Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 26

Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 26
 26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 671800 MMC L-300 GLX 4x4 diesel, '88, hvítur, 8 manna, 5 g., ek. 70 þ., álfelgur o.fl. V. 1250 þús., sk. á ód. Toyota Landcruiser turbo diesel, '87, steingrár, 5 dyra, ek. 100 þ., talstöö o.fl. Úrvalsjeppi. V. 1980 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, sjálfsk., ek. 48 þ., central, rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. Subaru 1800 DL 4x4 station '91, stein- grár, 5 g., ek. 42 þ. Fallegur bíll. V. 1050 þ. stgr. Honda' Prelude EX '87, hvítur, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bfll. V. 890 þ. Sk. á ód. MMC Pajero Diesel Turbo (langur) '88, gott eintak. V. 1500 þ. stgr. Nissan Sunny SCX Coupé '92, sjálfsk., ek. 6 þ. V. 930 þ. stgr. MMC Lancer 4x4 hlaðb. '92, rauöur, 5 g., ek. 27 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1080 þús. stgr. MMC L-300 4x4, 8 manna '88, grásans, 5 g., ek. 68 þ. sportfelgur o.fl. V. 1180 þ. Sk. ód. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, stein- grár, sjálfsk., ek. 14 þús. Einn m/öllu. Sem nýr. V. 1550 þús. stgr. MMC Galant GLSi '89, 5 g., ek. 49 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 950 þ. stgr. Sk. ód. Fiat X1/9 Bertone Spider '80, rauður, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju gott eintak. Skoöaður '93. V. 430 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL '92, 5 dyra, blásans. 5 g., ek. 11 þús.. vökvast., central o.fl. Sem nýr. V 920 þús. stgr. Cherokee Pioneer 4.0 I 87, brúnsans., sjálfsk., ek. 160 þús., raf. rúður, o.fl. Mjög gott ástand. V. 1250 þús. stgr. URVAL GODRA BIFREHDA A MJÖG GÓÐUM STGR.AFSUETTI Dodge Shadow 88, hvítur, 5 dyra, sjálfsk., ek. 37 þ. mílur. Fallegur bfll. V. 890 þús. stgr. MMC Pajero V-6 90, svartur, 5 g., -ek. 7 þ., 31" dekk, rafm. rúöur o.fl. V. 1800 þús. stgr. Ford Ranger XLT Super Cap 89, 6 cyl, sjálfsk. ek. 45 þ. V. 1280 þ. stgr., sk. á ód. Nissan King Cap 4x4 m/húsi '87, 6 cyl., sjálfsk., ek. 74 þ. Fallegur bfll. V. 1080 þ. stgr. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Glæsilegur bfll. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód. Ford Econoline 150, 8 farþega '91, sjálsk., ek 28 þ. V. 1550 þ., sk. á ód. Ferinnálang flest heimili landsins! Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss ÞYSKAI. AND Samþykkt að auðvelda umferð um Alpana með lestargöngum Þingmönnum neitað um hærri laun Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MEIRIHLUTI Svisslendinga, eða 63,5%, samþykkti í þjóðaratkvæða- greiðslu um helgina að gerð yrðu ný járnbrautargöng í gegnum Alpana til að hamla á móti aukinni umferð stórra vöruflutningabíla í geguum landið. Niðurstaðan sýnir að Svisslendingar eru reiðubún- ir til að starfa með Evrópubandalaginu (EB), en hún er ekki trygg vísbending um afstöðu þjóðarinnar til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða aðildar að EB. Ahrifamestu andstæðingar EES og EB voru hlynntir göngunum og lítill vafi lék á að tillagan yrði samþykkt. Stærri meirihluti, eða 72,5%, felldi tillögu um hækkun þingfararkaups. Græningjar, Bílaflokkurinn og svissneskir lýðræðissinnar voru einu stjórnmálaöflin sem voru á móti tillögunni um gerð járnbraut- arganganna. Bygging þeirra er lið- ur í samningi sem Adolf Ogi, sam- gönguráðherra, gerði við EB um ferðir 40 tonna flutningabíla banda- lagsríkjanna um Sviss eftir að Svisslendingar samþykktu að banna -ferðir bíla yfir 28 tonn um landið. Ogi skuldbatt Svisslendinga til að byggja ný göng í gegnum Lötschberg og Gotthard til að auð- velda vöruflutninga með lestum. Niðurstaða kosninganna er per- sónulegur sigur fyrir hann. Búist er við að gerð ganganna taki 10 til 15 ár og þau muni kosta 15 milljarða franka eða 645 milljarða ÍSK. Svissneska þjóðþingið kemur saman í þrjár vikur í senn fjórum sinnum á ári. Þingnefndir starfa allt árið og það kemur fyrir, eins og þegar EES var rætt í sumar, að aukaþing sé kallað saman. Þing- mennska hefur ekki verið fullt starf og andstæðingar hærri launa fyrir þingmenn vildu fyrst og fremst forða þjóðinni frá því að sitja uppi með atvinnuþingmenn. Fyrir kosn- ingarnar benti allt til að þjóðin myndi neita þingmönnum um launahækkun en ekki var búist við að svo stór hluti kjósenda myndi gera það. Fréttaskýrendum kemur saman um að niðurstaðan/ sýni óánægju þjóðarinnar með frammi- stöðu þingmanna auk þess sem Svisslendingar eigi í efnahagserfið- Ieikum eins og aðrar Evrópuþjóðir og þetta sé ekki rétti tíminn til að fara fram á launahækkun. Óæðri hvatir eins og níska og illgimi réðu afstöðu sumra: „Þú færð ekki meiri peninga frá mér til að komast oftar í hárgreiðslu," sagði einn kjósenda á sunnudagskvöld og það hlakkaði í honum fyrir framan sjónvarpið þegar kvenfulltrúi Kristilega þjóð- arflokksins harmaði afdrif tillög- unnar. Svissneskir þingmenn hafa að meðaltali 54.000-60.000 franka í laun á ári, 193.000-215.000 ÍSK á mánuði. Launin hefðu farið upp í 82.000-90.000 franka á ári, eða í 293.000-322.500 ÍSK á mánuði, ef tillagan hefði verið samþykkt. Tillaga um þingmannastyrki vegna kostnaðar við skrifstofu- rekstur og aðstoðarfólk var einnig felld. Tillaga um aukna samvinnu ríkisstjómar og þingdeilda og reglu- breytingar varðandi þingnefndir var hins vegar samþykkt. Túlka má þessa niðurstöðu svo að Svisslend- ingar ætlist til þess að svissneska þingið skili betri vinnu fyrir sama verð. Einnig voru greidd atkvæði um skattheimtu sem verið hefur um- deild. Ríkissjóður hefur haft um 2,1 milljarð franka, 90,3 milljarða ÍSK, í tekjur á ári af stimpilgjaldi sem bankarnir leggja á verðbréfavið- skipti í landinu. Bankamir hafa löngum kvartað undan þessum skatti og sagt að þeir væru ekki samkeppnisfærir í verðbréfaheimin- um vegna hans. Þjóðin samþykkti með 61,5% atkvæða í kosningunum um helgina að afnema skattinn og auðvelda bönkum þannig sam- keppnina í framtíðinni. 43,4% þjóðarinnar tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um helg- ina. Það er góð þátttaka á svissn- eskan mælikvarða og sýnir að þjóð- inni þótti málefnin mikilvæg sem tekist var á um. Þijú flugslys um helgina 167 fórust skammt frá flugvellimim í Kathmandu Talið að hátt í 200 manns hafi farist með Herkúles-vél í Nígeríu Kathmandu, Nepal. Lagos, Nígeríu. Lúanda, Angólu. Reuter. AIRBUS-þota frá pakistanska flugfélaginu Pakistani Airlines (PIA) skall á fjallshlíð í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu í Nepal í fyrri- nótt með þeim afieiðingum að allir sem um borð voru, 155 farþegar og 12 manna áhöfn, fórust. Á laugardagskvöld fórst Herkúles C-130 fiutningafiugvél skömmu eftir flugtak í Lagos og með henni að minnsta kosti 180 manns. Óljóst er hvað olli flugslysinu í Nepal en sambandslaust varð við flugmenn PIA-þotunnar er hún var um átta kílómetra frá flugvellinum. Flugmennirnir höfðu ekki tilkynnt um neina erfiðleika. Starfsmenn flugvallarins í Kathmandu sögðu þó að þotan hefði verið 1.500 fetum neðar en eðlilegt væri eða í 7.500 feta hæð í stað 9.000. Flugmenn telja flugvöliinn í Kat- hmandu með þeim erfiðari en hann er ofan í djúpri fyallaskál og um- lykja háir fjallsveggir völlinn á alla vegu. Athafnarými flugmanna er því lítið og þröngt. Verða þeir í aðflug- inu að lækka flugið í gormlaga ferli yfir flugbrautarendanum. Engin rat- sjá er á flugvellinum til þess að leið- beina flugvélum í nágrenni hans. Úrhellisrigning var á slysstaðnum og skýjað svo ekki var hægt að senda björgunarþyrlur á vettvang, heldur urðu björgunarsveitir að fara fót- gangandi upp fjallshlíðarnar sem er erfið leið yfirferðar. Þota PIA var af gerðinni Airbus 300 og langflest- ir farþeganna voru Nepalir á heim- leið frá Miðausturlöndum til að taka þátt í árlegri hátíð hindúa. Talið er að hreyfilbilun og of- hleðsla hafi valdið því að Herkúles flugvél Nígeríuhers fórst á laugar- dagskvöld. í gær höfðu fundist lík 180 manna sem fórust með flugvél- inni og var óttast að fleiri væru ófundin. í mörgum löndum er ekki leyfilegt að flytja nema 130 hermenn í Herkúles-flugvél og eru vopn þeirra þá ekki höfð meðferðis. Talið er að allt að 200 manns hafi verið í flug- vél Nígeríuhers og með henni fórust margir af helstu foringjum nígeríska hersins. Flugvélin kom niður á fenja- svæði 10 km frá flugvellinum í La- gos og sökk svo að einungis stélið stóð upp úr. Loks biðu fjórir rússneskir fluglið- ar og 11 farþegar bana þegar þyrla Sameinuðu þjóðanna fórst í héraðinu Uige í norðurhluta Angólu á sunnu- dag. Þyrlan var notuð til að fljúga með eftirlitsmenn sem fylgdust með fyrstu frjálsu kosningunum sem fram fara í dag, þriðjudag, og á morgun. Umferðin í Rússlandi Fjöldi dauðaslysa minnir á stríðsfréttir Moskvu. Reuter. TALA banaslysa í umferðinni í Rússlandi, sem hefur verið hrikalega há, virðist ekki hafa lækkað á fyrri helmingi þessa árs. Frá janúar- byrjun til júníloka fórust álíka margir í umferðarslysum þar í landi og létu lífið á tíu árum í styrjöldinni í Afganistan. Samkvæmt forsíðufrétt, sem dagblaðið Trud birti í síðustu viku og hafði eftir ríkisskipaðri nefnd um tölfræðimálefni, fórust 13 þús- Vaskhugi Ari Vilhjálmsson, framkvstj. og eigandi Hjólheima sf.: Hringið og við sendum bækling um hæl ny Vaskhugi hf. ÍT 682 680 und manns í umferðarslysum á fyrr- greindu tímabili og 75.000 slösuð- ust. „Vikulegar tölur um umferðar- slys minna einna helst á stríðsfrétt- ir, svo margir láta lífið eða slas- ast,“ sagði í fréttinni. „Það er eng- in tilviljun, að stríðið í Afganistan kemur æ oftar upp í hugann í þessu sambandi." Um það bil 13.000 sovéskir her- menn féllu í tíu ára sögu Afganist- an-stríðsins. Trud nefndi engar tölur frá fyrra ári, en embættismenn segja, að í Rússlandi, sem bílvæddist tiltölu- lega seint, séu banaslysin í umferð- inni tiltölulega fleiri en í nokkru öðru landi. Blaðið sagði, að nauðsynlegt væri að herða viðurlög við umferð- arlagabrotum til muna, auk þess sem lögreglan yrði að taka eftirlits- starf sitt mun fastari tökum en hún gerði nú. Á Krossahæðinni Reuler. Ferðamenn smokra sér framhjá krossunum á Krossahæðinni í Siauliai í Litháen. Hæðin og krossasafnið þar er minnisvarði um Litháa sem urðu fyrir barðinu á hreinsunum Jósefs Stalíns og voru sendir í „gú- lagið“. Krossarnir eru tileinkaðir Litháum sem sneru aldrei til baka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.