið Fiskifréttir. Gylfí
sagðist í fimmtán ár hafa skrifað og talað um, að veiðigjald værí
skynsamlegt og nauðsynlegt. í sama streng hefðu nær allir hagfræð-
ingar tekið, sem um málið hefðu skrífað.
„Rökin fyrir veiðigjaldi eru tvenns
konar," sagði Gylfi. „Þau snerta
bæði hagkvæmni og réttlæti. Annars
vegar er veiðigjald nauðsynlegt til
þess að útgerðin greiði fyrir öll að-
föng sín, eins og allir aðrir atvinnu-
vegir verða að gera. Útgerðin notar
fískimiðin, ijármagn og vinnu. Fyrir
vinnuna greiðir hún laun, fyrir fjár-
magnið vexti, en hún greiðir ekkert
fyrir afnotin af fískimiðunum. Hins
vegar er veiðigjald nauðsynlegt til
þess, að eigandi fiskimiðanna,
þjóðárheildin, fái eðlilegan afrakstur
af eign sinni. Nú safnast hann á
hendur útvegsmanna."
Gylfí sagði að því væri haldið fram
að útgerðin hefði nú ekki efni á að
greiða veiðigjald. „Afkoma útgerð-
arfyrirtækja er mjög misjöfn. Veiði-
leyfí ganga kaupum og sölum í stór-
um stíi. Það sýnir, að sumir hafa
efni á að greiða fyrir þau. Af hveiju
segja menn ekki, að útgerðin hafi
ekki efni á að greiða neina vexti?“
sagði Gylfi. „Öllum er ljóst að vext-
ir eru nauðsynlegir. Veiðigjald er
sams konar gjald fyrir afnot af
fiskimiðunum og vextir eru fyrir
afnot af fjármagni. Hitt er annað
mál, að engum hefur dottið í hug
að veiðigjaldið verði hátt, eins og á
stendur. Því ætti ekki að koma á
nema smám saman."
Sex gamlir legsteinar finnast
í kirkjugarðinum að Káifatjöm
\ogum.
VIÐ FRAMKVÆMDIR í kirkju-
garðinum að Kálfatjörn á Vatns-
leysuströnd hafa fundist sex
gamlir legsteinar grafnir í jörðu.
A einum steinanna er ártalið
1858, en ekki hefur verið athug-
að með aldur hinna.
Vitað var að sumir steinanna
höfðu sokkið í jörðu, en ekkert vit-
að um aðra. Á einum legsteinanna
virðist allt letur horfíð, en aðrir eru
greinilegri. Steinninn frá 1858 hef-
ur varðveist mjög vel og eru allir
stafír greinilegir. Þá er legsteinn
sem virðist eldri, sem sést meðal
annars af stafagerðinni, en ekki
hefur verið lesið hvað á honum
stendur, en hann virðist elstur og
forvitnilegastur. Ekki hefur verið
hægt að lesa úr þremur steinanna
vegna þess að eftir er að þrífa þá
betur og ekki leitað til sérfræðinga
ennþá. — EG Starfsmenn við einn legsteinanna. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson