Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 28

Morgunblaðið - 29.09.1992, Page 28
I 28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Oskað eftir sam- starfi við Islendinga Brýn nauðsyn er á því, að íslendingar neyti allra bragða til að vinna gegn lang- varandi samdrætti í efnahags- lífínu og ekki sízt blasir það við eftir að ákvörðun var tekin um niðurskurð þorskafla næstu þijú árin. Sóknarfærin eru mörg og víða um heim. íslendingar búa yfir mikilli þekkingu og reynzlu, sem er gjaldgeng og eftirsótt, jafnt af erlendum ríkisstjómum sem einkaaðilum, og þar má fyrst og fremst minna á sjávar- útveginn, veiðar, vinnslu og markaðssetningu, þjónustu- greinar tengdar útveginum, svo og á sérþekkingu við nýtingu jarðvarma. Þetta komst í sviðsljósið í síð- ustu viku, þegar Edúard Shev- ardnadze, forseti ríkisráðs Georgíu, kom við á Keflavíkur- flugvelli á leið sinni vestur um haf. Daginn fyrir komu hans var formlegt stjórnmálasam- band tekið upp milli landanna. í viðræðum hans við forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra lýsti Shevardnadze yfír áhuga á samstarfí við íslendinga á sviði matvælaframleiðslu, sjáv- arútvegs og landbúnaðar, en ekki sízt óskaði hann eftir sam- vinnu við íslehdinga við nýtingu á jarðvarma, sem er mikill í Georgíu, en er lítt rannsakaður. Fyrirtækið Yirkir-Orkint mun senda hóp sérfræðinga til Georgíu í nóvemberbyijun með stuðningi utanríkisráðuneytis- ins, en fyrirtækið hefur áður kynnt sér aðstæður þar í landi. Ekki er ónýtt, að valdamaður eins og Shevardnadze skuli óska eftir samstarfi á þessu sviði og vonandi leiðir það til þess, að íslenzkir sérfræðingar og tæknimenn fái verkefíý og tæki- færi til að koma íslenzku hug- viti í verð. Framkvæmdastjóri Útflutn- ingsráðs íslands, Ingjaldur Hannibalsson, ritaði grein í Morgunblaðið sl. þriðjudag um möguleika Isiendinga til að skapa sér verkefni og tekjur á erlendum vettvangi. Grein sína nefndi Ingjaldur „Líf utan 200 mílnanna“ og eins og fyrirsögn- in bendir til íjallaði hann þar fyrst og fremst um sóknarfæri sjávarútvegsins erlendis. Ingj- aldur segir m.a. að Útflutnings- ráð hafí ákveðið á síðasta ári að kanna möguleika Islendinga til að selja notuð skip og tæki til fiskvinnslu til fjarlægra landa í því skyni að auka hagkvæmni í íslenzkum sjávarútvegi, svo og sölu á nýjum búnaði. Þetta var gert í Chile, Namibíu, Suður-Afríku, Miðausturlönd- um og Kamtsjatka. Þekking ís- lendinga á sviði sjávarútvegs var þekkt á öllum þessum stöð- um og víðast hvar höfðu fyrir- tæki áhuga á samstarfi við ís- lenzka aðila í útgerð, físk- vinnslu og markaðssetningu af- urða. Framkvæmdastjórinn segir fyrirspurnir hafa komið úr fleiri áttum um samstarf við íslend- inga og nefnir þar til Mexíkó, Indland, Argentínu og Alaska. Hann telur mikla möguleika fyrir íslenzk sjávarútvegsfyrir- tæki á að eiga samstarf við fyr- irtæki í þessum löndum, en hins vegar hafí brugðið svo við, að þeim aðilum í íslenzkum sjávar- útvegi, sem var kynnt málið, hafí ekki fundizt það nægilega áhugavert til að aðhafast nokk- uð nema Granda hf. sem hafi ráðizt í samstarf við sjávarút- vegsfyrirtæki í Chile. Ingjaldur bendir á, að afli innan fískveiðilögsögunnar sé takmarkaður og veiti ekki nauð- synlega vaxtarmöguleika. Að- hafíst íslendingar ekkert muni afkoma þeirra byggjast á því, sem aðrar þjóðir skammti þeim. Margskonar þekking íslendinga sé eftirsóknarverð á alþjóðleg- um vettvangi og hana eigi að nýta til gjaldeyrisöflunar. í mörgum tilvikum þurfi að fjár- festa í atvinnustarfsemi erlendis til að þekkingin beri arð. Þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá framkvæmdastjóra Útflutn- ingsráðs. í þeim mikla efna- hagssamdrætti, sem við höfum búið við undanfarin ár og horfur eru á að haldi áfram, er brýn nauðsyn að nýta öll sóknarfæri til aukinnar tekjöflunar fyrir þjóðarbúið. Möguleikarnir eru víða erlendis, ekki sízt í sjávar- útveginum, og stjómvöld eiga að beita sér fyrir því, að opin- berir sjóðir og bankar geri at- hafnamönnum það kleift að nýta fiskiskipin og tækjabúnað í samstarfi við útlendinga frem- ur en að íáta þau vera lítið sem ekkert nýtt hér heima. í þessu sambandi er rétt að minna á setningu í Morgunblaðsgrein framkvæmdastjóra Útflutn- ingsráðs íslands, þar sem hann spyr og ekki að ástæðulausu: „Getur það virkilega verið, að öruggt tap innan fiskveiði- lögsögunnar sé talinn betri val- kostur en möguleikinn á hagn- aði utan lögsögunnar?" Morgunblaðið/Bjami Frá vinstri: Hoyer og Kling, frá þýsku Ioft- og geimferðastofnuninni, og dr. Gottfried Pagenstert, sendiherra Þýskalands á íslandi, við bíl- vél af Mercedes Benz gerð. Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í raunvísindadeild Háskóla íslands, segir frá lítilli vetnisverksmiðju sem komið hefur verið upp í anddyri Háskólabíós. Vatn er hvarfað með rafstraum sem framleiddur er af sólarljósi (ljóslömpum), og vetni verður til. Utflutningur á vetni til Þýska- lands gæti hafist á næsta ári Framleiðslukostnaður allt að 25% lægri hér en í Kanada ÚTFLUTNINGUR á vetni frá íslandi til Þýskalands hefst að líkindum strax á næsta ári, að sögn Heinz Gretz hjá Vetnisfélaginu í Hamborg. Um er að ræða eina milljón kúbikmetra af vetni sem notuð verður til að knýja m.a. strætisvagna í austurhluta Þýskalands. í skýrslu sem nefnist Möguleikar vetnisframleiðslu á íslandi, sem gefin er út af Háskólaútgáfunni, er gerður samanburður á kostnaði við framleiðslu og flutning á vetni frá Islandi annars vegar og Kanada hins vegar og í ljós kemur að framleiðslan fyrir Evrópumarkað gæti orðið allt að fjórðungi lægri hér á landi. Heinz Gretz hjá Vetnisfélaginu í Hamborg er staddur hér á landi í tengslum við sýningu á vetnistækni sem sett hefur verið upp í anddyri Háskólabíós. Gretz segir að tilrauna- verkefnið muni standa yfir í tvö ár. Verði niðurstaðan í samræmi við þær væntingar sem menn gera sér um kaup á vetni héðan yrðu reistar vetn- isverksmiðjur hér á landi. Andrés Svanbjömsson hjá markaðskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar segir að tiltölulega fljótlegt sé að reisa vetnisverksmiðjur, tækni við framleiðslu vetnis sé þekkt hér á landi og Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi hafi um 35 ára skeið framleitt vetni. Árlega eru framleiddar 19 milljónir kúbikmetra af vetni í Gufu- nesi. Með tilliti til framleiðslu á Evr- ópumarkað yrði hagkvæmast að byggja verksmiðjur á Austurlandi, en einnig væru uppi hugmyndir um að vetnisvæða fiskiskipaflotann og yrði það væntanlega gert með minni verksmiðjum allt í kringum landið. Gretz sagði að það væri einkum af umhverfisvemdarástæðum sem þessu verkefni væri hleypt af stokk- unum í Evrópu. Notkun kola og olíu sem orkugjafa hefði nú þegar valdið gífurlegum umhverfisvandamálum, einkum í austurhluta álfunnar. Hann sagði að vetni væri eina svarið við þessum vanda þar sem það væri því sem næst hreinn orkugjafi. Það lægi beinast við að reyna þennan nýja orkugjafa í almenningssamgöngu- tækjum eins og strætisvögnum, þar sem mengun af þeirra völdum væri mikil og tiltölulega einfalt væri að breyta bílvélum svo að þær brenndu vetni í stað bensíns. Hann sagði að vetnisframleiðsla væri afar hagstæð á íslandi, annars vegar vegna lágs raforkukostnaðar og hins vegar vegna minni fjarlægðar frá Evrópu- markaði en Kanada. Gretz segir að vetni sem orku- gjafí á bifreiðar sé dýrara en bensín. Nú bendi hins vegar flest til þess að lagður verði skattur á notkun olíu sem orkugjafa í Evrópubanda- lagsríkjunum árið 2010 og með hon- um yrði ódýrara að nota vetni en olíu. Hann segist ekki efast um að vetni sé framtíðarorkugjafí heimsins og ísland verði eitt af framleiðslu- löndunum. Hékk á fiskikari í 20 mínútur eftir að trilla hans sökk skyndilega við Skrúð Hélt að þetta yrði mitt síðasta - segir Víðir Pétursson sem bjargaðist um borð í nærstadda trillu Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Víðir Pétursson sestur undir stýri í bíl sinum, en hann var tiltölu- lega fljótur að ná sér eftir volkið. VÍÐIR Pétursson, 41 árs trillu- sjómaður frá Reyðarfirði, var hætt kominn þegar trilla hans, Hafdís Berg SU 304, sökk skyndilega norðaustur af Skrúð um kl. 15.30 í gærdag. Víðir hékk á 600 lítra fiskikari í sjón- um í 15-20 mínútur áður en félagi hans, Gunnar Hjaltason á Þjótanda SU 18, sem var við veiðar á svipuðum slóðum og Víðir, náði að bjarga honum um borð í trillu sína. Engir aðrir bátar voru á þessum slóðum þegar óhappið varð, og segir Gunnar algjöra tilviljun hafa ráðið því að hann fór á sjó eft- ir hádegið í gær. Víðir sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið kominn með 600-700 kg af físki þegar trillan sökk í ljómandi veðri þar sem hann var staddur rétt austur úr Brökunum norðaustur af Skrúð. „Ég var að beygja mig niður til að blóðga fisk þegar ég stóð allt í einu í sjó upp að hnjám. Ég var á um 30 faðma dýpi þannig að það áttu ekki að vera nein grunnbrot eða neitt þarna. Það kom bara alda aftan á hann og ég sneri mér ekki einu sinni við og stikaði yfir að stýrishúsinu og engu munaði að ég færi inn í það. Þetta gerðist svo snöggt að ég náði ekki að gera neitt og væri sennilega dauð- ur núna ef annar bátur hefði ekki verið þarna skammt frá sem var farinn að undrast um mig,“ sagði Víðir. Hann sagði trilluna hafa sokkið á örskammri stundu og hann hefði ekki einu sinni náð að losa gúm- björgunarbát sem var í trillunni. „Það var stórt fiskikar sem ég náði að hanga á, en ég var orðinn ansi kaldur þegar Gunnar kom þama að, og ég er ekki viss um að ég hefði hangið þarna mikið lengur. Ég var í vinnuflotgalla, en mér var orðið ansi kalt á höndun- um þar sem ég var búinn að rífa mig úr gúmmívettlingunum, og ég var orðinn svolítið þungur. Ég hefði aldrei trúað því að þetta tæki svona stuttan tíma. Ég hélt að Gunnar væri kominn suður fyr- ir Skrúð og var svona farinn að hugleiða að sennilega væru allar líkur á því að þetta yrði mitt síð- • asta,“ sagði Víðir. Gunnar Hjaltason sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði ekki ætlað sér að fara á sjó í gær og algjör tilviljun hefði ráðið því að hann tók ákvörðun um að skella sér upp úr kl. hálftvö, en þá frétti hann að Víðir væri í ágætu fiskiríi við Brökumar. Hann sagðist hafa verið kominn á svipaðar slóðir og í sjónmál við Víði rétt rúmlega klukkutíma síðar og voru þeir í talstöðvarsambandi um tíma. „Það var ágætisveður og mjög slétt, en svona straumrastir þar sem var nokkuð mikið suðurfall. Svo fer ég einhvern veginn að kíkja eftir hvar hann sé og sé þá belg z Hafdís Berg SU 304 sökk skyndilega norðaustur af Skrúð um kl. 15.30 í gær rétt við Brökurnar, sem var þó ekki frá honum, og sunnar sé ég annan belg. Svo fer ég að spekúl- era í af hvetju ég sé ekki Víði, og geri mér grein fyrir að ég heyrði. hann aldrei kippa. Þá bregður fyr- ir stóru fiskikari sem hann var með fískinn í, og svo sé ég að fuglinn er í einhverju þarna ekki langt frá, en það var þá fiskurinn úr karinu. Ég kalla tvisvar í hann á rás 10, en hann svarar ekki og það þurfti ekki að vera neitt óeðli- legt. Svo bara sé ég að ég verð að finna Víði þar !)em mér fínnst þetta eitthvað ekki passa og ég sé ekki bátinn. Ég dreg þá bara upp og ákveð að kanna hvað þetta er sem ég sá þarna bregða fýrir, og þá hangir hann þarna á karinu. Hann var orðinn ansi kaldur en það gekk vel að ná honum um borð. Það er meiri háttar tilviljun að ég skuli yfír höfuð fara á sjó, en ég hef aldrei farið svona snöggt. Það er mikið lán og tilviljun að þetta skuli gerast svona, þetta er aiveg ömgglega stærsti vinningur- inn,“ sagði Gunnar. Fundi frestað í S veitarfélaganefnd vegna fjarveru fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga Breytir hugsanlega ákvörð- unuin um vegaframkvæmdir - segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra FUNDI í sveitarfélaganefnd, sem fjalla á um samskipti ríkisins og sveitarfélaga, var frestað í gærmorgun vegna fjarveru fulltrúa Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra segir að með þessari afstöðu sé einu stærsta hagsmunamáli íbúa sveitarfélaga og einu stærsta byggðamálinu nú teflt í tvísýnu. Þessi afstaða kunni að verða til að breyta ákvörðunum um vegafram- kvæmdir og ef ekki verði hægt að leysa málið á næstunni verði að hyggja að öðrum hugmyndum til að hrinda sameiningu sveitarfélaga í framkvæmd. Sigfús Jónsson, formaður Sveitar- félaganefndar, segir að beðið verði með að halda fundinum áfram þar til Ijóst sé hvort ríkið hyggist ræða við sveitarfélögin vegna ákvörðunar þeirra um að taka ekki þátt í störfum nefndarinnar. Nefndin á að gera til- lögur um umdæmi sveitarfélaga, tek- justofna þeirra, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og aðgerðir ríkis- valdsins til að auðvelda sameiningu sveitarfélaga. Stjórn Sambands sveitarfélaga lýsti því yfir á fundi í síðustu viku að samtökin myndu ekki taka þátt í störfum nefndarinn- ar vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að hætta að endurgreiða sveitar- félögum virðisaukaskatt. Samkvæmt ályktun stjórnarfundarins telur stjórnin „tilgangslítið að eyða vinnu brögð fulltrúa sveitarfélaganna koma mjög á óvart og ég harma mjög þessa afstöðu. Það er alveg ljóst að ef fulltrúar sveitarfélaganna taka ekki þátt í þessu lokastarfí getur það orðið til þess að ekkert verði af sameiningu sveitarfélaga og þar með væri Samband sveitarfélaga að vinna gegn hagsmunamálum sinna eigin íbúa,“ sagði Jóhanna Sig- urðardóttir í samtali við Morgunblað- ið. Hún sagði að það væri sérkenni- legt ef fulltrúar sveitarfélaganna vildu ekki vera með í að móta niður- stöðu í þessum efnum sem nú væri á lokastigi. Hún teldi að hér væri á ferðinni eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélaganna um árabil og því væri teflt í tvísýnu um ófyrirsjáan- efla mjög og styrkja sveitarstjórnar- stigið. Það er forsendan fyrir því að bæta og auka þjónustu við fbúa sveit- arfélaga, sérstaklega þau smærri sem eru vanmegnug til að halda uppi þjónustu við íbúa sína. Þetta er ein veigamesta forsendan fyrir uppbyggingu atvinnulífsins úti á landsbyggðinni með stækkun at- vinnu- og þjónustusvæða. Þá var samfara þessari sameiningu hug- myndin að vinna að því að færa stofnanir út á land í auknum mæli og þetta getur vissulega haft áhrif á það. Mér fínnst þetta því afskap- lega óskynsamleg afstaða hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga," sagði Jóhanna ennfremur. Hún sagði að ríkisstjómin hefði þegar, án þess að niðurstaða í sam- einingarmálum lægi fyrir, sýnt að hún vildi gera sitt til að koma þessum málum í höfn og vísaði til þeirra ákvarðana sem teknar hefðu verið um framkvæmdir í vegamálum, en þar hefði verið tekið mið af fyrirhug- uðum sameiningum sveitarfélaga samkvæmt áætlunum nefndarinnar. Það gæti hugsanlega þurft að endur- skoða þær hugmyndir ef sameining- arfélaga sem vildu sameiningu á breiðum gmndvelli, en því fylgdi veruleg verkefnatilfærsla, nýir tekju- stofnar og meiri sjálfsákvörðunar- réttur sveitarfélaga. „Ég mun reyna núna í vikunni að ná fram lausn um framhaldið og fá fulltrúa sveitarfélaganna til að vera með í þessari lokaniðurstöðu. Tímaá- ætlun um þessa vinnu er í miklu uppnámi, en við þurfum raunveru- lega að fá niðurstöðu í þetta mál á næsta hálfa mánuði. Hún yrði síðan kynnt sveitarfélögum út um allt land og fengin afstaða þeirra til þessara hugmynda. Ef ekki næst niðurstaða verður að finna nýjar leiðir til þess að ná fram sameiningu sveitarfé- laga. Þetta er forsenda svo margs { byggðarmálum og má raunar segja að þetta sé stærsta byggðamálið um langan tíma. Það er ótækt að tefla því í tvísýnu og ég mun því huga að nýjum leiðum til að ná fram sam- einingu sveitarfélaga ef ekki tekst að ná sátt við Samband íslenskra sveitarfélaga,“ sagði Jóhanna. Aðspurð sagði hún að ein leið væri hugsanlega að semja beint við sveitarfélög sem væru reiðubúin að ganga til sameiningar og fá til sín aukin verkefni og aukna tekjustofna. Ellefu manns eiga sæti í sveitarfé- laganefnd, þar af þrír fulltrúar frá Samtökum íslenzkra sveitarfélaga. í flókna samningagerð, sem engin trygging er fyrir að ríkið standi við“. „Eg verð að segja að þessi við- „Sameining sveitarfélaga er sú leið sem best er til þess fallin að dæmis með heimildarákvæði í lögum um að greiða fyrir sameiningu sveit- lega tima með þessari afstöðu. armáhn færu í annan farveg, til Morgunblaðið/Ingvar Eftir skrykkjóttan akstur um Suðurlandsveg lenti bíll mannanna út fyrir veginn og fór þar nokkrar veltur. Ölvaðir sluppu lítt meiddir frá bílveltu ÞRÍR menn, allir taldir ölvaðir, hlutu minniháttar meiðsli er bíll sem einn þeirra ók, lenti út af Suðurlandsvegi skammt frá Hólmsá um miðjan dag á laugardag. Bíllinn fór þar nokkrar veltur utan vegar og þegar að var komið lá einn mannanna undir bílnum. Við rannsókn á slysadeild kom í ljós að meiðsli hans reyndust ekki alvarleg, fremur en meiðsli hinna tveggja. Enginn mannanna kannað- ist við að hafa ekið bílnum, þótt öðrum virtist ekki til að dreifa og voru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar. Við yfírheyrslur dag- inn eftir báru mennirnir fyrst fyrir sig minnisleysi en síðar, eftir að vitni að akstrinum höfðu einnig gefið sig fram, játaði einn þeirra, eigandi bíls- ins, að hafa setið undir stýri. Tyrkneska forræðismálið Kannað hvort Hal- im A1 hefur notað íslenskt vegabréf í TYRKLANDI er verið að kanna hvort Halim Al, fyrrum eiginmað- ur Sophiu Hansen, hefur notað íslenskt vegabréf í ferðum sínum. Ef svo er hefur hann t.d. ekki þurft vegabréfsáritun þegar hann hefur farið inn og úr landi eins og aðrir Tyrkir, að sögn Gunnars Guðmundssonar, lögmanns Sophiu. Við réttarhöldin í síðustu viku bentu lögmenn Sophiu dómara í forræðismálinu á að Halim A1 væri íslenskur ríkisborgari. Dómarinn frestaði dómsúrskurði en ef' hann fellst á ábendinguna stendur niður- staða íslenskra dómstóla um for- ræði Sophiu yfir dætrum sínum. Aðspurður um stöðuna í forræðis- málinu sagðist Gunnar telja að með því að fá ofsatrúarmenn í lið með sér hefði Halim A1 ekki styrkt mál- efnalega stöðu sína. Aftur á móti kvaðst hann því miður halda að lið- sinnið hefði áhrif á dómarann. Hann benti á að dómarinn væri einn og ef til vill hefði hann ekki kjark til að dæma Sophiu í vil. Þann- ig kvaðst hann bjartsýnni á niður- stöðu hæstaréttar í Ankara ef mál- inu yrði áfrýjað. Ef svo fer munu 3-5 dómarar dæma í málinu um sex mánuðum eftir dómsúrskurð í Istanbúl 12. nóvember. Þess má geta að lögmenn Sophiu hafa farið fram á að fá annan dómara í Istan- búl og sagði Gunnar að verið gæti að búið yrði að taka afstöðu til þeirr- ■ ar beiðni fyrir næstu réttarhöld. Gunnar sagði að nær öll tyrknesk blöð hefðu fjallað um réttarhöldin. Stærstu blöðin hefðu tekið málefna- lega á hlutunum en hið sama hefði ekki verið hægt að segja um blöð ofsatrúarmanna. Þar hefði sannleik- anum verið hagrætt og meðal ann- ars sagt að Sophia hefði veist að mannfjöldanum með því að kalla til hans ókvæðisorð um Tyrki. Enn- fremur sagði Gunnar að nú væri komið í ljós að þingmaður öfgatrú- aðra hefði komið að dómshúsinu' fyrir réttarhöldin og æst til uppþots með því að hvetja múginn til þess að standa með Halim Al. Gunnar sagði að það væri fremur óskemmtileg reynsla fyrir lögmann sem hefði ráðlagt skjólstæðingi sín- um að leita réttar sín eftir eðlilegum leiðum að sjá hann beittan ofbeldi og verða sjálfur fyrir ofbeldi á leið til réttarins. „Þetta er náttúrlega fyrir neðan allar hellur og á ekki að þekkjast í neinu þjóðfélagi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.