Morgunblaðið - 29.09.1992, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992
Góð ilmandi sápa
kryddar tilveruna
Ilmtegundlf: Rós, (rose),
Dísaminnur, (Ulac).
Maiklukka, (muguet).
Járnurt, (verbena).
Goðalllja, (hyazlnth).
FreysUlja, (freesia).
Laugavegi )2 ■ Siml 62 64 H0
vistunarmálum þeirra sé vel sinnt
í hverju sveitarfélagi. A síðastliðnu
ári skrifaði stjórn Landssambands
aldraðra öllum stærri sveitarfélög-
um í landinu og minnti á brýna
þörf fyrir frumkvæði þeirra í hús-
næðismálum aldraðra, vegna
þeirra einstaklinga sem ekki valda
því af eigin rammleik að leysa sín
húsnæðismál. Þó að sveitarstjórnir
hafi ekki mikið fjármagn til þess
að leggja í íbúðabyggingar standa
þær nær íbúunum í hveiju byggð-
arlagi en ríkisvaldið og þekkja bet-
ur vandamál einstaklinganna.
Frumkvæði þeirra og fyrirgre-
iðsla í svona málum getur því oft
valdið úrslitum. Skylt er að geta
þess að nokkur sveitarfélög hafa
þegar leyst húsnæðis- og vistunar-
mál aldraðra í sínu byggðarlagi
og eru ætíð vakandi fyrir nýrri
þörf.
Allmörg sveitarfélög standa auk
þess í margvísiegum framkvæmd-
um á því sviði, eða eru með þær
í undirbúningi. Má þar sérstaklega
nefna Hafnarfjörð, en þar hafa
fyrir frumkvæði bæjarfélagsins
verið mynduð „Öldrunarsamtökin
Höfn“ af 14 félögum og klúbbum
í bænum. Verkefni Hafnar er að
standa fyrir því að skipuleggja og
byggja upp íbúðir og þjónustu-
stofnanir fyrir aldraða á stóru
svæði í nágrenni Sólvangs í Hafn-
arfirði. Fyrsta húsið með 40 íbúð-
um verður fokhelt í haust.
Þó að íbúðarbyggingar aldraðra,
ásamt tilheyrandi aukningu á
heimahjúkrun og heimilishjálp
sveitarfélaga á síðustu árum, hafi
létt á þörfinni fyrir vistheimili og
aðrar stofnanir fyrir aldraða, má
búast við því að þar sé að hluta
til um frestun að ræða. Því er tíma-
bært að búast við vaxandi þunga
á sjúkradeildir og vistheimili á
næstu árum. Því er mikilvægt að
fylgjast vel með nýjungum á því
sviði. Minni ég þar enn á sambýlin
fýrir aldraða, sem gerðar hafa ver-
ið tilraunir með í Kópavogi með
góðum árangri.
Höfundur er formaður
Landssambands aldraðra.
Sveitarfélögin byggi fleiri
leiguíbúðir fyrir aldraða
eftir Ólaf Jónsson
reynslu og tækni verktaka til þess
að annast framkvæmdir. Það er
eðlilegt hlutverk verktakanna, en
ekki að taka sér það verkefni sveit-
arstjórnarmanna að ráða staðarv-
ali, skipulagi og eignarfyrirkomu-
lagi á byggingum fyrir aldraða.
Jafnframt byggingum leigu-
íbúða er mikilvægt að byggðar séu
íbúðir þar sem aldraðir geta tryggt
sér leigurétt með því að kaupa
eignarhlutdeild í íbúðinni, þó að
þeir hafí ekki fjármagn til þess að
kaupa íbúð á fullu markaðsverði.
Landssamband aldraðra telur það
eitt af mikilvægustu hagsmuna-
málum aldraðra að húsnæðis- og
Ljósaskoðunarátaki
lýkur 1. október
UNDANFARIÐ hafa óvenju margar kvartanir borist Umferðarráði
og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda vegna fjölda eineygðra bíla og
bíla með vanstilltan ljósabúnað í umferðinni, og því hefur Bílgreina-
sambandið í samvinnu við Umferðarráð og FIB upp á síðkastið
beitt sér fyrir sérstöku ljósaskoðunarátaki sem lýkur 1. október
næstkomandi.
Fjöldi verkstæða innan Bíl-
►greinasambandsins taka þátt í
Ijósaskoðunarátakinu og veita þau
ljósaskoðun forgang þessa dagana.
Þannig geta þeir bíleigendur sem
vilja Iáta skoða ljósin komið á þessi
verkstæði á vanalegum vinnutíma
og eru allar líkur á að þeir geti þá
strax fengið ljósaskoðun. Fast verð
er á ljósaskoðuninni þar til átaki
þessu lýkur 1. október, en það er
450 krónur.
Afmælistónleikar á Akranesi
UM HELGINA voru haldnir tvennir tónleikar á Akranesi í til-
efni af 50 kaupstaðarafmælis Akranesbæjar. Á föstudag lék
rokksveitin Jethro Tull og á laugardag Black Sabbath. Agæt
mæting var á tónleika Jethro Tull, en lakari á Black Sabbath
og (jóst að tap varð allnokkuð af tónleikunum.
Tónleikar Jethro Tull þóttu mikið; það kæmi ekki í ljós fyrr
takast gríðarvel og tónleikagestir
almennt í sjöunda himni. Black
Sabbath-tónleikamir vom lítt
síðri, þó stemmningin hafí ekki
verið eins lífleg.
Sigurður Sverrisson, sem var
í forsvari fyrir tónleikaskipu-
leggjendur, sagðist fyrst og
fremst stoltur af því hve vel tókst
til með tónleikana, en vissulega
væm tilfínningar nokkuð blendn-
ar því ljóst væri að nokkuð tap
hefði orðið af tónleikunum. Ekki
sagðist hann gera sér grein fyrir
að svo stöddu hve tapið væri
en að viku liðinni.
Gestir á tónleika Jethro Tull á
föstudagskvöld vou vel á þriðja
þúsund og sagði Sigurður að ef
aðeins hefðu verið þeir einu tón-
leikar hefði orðið hagnaður af
öllu saman, því ekki komu nema
um 1.200 á tónleika Black Sab-
bath á laugardagskvöld og marg-
ir þeirra keyptu miða á niður-
settu verði. Sigurður sagði að
þeir sem stóðu að tónleikunum
séu að velta því fyrir sér að halda
áfram að flytja inn hljómsveitir,
enda öðlast mikla reynslu af því
að skipuleggja þessa tónleika og
komnir í góð sambönd ytra. Hann
sagði að hann og aðrir sem að
tónleikunum stóðu séu persónu-
lega ábyrgir fyrir tapinu, Akra-
nesbær þurfí engu að kosta til.
Sigurður sagði mun betra hafa
verið að eiga við Jethro Tull-liða
en Sabbath-menn, enda hefði allt
staðið eins og stafur á bók sem
Tull-liðar sögðu, en sífellt var að
bætast við aukakostnaður og
umstang vegna Sabbath. Hann
sagði og að svo vel hefði Jethro
Tull líkað á íslandi að hljómsveit-
in hygðist koma hingað til lands
næsta haust, eða snemma vetrar
og leika þá á tvennum eða þrenn-
um tónleikum í Háskólabíói.
Texti: Árni Matthíasson
Sú kynslóð sem fædd er á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar er nú öll
komin á eftirlaunaaldur. Eitt af
stæstu verkefnum hennar hefur
verið að byggja varanlegt íbúðar-
húsnæði yfír sig og sína afkomend-
ur. Þau mannvirki sem hún tók
við voru flest af vanefnum gerð
og uppfylltu ekki þær kröfur sem
nú eru gerðar til íbúðarhúsnæðis.
Að þessu verkefni hefur hún unnið
af miklum dugnaði og atorku. Eru
þess mörg dæmi að sama fjölskyld-
an hafí byggt þrisvar sinnum nýtt
íbúðarhús.
Framyfir miðja öldina var engin
opinber fyrirgreiðsla við íbúðar-
byggingar einstaklinga og var þá
leitast við að leysa verkefnið með
sparnaði og óhóflegri aukavinnu
allrar fjölskyldunnar. Síðastliðna
áratugi hefur hins vegar verið um
verulega lánafyrirgreiðslu að
ræða, m.a. úr lífeyrissjóðum þeirra
sem nú eru komnir á eftirlaunaald-
ur. Þessi uppbygging íbúðarhús-
» væðis hófst með byggingu verka-
mannabústaða í miðri heimskrepp-
unni eftir 1930 og hefur staðið
með nokkrum sveiflum til þessa
dags.
Er nú svo komið að okkar þjóð
sem fyrir 70 árum átti aðeins örfá-
ar varanlegar íbúðir býr nú í rýmri
og vandaðri íbúðum en flestar aðr-
ar þjóðir sem við miðum okkur við
þegar rætt er um lífskjör og af-
komu. Sennilega erum við í fyrsta
sæti ef tekið er tillit til þess að
hér eru flestar íbúðir hitaðar upp
með jarðvarma.
Enn hefur ökkar byggingar-
glaða kynslóð ekki lagt árar í bát
í þessum efnum, heldur á hún rík-
an þátt í stórfelldum framkvæmd-
um við byggingar á sérhönnuðum
íbúðum fyrir aldraða á síðustu
árum. í mörgum tilfellum hafa
byggjendur slíkra íbúða verið að
flytja sig úr stórum íbúðum eða
einbýlishúsum í smáíbúðir sem
betur henta litlum fjölskyldum.
Með því hefur mörgum tekist að
auka verulega möguleika sína á
því að búa lengur á eigin heimili,
sérstaklega þar sem þjónustumið-
' stöð er tengd íbúðinni og hægt er
Ólafur Jónsson
„Með því að taka frum-
kvæðið í bygging-um
leiguíbúða fyrir eigna-
lítið eftirlaunafólk geta
sveitarstjórnir tryggt
áframhaldandi fram-
kvæmdir í þágu aldr-
aðra á meðan lægð er
í byggingum sölu-
íbúða.“
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Ronnie James Dio, söngspíra
Black Sabbath.
Hér eru í byggingú 40 íbúðir fyrir aldraða við Sólvang í Hafnarfirði.
Frá tónleikum Jethro Tull á föstudag.
að fá aðgang að mötuneyti og
annarri þjónustu.
Þessar miklu íbúðarbyggingar
aldraðra hafa því dregið verulega
úr þörfinni fyrir pláss á vistheimil-
um og bætt stöðuna í húsnæðis-
málum aldraðra. Þó aðeins þeirra
sem áttu fjármagn til þess að
kaupa slíkar íbúðir á markaðsverði.
Annmarkar þessara fram-
kvæmda eru þeir að ekki hafa jafn-
framt verið byggðar leiguíbúðir í
ríkara mæli en gert hefur verið
og íbúðir með hlutdeildareign
leigutaka, til þess að einnig þeir
efnaminni gætu notið-þessara ný-
bygginga.
Nú virðist þörf markaðarins fyr-
ir söluíbúðir til aldraðra vera full-
nægt. Eldri íbúðir hafa lækkað í
verði og sölutregða er mikil. Því
munu aldraðir fara mjög varlega
í íbúðarkaup við óbreyttar aðstæð-
ur.
Þörfínni fyrir hagkvæmar smá-
íbúðir fyrir aldraða er þó ekki full-
nægt. Hjá félagsmálastofnunum í
flestum stærri bæjarfélögum er
alltaf biðlisti aldraðs fólks eftir
leiguíbúðum. í þeim hópum eru að
meirihluta einstæðar konur sem
alla sína starfsæfi hafa unnið á svo
lágu kaupi að þær áttu þess aldrei
kost að kaupa sér íbúð. í þeim
hópum er líka aldrað fólk sem orð-
ið hefur fyrir áföllum í fjármálum,
t.d. vegna ábyrgða í gjaldþrota-
málum.
Ef þetta fólk hefur aðeins lífeyr-
istekjur sér til framfærslu ræður
það ekki við að greiða leiguíbúð á
markaðsverði. Fyrir þetta fólk þarf
að byggja leiguíbúðir og þar eiga
sveitarfélögin að hafa frumkvæði
að framkvæmdum. Sveitarstjórn-
um ber að kanna þörfína fyrir
leiguíbúðir og vistheimili fyrir aldr-
aða, ef þær upplýsingar liggja ekki
fyrir. Oldrunamefndum í hveiju
bæjarfélagi ber að semja stefnu-
markandi áætlun um framkvæmd-
ir í málefnum aldraðra í sínu
byggðarlagi. Með því að taka
frumkvæðið í byggingum leigu-
íbúða fyrir eignalítið eftirlaunafólk
geta sveitarstjórnir tryggt áfram-
haldandi framkvæmdir í þágu aldr-
aðra á meðan lægð er í byggingum
söluíbúða.
Til slíkra framkvæmda eiga
sveitarfélögin rétt til lána úr Bygg-
ingarsjóði verkamanna og þeim ber
að nýta þann rétt og sækja um lán
til slíkra framkvæmda fyrir 1.
október nk.
Þegar að framkvæmdum kemur
er oftast hagkvæmt að nýta