Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
25
íslensk rokktón-
list 1968-1975
Áhugi fyr-
ir útgáfu
erlendis
MIKILL áhugi er á íslenskum plöt-
um hjá plötusöfnurum á hinum
Norðurlöndunum og einnig hafa
erlendir útgáfuaðilar sýnt áhuga
á að endurútgefa plötur sem gerð-
ar voru á árunum 1968-1975.
í samtali við Pétur Kristjánsson
kom fram að safnarar hefðu mestan
áhuga á plötum sem gefnar voru út
á árunum 1968-1975. Eftirsóttustu
hljómsveitimar væru Trúbrot, Svan-
fríður, Náttúra, Pelikan, Óðmenn og
Icecross. Pétur sagði að plötusafnar-
ar teldu að íslenskt rokk, sem gefið
var út á þessum árum, væri eitt af
því allra besta sem til væri af nor-
rænu rokki.
Pétur sagðist vera í sambandi við
einn sænskan plötusafnara, Stefan
Dimler, sem hefði í hyggju að gefa
út safn þyngri laga hljómsveitarinnar
Pelikan á geisladisk sem ætti að
heita „Life is a Liar“. Hann sagði
áhugann á útgáfu íslenskrar rokk-
tónlistar ekki eingöngu vera bundinn
við Norðurlönd heldur hefði fyrirtæki
í New York, Lasers Edge, sýnt því
áhuga að gefa út á geisladisk Svan-
fríðarplötuna sem kom út árið 1972.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Hitaveiturörið einangrað á staðnum.
Lundarreykjadalur
Hitaveita á flesta bæi í
Sveinbjöm Berenlsson
Tveir stórir byggingarkranar voru notaðir við flutning á húsinu.
Hjólsagarblöð
dalnum í byrjirn október
Hvannatúni í Andakíl.
Hvannatúni í Andakíl.
BÆNDUR í Lundarreykjadal í
Borgarfirði eru að leggja hita-
veitu á flestalla bæi úr borholu
í laudi Snartarstaða. Þar var
borað á sl. hausti með góðum
árangri, það fengust um átta
sekúndulítrar af 97 gráða heitu
vatni.
Nú er verið að reisa dæluhús
við borholuna. Þaðan verða í þess-
um áfanga tengd 17 heimili eða
bæir og kirkjan á Lundi. Vatns-
leiðslan liggur á tveimur stöðum
undir Grímsána og er um 18 til
19 km löng. Hönnuður veitunnar
er Úlfur Harðarson á Flúðum.
Lagt er í plaströrum frá Hulsu hf.
á Flúðum sem einangruð eru á
staðnum með laustengdum úret-
hanhólkum frá Hjúpi hf. á Flúðum.
Áætlaður kostnaður er um 20
milljónir króna og munu heima-
menn geta lagt fram a.m.k. tíunda
partinn með eigin vinnu.
í efri hluta dalsins eru tveir
bæir með eigin hitaveitu ásamt
samkomuhúsi og sundlaug. Eftir
verða þá fjögur býli sem áætlað
er að tengja veitu úr Englands-
hver. Verkstjóri við framkvæmd-
imar er Ólafur Jóhannesson á
Hóli.
- D.J.
Hafnarfjörður
Gamla sýslumannshúsið
flutt yfir Suðurgötuna
GAMLA sýslumannshúsið í Hafnarfirði var um helgina flutt af
Suðurgötu 8 yfir götuna og stendur nú við Suðurgötu 11. Að
sögn Erlends Hjálmarssonar, byggingafulltrúa bæjarins, var hús-
ið flutt sökum þess að á lóðinni nr. 8 á að byggja safnaðarheimili
og tónlistarskóla og eru þær framkvæmdir hafnar.
Gamla sýslumannshúsið er síðast var Bifreiðaeftirlitið með
byggt samkvæmt fasteignaskrá aðstöðu í því. Vegna flutningsins
árið 1905 en Erlendur segir að var nýr grunnur byggður undir
sumir telji það byggt fyrir alda- húsið á lóðinni nr. 11 og gekk
mótin. Margvísleg starfsemi hefur flutningur þess áfallaiaust fyrir
verið í húsinu á seinni áram en sig.
þau endast!
Cterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Minnismerki á
Keflavíkurflug-
velli endumýiað
Keflavík. •/ V
YFIRMAÐUR flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, Charles T.
Butler kafteinn og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga á Suðurnesjum endurvígðu á föstudaginn minnis-
merki sem er gömul flutningavél af gerðinni DC 3, eða „Þristur"
eins og þessar vélar voru jafnan nefndar. Bæjar- og sveitarsljórar
uágrannabyggðanna á Suðurnesjum voru viðstaddir og voru þeir
sérstakir gestir við þessa athöfn.
Flugvélin, sem er af gerðinni
Douglas C-117D, er endurbyggð
útgáfa af hinum frægu Douglas
Dakota DC-3 „Þristi“ eða C-47/R-
4D eins og vélin hét hjá flugher og
flota. Henni var komið fyrir á stalli
árið 1977 til heiðurs liðsmönnum
Bandaríkjahers sem starfað hafa á
íslandi í gegnum árin, en hún varð
að víkja fyrir íbúðabyggð á síðasta
ári.
Að sögn Friðþórs Eydals blaða-
fulltrúa vamarliðsins komu C-117D
vélarnar eða „Súper Þristarnir“ eins
og þær voru gjarnan nefndar til
íslands árið 1973 og leystu af hólmi
nokkrar C-47 vélar sem höfðu þjón-
að varnarliðinu frá upphafi og komu
tvær C-47 og ein C-117D vélar
varnarliðsins verulega við sögu
flutninga milli lands og Eyja á með-
an á gosinu stóð árið 1973. Friðþór
sagði að helstu endurbætur sem
gerðar hefðu verið á C-117D vélun-
um hefðu verið stærri hreyflar og
stélfletir, breyttir vængendar,
straumlínulagaðri hreyfill og hjól-
hlífar og lengir búkur ásamt styrk-
ingu. Þessar breytingar hefðu aukið
hraða, burðargetu og langdrægni
vélanna talsvert, en þær hefðu ver-
ið í notkun hjá flugdeildum flotans
allt til ársins 1982.
-BB
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Gamli Þristurinn sem nú gegnir hlutverki minnismerkis vígður af
þeim Guðjóni Guðmundssyni framkvæmdastjóra SSS og Charles T.
Butler kafteini og yfirmanni flotastöðvarinnar. Þessi tiltekna vél var
smíðuð árið 1944 og kom hún til landsins í september árið 1973 og
átti að baki meira en 20.000 flugstundir þegar henni var lagt.
m
ÍSLENSK
VERSLUN
NIÐURFELLING
AÐSTÖÐUGJALDS?
ÍSLENSK VERSLUN, þ.e. Félag íslenskra stórkaupmanna,
Bílgreiðnasambandið og Kaupmannasamtök
íslands, boðar til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 1. októ-
ber nk. kl. 12:00 í Átthagasal Hótels Sögu.
Nýlega skipaði félagsmáiaráðherra starfs-
hóp, sem fjallað hefur um breytingar í
tekjuöflun sveitarfélagá við
niðurfellingu aðstöðugjalds og hefur starfs-
hópurinn nú skilað skýrslu til félagsmála-
ráðherra um málefnið.
Gestir fundarins verða Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgarfulltrúi, og Óttar
Yngvason, framkvæmdastjóri, formaður
starfshópsins.
Munu þeir fjalla um áðumefnda skýrsfu.
Að loknum framsöguerindum verður
opnað fyrir fyrirspurnir fundarmanna.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 678910.
Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,-
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN
©